Alþýðublaðið - 10.12.1977, Síða 7
Laugardagur 10. desember 1977
Norræna húsid
Fyrir-
lestur
um
sænsk-
an aðal
Sænski listfræðingur-
inn Allan Ellenius, pró-
fessor i listasögu við
Uppsala-háskóla, verð-
ur gestur Norræna húss-
ins 9.-15. desember, og
flytur tvo fyrirlestra á
sænsku um listfræðileg
efni.
Sunnudaginn 11. desember kl.
16:00segir hann frá hýbýlum aö-
alsins á stdrveldistimum Sviþjóö-
ar. Hér er um að ræöa sænska aö-
alinn, sem komst til valda i Svi-
þjóö i lok þrjátiu ára striösins.
Hann komst yfir gifurleg auöæfi
og auökenndi hina nýfengnu
valdastöðu meö mikilli skraut-
girni i háttum og hýbýlum. A
stuttu timabili reis röð halla og
slota umhverfis Malaren. Þau
voru rikulega skreytt, og nokkur
þeirra hafa varðveizt óbreytt
fram á okkar dag, til dæmis Skok-
loster. Allan Ellenius talar um
þetta gnægðar-timabil i sænskri
stilsögu, og sýnir litskyggnur frá
höllunum.
Miövikudaginn 14. desember kl.
20:30 talar Allan Ellenius um
sænska málarann og myndhöggv-
arann Torsten Renqvist, einn sér-
stæðasta listamann Sviþjóðar um
þessar mundir. Torsten Renqvist
er fæddur 1924. Hann stundaöi
listnám i Stokkhólmi, Kaup-
mannahöfn og Lundúnum, og
veittu um skeið forstöðu Valands
listaskólanum við Gautaborg.
Framan af fékkst hann einkum
við að mála og teikna en á siðustu
árum hefur hann nær eingöngu
sniíið sér að höggmyndum og
annarri myndmótun.
Allan Ellenius skrifaði bók um
Torsten Renqvist sem kom út hjá
Bonniers 1964. Fyrirlestur sinn i
Norræna húsinu nefnir hann:
Torsten Renqvist humanist och
konstnar.
Kveikt á jóla-
trénu á Aust-
urvelli á
sunnudag
Sunnudaginn 11.
desember verður kveikt á
jólatrénu á Austurvelli.
Tréð er að venju gjöf
Oslóborgarbúa til Reyk-
víkinga, en Oslóborg hef-
ur i aldarfjórðung sýnt
borgarbúum vinarhug
með þessum hætti.
Að þessu sinni hefst athöfnin
við Austurvöll um kl. 15.30 með
leik Lúðrasveitar Reykjavikur.
Forseti borgarstjórnar Oslo,
Alberg Nordengen, mun
afhenda tréð, en Birgir Isleifur
Gunnarsson, borgarstjóri, mun
veita trénu viðtöku fyrir hönd
borgarbúa. Athöfninni lýkur
með þvi, að Dómkórinn syngur
jólasálma.
Athygli er vakin á þvi, að eftir
að kveikt hefur verið á jólatrénu
verður barnaskemmtun við
Austurvöll.
Gestastjórnendur hafa veriö tiöir meö Lúörasveit Reykjavikur undanfarin tvö ár. Hér æfir Vestur-
islendingurinn „Johnny” Asgeirsson sveitina fyrir hátiöartónleika i Þjóöleikhúsinu i fyrra.
27 ára Englending-
ur ráðinn stjórnandi
Lúðrasveitar R.vlkur
Lúðrasveit Reykja-
víkur boðaði til blaða-
mannafundar að Hótel
Borg í gær. Þar skýrði
formaður sveitarinnar,
Þorvaldur Steingrímsson
frá þvi að nýr stjórnandi
hefði verið ráðinn að
sveitinni, Brian Carlile
frá Englandi.
