Alþýðublaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 13. janúar 1978 ssas- Tillögur Utanríkismálanefndar SUJ: Eins og skýrt er frá á síðustu SUJ-síðu hélt Sam- band ungra jafnaöar- manna 31. þing sitt um miðjan desember sl. Þá áttu sér stað miklar breytingar i röðum for- ystumanna þess, sumir hættu störfum og aðrir komu í þeirra stað eins og vera ber hjá lýðræðisleg- um samtökum. Enn aðrir fluttust um set og tóku við nýjum störfum. Mestar breytingar áttu sér stað i utanríkis- málanefnd sambandsins. því að 4 af 5 af þeim sem áður skipuðu nefndina hættu störfum/ en þeir eru: Gunnlaugur Stefánsson form./ Jónas Guðmunds- son/ Guðmundur Árni Stefánsson og Erla Krist- jánsdóttir. Undirritaður átti einnig sæti í nefndinni og heldur áfram en í stað hinna voru kjörin Sjöfn Jó- hannesdóttir, Guðni Klær- bo, Gylfi örn Guðmunds- son og Marías Sveinsson sem ritari SUJ. A fyrrnefndu þingi sam- bandsins var f lutt og dreift skýrslu um starf utanríkis- málanefndar fram að þinginu. í henni kom fram að starf nefndarinnar hef- ur verið mjög öflugt og m.a. haft þann árangur i för með sér, að SUJ er nú virkur aðili bæði i Sam- bandi norrænna ungkrata (FNSU) og Alþjóðasam- bandi ungra jafnaðar- manna (IUSY). Þá má og benda á að upplýsinga- streymi frá bræðrasam- tökum SUJ víðs vegar i heiminum er í miklu betra horfi nú en var og þar af leiðandi fleira á að byggja þegar mótun á stefnu sambandsins í utan- ríkismálum á sér stað. Þetta má einnig fyrst og fremst þakka starfi fyrr- verandi nefndarmanna og þá kannski fyrst og fremst fyrrverandi formanni hennar, Gunnlaugi Stefánssyni. Hin nýskipaða utanrikis- málanefnd tók sem sagt við mjög blómlegu búi og það er ætlun hennar að skila því að minnsta kosti jafn blómlegu er hún lætur af störfum haustið '78. Nefndin mun í öllu sínu starfi að sjálfsögðu fara eftir ályktunum síðasta þings og vinna að fram- gangi utanríkisstef nu sambandsins bæði á inn- lendum og erlendum vett- vangi. Þaö er ekki meiningin að fara að tíunda hér stefnu sambandsins í utanrikis- málum heldur vísast þar um til utanrikismálaálykt- ana síðasta þings en þær verða birtar hér á SUJ-síð- unni nú og á næstunni. Að siðustu vil ég itreka þakkir nefndarinnar til fyrrver- andi formanns hennar og annarra fyrrverandi nefndarmanna fyriröflugt og árangursríkt starf sl. tvö og hálft ár. Guðmundur Bjarnason form. utanríkismála- nefndar. URUGUAY — Þar til um miðjan 6. áratug- inn var Uruguay land þar sem lýðræði var i hávegum haft. En frá þeim tima var iýðræðið á und- anhaldi sérstaklega vegna spillts efnahagslifs. I dag er Uruguay meðal þeirra landa sem hvað hæsta tölu pólitiskra fanga hafa, miðað við fóiksfjölda, og er stjórnarfar Uruguay nú byggt á fasistiskri stjórn, sem stjórnar i valdi pyndinga og hræðslu. — 1 efnahagsmálum og fjár- hagsmálum, eru það hinir stóru landeigendur, nautgripaeigend- ur, bankastjórar og iðjuhöldar, sem stjórna efnahagsstefnunni til ágóða fyrir sig sjálfa með full- tingi og aðstoð hersins. Þessi efnahagsstefna er á góðri leið með að afhenda arðvænlegustu náttúruauðlindir landsins til lit- illa sérhagsmunahópa og fjöl- þjóðafyrirtækja. Þannig hefur mikilvægum rikisreknum fyrir- tækjum verið breytt i einkafyrir- tæki, og með þessu og öðru af sama grunni hefur rikisstjórnin aflagt hina socialisku stefnu sem þjóðin hafði búið við langa tið. Til að fjármagna rikisútgjöldin, sem um 50% fara i að viðhalda einræð- inu, hefur rikisvaldið leitt yfir þjóðina hungursneyð sem á rök sin að rekja til þess að laun hafa veriö lækkuð um 50% af raungildi siðan árið 1968. Til að viðhalda þessu pólitiska efnahagskerfi verður herinn auðsjáanlega að setja á strangt eftirlit með leið- togum stjórnarandstöðunnar, og jafnframt með öllum þeim sem hafa lýðræðislegan hugsunarhátt. Gegn þessum aðilum er beitt hin- um grimmilegustu pyndingarað- ferðum, meðal