Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 11
: AAiðvikudagur 30. nóvember 1977 11 Bié4>i/LcM<l>HS<n íiAMlA BiÓ '1^8 Slmi 11475 Astrikur hertekur Róm Bráðskemmtileg teiknimynd gerð eftir hinum viðfrægu myndasögum René Gosciuuys ISLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. ÍP1-89-36 Svarti fuglin Black Bird Afar spennandi og viðburðarrik ný amerisk kvikmynd i litum um leynilögreglumanninn Sam Spade. Leikstjóri: David Giler Aðalhlutverk: George Segal, Stephanie Audran, Lionel Stand- er. ISLENSKUR TEXTI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Mannlíf við Hesterstræti Frábær verðlaunamynd Leik- stjóri Joan Micklin Silver Aðalhlutverk: Carol Kane Steven Keats. Sýnd kl. 5,7 og 9. LEIKFflI AG RFYKIAVtKlJR WP SKJALDHAMRAR i kvöld kl. 20.30 Laugardag kl. 20.30 GARY KVAItTMILLJÓN Fimmtudag kl. 20,30 Sunnudag kl. 20,30 Tvær sýningar eftir. SAUMASTOFAN Föstudag. Uppselt. Næst siðasta sýningarvika fyrir jól. Miðasala i Iðnó kl. 14-20,30. Simi 16620 BLESSAÐ BARNALAN MIÐNÆTURSÝNING 1 AUSTURBÆJARBIÓI Föstudag kl. 23,30 Aðeins 2 sýningar til jóla. Miðasala i Austurbæjarbiói kl. 16-21. Simi 11384. Sími50249 Maðurinn með iárngrim- una The man in the iron mask RlCHftRfi i'-kAMHrx n-tt sem gerð er eftir samnefndri sögu eftir Alexander Dumasn. Leikstjóri: Mike Nexell. Aðalhlutverk: Richard Camber- lain, Patrick McGoohan, Louis Jourdan. Bönnuð börnum Sýnd kl. 9. *& M 5-44 Síðustu harðjaxlarnir LÁST m bving by the old rule»-driven by revenge- ■ dueling to the death over a woouui! HERSHEY-RIVERO PARKS WILCOX MITCHUM Hörkuspennandi nýr bandariskur vestri frá 20th Century Fox, með úrvalsleikurunum Charlton Heston og James Coburn. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TONABÍÓ S* 3-11-82 Hnefi reiðinnar Definitivt sidste film med BRUCE LEE T.o.16 DRAGENS KNVTNÆVE (FISTOFFURY) Ný Karate mynd, með Bruce Lee i aðalhlutverki. Leikstjóri: Low Wei Aðalhlutverk: Bruce Lee, Nora Miao, Tien Fong. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Srmi 32075 Ferstðan tri rhc honesr story I slnœ Ihe Chicaqo hre. and ihcji ic ; sitttnq on If. THEFRQNTPAGE Endursýnum þessa frábæru gam- anmynd með Jack Lemmon og Walter Matthau i aðalhlutverk- um. Sýnd kl. 5, 7 og 9 allra siðasta sinn V David Carradine er I Cannonball Ný hörkuspennandi bandarisk mynd um ólöglegan kappakstur þvert yfir Bandarikin. Aðalhlutverk: Did Carradine, Bill McKinney, Veronion Hammel. ÍSLENZKUR TEXTI Bönnub börnum innan 12 ára Sýnd kl. 11.10 allra siðasta sinn. Mamma ég lifi. (Mama ich lebe) Sýnd kl. 7. Aðgangur ókeypis. l-TgXiéAAA Auglýsið í Afþýðublaðinu Hundur Drakula Spennandi og hrollvekjandi ný ensk-bandarisk litmynd, um heldur óhugnanlega sendiboða frá fortiðinni. Aðalhlutverk: Michael Pataki Jose Ferrer, Reggie Nalder. Leikstjóri: Albert Band tSLENZKUR TEXTI Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11 Hroki valdsins Far vel Franz! Loks er nú runnin upp sú stund, að Þjóðverjar hafa haft sig burt af tslandsmiðum, og er þess að vænta, að fyrir fullt og allt sé. Þetta er ekki endilega sagt vegna neins sérstaks óvilja á nærveru þessarar þjóðar, held- ur vegna brýnnar nauðsynjar okkar sjálfra. Það hefur verið nokkuð út- breiddur misskilningur, að ekki hafi munað svo mikið um afla þeirra, að við værum svosem jafndauðir fyrir honum! Rétt er það, að þorskurinn hefur verið sú fisktegund, sem við höfum talið að sérstaklega bæri að vernda. (Svo sem það hefur nú gengið). Aftur á móti hefur það staðið langt upp úr stjórnmálamönn- um, sem um málið hafa rætt, að afli Þjóðverjanna hafi mest- megnis verið tekinn úr fisk- stofnum, sem þyldu áganginn! En er þetta nú svo i raun og veru? Vitað er, að Þjóðverjarnir leggja aðalkappið á að veiða ufsa og þarnæst karfa, þó auð- vitað sé ekki fúlsað við öðrum fisktegundum. Það er ennfrem- ur vitað, að aðalveiðisvæði þeirra hafa verið við Suð- Vesturland, á Reykjanes- hryggnum og siðan við Suð- Austurland. A þann hátt hafa þeir i reynd — eftir sinni getu — girt fyrir ufsa- og karfagöngur upp að miðum Sunnlendinga. Verkin hafa svo sýnt merkin, að ufsinn, t.d. sem hefur verið aðal kraft- fiskurinn i afla Sunnlendinga á tilteknum árstimum, er nú sem næst horfinn. Útvegsmenn og skipstjórar i Vestmannaeyjum draga það litið i efa, að ufsastofninn sé orðinn sýnu verr farinn á mið- um þeirra en þorskstofninn. Haldreipið, sem stjórnvöld á sinum tima notuðu, tilað afsaka samningana við Þjóöverja, að þeir fengju mestmegnis að veiða verðlitlar fisktegundir, sem nóg væri af, hefur þannig sýnt sig að vera sami fúaspott- inn, sem þessi ógæfustjórn hef- ur jafnan gripið höndum i! Ef til vill mun nú einhver segja, að tilgangslaust sé að ræða það, sem þegar hefur gerzt, og tjái ekki að sakazt um orðinn hlut! Þetta má rétt vera. En með hliðsjón af þvi sem nú er að gerast i fiskveiðimálum okkar -og viðhorfi ráðamanna, sýnist engin þarfleysa að athuga sinn gang. Merkileg samþykkt. A aðalfundi Landssambands islenzkra útvegsmanna var gerð samþykkt, sem tnílega á ekki margar hliðstæður — ef nokkra. Útvegsmenn lögðu þunga áherzlu á, að vernda bæri þorskstofninn hér við land og að ekki yrði farið íram úr þvi sem fiskifræðingar telja eðlilegan hámarksafla á ári. Kunnugt er um strið sjávarút- vegsráðherra við fiskifræðinga, þar sem ráðherrann telur álit visindamannanna að litlu fiáíandi'! 'Sjálfur þykist hann vita allt betur um þau efni! J\u nggur það 1 hlutarins eðli, að væri þorskaflinn skertur frá þvi sem nú er, kæmi það auðvit- að fyrst og fremst niður á at- vinnuvegi útvegsmanna. En allt um það hika þeir ekki við að leggja skerðinguna til. Uaaui A. biguiionbLun Vissulega er þeirra dyggð ekki minni fyrir það, að þeir játa sig fúsa til að skerða i bili aflamagnið, þó það komi auð- vitað hart niður á þeim sjálf- um. En þá er einnig athyglis- verð afstaða „fiskverndar- mannsins mikla”(?), Matthias- ar Bjarnasonar ráðherra. 1 stað þess að taka fast i drengilega framrétta hönd út- vegsmanna, lætur ráðherrann sér sæma, að fleygja i samtökin skætingi. Ráðherrann bendir útvegs- mönnum á, að þeir geti bara bundizt samtökum um, að gera frekari veiðihlé en ráðuneytið kynni að mæla fyrir um! Það hefur nú alls ekki borazt upp i eyru landsmanna, hver hafi valdið iþessum málum. Þó að þvi sé yfirlýst, að ráðuneytið muni ekki hnekkja frjálsum samtökum útvegsmanna um veiðibann, ætti það að vera öll- um ljóst, að til þess hafa sam- tökin ekkert vald. Þab liggur i höndum ráðherra. Jafnvel þó mikill meirihluti útvegsmanna hafi samþykkt skerðingu veiðitima, eru þó ef- laust ýmsir meðal þeirra, sem hefðu þá samþykkt að engu. Og þar sem þá skortir fram- kvæmdavaldið og ráðherra vill ekki skerast i leikinn, er fyrir- sjáanlegt að þessi tilraun væri dæmd tilað renna útisandinn. Tilgangslaust er auðvitað að geta sér til um, hvað valdi af- stöðu sjávarútvegsráðherra, hvort honum finnist, að ekki sé vert að ýta undir það, að „smá- karlar” taki ab gera sig digra, eða að hann vilji sýna, hver þab er sem hefur valdið og geti beitt þvi að geðþótta! Niðurstaðan er auðvitað hin sama i báðum tilfellum. SU vernd og fyrirhyggja, sem krefjast verður af ábyrgum ráðamönnum i fiskimálum, eins og nú er komið, er látin lönd og leið. Enginn er kominn til að segja, hvort ekki sé hugsanlegt að fifl- dirfska getiheppnast. En varla getur veslings ráðherrann búizt við þvi að verða dýrðlegur UH)i á f jallinu þó svo færi. Svo miklu er hér vogað. Þetta er enn hrapallegra vegna þess, að við höfum borð- leggjandi reynslu fyrir þvi, að þab tekur ekki óramörg ár, að byggja fiskstofn upp með skyn- samlegum aðgerðum. Sildar- stofninn við Suðurland er hér óljúgfrótt vitni um og það virð- ist varla vera nema einn tossi i landinu, sem ekki trúir eigin augum i þessum sökum. Gallinn er vitanlega sá, að þessi eini tossi getur einhverra hluta vegna, ekki látið sér skilj- ast, hvert er eigin gáfnafar og geðslag. Valdið vegna valdsins er allt i hans augum! S HREINSKILNI SAGT I1.1SÍ4B lll Grensásvegi 7 Simi 82655. Pl RUNTAL-OFNAR Birgir Þorvaldsson Sími 8-42-44 Au.c^ýsencW ! AUGLYSiNGASlMI BLADSINS ER 14906 Svefnbekkir á verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA llöfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.