Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.11.1977, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 30. nóvember 1977 5 ] Skodun Orn Bjarnason skrifar Þegar þetta er skrifað, er sjónvarpið okkar i óða önn að kynna ný og vinsæl vopn, sem hugsanlega verða notuð af stór- veldunum, þó einkum og sér i lagi NATO, sjálfum heims- meisturunum, i næstu og trú- lega siðustu heimsstyrjöld á þessari skitakúlu, sem við köllum jörð. Talað er af miklum myndug- leik um árásareldflaugar, varnareldflaugar, sýklavopn, geislavopn, landher, flugher, flota og heimavarnalið hjá hvorum aðila fyrir sig. Allt er þetta mælt i tonnum, kilóum og grömmum. Rabbað er i alvarlegum tön við „aðalkallana” hjá honum NATO, en þeir draga upp tryllta mynd af þvi sem gerast kann. A kort eru dregnar hugsan- legar árásarflugleiðir, árásar- sjóleiðir, kafbátaárásarkróka- leiðir og gervitunglum er heldur ekki gleymt. Allt er þetta tölvu- og radarstýrt. En allt kemur fyrir ekki. — Rússarnir eru komnir fram úr okkur i „vigbúnaðarkapp- hlaupinu”, segja spekingarnir hjá NATO og þurrka af sér kaldan svitann. — Það er ekkert með það. Við verðum að fá meiri aura, það verður að smiða fullkomnari vopn, bæta þeir við. — Hvers vegna? spyr blaða- maðurinn einn „haukinn” úr Pentagon. — Vegna þess að rússarnir eru búnir að finna upp geisla, sem eyðileggur öll okkar vopn, grætur spekingurinn i hendur sér. — Það er nú verra, segir blaðamaðurinn. — Já, segir spekingurinn. — Hafa rússarnir beitt þess- um geisla einhversstaðar? — Nei, ekki enn. — Hvernig vitiði þá að hann er til? — Við bara vitum það- Við höfum okkar sambönd, segir Pentagondórinn. Akkúrat þarna er mergurinn málsins. Bandarisku Pentagon- „haukarnir” vilja fá Carter for- seta til þess að fara fram á stór- aukna fjárveitingu til hermála við bandarikjaþing, á grund- velliupplýsinga, sem þessvegna geta verið lýgi frá rótum. Gæti þetta nokkur staðar gerst annars staðar en i Banda- rikjunum? Ég spyr bara. Jú. Á einum stað á hnettinum er ekki ósvipað fyrirkomulag við afgreiðslu þingmála og þarna fyrir vestan, og það er einmitt hér við Austurvöllinn i henni Reykjavik. Þegar búið er að ljúga alla nægilega blind- fulla, þá er fyrst hægt að fara að taka til starfa i þinginu. Þannig var það að minnsta kosti, þegar þessi sami herapi var grát- beðinn um að hasla sér völl á Miðnesheiðinni árið 1951, eftir að við höfðum látið teyma okkur eins og lömb til slátrunar inn i Atlandshafsbandalagið 1949. Þá sömdu borgaraflokkarnir um þetta allt saman að tjalda- baki án vitundar andstöðu- flokksins, þ.e. Sósialistaflokks- ins, og siðan var forsætisráð- herra skipað að leggja málið fyrir alþingi. Sem sagt, allt i stil við gang mála fyrir vestan. NATO -spekingarnir segja i dag eins og svo oft áöur: „Ef við fáum ekki meiri aura til þess að smiða enn fullkomn- ari vopn, þá er allt unniö fyrir gýg og allir þeir peningar sem við höfum hingað til fengið — ónýtir”. stöndum i stórviðskiptum við, á okkar mælikvaröa? Aftur á móti hefur þessi vernd Bandarikjamanna og NATO verið harla litils virði þegar á henni hefur þurft að halda. Hvar voru þessir hjartnæmu frels- arar þegar við börðumst við Bretann? Rússar eru einhver rólegasta og sáttfúsasta þjóð sem ég hef haft spurnir af. Hins vegar eru bandariskir ráðamenn á góðri leið með að gera alla þjóðina að taugasjúklingum. Þetta vita allir sem hugsa málið stundarkorn, ef þeir fá það fyrir striðsæsingar- mönnum. Mikil trú þín Það vill þannig til að við höfum hliðstæðu héðan að heiman, þar sem Kröfluævin- týrið er. (Er ekki hægt að breyta stöðvarhúsinu við Kröflu i hótel handa rússneskum jarðvisinda- mönnum? Það er áð segja, ef nægilega mikil gufa fæst úr holunum til þess að kynda upp húsið á veturna. Bandariskir jarðvisindamenn gætu verið þarna llka i bland. Hver veit nema að