Alþýðublaðið - 23.12.1977, Side 12
12 JÓLABLAÐ
Föstudagur 23. desember 1977
Benedikt GröndaMf alþingismadur, skrifar um Hallgrímskirkju
Ctlitsteikning Freymófts Jóhannessonar af kirkjunni og umhverfi hennar á Skóiavörðuholti.
Hugmyndin fæðist
Það mun hafa verið rétt fyrir
1930, að nokkrir fulltrúar þjóð-
kirkjusafnaðarins gengu á fund
kirkjumálaráðherra, Jónasar
Jónssonar, til að ræöa við hann
um byggingu nýrrar kirkju I
Austurbænum sökum þess, hve
dómkirkjusöfnuöurinn væri orö-
inn fjölmennur. Þessir menn
voru Matthias Þórðarson, forn-
minjavörður, Pétur Halldórs-
son, bóksali, séra Sigurbjörn
Gislason og Sigurbjörn Þorkels-
son, kaupmaður. Fengu þeir fé
til samkeppni um nýja kirkju,
en ekki þótti nothæf nein af þeim
tillögum sem bárust. Var þá
leitað til Guöjóns Samúelsson-
ar, húsameistara rikisins, og
fyrir atbeina ráöherra tók hann
að sér verkið.
Þetta reyndist Guðjóni eitt
erfiðasta en þókærasta verkefni
sem hann glimdi við á ótrúlega
afkastamikilli starfsævi. Hann
hafði i fyrstu reist byggingar i
heföbundnum skólastil (Lands-
banka, Eimskip, Reykjavikur
Apótek, Hótel Borg), en fannst
islenzkt umhverfi þó kalla á
annaö og meira, svo sérstætt
sem þaö er og ólikt suðrænum
löndum. Leitaði Guðjón fyrir-
mynda i náttúrunni og reisti all-
mörg hús i svokölluðum
„hamrastil”. Skýrustu dæmi
um hann eru Þjóöleikhúsiö og
Hallgrimskirkja, þótt nefna
mætti mörg fleiri.Um kirkju-
teikninguna sagði Guðjón:
„Ég taldi sjálfsagt að svipur
þessarar miklu kirkju væri
gotneskur, enda er gotneski
stillinn álitinn fegursti still i
kirkjubyggingum. Á hinn bóg-
inn óskaði ég þess, að kirkju-
byggingin bæri svip af islenzku
landslagi og umhverfi. Lands-
lag okkar er svo gersamlega
frábrugðið öllu þvi landslagi,
sem ég hef séð i öðrum löndum.
Fjöllin hér er ákaflega skörp
(skóglaus) og má gleggst sjá
þaö á fjallatindum fyrir ofan
Hraun i öxnadal, enda stóðu
þeir mér fyrir hugskotssjónum,
þegar ég gerði uppdrætti að
kirkjunni.”
Hugmyndinni hrundið i
framkvæmd
Svo fór, að breytt var um
stefnu og tekið aö reisa turninn,
en i hliöarálmum hans er nú
kapella og starfsaðstaða fyrir
söfnuðina. Þetta er án efa skyn-
samleg ráðstöfun þvi mikil
hætta er á, að turninn hefði
aldrei verið reistur, ef sjálf
kirkjan hefði áður komizt I full
not. Það eru margar kollóttar
kirkjur viða um lönd, þar sem
tuma vantar, og hefði getað far-
ið svo hér, að önnur verkefrai
þættu meira aðkallandi og
gagnrýnendur hefðu náö að
hindra bygginguna. Þá hefði
þjóðin og höfuðborg hennar far-
ið mikils á mis.
Guðjón Samúelsson átti erfið-
ast með kórinn, er hann skóp hið
mikla listaverk sitt. Þar hvarf
hann frá hamrastilnum og setti
hefðbundinn hjálm, sem nú hef-
ur nýlega verið steyptur. Verö-
Musteri Guðs og
Fýrir nokkru rak ég augun I
lesendabréf I brezku blaði. Það
var frá lávarði einum, sem
hafði ferðast vlöa um Island.
Hannhafði áhuga á húsageröar-
list, en þótti lltiö til koma Is-
lendinga á þvi sviði. Komst
hann svo að orði, að á Islandi
væru allar byggingar ómerki-
legar utan einn kirkjuturn.
Þetta er aö vlsu sleggjudóm-
ur, en ljóster, aö hinn tignarlegi
og sérstæði turn Hallgrlms-
kirkju I Reykjavlk hefur vakiö
meiriáhuga lávarðarins enönn-
ur hús. Hitt er þó meira virði, að
nú heyrast vart styggðaryröi
um þetta mikla mannvirki, sem
þó er ein umdeildasta bygging I
landinu, sem varö fyrir fáum
árum tiíefni þess að hinir ágæt-
ustu menn áttu vart orð til að
lýsa hneykslun sinni yfir fánýti
þess fjármunabruðls, sem þeir
töldu turninn vera.
íslendingum — og þá sérstak-
lega Reykvíkingum — mundi nú
þykja höfuðborgin kollótt, ef
hana vantaöi turn Hallgrims-
kirkju. Hann sér viða að og
veldur endalausum vangavelt-
um um, hvort hann sé skakkur
eða ekki. Þegar nær kemur I
hinum eldri hverfum borgarinn-
ar, kemur einstæð fegurð hans
betur I ljós, og hann birtist 1 ótal
myndum eftir þvi hvaðan litið
er til hans, en frá honum berst
fagur klukknahljómur. 1 tumin-
um er glæsilegasti útsýnisstað-
ur borgarinnar og jafnvel
tæknileg nýting hefur komiö til
skjalanna, þvi að þar uppi er ein
af endurvarpsstöövum sjón-
varpsins.
Gleðileg jól og farsælt nýár!
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
MJÓLKURBÚFLÓAMANNA
Guðjón Samúelsson