Þessi nýi stjórnandi er aðeins
27 ára gamall en hefur langa
reynslu að baki sem tónlistar-
maður eigi að siður. Hann kom
hingað til lands árið 1973 sem
lágfiðluleikari i Sinfóniuhljóm-
sveit Islands, en hafði áður farið
viða um lönd til leiks með
hljómsveitum, þ.á.m. til Sviss
og Japan. Brian Garlile er, auk
þess að strjúka strengi lágfiðl-
unnar, afbragðs spilari á bassa-
horn og auk þess alvanur lúðra-
sveitarstjóri úr heimahögum
sinum i Englandi, þar sem
menn þeyta lúöra af hvað
mestri list i heiminum.
Þessi nýi stjórnandi hefur
þegar tekið til við að æfa sveit-
ina, en hún hafði verið stjórn-
andalaus að mestu undanfarin
tvö ár, utan hvaö
gestastjórnendur komu aðhenni
öðru hverju. A sunnudag verður
leikið við tendrun jólatrésins á
Austurvelli og um jólin við
Landspitalann, en þar hefur
Lúðrasveit Reykjavikur ekki
látið sig vanta á þeirri hátið frá
þvi spitalinn var byggður.
Fyrstu útvarpstónleikar með
Brian Carlile verða svo á
gamlaársdag.
A æfingum eru um 25—30
meðlima og lét Þorvaldur ósk i
ljósi um að ungum mönnum
tæki senn aðfjölga i röðum
sveitarinnar. Elstur meðlima
um þessar mundir er Magnús
Sigurðsson, bassaleikari.
Húsnæði LR, Hljómskálinn var
endurbætt i sumar, þótt ekki
væri fulllokið við allar nauðsyn-
legar lagfæringar. AM
LÁN
Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands hefur
. ákveðið að veita sjóðfélögum lán úr sjóðn-
um i janúar n.k.
Umsóknareyðublöð fást hjá formönnum
aðildarfélaga sjóðsins og á skrifstofu
hans að Egilsbraut 11, i Neskaupstað.
Nauðsynlegt er að umsóknareyðublöðin
séu fullkomlega fyllt út og að umbeðin
gögn fylgi.
Umsóknir um lán skulu hafa borist til
skrifstofu sjóðsins fyrir 23. desember n.k.
Stjórn Lifeyrissjóðs Austurlands.
Margra grasa gætir meöal ieikfanganna i Völuskrini
Sumargjöf tek-
ur við rekstri
Völuskríns
i sumar festi Barna-
vinafélagið Sumargjöf
kaup á verzluninni Völu-
skrín Laugavegi 27, sem
hefur sérhæft sig í verzl-
un með sérstaklega vaiin
leikföng fyrir börn. For-
stöðumaður verzlunar-
innar er Margrét Páls-
dóttir fóstra, og sér hún
um innkaup og innflutn-
ing og er til ráðuneytis i
verzluninni.
Það. sem verzlunin hefur á
boðstólum eru valin leikföng
fyriryngstu börnin, tréhringlur,
mjúkir bangsar og dúkkur, bolt-
ar, óróar og leikföng til að draga
á eftir sér.Leikföng sem þjálfa
formskyn og talnagildi,
röðunarkubbar og púsluspil.
Tréleikföng m.a. bilar, lestar,
slagtré og formakassar, kritar-
töflur, gönguhjól og gönguvagn-
ar, rugguhestar, smiðaáhöld og
vefstólar. Fyrir eldri börn fást
leikföng til að gera tilraunir
m.a. segul- og vatnstilraunir,
minnisspil, athyglisspil, reikn-
ingsspil og formaspil. Föndur-
vörur fást og i verzluninni, svo
sem leir, pappir, skæri, litir og
litaduft og penslar.
Með rekstri þessarar
verzlunar vill Sumargjöf stuðla
að þvi, að börn landsins fái i
hendurnar góð leikföng, leik-
föng sem þjóna uppeldislegum
tilgangi og örva börnin til hollra
leikja.
...........
Kaupfélagsstjóri
Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag
Hafnfirðinga er laust til umsóknar. Skrif-
legar umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf, sendist formanni
félagsins Herði Zóphaniassyni eða Bald-
vini Einarssyni starfsmannastjóra Sam-
bandsins, sem gefa nánari upplýsingar,
fyrir 20. þ. mánaðar.
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA