Alþýðublaðið - 23.12.1977, Síða 3

Alþýðublaðið - 23.12.1977, Síða 3
mSh Föstudagur 23. desember 1977 JÓLABLAÐ 3 komu til baka, var hún meö sokkana á hælunum og ég hjálp- aöi til viö aö láta hana gubba, — hún sýndist svo mögur og glær og limirnir svo hlægilega mjóir, háriö var þunnt, einsog hún væri aö veröa sköllótt og eyrun dá- litiö útstæö. Enginn skyldi hafa trúaö aö til væru jafnlitil brjóstahöld og þau, sem Bergur kuölaöi niöuri vasa sinn... Skyndilegur glampi, sem kemur útúr herbergi uppiá lofti, vekur mig uppúr kyrrö þessara hugsana. Fyrst dettur mér i hug eldur, siöan skammhlaup I raf- magni. Ég flýti mér upp stig- ann og lýk varlega upp dyrum, sem hallast aö stöfum, Hún haföi þá sagt satt, — þaö er Bergur! Og ég sem hélt aö ég væri hér einn. Hann liggur þarna á legubekknum og tekur ljósmyndir af sjálfum sér. Hann / er allsber og rautt háriö fellur um heröarnar, — umleiöog ég býö gott kvöld, riöur nýtt skot af og vel næröur likaminn baöast mjallhvitri birtu. Eitt stundar- leiftur greini ég hann einsog opinberun i ljósinu, útvalinn eöa hólpinn. — Ég er módel, segir hann, umleiöog hann uppgötvar nekt sina og snarast i nærbuxurnar, — þú eyöilagöir fyrir mér mynd, þú stendur yfir mér á henni, einsog svartur djöfull i gættinni. — baö spuröi eftir þér stúlka, — hér úti, segi ég. Bergur starir á mig og gapir ofurlitiö. — Dama, — nú, bauöstu henni ekki inn? — Ég veit ekki til aö neinn megi vera aö þvælast hér eftir lokun, Beggi minn. — Ekki einusinni módelin min....? Beggi leikur vandlæt- arann dæmalaust vel og ég kemst i vanda, og byrja i fáti aö tina hina ýmsu parta ryksug- unnar útúr skáp. — Ekki einusinni módelin min....! Hann gapir og sækir vinflösku ofani ruslakörfuna. — Þaö er bannaö að koma hingað meö fólk eftir lokun, segi ég og finn bezt sjálfur hve einskisnýtt þetta svar er. — Jæja. Svipurinn á Bergi færist i eðlilegt horf, hann verö- ur mildur i framan og þaö er bros i augunum. Hann réttir flöskuna til min, I þessu demp- aöa ljósi... — Ég kinka kolli. Þetta er merki um aö nú sé allt i lagi, ég mun þegja og ekki láta vita af óvinsælu kendi- rii i búöinni eftir lokun. Annars gengur mér ekki annaö til meö aö þegja, en aö foröast stimabrak við Berg... þú ert nú hálfgeröur aumingi, Beggi minn, hugsa ég og tek til- neyddur sopa af þessu hráa vlni, — bara tilaö halda friðinn. — Annars er þetta I lagi, — hún fær ekki auglýsinguna, þú hefur séö aö hún er farin aö fá rass, já, heilt djöfuls rassgat, — engin blúdjeanstýpa. Bergur hlær. Ég hlæ lika og tek annan sopa, afþviaö hann ætlast til þess. — En þaö má enn mynda hana i síBum kjól..Viö Bergur hlægjum báöir og ég held aö allt sé gleymt. Ég er umþaöbil aö taka þriðja sopann, þegar Bergur tekur kipp og hrifsar af mér flöskuna: — Hversvegna hleyptiröu henni ekki inn? Mér svelgist á, þótt ég hafi ekki náö neinum sopa. Ég haföi veriö aö hugsa um rassinn á Grétu, ég haföi ekki tekiö eftir neinu athugaveröu viö hann, Gréta var falleg... Ha, ségi ég. — Ha? hvaö! Bergur er aftur oröinn iskyggilegur. — Já, þvi i helviti hleyptiröu henni ekki inn? Og svo áttu ekki aö drekka, ef þú ekki villt vin. Hann stend- ur upp og er sigrihrósandi. — Til dæmis núna, þú vildir ekki, þú drakkst, afþvlað þú ert hrædd- ur viö mig. — Ég segi ekki orö, en hamast viö aö setja saman ryksuguna. — Ekki skriöa, strákurinn minn, heyri ég hann halda áfram. — Ég þoli ekki skriö- ara.... — Hann ætlar sér greinilega upp gegn þér, segi ég viö sjálfan mig, — ég finn þaö, hann snýr vörn i sókn og svo allur kamar- inn á eftir, ógnanaflóðiö. Ég heyri hólkana glamra i höndun- um á