Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 30. nóvember 1977. Er Alþýðublaðsmenn röltu niður i Heilusund á dögunum með það fyrir augum að kikja á starf- semina i Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, tók á móti okkur aðstoðarskólastjórinn, Sigur- sveinn Magnússon (Sigursveinn D. Kristinsson er skólastjórinn, svo sem kunnugt er) Við röbbuðum ögn við Sigursvein og fengum hjá honum allar þær upplýsingar, sem okkur gat dottið i hug að biðja um. — Styrktarfélag stofnaði skólann 30. marz 1964 og segja má, að félagið hafi rekið skólann fyrstu árin. Styrktargjöld gerðu kleift að afla hljóðfæra, en kennslan fór að mestu fram á heimilum kenn- aranna. — Það sem kom skólanum á fastan grunn voru lög, sém nýlega voru samþykkt en samkvæmt þeim eiga riki og borg að greiða laun kennar- anna. — Nú, svo fluttum við í þetta húsnæði, að Hellusundi 7, veturinn ’71-’72. Það var stórt skref hjá okkur og við erum ánægð með aðstöðuna hér. Miðað við að þetta var ibúðarhúsnæði áður, rúm- ast hér ótrúlega vel og húsnæðið er hentugt. — Nemendur i skólanum i vetur eru um 470 en vetrinum skiptum við i tvær annir. Flestir læra að leika á pianó en i allt kennum við 13-14 greinar. Nýir nemendur fara i svokallaða undirbúnings- deild og eru þar eina önn. Þar læra þeir undir- stöðuatriðin, hvort sem þeir ætla að læra hljóð- færaslátt eða fara i söngnám. í undirbúnings- deildinni fá nemendur tækifæri til að vega og meta, hvort þeir hafi raunverulega áhuga á nám- inu. — Við erum einnig með skólakór og þangað geta undirbúningsnemendur einnig farið. Hóp- kennsla er i undirbúningsdeild og að sjálfsögðu einnig i kórnum, en hljóðfærakennslan fer öll fram i einkatimum. Myndir og textí: GEK-ATA Engin inntökuskilyrði. — Tónskólinn hefur nokkra sérstööu aðþvileyti, að við höfum engin inntökuskilyrði. Að visu tökum við ekki yngra fólk i skól- ann en 7 ára en að örðu leyti er áhuginn eina skilyrðið. Enda eru nemendur skólans á aldrinum 7- 70 ára. — Vegna þess hve hljóðfærin eru mörg og margvisleg verðum við að hafa marga kennara. Kennarar við skólann eru nii 24. En það er erfitt aö fá velmennt- aða kennara til starfa. ........... ...........r — Við erum að færa út starf- semina. Nýleg tókum við inotkun lausa skólastofu, sem við létum býggja við Fellaskóla i Breiö- holti, enda vantaði tilfinnanlega tónkennslurými i Breiðholtinu. Þarna komum við fyrir þremur kennslustofum og er okkur vel tekið i Breiðholtinu. Við höfum alltaf örðu hvoru svokallaða músikfundi, þar sem nemendur spila hverjir fyrir aðra, foreldra og aðstandendur nemenda. Fyrsti „músikfundurinn” við Fellaskóla var haldinn nýlega og fór hann afar vel fram. Lauk hon- um reyndar með því, að allir, nemendur jafnt sem áheyrendur sungu hressilega saman og virt- ust allir skemmta sér hið bezta. Má segja, að fundir þessir séu eins konar samband skólans og aðstandenda nemendanna. Námskostnaður. Hversu há eru skólagjöldin? — Sem fyrr sagði skiptum við vetrinum i tvær annir. Skóla- gjöldineru25 þúsund krónur fyrir önnina. 1 þessu er innifalið: tveir hálftimar i aðalfagi (á viku), einn timii tónfræði. Svo geta nemend- Sigursveinn MagnúHM neðanéir Þetta fólk byrjaöi allt sitt tónlistai grunn i tónlistinni og þetta fólk er á Slgnhildur Siguröardóttir lelkur á orgel en Þóra Stefánsdóttir, kennari fy

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.