Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. nóvember 1977
3
Hæstaréttardómur í máli Garðars Viborg gegn VL-ingum:
Kröfum VL-inga um
miskabætur hrundið
Siðastliðinn föstudag
var upp kveðinn i
Hæstarétti dómur i
málinu Garðar Viborg
gegn VL-ingunum
Bjarna Helgasyni,
Birni Stefánssyni,
Hreggviði Jónssyni,
Jónatan Þórmunds-
syni, Ólafi Ingólfssyni,
Stefán Skarphéðins-
syni, Unnari Stefáns-
syni, Þorsteini
Sæmundssyni, Þor-
valdi Búasyni, Þór Vil-
hjálmssyni, Ragnari
Ingimundarsyni og
Valdimar J. Magnús-
syni og gagnsök.
Garðar Viborg
Garöar Viborg skaut máli
sinu til Hæstaréttar i júni 1976
og geröi þær dómkröfur aö hann
ýrði sýknaöur af öllum kröfum
gagnáfrýjenda, og þeir dæmdir
til þess aö greiöa honum öskipt
málskostnaö i héraði og fyrir
Hæstarétti.
Dómkröfur VL-inga voru eft-
irtaldar:
1. að ummæli þau sem stefnt
var út af yröu dæmd dauð og
ómerk.
2. að aðaláfrýjandi verði
dæmdur i hæfilega refsingu fyr-
ir ummæli sin.
3. að aðaláfrýjandi verði
dæmdur til að greiða hverjum
gagnáfrýjanda 50.000 kr. i
miskabætur auk 9% ársvaxta
frá 31. janúar 1974 til greiðslu-
dags.
4. aö aðaláfrýjandi veröi
dæmdur til aö greiða gagnáfrýj-
endum sameiginlega 25.000 kr.
til að kosta birtingu væntanlegt
dóms i opinberum blöðum.
5. að aðaláfrýjandi verði
dæmdur til að sjá um birtingu
væntanlegt dóms i 1. eöa 2. tbl.
Nýs lands, sem út kemur eftir
birtingu dómsins.
6. að aðaláfrýjandi verði
dæmdur til að greiða gagnáfrýj-
endum sameiginlega hæfilegan
málskostnað i héraði og fyrir
Hæstarétti.
Ummælu þau sem hér er talað
um, birtust i 3. og 4. tbl. Nýs
lands, er út komu 24. og 31. jan.
1974. Aðaláfrýjandi (Garðar Vi-
borg) var ábyrgðarmaöur
blaðsins og ber hann þvi ábyrgð
á þvi efni þar sem höfundur er
ekki nafngreindur.
VL-ingar taldir halda
virðingu sinni
Niðurstöður Hæstaréttar eru
á þessa leiö:
„Ummælin eru tilgreind i hin-
um áfrýjaða dómi, og verður
vitnað til þeirra hér á eftir á
sama hátt og þar.
I. Með ummælum þessum
veröur ekki talið að neinu þvi
sé dróttað aö gagnáfrýjendum
er verða mun virðingu þeirra til
hnekkis, og eigi þykja ummælin
heldur móðgandi fyrír þá né sett
fram á óviðurkvæmilegan hátt.
Verður aðaláfrý janda þvi
hvorki dæmd refsing fyrir þau
né heldur verða ummælin
ómerkt.
II.A. 1-2. Fréttatilkynning sú
sem hér er um að ræða er gefin
út i nafni framkvæmdastjórnar
Frjálslynda flokksins og undir
henni stendur: Lúðvik Jónsson,
ritari. Þykir höfundur þannig
tilgreindur, og ber aðaláfrýj-
andi þvi ekki ábyrgð á ummæl-
unum skv. 15. gr. 1. 57/1956.
II.B. Ekki verður taiið að um-
mæli þessi feli i sér refsiverðar
aðdróttanir né móðganir i garð
gagnáfrýjenda og verður aðal-
áfrýjanda þvi ekki dæmd refs-
ing fyrir þau. Setningin: „Það
viröist vera meginsjónarmið
þessara manna að sjálfstæði Is-
lands og öryggi sé bezt borgið
með þvi að sýna i hvivetna auð-
Framhaid á bls. 10
Samgönguráðherra, með syndaaflausn frá
páfa upp á vasann:
Nýtt leiðakerfi strand-
ferðaskipa að taka gildi
Jólabasar
Sjálfsbjargar
Halldór E. Sigurösson,
samgöngu- og land-
búnaðarráðherra, svaraðií
gær tveimur fyrirspurnum
á þingi, annarri varðandi
simaafnot ii aldraðra, hinni
varðandi samgöngumál
Vestfiröinga. Hefur ráð-
herrann verið fjarstaddur
að undanförnu, m.a. var
hann í eina viku i Rómar-
borg á þingi Landbúnaðar-
og matvælastof nunar
Sameinuöu þjóðanna og
„fékk syndaaflausn hjá
páfa i leiðinni" að eigin
sögn.
Ráöherra svaraði fyrirspurn
frá Sighvati Björgvinssyni (AF)
um það hvort Skipaútgerð rikis-
ins hygðist bæta samgöngur viö
Vestfirði á næstunni, en flm.
sagði i stuttri ræðu með fyrir-
spurninni að ljóst væri að engir
væru jafn illa settir hvað varðaði
samgöngur á vetrum og Vest-
firðingar. Sérstaklega kæmi þetta
illa viö vöruflutningana. Væru
mörg dæmi þess að jólavarningur
sem pantaöur væri frá höfuðborg-
inni til sölu i verzlunum fyrir jólin
kæmi ekki fyrr en talsvert væri
liðið af nýju ári.