mér, meöan ég reyni aö tengja þá saman. Þaö væri alvarlegt mál, ef Bergur færi aö rægja mig viö eigendurna.... — Sennilega hefuröu aldrei fengiö’aö, segir Bergur og lýtur niðuraö eyranu á mér og segir dálitiö á ensku, sem ég þykist skilja aö sé viöbjóöur. Skyndi- lega man ég aö Bergur er aö lesa undir próf á stjórnunar- námskeiöinu og kveiki strax, — þetta er lestrarhroki. Á nám- skeiöinu, helvitiö þetta, lærir sverleika. Vöövarnir hnyklast á loðnum fótunum. Ég stend kyr. Þaö er lamið i frekjulegri sifellu á dyrnar niöri. Alltieinu er hann kominn aö baki mér og tekur báöum höndum utanum úlfnliöina á mér. Hólkurinn fellur og losnar i tvennt meö glamri. — Ætlarö’aö brúka vold, segi ég og reyni aö slita mig lausan. Þaö er bariö og bariö, ég finn hann spenna hörö lærin utanum mig og á sama andartaki kast- ast ég undan mjaömahnykk fram til dyranna. þau munu stumra yfir mér, full iörunar yfir ódæöi, frömdu i stundarbrjálæöi, mikiö skyldu þau fá aö iðrast þess... — Viö leituöum og leituöum og ef ekki heföi snjóaö og viö elt sporin, heföum viö aldrei fundiö þig, segir Bergur og hallar sér brosandi útum gluggann á rúg- brauöinu. — Viö tókum bara bil- inn, vorum alveg dauöhrædd um þig, viö Gréta. Þú tekur þessu þó ekki nema sem grini? Bergur skellihlær snöggt. Ég tvistig, ég er búinn aö fara aö starta havaríi, segir Bergur, — hvort eigi aö klaga, eöa eitthvaö I þá áttina? — Þaö er aö heyra sem honum þyki gamanið fariö aö kárna. — Ég veit aö karlarnir eru ekkert hrifnir aö heyra misjafn- ar sögur af fólkinu, sem vinnur hjá þeim, — sist byggöar á mis- skilningi. — Tjú, tjú, hjú, hjú, hjú.... ég flauta bara, alveg ósveigjan- legur. — Ekki fer ég að segja neitt til þin, aö minnsta kosti, segir Bergur. Einfalt samkomulag hann aö hóta fólkinu og skora á menn ab tala viö sig á ensku. Ég hef lært aö stilla skapiö og læzt hlægja, þegar hólkarnir glamra. — Þú ert alltaf sami strákurinn i þér, segi ég og hlæ létt, tilaö reisa ekki úfa með mér og manni, sem betra er aö hafa meö sér. Já, á námskeiöinu læröi hann aö belgja sig framani menn.... nei, ekkert nú sem heitir, Bergur, segi ég I hljóöi, þú getur sagt mér svona, — en til er skóli lifsins, — I hann ganga þeir, sem verða aö vinna meö höndunum og bjarga sér og er ekki siöur mikilvægur, vinur minn... nú ferðu bráöum aö leka útaf, þvi brennivin og töflur er öruggt meðal á alla menn um siöir, einnig þá sem eru miklir af námskeiöum og blunda þú nú barn mitt og veistu Bergur, aö ég gætj reitt upp skaftiö á ryk- sugunni og maskmölvaö á þér hausinn meö námskeiöinu i og án þess aö þú yrðir svo mikiö sem var viö þaö, góði minn.! — Þaö er verið aö ber ja, segir Bergur alltieinu og stekkur upp. Einhver er kominn niöri og nú aö aðaldyrunum. Þung högg heyrast barin á gler. — Faröu niöur og opnaöu fyrir henni! segir hann og það er eng- inn leikaraskapur i svipnum. Ég kreppi takiö um hólkinn, — hann hlýtur aö taka eftir hve ég skelf. — Ég minni á, Beggi minn, aö þaö er bannaö aö koma meö fólk.. — Faröu, eða ég trutta þér niöur stigann og ryksugunni á eftir, segir hann og réttir úr sér I geigvænlegri ábúö sinni og — Þér veröur kálaö, ef þú ferö, kallar hann á eftir mér, þegar ég er kominn niöurí miöj- an stigann. — Ég þarf aö nota þig! Hún stendur viö dyrnar og hefur búiö til lúöur meö lófunum viö gleriö. Viö munninn mynd- ast móðuhringur, sem stækkar og minnkar, eftir þvi hve hún kallar hátt. Ég sé allt sem i þoku, þegar hún geysist fram- hjá mér innum dyrnar og þaö suöar i eyrunum á mér. Ég hef rekist einhversstaöar á og and- styggileg er tilfinningin, sem gengur aftur á bakinu á