Alþýðublaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 13. janúar 1978 alþýðu- (Jtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80 krónur i lausasölu. AÐ LEITA AÐ BÓFUNUM! „Okkar mistök voru í því fólgin, að við vorum að leita að rnannlegum mistökum, en ekki bófum eða mönnum, sem ætluðu sér að ræna". — Þetta sagði yfirmaður endur- skoðunardeildar Lands- bankans í viðtali við Alþýðublaðið fyrr í þess- ari viku. Þetta er bæði ærlegt og eðlilegt svar manns, sem trúir á heið- arleika samstarfsmanna sinna. Og þrátt f yrir öll svikin og svindlið er heiðarleiki f starfi ennþá talinn til mannkosta. Að minnsta kosti lítur yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar svo á. Á hinn bóginn er hann of stór sá hópur manna, sem ekki álítur heiðarleika neina dyggð. Þessu liði hefur tekist að spilla og eitra svo út frá sér, að sumum verður það á að tala um gjör- spillta þjóð. Sem betur fer er ekki svo illa komið fyrir Islendingum. En orð ytirmanns end- urskoðunardeildarinnar eru fyrir aðra hluti athyglisverð. Það er leit- að að mannlegum mis- tökum, en ekki þeim, sem ætla sér að ræna. Þetta kemur heim og saman við margvíslega endurskoð- un í þjóðfélaginu. Til dæmis eyða skattyf irvöld miklu meiri tíma í að leita að mannlegum mis- tökum, elta uppi nokkra tugi þúsunda, en í leit að sjálfum bófunum. Blaðið hef ur bent á það, að á íslandi er stór hópur manna, sem lifir langt um f ram þau ef ni, er þeir skrá á skattskýrslur. Þetta eru menn, sem gefa upp rífleg meðallaun í tekjur og þaðan af minna. Þetta eru menn, sem á sama tíma safna fast- eignum langt umfram greiðslugetu, án þess að nokkrar athugasemdir séu við það gerðar. Þetta eru menn, sem ferðast um heiminn þveran og endilangan, án þess að þurfa að gefa skýringu á því hvaðan þeim kemur fé til f erðalaganna. Gjaldeyriseign Islend- inga erlendis hefur að vísu skýrt hluta af mál- inu. Það hefur stundum verið sagt, að ef menn ætluðu sér að stela, þá væri ráðið að stela miklu. Hún er einnig alkunn sú skoðun, að lögreglan noti verulegan hluta af tíma sínum og starfsliði til að eltast við smáþjófa, en stórþjófarnir sleppi. Það skyldi nú ekki vera sann- leikskorn í þessu? Að minnsta kosti hefur þótt brenna við hér á landi, að rannsóknir á málum alvöru-bófanna falli í gleymsku og dá eða taki svo langan tíma, að málin eða hluti þeirra fyrnist. Ef grannt væri skoðað, væri unnt að minna á nokkur slík. Þótt menn gangi í hvít- um skyrtum og með bindi og brjóti lög á snotran hátt, er sök þeirra engu minni en þeirra, sem ganga í blettóttum vinnu- buxum, brjóta rúður og stela. Bófinn er sá sami hvernig sem umbúðirnar eru. Og fáir bófar eru þjóðfélaginu hættulegri en einmitt þeir, sem blekkja með lýtalausu hátterni, hafa völd og að- stöðu. Það er af þessum sök- um, að herða ber barátt- una gegn hinum efna- hagslegum glæpum. Reynslan frá nágranna- löndunum segir okkur, að hnupl úr búðum og íbúð- úm og önnur dagleg afbrot, séu ekki nema hluti af hinum raunveru- lega þjófnaði sem á sér stað í formi skattsvika, bókhaldsfalsana og sið- lausrar fyrirgreiðslu. —AG— ÚR VMSUM ÁTTUM Einkarekstur — Socialismi Aö öllum likindum falla mörg komuhusinu Sigtúni við orö og þung sum hver I sam- Suðurlandsbraut næstkomandi mánudagskvöld. Þar ætla nokkrir hálftamdir „gæðingar” úr Heimdalli og Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins að etja kappi og reyna að komast að niðurstöðu um umræðuefnið EINKAREKSTUR-SOCIAL- ISMI. Má ætla að þar sýnist sitt hverjum. Það voru Heimdellingar sem áttu hugmyndina að þessum fundi, en úr þvi liði hafa undan- farið beitt sér mjög fyrir þvi að dregið verði úr rikisrekstri hér á landi. A auglýsingunni sem hér fylgir má sjá hverjir það verða af hálfu þessara aðila sem tala. Kappræðufundur Heimdallur, samtök ungra sjálfstæðismanna I Reykjavik og Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins boða til kappræðufundar í Sigtúni v/Suðurlandsbraut, MÁNUDAGINN 16. JANÚAR KL. 20. 30 Umræðuefnið er: Einkarekstur — Socialismi Ræðumenn Heimdallar eru: Brynjólfur Bjarnason rekstrar- hagfræðingur. Davið Oddsson borgarfulltrúi og Friðrik Sophusson framkvæmdastjóri Ræðumenn Æskulýðsnefndar Al- þýðubandalagsins eru: Sigurður Magnússon rafvélavirki, Sigurður G. Tómasson kennari og Svavar Gestsson ritstjóri. Fundarstjórar: Jónas Sigurðsson af hálfu Æskulýðsnefndar Alþýðubanda- lagsins og Kjartan Gunnarsson af hálfu Heimdallar. HÚSIÐ OPNAÐ KL. 20.00 Líklega enn í gildi Hér i lokinn þykir okkur tilvalið að birta eitt litið ljóð úr nýútkominni ljóðabók Eliasar Mar. Það heitir Jólavertið- arlok 1959: „Enn einu sinni eru’ að koma jól með allskyns glingri,prakt og hátiðleikum. Þá fara menn að baula heims um ból og belginn á sér troða út af steikum. 1 hugskot þeirra fagra birtu ber af bissnesgróða undanfarinna vikna, á jólatrjánum sérhver stórlax sér sindrandi gullnar dollarastjörnur kvikna. Og eitt er vist: að auraklókir menn á ölium timum þurfa sist að hræðast. Þvi hrópa þeir i hjarta sinu enn: Helviti' er gott að Kristur skyldi fæðast!”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.