yrði þá rórra i heiminum). Það þarf sem sagt að smiða öflugri vopn, þrátt fyrir það að Bandarikjamenn eru nýbúnir að stæra sig af sprengju, sem hefur þá náttúru að geta eytt öllu lifi, en öll „verðmæti” verða eftir óskemmd! Hvað á nú að kalla svöna hel- vitis vitleysu? Er ekkert afl til i heiminum, sem getur forðað okkur frá þvi að eiga gáfnafar þessara manna yfir höfði okkar? Þessir apakettir sem svona tala, eiga ekki að hafa leyfi til að fikta við blaðahnif einu sinni. En það sem veldur mér mestri skelfingu er þó, að islenskir ráðamenn virðast standa i stanslausu makki við þessa bjálfa, og ljúga þvi upp i opið geðið á hverjum sem hafa vill, að NATO herinn á heiðinni sé hér til þess að verja Islend- inga, — fyrir Rússum. Hvernig i fjandanum á að koma þvi heim og saman aö þurfi að verja okkur fyrir þjóð sem aldrei hefur sýnt okkur annað en vingjarnlegheit og við Það þarf enginn að fara i grafgötur með það hvað gerist, ef kjarnorkustrið brýst út i þessum heimshluta og Island verður notað til árásar i nafni NATO. Ef það gerist verðum við örugglega fyrir árás, hvað sem tautar og raular i NATO elsk- andi sauðarhausum hér uppi á Islandi. Þá eru þessar tvö- hutídruð og átján þúsund hræður úr sögunni og of seint að biðja guð að hjálpa sér. Jafnvel bandariskir ráðamenn hafa ekki treyst sér til að neita þessu og er þá sannarlega mikið sagt. Og þá vaknar stóra spurn- ingin: Hvers vegna segjum við hernum ekki að hafa sig heim og göngum úr þessum stórhættu- lega félagsskap? Það er ekki ein einasta ástæða sem mælir með þvi að Island sé I NATO, en hins vegar allt sem mælir gegn þvi. Ég trúi þvi ekki að hægt sé að varðveita frið i heiminum með þviaðhlaða niðurvopnum, hvar sem þvi verður við komið. Það hefur sýnt sig, að það hefur aldrei verið hægt, er ekki hægt og verður örugglega aldrei hægt. Það hljóta einhver önnur og annarleg sjónarmið að ráða áfram setu hersins hér, en varnargildi hans. Varnargildi hans er ekkert. Arásargildi hans (sem betur fer) lítið og endalok hans, sitji hann áfram, hörmulegri en frá verður sagt. Þau endalok verða einnig hlut- skipti okkar íslendinga, ef við tökum okkur ekki saman í and- litinu sem allra fyrst og losum okkur við þennan viðbjóð, á meðan það er hægt. En það er hægt að vera kaþólskari en páfinn. íslenskir ráðamenn virðast trúa þvi, sumir að minnsta kosti, að herinn sé hér til þess að vernda okkur. (Einn ráðherranna er reyndar svo heillum horfinn að hann lætur senda sig á nokkurra ára fresti til Bandarikjanna með bréf, þar sem annað hvort er farið fram á að herinn hverfi úr landinu, eða þá að hann er grátbeðinn að vera áfram. Inni- hald bréfsins virðist ekki koma ráðherranum mikið við, en stóllinn er sennilega mjúkur.) Um hver ái'amót er æðsti- prestur „vestrænnar samvinnu á Islandi” látinn halda svo- kallaða „áramótaræðu”. Þar i er þessi fasti liður: „Okkur Islendingum er nauðsynlegt að vera i vestrænu varnarbanda- lagi (NATO) og sýna samstöðu með öðrum rikjum i Vestur- Evrópu og Ameriku, annars koma vondu Rússarnir og taka okkur”. Samstöðu i hverju? Viet-Nam striðinu? Siðan horfir viðkomandi alvarlegum augum á nefið á sér og hótar að stökkva upp á það, ef almenningur á Islandi segir ekki amen og pass. A eftir öllu saman er svo leikinn islenski þjóðsöngurinn, vegna þess að „the show must go on”, og þetta skal i þig hel- vítið þitt. Hermangararnir eru reyndar sömu mennirnir og þeir sem sækja það hvað fastast, að leigja útlendingum skika af landinu til einkagróðaupp- hleðslu. Það hafa mér alltaf fundist skritin vinnubrögð, að láta spila þjóðsönginn á meðan verið er að selja landið. Finnst þér það ekki lika? Þetta þætti að minnsta kosti merkileg uþpá- koma sumstaðar i heiminum.