mér, þetta sem ég fann snerta mig á hooum. tJti er kominn snjór, þunn mjólkurblá föl, sem liggur yfir steyptri götunni, siöustu kornin eru aö svifa til jaröar, þegar ég reika niöur tröppurnar. Ég geri mér ekki grein fyrir hvort ég fer upp götuna eöa niður hana, sjálfsagt hef ég ekki lokað dyr- unum á eftir mér. Þótt það sé logn, finnst mér einsog ég sé i vindi af mörgum áttum. Svalinn er góöur og ég finn ekki til neinnar löngunar i hefnd, aðeins þessarar þungu kvalar, aö hafa veriö misboöiö svona voðalega. Allt er stillt og hvitt, gatan, húsþökin.... Kyrrðin eykur á kvölina og ég finn hve ég á bágt, — þaö gætu verið jólin, segi ég einhversstaöar meðfram I hug- anum og meina snjóinn og ég sem er svo mikill einstæö- ingur....— Komdu bara á eftir mér og dreptu mig, segi ég upp- hátt og man eftir hótuninni, — ég mun liggja i snjónum og blóöiö mun laga úr mér öllum, ganga miklu lengra en ég héit og get ekki nema undrast hve þaö er langt. Alltikring er bersvæöi, nema skemmur hér og þar. — Ég hlusta ekki á þau, hugsa ég, — nú á aö gera gott úr öllu, ég geng bara þegjandi burtu, of stoltur tilaö sjá þau: umkomu- laust fólk getur átt sitt stolt lika, skuluö þiö vita.... Billinn er ræstur og ekur viö hliöina á mér, jafnhratt og ég geng. Bergur leikur sér aö ben- singjöfinni og lætur vélina kveina i sifellu, — fúrr.... fúrrr... heyrist i vélinni. — trap.... trap, segir fótatakiö i frystri fölinni. Ég heyri þau tala saman og skemmta sér inni i bflnum, — nýbúin. —■ Stoppso, segir Bergur allti- einu og stansar og rykkir I handbremsuna, — hátt iskur kveöur viö. — Nú er nóg komiö. Ég stansa þegjandi, þegar hann tekur um handlegginn á mér, ráöinn i aö fara ekki aö tuskast viö hann. Hann má gera viö mig hvaö sem hann vill. Ég hef réttinn min megin, ef máliö fer fyrir hæstarétt. Ég læt hann leiöa mig afturmeö bilnum, ég verö rólegur, — tek engum gylliboöum. — Var ekki allt grin, segir Bergur og er nú alvarlegur i framan. Ég sný mér stööugt i aöra átt, skil hvaö á spýtunni hangir. Alltieinu dettur mér i hug aö fara aö flauta, tilað sýna hvaö ég er iskyggilega rólegur, — tjú, tjú, tjú, — hjú, hjú, hjú, bara einhverja lagleysu. — Ég vil aöeins vita hvort á aö — Tjú, tjú, hjú, hjú, hjú, — ég ansa þeim ekki. — Já, voru þaö ekki einhver kvenveski, sem hurfu úr keks- verksmiðjunni og fundust tóm uppiá þaki á milli bragga, — ha, eöa hvaö..... eöa hvaö, já! Tjú... flautiö hættir. Eitt- hvaö brast og barst burtu. Hér er ruglingur...... ég haföi gleymt þessu fyrir lögnu, þetta var ekki lengur satt, geröist aldrei, bara myrkur og rugl- ingsleg minning um óhrein sárabindi og um kopp og um ýt- ingar gegnum langan gang, — en mig langaöi svo aö eignast stereó útvarp, svo ægilega mik- iö, þá, sjá inni þaö og eiga þaö, hafa þaö i litlu hillunni og stilla þaö hátt, fara úti garöinn og vita hvort ég heyröi til þess þar lika og svo öll músikin og truflan- irnar og fiskiskipin og ég tæki þátt i poppmessunni og læsi borgirnar, einsog Madrid, til- dæmis, á glerinu viö grænu per- una. Viö stöndum þegjandi fyrir aftan bilinn, þaö er ólift I blárri útblástursbrækjunni. Nú byrjar Bergur aö flauta, þaö er eitt af lögunum á nýju plötunni meö Stuömönnum. — Ég undirstrika aö ég tek ekki mark á þessu, segir Bergur uppúr þurru, — en þú hefur nú ekki einkarétt á aö breiöa út misskilning. Augun i honum eru litlaus og starandi af einhverju nýlega drukknu eða étnu. Hann er sollinn og einsog upplitaöur. Höndin er framrétt og ég tek I hana, mjög laust. — Jæja þá, segi ég og passa aö lita ekki upp. JL

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.