Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 30. nóvember 1977 T Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. - [ Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- ~f, s°n. Aðsetur ritstjtírnar er I Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldslmi fréttavaktar: 81976. Auslýsingadeild, '■ Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 —slmi 14906. Askriftar- og kvartanaslmi: 14900. Prentpn: Blaðaprent h.f. j Askriftarverð 1500 krönur á mánuði og 80 krónur I lausasölu. j Hægri, vinstri, snú... Alþýðuf lokksmenn hafa af því mikið gaman þessa dagana að lesa skrif í blöðum andstæð- inganna, þar sem f jallað er um Alþýðuf lokkinn og stefnu hans. í Morgun- blaðinu má lesa, að Alþýðuflokkurinn sé nú að snúast til vinstri og þykir það ekki góð latína. Þjóðviljinn segir hins vegar, að flokkurinn sé að snúast til hægri og harmar það mest, að f lokkurinn er í sókn, enda vilja Alþýðubandalags- menn hann feigan. En þessar hugleiðingar um hægri eða vinstri stefnu Alþýðuf lokksins eru nánast fáránlegar. I íslenzkum stjórnmálum er erfitt að skilgreina hvað er hægri og hvað er vinstri. Til dæmis eru ýmis stefnumál Alþýðu- bandalagsins nánast ein- kenni borgaralegra hægriflokka og stöku stefnumál Sjálfstæðis- flokksins, m.a. á félags- málasviðinu í stjórn Reykjavíkurborgar, gætu sósíalistaflokkar i hinum norrænu löndum tekið upp án þess að bera kinn- roða fyrir. Framsóknar- flokk er ýmist til hægri eða vinstri við miðjuna á sjálfum sér. Hugleiðingar andstæð- inga Alþýðuf lokksins virðasteinkum snúast um það hvort flokkurinn ætli sér í stjórnarsamstarf að kosningum loknum, ef hann nær þokkalegum árangri. Ætlar hann í nýja viðreisnarstjórn, ný- sköpunarst jórn eða vinstri stjórn? Alþýðu- f lokkurinn hefur nú verið í stjórnarandstöðu tvö kjörtímabil og hefur ekk- ert hugleitt um stjórnar- samstarf við einn eða neinn. Stefna f lokksins er að endurnýja og efla f lokksstarf ið í anda nýrr- ar stefnuskrár jafnaðar- manna. Að því verður stefnt, en ekki ráðherra- stólum. Ef það gæti svarað ein- hverjum spurningum um stef nu Alþýðuf lokksins er rétt að tilgreina hér nokk- ur atriði úr stefnuskrá Alþýðuf lokksins í þeim málaflokkum, sem nú brenna heitast á jpjóðinni. Um kjaramál segir meðal annars: Á íslandi rikir ekki kjarajöfnuður, m.a. vegna misskiptra yfir- ráða yfir fjármagni og misskipts stjórnmála- valds. Alþýðuflokkurinn berst gegn misskiptingu auðs og aðstöðu. Hann er málsvari launastéttarinnar í bar- áttunni um skiptingu eigna og tekna. Hann vill, að launþegar og neytendur fái aukna hlutdeild í eignamyndun og aukin áhrif á tekju- skiptingu og verðlags- myndun. Tryggja ber öllum full- an afrakstur vinnu sinn- ar. Enginn skal þurfa að óttast um lífsafkomu sína og sinna. Alþýðuf lokkurinn telur, að ríkisvaldið og samtök vinnumarkaðarins verði að móta stefnu í launa- málum, sem tryggi bætt- an hlut launafólks, sérí- lagi hinna lægstlaunuðu, og sanngjörn launahlut- föll, er miði að auknum tekjujöfnuði hinna ýmsu starfshópa þjóðfélagsins. Jafnframt þarf að stemma stigu við, að óf yrirleitnir sérhags- munahópar geti með of- ríki aukið á misrétti tekjuskiptingarinnar sér í hag. Alþýðuflokkurinn legg- ur áherzlu á mikilvægi frjáls samningsréttar launþega. Opinberir starfsmenn eiqa að hafa fullan samningsrétt. Alþýðuflokkurinn styður verkalýðshreyf inguna í því að sniða tilhögun kjarasamninga að þörf- um sínum á hverjum tíma. Hann telur að efla beri fræðslustarf og sér- fræðistofnanir launþega- samtakanna. Aðgerðir rfkisvaldsins hafa úrslitaáhrif á lífs- kjör almennings. ítök launafólks í landstjórn ráða því miklu um mögu- leika þess til að bæta kjör sín. Reynslan hefur sýnt, að kjarajöfnuði verður ekki náð með launastefnu einni saman. Því telur Alþýðuf lokkurinn, að beita eigi félagslegum aðgerðum á sviði trygg- ingamála, skattamála og í