annars raflosti, hálfkæfingu, fólk neytt til að standa upprétt i marga daga, fólk hengt upp á limum, nauðganir og fleira i þeim dúr. Hinar löglegu ofsóknir með 24 til 48 stunda stanzlausum yfirheyrzlum án matar og drykkjar auk annarra pyndinga eru alkunnar og hefur þeim verið beitt gegn stórum hluta þjóðarinnar. — A stjórnmálasviðinu er til yfirstjórn, sem er nær eingöngu samsett af herforingjum, lög- gjafaþing sem skipað er af her- foringjum og þeirsem herforingj- arnir hafa skipað i embætti eru að mestu leyti, menn sem hafa lang- an sakaferil að baki. — I daglegu lifi er ihlutun hers- ins augljós á öllum sviðum. Ekk- ert er hægt að gera án samþýkkis hersins. — Þjóð Uruguay berst nú fyrir að fá viðurkennt lýðræði, frjálsa verkalýðshreyfingu, stjórnmála- frelsi, og fá frjálsar kosningar með þátttöku allra stjórnmála- afla. Þjóð Uruguay krefst frelsis til handa þeim 6000 pólitisku föng- um, sem nú sitja i fangelsum landsins, og krefst þess að pynd- ingum verði nú þegar hætt, og málfrelsi og öðrum lýðræðisrétt- indum aftur komið á. — SUJ álitur að alþjóðleg sam- staða með þjóð Uruguay sé nauð- synleg til að kröfum þjóðarinnar verði svarað á viðunandi hátt, þessi samstaða með Uruguay þjóðinni verður aðeins til góðs með itarlegri upplýsingadreif- ingu um einræðisstjórnina og glæpi hennar, þvi það eitt dugir i baráttunni gegn einni bióðugustu glæpastjórn Suður-Ameriku. — SUJ hvetur alla Islendinga til að taka fullan þátt i stuðningi við Uruguay þjóðina. Ástandið í Argentínu — Friðelskandi þjóð með rika lýðræðis- og réttlætiskennd, er nú að fara i gegn um hryggilegustu tima sögu sinnar. — Ofstækisfullir hópar hægri og vinstri hryðjuverkamanna, hafa verið að flekka landið um langa tið, myrt verkafólk, náms- fólk, presta, hermenn og stjórn- málamenn. Þeir hafa aukið of- beldisstrið sitt af mikilli heift, frá ári til árs siðan 1974, með þeim afleiðingum að öll þjóðin geldur þess nú. — Þetta glæpsamlega ofbeldi , auk hins gjörspillta stjórnkerfis sem meðal annars bar landið út i óðaverðbólgu sem nam yfir 400% á ári, meö þeim afleiðingum að landið varð nær gjaldþrota, gaf hernum ástæðu til að bylta stjórn- inni og hrifsa völdin i sinar hend- ur, undir þvi yfirskyni að hann (herinn) ætlaði aö bæla niöur of- beldiö og koma aftur á nútima- legu, sterku, og traustu lýðræði. -— Til að ná þessu takmarki, hafa þeir brotið á bak skærulið- ana, stjórnmálamennina og kom- ið á fót stööugleika sem byggður er á hinu afturhaldssama efna- hagskerfi „Chicago skólans”. En auk alls þessa hafa alls kyns verkalýðsféiög verið „lögð niður” samkvæmt lögum, þannig að all- ar eðlilegar varnir gegn einokun og einhæfni i efnahagsmálum, og gegn afskræmingu á mennta- kerfinu, hafa verið numdar á brott. — Með þessu, hafa stundar- hagsmunahópar tekið yfirstjórn efnahags- og menntamála, og hafa náð þeim árangri að koma argentinsku þjóðinni i þá stöðu, að samkvæmt opinberum tölum, hafa rauntekjur verið lækkaðar um 50%, hlutur launþega i skipt- ingu þjóðartekna hefur verið lækkaður niður i 28% af þjóðar- tekjum, og laun kennara, lifeyris- þega og iðnverkafólks er milli 27 og 120Bandarikjadala á mánuði. — A sama máta, hefur hluti menntunar i rikisútgjöldum lækkað niður i 7,5% af rikisút- gjöldum (það lægsta i sögu þjóð- arinnar), sjúkrahús hafa þurft að loka vegna skorts á fjármagni, og vegna hinna lágu launa kennara hafa margir kennarar sagt upp störfum, sem hefur leitt til lokun- ar margra skóla. — Stjórnarskránni hefur verið breytt til að þjóna og réttlæta yf- irlýsingum hersins þann 24. marz 1976. Lög um frelsis til frjáls mál- flutnings og varna hafa verið felld úr gildi, svo og hafa verið sett lög um rétt til handtöku manna án sakfelíingar og án þess að málið komi fyrir rétt. Allt þetta hefur gerst i skjóli herlaga. — Það er rétt að hermdar- verkamaðurinn hefur verið sigr- aður, en á