Þá lagði þingmaðurinn áherzlu
á aö ná samstarfi Skipaútgerðar-
innar og þeirra aðila sem önnuð-
ust vöruflutninga á landi til og um
Vestfirði.
Halldór E. Sigurðsson sagði að
Skipaútgerðarmenn hafi nú þegar
skipulagt nýtt leiðakerfi fyrir
skip fyrirtækisins, Heklu og Esju,
sem ætlað væri að bæta talsvert
úr erfiöum samgöngum við Vest-
og Austfiröi. Nýtt leiöakerfi felur
i sér vikulegar ferðir á hafnir þær
sem strandferðaskipin koma á.
Mun annað skipið fara hringferð
umhverfis landið á einni viku og
koma við á tiltölulega fáum höfn-
um, en ætlunin væri svo að fá
landflutninga i samstarf um aö
dreifa vörum frá þessum höfnum
áleiðis til neytenda. Hitt skipið
færi aðra vikuna frá Reykjavik og
á Vestfjarðahafnir, til Akureyrar
og til baka, en hina vikuna frá
Reykjavik austurum til Akureyr-
ar og til baka. Þannig væri ætlun-
in að bæta samgöngur á sjó við
Vest- og Austfirði. Kvaðst ráö-
herra vonast til þess að nýtt leiða-
kerfi tæki gildi um áramót, en
Skipaútgerðin er nú að taka á
leigu húsnæði vegna aukinna
anna i vöruflutningum sem
væntanlega skapast meö leiða-
breytingunum.
Hins vegar kvað ráðherra öll
áform um aukningu skipakosts
útgeröarinnar svo skammt á veg
kominn, að ekki væri hægt að fara.
nánar út i það mál.
Hugmyndir um 3 skip
Sigurlaug Bjarnadóttir(S) lýsti
vonbrigðum með það að áætlun
um skipakaup væri ekki lengra á
veg komin en raun ber vitni, en
hún kvaö einmitt þær hugmyndir
hafa glatt Vestfjarðaþingmenn
sérstaklega.
Steingrimur Ilermannssun (F)
tók i sama streng og kvað hug-
myndir hins nýja forstjóra skipa-
utgerðarinnar um aukningu
skipakosts vera athyglisverðar.
Gerir hann ráð fyrir að Esja og
Hekla verði seldar, en i stað
þeirra keypt 3 minni og hag-
kvæmari skip. Þarf fámennar
áhafnir á þau og reiknast mönn-
um til að árlegur sparnaður
vegna þessa muni vera nalægt 130
milljónum króna.
Helgi Seljan (AB) sagði áhuga
Austfiröinga á málefnum Skipa-
útgerðarinnar ekki vera minni en
Vestfiröinga og til dæmis hafi
sveitarstjórnarmenn á Austur-
landi lýst eindregnum stuðningi
við framkomnar hugmyndir um
nýskipan áætlana strandferða-
skipa hjá forstjóra Skipaútgerð-
arinnar.
Einnig tóku til máls i þessum
umræöum þingmennirnir Jónas
Arnason(AB) og Friðjón Þórðar-
son (S)
Þessar myndir, ásamt
mörgu fleira, verða til sölu
á jólabasar Sjálfsbjargar,
félags fatlaðra, sem verð-
ur laugardaginn 3. desem-
ber í Lindarbæ, og hefst
Sérstæð f járöflun verður
á vegum Kvenréttinda-
félags Islands fimmtudag-
inn 1. desember næstkom-
andi. Félagið mun efna tii
VELTU með bækur, blöð,
timarit, hljómplötur, tón-
snældur, veggmyndir,
málverkaeftirprentanir
o.fl.
klukkan 13:30. Ennfremur
verður þar úrval jóla-
skreytinga, kökur og hið
vinsæla skyndihappdrætti
með f jölda góðra vinninga.
Um leið og borgarbúar eiga
þess kost aö njóta siðdegishress-
ingar á Hótel Borg i tilefni full-
veldisins geta þeir reynt heppni
sina á þessari einstæðu veltu, sem
hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 18:00.
Engin núll veröa og ekkert
happdrætti, þver dráttur óvænt
menningarmiðlun, sem lýsir upp i
skammdeginu og eykur eftir-
væntingu fólks fyrir jólin. Allar
Framhald á bls. 10
Nú verður deilt
um varnarmáliri
Borgarafundur í
Félagsstofnun stúdenta
Hreyfingin — Sam-
vinna Vesturlanda,
sókn til frelsis — hefur
að undanförnu haldið
nokkra fundi i skólum
landsins, þar sem fjall-
að hefur verið um
varnarmálin og At-
lantshafsbandalagið.
Si"ðasti fundurinn i þessari
lotu verður haldinn i kvöld, mið-
vikudag klukkan 20 i Félags-
stofnun stúdenta. Þetta veröur
almennur borgarafundur, sem
stúentar efna til.
Þarna verða fluttar 6 fram-
söguræöur, með og á móti. Fyr-
ir — Samvinriu Vesturlanda,
sókn ti frelsis — tala þeir Hann-
es Gissurarson, Baidur Guð-
laugsson og Þorsteinn Pálsson,
en fyrir Herstöðvaandstæðinga
Siguröur Tómasson, Pétur
Tyrfingsson og Halldór Guð-
mundsson.
Þess md vænta, að þetta geti
orðiö fróðlegur og fjörugur
fundur, enda málin i brenni-
punkti.
Kvenréttindafé-
lagið með bóka-
veltu á Borginni