Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 7
iAAiðvikudagur 30. nóvember 1977 7 S K Ó LI 4S D. KRISTINSSONAR sóttur ginn na yrðið irb*BiagtdeiM (aora af tvelmur). arnám I haust. Fastir höfðu bak- áaldrinum 13-33 ára. I Kdreftag. urnir sungið i kórnum og verið i skölahljómsveitinni. Einnig er hægtað taka hálft nám , þ.e. hálf- timi i aöalfagi + allar hliöar- gréinar. Gjaldiö fyrir hálfa kennslu er 12.500 krónur. Fyrir nám í undirbúningsdeild er verðið 10 þúsund krónur. Hvenær útskrifast nemendurn- ir? — Viö kennum eftir ensku stigakerfi en i þvi eru 8 stig. Er nemandi tekur 8. stigið, titskrifast hann frá okkur, við kennum hon- um ekki meira. Það má kalla 8, stigið einskonar stúdentspróf í tónlist. — En það eru mjög fáir, sem ljúka 8. stiginu. Það er full vinna að stunda tónlistarnámið, þegar svo langt er komið en nemendur fá enga námsstyrki eða aðra að- stoð. Auk þess er aöeins litill hluti nemenda, sem hyggst leggja tón- list f yrir sig sem ævistarf. Siðan skólinn tók til starfa '64 hafa að- eins 3 lokið 8 stigi en I vor munu tveir til viðbótar útskrifast. Ilvaft hefur þú starfað lengi við skólann? — Þetta er þriðja árið mitt sem kennari. Ég lærði 3 ár i Englandi og 1 árí Bandarikjunum. Aðalfag mitt var franskt horn. Ég kenni þvi blástur, svo og almennar greinar, sagði Sigursveinn Magnússon, aðstoðarskólastjóri TónskólaSigursveinsD. Kristins- sonar, að lokum. Gunnar H. Jónsson, gftarkennari: Hef þegar lokið þremur starfsævum Gitarkennari skólans heitir Gunnar H. Jónsson. Gunnar hefur kennt við skólann frá upphafi og er einn af stofnendum skólans. Gunnar kennir f yrst og f remst á gitar en einnig nokkuð á fleiri strengjahljóðfæri. Við spurðum Gunnar, hvað hann kenndi mikið á dag. — Kennsluskyldan er 20 timar en vinnudagurinn er miklu lengri enþvl nemur. Við kennum marga umf ramtima á dag svo er einnig 'ylgist meft. Gunnar H. Jónsson. undirbíiningur fyrir timana. Einnig erum við fáir, sem kenn- um á „klassiskan gitar" á Is- landi, en áhuginn fyrir að læra er mikill. Þetta þýðir mikla vinnu fyrir hvern kennara. — Ég hef að gamni minu reikn- að út, að ég er sennilega búinn aö ljúka þremur starfsævum allt i allt. Við báðum Gunnar að sýna okkur, hvernig ætti að halda á gitar. Hann varð góðfiíslega að þeirri málaleitan. Við sáum og heyrðum muninn á réttri og rangri stöðu gitarsins og hann sýndi okkur brot úr nokkrum spænskumlögum, gældivið hljóð- færið. Við sáum og heyrðum, aö gitarnám er meira en að kunna að lesa nótur og að þekkja strengina hvern frá öðrum. „Klassiskur gitar" er erfitt en heillandi við- fangsefni. 1 framhaldi af þessu spuröum við um verðið á góðum gítar fyrir byrjanda. — Góðirgitararkosta frá u.þ.b. 30 þiisund krónum og upp tir. Gitarinn minn kostar til dæmis 300 þiisund og til eru enn dýrari gripir. Hvar lærðir þú? — Ég lærði hjá Sigurði heitn- um Briem. Hann var góöur kenn- ari og þeir eru ófáir Islendingarn- irsem hann leiöbeindi I Wnlistar- námi. Nti var nýr nemandi að koma I tima, svo við þökkuðum Gunnari H.Jónssynifyrir spjallið og geng- um inn i næstu kennslustofu. Svona á að halda á gftar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.