Ég er viss um að Rússar létu ekki bjóða sér annaö eins og þetta, án þess að gera eitthvað i málinu. Og ég er lika viss um að áramótaræðumaður þar, sem færi að reifa málin á þennan hátt, fengi annað verkefni i framtiðinni, en að flytja boð- skap til þjóðar sinnar á helgum. (Það er nú auðvitað vegna þess að þar er ekkert frelsi!) Það er rétt, að það er bannað i Rúss- landi að niðast á náunganum og þeir fá á baukinn sem það gera, en það er nú ekki eins mikil frelsissvifting og málgagn morgunroðans vill vera láta. Orðið frelsi merkir nefnilega nákvæmlega það, hvernig og hver túlkar það i það og það skiptið. Það er til nokkuð sem heitir frelsi frá skattsvikum, frelsi frá þvi að græða á öðrum, frelsi frá þvi að ljúga að öðrum, frelsi frá þvi að selja landið sitt og frelsi frá þvi að vera menntunar- snauður og láta nota sig eins og bjálfa endalaust. Þetta „frelsi” er Rússum illa við, en það fær byr undir báða vængi hér á Islandi. Það er eitt og annað sem við höfum sótt til Bandarfkjanna, á meðan „vináttutengsl” okkar við þau hafa verið að þróast. Allar verslanir hér eru fullar af drasli, sem framleitt er vestan- hafs. Gallinn á þvi fyrirtæki er sá að minnst af þvi er nýtilegt. Fatnaðurinn frá kananum er t.d. afskaplega slæm vara, og ef hann er nýtilegur, þá er hann svo dýr að maður þyrfti helst að stunda einhvers konar „vest- ræna samvinnu” til þess aö geta keypt hann. Dægurlagatónlistin sem þeir hafa eftirlátið okkur er svo fjarri islenskri menningu að við skiljum hana ekki og fáum i ílestum tilfellum ekkert annað en höfuðverk af henni, plús það að annar hver unglingur á land- inu er farinn að apa þetta eftir, flestum til sárra leiðinda. Ekki hefur húsagerðarlistin, sem viö höfum verið að tileinka okkur frá þeim reynstskár, ekki heldur arkitektúrinn. Uppistaðan er flannastór stofa og allt að þvi eins stórt eldhús, en herbergi fyrir hvern og einn aftur á móti eins og smákompur. Stundum er að þeirra sið húsin höfð að mestu úr gleri og getur hver og einn séð, hvaða þýðingu það hefur á tslandi. Blokkargallana þekkja allir a.m.k. Breiðholtsverjar. Við horfum mikið á kvik- myndir frá Bandarikjunum.Þær eru i stuttu máli flest allar svo aumar, að það er orðið hættu- Framhald á bls. 10 Sóknarkona skrifar: Hvar er jöfnuðurinn? Til ritstjóra Alþýðublaös- ins: Ég var að lesa greinina þína (leiðara) um pyngju verkamannsins. Það er búið að sjóða svo í mér vonskan i haust, að hún verður að fá útrás. — Það var mikið talað og ritað um launajöfnuð í vor. En litum nú í kringum okkur. Hvar er jöfnuðurinn? Þeir hæstlaunuðu í þjóð- félaginu hafa fengið meiri hækkanir en nemur öllum mánaðarlaunum okkar, sem erum á hæst- um taxta hjá Sókn. Við gátum ekki fengiö reiknað álag á okkar laun allan laugar- daginn. Nei, frá 12 á hádegi varð að nægja. En svo er hægt að greiða þeim, sem eru hér við hliðina á okkur, rikisstarfs- segir sannleikann Þegar raett er um verð- bólguna og orsakir henn- ar komast hagspakir menn og atvinnurekendur oftast að þeirri niður- stöðu, að launahækkanir séu helzti verðbólguhvat- inn. Að þeirra dómi er : það launafólkið 1 landinu, sém öllu stefnir I voða. Að undahförnu hefur hækkun verkamanna T ai- kostaði eitt kilógramm af Hækkunln nemj mennri fiskvinnu á sama ýsuflökum 28 krónur, en prósentum. timablll. Fyrir tiu árum kostar nú 420 krónur.. Það kann að ! mönnunum, hjúkrunarkonum og sjúkraliöum, álag allan laug- ardaginn og það lika á hærri prósentu. Ég held, að þeir sem töluðu mest um launajöfnuð i vor og um að nú ætti að rétta hlut þeirra lægstlaunuðu, hinir yrðu að biöa, ættu að skammast sin svo, að þeir þyrðu ekki að lita framan i nokkurn mann fyrir næstu kosningar. Svo mikil hræsni var tal þeirra eftir fram- kvæmdunum að dæma. Svo eru það laun verkafólks- ins, sem eru að stefna öllu i voða. Ég skrifa þetta hér á vaktinni, mér ógnar svo rang- lætið. Sóknarkona.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.