sama tima hefur þróast öflugur afturhalds útlagahópur, sem hefur haldið argentinsku þjóðinni i stöðugri hræðslu, og óöryggi um framtiðina. Þetta verðurað taka enda hið bráðasta. — Það er sorglegt til þess að vita, að fréttir sem birtar eru i hinni alþjóðlegu fréttamiðlun eru oft afskræmdar (stundum vegna rangra upplýsinga, en oft- ast vegna algjörs upplýsingaleys- is), eða birtar án nokkurra um- hyggju fyrir þvi sem er að gerast i Argentinu. — Ailar þær staðreyndir sem upp hafa verið taldar eru ástæða til þess að SUJ lýsir þvi yfir að það er ekki friður, réttlæti, né lýð- ræði til i Argentinu, og samvizka heimsins krefst þess að lögum og lýðræði verði komið á aftur i Argentinu. — Argentinska þjóðin gat, SUJ síðan RITSTJORI: KJARTAN OTTÓSON ■ ---------- Þing SUJ 1977 Utanríkis- málanefnd Ályktun um Sudur-Afríku I Suður-Afríku hafa að undanförnu átt sér stað undanförnu átt sér stað hörmulegar árásir á ýmis samtök (alls 18 samtök) sem tala máli hins svarta meirihluta í baráttu hans gegn pólitískri, og efna- hagslegri kúgun. Árásirnar eru m.a. fólgnar í því að handtaka og fangelsa leiðtoga þessara samtaka. Hinni vaxandi þjóðarhreyfingu gegn kynþátta- kúguninni er þannig mætt með skelfilegri harð- stjórn, sem er orðin vörumerki hinna hvítu vald- hafa í Suður-Afríku. Samband ungra jafnaðar- manna kannar þessa þróun, sem ber vitni um að ekki verði unnt að komast hjá borgarastyrjöld þar suður frá, nema til komi svo öflugar pólitískar og efnahagslegar refstiaðgerðir á heimsgrundvelli, að núverandi valdhafar hrökklist frá völdum og við taki ríkisstjórn hinna svörtu íbúa landsins. Það er skoðun SUJ, að Norðurlöndunum beri að fara hér á undan með því að beita þeim efnahags- legu og pólitísku ráðum er þau hafa yfir að ráða. Því skorar SUJ á ríkisstjórn Islands að beita sér nú þegar fyrir því, að Norðurlöndin taki upp sam- eiginlega stefnu gagnvart S-Afríku á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna, er feli í sér eftirfarandi: kröfu um efnahagslegar refsiaðgerðir :í Suður- Afríku. — kröf u um að öll aðildarríki S.Þ. stöðvi nú þegar alla fjárfestingu í S-Afríku. — kröfu um að réttur frelsishreyfinganna til að beita þeim ráðum, í baráttunni gegn hinum hvítu valdhöfum, er þær telja nauðsynlegt að beita verði viðurkenndir. Ennfremur skorar SUJ á rikisstjórn íslands að beita sér fyrir því, að Norðurlöndin taki upp sam- eiginlega viðskiptastef nu gagnvart S-Afríku er feli m.a. í sér eftirfarandi. — bann við frekari fjárfestingu landanna í Suður- Af ríku. — stöðvun á allri verzlun milli Norðurlandanna og S-Af ríku. — að loftferðarsamningar skandinavisku landanna og Suður-Afríku verði ekki endurnýjaður. gegnum lýðræðislega kosin stjórnvöld, stuðlað að alþjóðlegu réttlæti, fyrir meira en 50 árum siðan, og mun geta af sjálfsdáð- um komið á friði, réttlæti, og tryggt lif og öryggi þegna sinna. En þetta verður aðeins hægt með frjálsu og óskilorðsbundnu sam- þykki á rétti hennar til stjórn- málafrelsis, komið á framfæri af stjórnmálaflokkum, verkalýðsfé- lögum, stúdentasamtökum, og öðrum frjálsum samtökum, sem viðurkennd eru i hinum frjálsa heimi fyrir stjórnmálalegan og menningarlegan þroska. — Argentiska stjórnin ætti að vera skyldug til að birta lista yfir þær persónur sem sitja nú i fang- elsi, og ákæra eða sleppa lausum öllum þeim er sitja i fangelsi fyrir engar sakir. — Stjórnvöld verða að stöðva allar vopnaðar aðgerðir, með þvi að setja á stofn ábyrga stofnun sem annast þau störf. Þessi stofn- un ætti að gefa itarlega skýrslu um alla þá er sitja i fangelsi og öll þau lik sem fundist hafa á þessum ógnvekjandi timum fyrir þjóðina. — Stjórnvöld verða aö stað- festa þá yfirlýstu ákvörðun sina að koma aftur á lýðræði, þetta verða stjórnvöld að gera strax, og þvi byrja á að leyfa frjáls stjórn- Frfe. á 10. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.