verðlagsmálum til þess að ná jöfnuði í lífskjör- um. Þessi kafli í stefnuskrá Alþýðuf lokksins hlýtur að sýna hverjum sæmilega gefnum manni, að Alþýðuf lokkurinn er mál- svari launþegahreyf- ingarinnar í landinu, málsvari þeirra, sem minna mega sín, mál- svari þeirra, er órétti eru beittir. Andstæðingarnir geta síðan deilt um átt- irnar eins og þeir vilja. Það er stefnuskrá jafn- aðarmanna sem er grundvöllur Alþýðu- flokksins, og er honum nánast heilög bók. Alþýðuf lokkurinn muri ekki hvika frá stefnuskrá sinni og er þess albúinn að láta málefni ráða af- stöðu sinni við hvers- konar ákvarðanatöku, en ekki stundarhagsmuni. —ÁG— OR YMSUM ÁTTUM Gunnar Thor. og aronskan „Við getum ekki lagt varan- lega vegi af eigin rammleik” hafði Visir eftir Gunnari Thor. orkumálaráðherra á mánudag- inn, en ummæli þessi átti ráö- herrann að hafa látið falla á flokksráösundi Sjálfstæðis- flokksins i siðustu viku. Fleira hafði Visir (Þorsteinn Pálsson, ritstjóri) eftir Gunnar Thor.: „Nefndi ráðherrann sérstak- lega að leggja mætti toll á að- föng varnarliðsins og gera þvi skylt aö greiða aöstööugjald, söluskatt og bensingjald. Þá taldi hann ekki óeðliiegt að stjórnvöld óskuðu þess að varn- arliðsmenn fengju greidd laun i islenzkum krónum. Sagði hann, að núgildandi fyr- irkomulag stuðlaöi að ólögmæt- um viöskiptaháttum ogsmygli. Hann sagði að gjaldtaki I þessu formi særöi ekki sitt þjóðarstolt, enda væri aðeins verið aö gera varnarliðsmenn jafnsetta Is- lendingum. Ráðherrann gagn- rýndi ennfremur einkaréttarað- stöðu Islenzkra aöalverktaka til verklegra framkvæmda fyrir varnarliöið. Þá taldi hann rétt að varnarliðið sæi um almanna- varnir þvi að þaö ætti ekki að- eins að verja landið heldur lika fólkið”. „Trúnaðarbrot og upp- spuni” Mogginn hafði snör handtök eftiraðVisirkom útigærog var haft talsamband við Osló, þar sem Gunnar Thor. mun niður- kominn um þessar mundir, og ummælin borin undir hann. Ummæli Gunnars um um- mæli sjálfs sin á flokksráös- fundinum eru á þessa leið: „Flokksráðsfundur Sjálfstæð- isflokksins er trúnaðarmanna- fundur, en ekki opinber fundur og frásögn af ummælum ein- stakra manna þar gjörsamlega heimildalaus og trúnaöarbrot. Frásögn Visis af þvi sem ég sagði á fundinum er mjög óná- kvæm og margt rangfært, en það sem sagt er varðandi um- mæli min um þjóðvegagerð er hreinn uppspuni”. Margt mætti um þetta segja. 1 fyrsta lagi er lögð á það áherzla að samkunda fulltrúaráös flokksins hafi verið lokuð og þvi hafi ráðherranum leyfstað láta sitthvað flakka sem óheimilt væri að vitna i á opinberum vettvangi. I annan stað er frétt Visis sögð „ónákvæm og margt rangfært”. Hvað er ónákvæmt og hvað er rangfært? Óhjá- kvæmilegt er annaö en að Mogginn eöa Visir fái nú aö birta ræðu þá er vitnað er til i heild sinni, eða valda kafla úr henni, þannig að úr þvi megi skera hver fer hér með fleipur, Visir eða orkumálaráðherrann. Fróðlegt verður þvi að fylgjast með framvindu mála, sérstak- lega ef Þorsteinn Pálsson ætlar sér að standa fast við að núa ráðherranum upp úr aronsku- svaðinu. ,Our beloved lead- Þá eru Þjóðverjarnir farnir burt úr fiskveiðilögsögunni og flestir eru heldur hressir yfir þvi. Pólitíkusarnir eru náttúr- lega ekki á eitt sáttir hverjum beri frekast að þakka að tókst að hreinsa fiskveiðilögsöguna af Þjóðverjum, en Framsóknar- menn eru pottþéttir á þessu. Jón Sigurðsson, ritstjórnarfulltrúi Timans og ihlaupamaður i (fri)múrverk, skrifar opnugrein i Ti'mann á sunnudaginn og má sjá svart á hvitu að Framsókn- arflokkurinn virðist eina stjöm- málaafliö sem komiö hefur ná- lægt öllum fjórum útfærslum fiskveiðilögsögunnar frú 1952. Höfuðþurlgi verksins hefur svo auðvitaö legiö á heröum „our beloved leader”, ólafs Jóhann- essonar og að baki honum hefur staðið Einar utanrikis. Svo er nú það og svo fór nú það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.