Alþýðublaðið - 10.12.1977, Page 1
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER
4. TBL. — 1977 — 5$. ARG.
Ritstjórn blaðsins er
til húsa í Sfðumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91)81976
Hjalteyrareignir Landsbankans:
Gengid að til-
boðum ábúenda
í jarðirnar
■■
— Ollum tilboðum í einstakar
eignir hafnað
Á fundi bankaráös
Landsbankans# sem hald-
inn var föstudaginn 2. des-
ember síðastliöinn# var
tekin afstaða til tilboöa
sem gerö voru í jarðir
Landsbankans við Hjatt-
eyri. Á fundinum var
ákveðið að ganga að tilboð-
um sem núverandi ábú-
endur jarðanna gerðu í
þær. Þetta Staðfesti Stefán
Pétursson lögfræðingur
Landsbankans í viðtali við
Alþýðublaðið í gær.
Jarðir þær sem hér um
ræðir nefnast Ytri-Bakki,
Skriðuland og Bragholt og
voru á sínum tima i eigu
hlutaf élagsirts Kveldúlfs,
en Seðlabankinn yfirtók
þær fyrir nokkrum árum,
svo sem frægt er orðið.
Stefán Pétursson vildi ekki gefa
upp hvert hefði verið söluverð
jarðanna og vitnaði i þvi sam-
bandi til þagnarskyldu sinnar
gagnvart viðskiptavinum bank-
ans.
Ekki er blaðinu kunnugt um
hvernig Landsbankinn hyggst
standa að sölu þeirra eigna sem á
jörðum þessum standa, en hins
vegar hefur blaðið sannfrétt að
öllum tilboðum i einstakar eignir
hafi verið hafnað og munu bréf
þar að lútandi sem óðast vera aö
berast þeim er tilboð gerðu. Þar á
meðal mun vera tilboð sem
sveitarfélagið gerði i eignirnar i
heild sinni, þvi mun einnig hafa
verið hafnað.
—GEK
t gær voru rétt 10 ár liöin frá láti Haraldar Björnssonar, leikara, og af þvi tilefni var afhjúpuö
brjóstmynd eftir Sigurjón Ólafsson, myndhöggvara, af Haraidi i Þjóðleikhúsinu. Ættingjar Har-
aldar Björnssonar færöu Þjóöleikhúsinu styttuna til varöveizlu, en barnabarn hans afhjúpaöi hana.
Vilhjálmur Þ. Gislason tók viö myndinni fyrir hönd Þjóöleikhússins. (Mynd: —ARH)
Albert Guðmundsson um gjaldeyriseign sína í Frakklandi:
Adeins vanalegar
Mkommissjónir”
— eins og gerast hlýtur hjá hverju fyrlrtæki
,,Mér fannst spurningin
ástæðulaus og varla við-
urkvæmileg," sagði Al-
bert Guðmundsson í gær,
þegar við spurðum hann
nánar út i þau svör hans i
þættinum „Spurt í
þaula" í fyrrakvöld, að
hann vildi hvorki játa né
neita að hann ætti inni-
stæður á frönskum
banka.
Albert Guðmundsson sagöi að
hér ræddi einvörðungu um
vanalegar kommissjónir, slikar
sem hvert vanalegt fyrirtæki,
sem i viðskiptum við útlönd
ætti, hlyti að eiga þar. Hér
ræddi þvi um fullkomlega eðli-
lega viðskiptahætti og spurning-
ar sem þessi hlytu að skoðast
sem hnýsni um öörum óviðkom-
andi einkamál, og tilraun til að
gera sig og sin viöskipti eitthvað
tortryggileg.
„Ég er hreinskilinn maður,”
sagði Albert, „og þessi háttur á
viðskiptum tiðkast um allan
heim. Hvað upphæðina varðar
veit ég ekki einu sinni hver hún
er, slikt brevtist sem eðlilegt er
frá degi til 'dags.” — AM
Hradfrystihúsanna
Mótmælir tilllögum idnrekenda
um frestun tolladgerda
samkvæmt EFTA samningi
Alþýðublaðinu hefur
borist eftirfarandi frétta-
tilkynning frá Sölumiðstöð
Hraðf rystihúsanna:
Fram hefur komið í
fréttum að Félag íslenzkra
iðnrekenda haf i gert tillög-
ur til stjórnvalda um að-
gerðir, sem m.a. fela í sér
frestun tollahækkanna
samkvæmt Eftasamningi,
álagningu launaskatts á
fiskveiðar og álagningu
söluskatts á olíu til fiski-
skipa o.ffl.
Stjórn S.H. leyfir sér að mót-
mæla framangreindum tillögum
og öðrum er stefna i þá átt að
iþyngja sjávarútvegi og fiskiðn
aði. Þessar atvinnugreinar eiga
nú við erfiðleika að striða og ber
■brýna nauðsyn til að treysta
rekstrargrundvöll hraðfrysti-
iðnaðarins i hvivetna.
3% hækkun
Hækkun sú á land-
búnaðarvörum, sem til
framkvæmda kom fyrr i
vikunni, var að meðaltali
um 18%, að sögn
Ásmundar Stefánssonar
hagfræðings hjá Alþýðu-
sambandi Islands. Þessi
Þá varar fundurinn sérstaklega
við þeirri hugmynd að reynt verði
að fá frestun á tollalækkunum
samkvæmt Efta-samningum, er
Island er aðili að, þar sem að það
hækkun þýðir sem næst
3% hækkun framfærslu-
kostnaðar.
Að sögn Ásmundar verður
mestur hluti þessarar hækkunar
ekki rakinn til kjarasamning-
anna frá i sumar og kauphækk-
ana samkvæmt þeim, heldur
koma til utanaðkomandi hækk-
gæti skaðað útflutningshagsmuni
þjóðarinnar á veigamiklum
mörkuðum i Evrópu, ef aðildar-
riki EBE OG EFTA gripu til
gagnráðstafana.
anir á ýmsum rekstrarliðum
bænda.
Þetta þýðir, að sögn
Asmundar, að um tveir þriðju
landbúnaðarvöruhækkunar-
innar verða bættir i visitöluút-
reikningi sem kemur til fram-
kvæmda 1. febrúar n.k., eða 2%
af 3%.
—hm
Hafrannsókn-
arstofnun:
Skyndilokun
á svædinu
við utanvert
Stranda-
grunn
Hafrannsóknarstofn-
un hefur notað heimild
sína til skyndilokunar
fiskveiðisvæða, og var
ein slík framkvæmd
fyrir skömmu á svæðinu
á utanverðu Stranda-
grunni.
Leiðangursmenn á r.s.
Bjarna Sæmundssyni
könnuðu þetta svæði nú
fyrr i vikunni, og kom
þá í Ijós, að hluti aflans
var mjög smár fiskur.
1 gær gaf þvi Sjávarútvegs-
ráðuneytiö út reglugerö sem
bannar veiðar meö botn- og
flotvörpu á þessu svæði sem
afmarkast af eftirgreindum
linum:
Að norðan 67 26 N
aðsunnan 67 07 N
aðaustan 20 00 V
aðvestan 20 40 V
Gildir bannið til 15. janúar
n.k. en Hafrannsóknarstofnun
mun á þessu timabili kanna
svæðið aftur og verður þá tek-
in ákvörðun um hvort bannið
verði framlengt, eða það num-
ið úr gildi.
—JSS
ndbúnaðarafurða
framfærslukostnaðar