Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 30. nóvember 1977'mS£SS"' Ffrábœr jéktglaénittffur ! Luxor 26"tttsjénvarp iáfœii) aðverðmœlikr.SSSþús. jéSSm. HLJÓMDEILD (imKARNABÆ LAUGAVEGI 66 Ehregið 20.des. Enneinu&innh ein gréidd smátt uf/týs ing og þú áU einningseon SÍ ftt S66U VÍSIR smáaugíýsinffahappdrœUi Af nýjum • I* m bækur frá Idunni örlagarlkt sumar nefnistny bók eftir Mary Stewart, sem er kunn- ur enskur metsöluhöfundur. Sagan gerist á grisku eyjunni Corfu og segirfrá ungri leikkonu, sem þanað kemur til dvalar. Hún dregstinni furðulega atburðarás, sem ógnar lifi hennar, en ást og hamingja biða þó á næsta leiti. Það var Alfheiður Kjartans- dóttir sem þýddi bókina, en prentsmiðjan Edda, sá um prent- unina.Bókin er 217 bls. að stærð, i vönduðu bandi. Jakob og ég AUGLYSIÐ I ALÞYÐUBLAÐINU AUGLÝSINGASÍMINN ER 14900 David Morrell Angis4 Margir kannast við fyrstu bók höfundar 1 greipum dauðans, . sem kom út á islenzku fyrir einu ári. Angist er önnur bók höfundar, sem þýdd er á islenzku. Segir hún frá hrikalegum ofsóknum á hendur ungum blaðamanni, sem hafði með skrifum sinum flett of- an af hóp harðsviraðra glæpa- manna. Guðný Ella Sigurðardóttir þýddi bókina, sem var prentuð og bundin i Eddu. URSULA LE GUIN Oter komin skáldsagan Jakob og ég eftir Gunnar Gunnarsson. Aðalsöguhetjan er miðaldra bankaútibússtjóri. 1 lifi hans verða skyndilega mikil straum- hvörf.Hann spyr sjálfan sigáleit- inna spurninga: Hvers vegna vil ég rugla lif mitt? Hvers vegna iða ég i skinninu að sleppa frá vissri og eðlilegri framabraut i stofnun? Hvers vegna langar mig að breyta öllum minum venjum....? Upp frá þessu tekur lif hans gjörbreytta stefnu. Nýtt um- hverfi, ný viðhorf og nýir vinir koma til sögunnar. A bókarkápu segir Flosi Ólafs- son leikari m.a. að skáldsöguna leggi enginn frá sér hálflesna. Höfundur beiti alls kyns stilbelli- brögðum og þar að auki sé bókin gædd hraða i frásögn, og sé óvenjulega spennandi. Það var Setberg sem annaðist prentunina, en káputeikningu gerði Brian Pilkington. IflLDRflnflDnRinn Galdramaöurinn eftir Ursulu K. Le Guin. Komin er á markaðinn ungl- ingabókin Galdramaðurinn eftir Úrsúlu K. Le GuinJEr hún þekkt- ust fyrir visindaskáldsögur sinar, en bækurnar um galdramanninn og ævintýraheim þann sem hann hrærist i, eru einnig mörgum að góðu kunnar. A kápusiðu segir frá bökinni á þessa leið: Aðalsöguhetjan Gjaf- ar, hefuröðlazt kunnáttu og þekk- ingu sem er ókunn i heimi venju- legra manna. En þrá hans og metnaður knýr hann æ lengra, unz þar kemur að hann þarf á allri sinni vizku og krafti að halda til að komast heill á húfi til sins raunverulega heims. Sagan er i senn fögur og spenn- andi, ævintýri sem hvarvetna hefur heillað jafnt unga sem aldna, svo sem jafnan er, þegar góðir rithöfundar skrifa bækur fyrir börn og unglinga. — FORSETARÁNIÐ Alistair MacLean Ut er komin ný bók eftir hinn kunna metsöluhöfund Ali- stair MacLean. Nefnist hún Forsetaránið og gerist i Banda- rikjunum. Segir þar frá þvi er forseti Bandarikjanna hittir tvo arabiska oliufursta til að semja við þá um oliuviðskipti. A leið yfir Golen Gate brúna yfir til San Francisco er bilalest þeirra stöðvuð af fifldjörfum mannræn- ingjum og þeir teknir i gislingu og krafizt svimandi hárrar upphæð- ar i lausnargjald fyrir þá. Foringi mannræningjanna hef- ur skipulagt þessa aðgerð af ótrú- legu hugviti og snilli, enda engin meðalmaður. Virðist hann hafa öll trompin á hendi, en i fylgdar- liði forsetans er einn maður, sem er á annarri skoðun. Og nú hefst atburðarás, sem reynist harla tvisýn og spennandi. Blaðið Sunday Express segir um þessa nýju bók eftir Alistair MacLean: „Uggvænlega spenn- andi, ótrúlega hugvitssöm, lestrarefni sem gripur mann heljartökum... Besta bók eftir MacLean um langt skeið.” Forsetaránið er átjánda bökin sem þýdd er á islenzku eftir Ali- stair MacLean. Bókina þýddi Anna Valdimarsdóttir. útgefandi er Iðunn. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.