Alþýðublaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 7
Föstudagur 13. janúar 1978 7 I hlutverki emræðisherrans, þar sem Hitlers-Þyzkaland var tætt sundur í háði. Chaplin - baráttumadur gegn fasisma og undirokun Listamannsins Charlie Chaplins, sem lést aðfaranótt jóladags, hefur verið minnst um heim allan. Milljónir manna muna hann, ekki aðeins vegna þess að hann er stærsti grinleikari kvikmyndanna, heldur einnig vegna þess að Chaplin var lýðræðissinni og djarfur baráttumaður gegn fasisma. Sagan um Charles Spencer Chaplin er ævintýri af þeirri gerð sem ef til vill mætti nota til að sanna ameriskar sögur um milí]oneradrauma: Bláfátækur stráklingur úr fátækrahverfi í London verður í krafti hæfileika sinna milljóna- mæringur og heimsf rægur. Þrátt fyrir það var hann hundeltur af dollarakerf inu að lokinni II. heimsstyrjöldinni, á tímum McCarthy-brjálæðisins og 1952 yfirgaf hann Bandaríkin fyrir fulltog allt. Síðustu 25 árin bjó hann í Sviss, en allt sitt líf var hann brezkur ríkisborgari. Foreldrar Chaplins léku í f jölleikahúsi og lifðu við kröpp kjör. Æska hans ein- kenndist á köflum af hreinni neyð og lítið varð úr skólagöngu. En þegar hann komst í samband við hið mikla leikhúsfyrirtæki, Fred Karnos, fór heldur að rofa til. Hann fékk að fljóta með í utanlandsferðir og þannig komst hann m.a. til Bandaríkjanna og var ráðinn til The Keystone Comedy Film Company. Frá fátækt til frama Það var laust fyrir I. heims- styrjöldina sem markaðurinn fyrir kvikmyndum opnaðist veru- lega og stórfyrirtæki i kvik- myndaiðnaðinum rökuðu saman seðlum. Mack Sennet, sem réði Chaplin til The Keystone Comedy Film Company, hafði slegið i gegn með „Keystone cops”, iögguflokki sem var aðalnúmerið i mörgum kvikmyndum. Hér varð ,, figúran” Chaplin til, og hún sló i gegn i einu vetfangi. Gerðar voru 35—40 myndir fyrir Key- stone, auk álika margra mynda fyrir þrjú önnur fyrirtæki fram tii ársins 1923, þegar Chaplin ásamt Mary Pickford og Doglas Fair- banks, stofnaði eigið fyrirtæki United Artist. Allar fyrri myndir voru fremur stuttar gamanmyndir. Flestir þekkja Chaplin sem umrenning- inn með yfirskeggið, stafinn og i viðu buxunum, en minnast þess þá sjaldnar að hann var jafn- framt höfundur kvikmyndahand- rits, leikstjóri, klippari og tón- skáld (eftir að hljóðið kom i kvik- myndirnar), auk þess sem hann lék aðalhlutverkin. Þar með fengu myndirnar sterkan per- sónulegan svip Chaplins, og stuttu myndirnar hans eru marg- ar hverjar orðnar hefðbundiö efni i bióum og sjónvarpi. Chaplin gerði 9 kvikmyndir af fullri lengd fyrir United artists. Þr sem eru hvað best þekktar eru: Gullæðið (1925), Sirkus (1928), Borgarljós (fyrsta hljóð- myndin — 1931), Nútiminn (1936) og siðast en ekki sist Einræðis- herrann (1940). Chaplin náði snemma sjálf- stæði og sérkennum sem varla nokkur annar kvikmyndagerðar- maður getur státað af. Hann þró- aði sérstakan stil og vinnubrögð sem sum hver voru óþekkt þegar hann kom til Keystone. Til dæmis það, að taka upp þrjár kvik- myndir samtimis af fullum krafti — enda var um mikla peninga að telfa. Meö þeim smáu — gegn þeim stóru Persónan Chaplin i kvikmynd- um er i hávegum höfð hjá fólki um allan heim. Chaplin kom úr neðstu þrepum þjóðfélagsstigans og átti þvi auðvelt með að túlka viðhorf lágstéttanna til stór- borgarastéttarinnar. Gráðugir peningapúkar yfirstéttarinnar og gróðabrall þeirra eru vinsæl við- fangsefni i myndum Chaplins og þvi er ekki að furða þó að alþýða manna hafi öðrum þræöi litið á hann sem sinn mann. Boðskapur- inn er lika auö skilinn og einfaldur: Með hinum smáu — gegn hinum stóru. Baráttumaður gegn fas- ismanum Charlie Chaplin var staðfastur baráttumaður gegn fasismanum. Meðal náinna vina hans voru Sjú En-lai, forsaliaráftherra Kina, og Charlie Chaplin I Genf I Sviss 1954. Berthold Brecht og Hanns Eisler, flóttamenn frá Þýzkalandi naz- ismans —, en sú vinátta var mikið notuð gegn honum siðar. Áður en styrjöldin brauzt út, vann hann að gerð Einræðisherrans, en sterk öfl reyndu allt hvað þau gátu til að koma i veg fyrir fullnaðargerð þeirrar myndar. Eftir að Banda- rikin voru komin út i styrjöldina og Sovétrikin höfðu orðið fyrir þungum árásum nazi-Þýzka- lands, var Chaplin meðal þeirra sem barðist hvað mest fyrir þvi að fá Bandarikin og bandamenn þeirra til að mynda ,,a5ra fylk- ingu” gegn'Þýzkalandi i Vestur- Evrópu. Um þetta segir hann meðal annars i sjálfsævisögu sinni: „Hvert tækifæri var notað til að halda okkur frá bandamönnum okkar. óvinveittur áróður heyrð- ist viða á þessum tima og innihald hansvar: „Látum báðum aðilum blæða út, við skulum svo fara og veita banahöggið. 011 brögð voru notuð til að hindra þessa aðra samfylkingu. A hverjum degi heyrðum við um hræðilegt mann- fall rússanna. Dagarnir urðu að vikum og vikurnar að mánuðum, en alltaf voru nazistarnir i nám- unda við Moskvu.” Chaplin lagði mikla krafta i þessa baráttu sina fyrir „annarri samfylkingu” og fyrir aöstoð við Sovétrikin og hann sagði: „Við höfum ekki efni á þvi að tapa Rússlandi, þvi það er framvörður baráttunnar fyrir lýðræði”. Flæmdur frá Bandaríkjun- um Þetta framlag Chaplins til bar- áttunnar gegn fazismanum hafði eftirköst. Þegar nornaveiðar Mccarthys hófust i kjölfar striðs- ins var hann lagður i einelti. Alls kyns kjaftasögur um einkalif hans voru búnar til i þeim tilgangi að ófrægja hann og gera hann tor- tryggilegan og hann var kallaður fyrir sérstaka nefnd sem fjallaði um „andameriska starfsemi” og þar var m.a. rannsakað hvers vegna hann væri ekki bandarisk- ur rikisborgari, á hverju skoðanir hans væru byggðar o.s.frv. And- staða hans viö fasismann og handbendi hans i Bandarikjunum var með öðrum orðum notuð rækilega gegn honum. Chaplin geröi aðeins tvær kvik- myndir áður en hann yfirgaf Bandarikin fyrir fullt og allt, Monsieur Verdoux (1947 og Limelight (1952). En það sem á eftir kom var ekki svipur hjá sjón: misheppnaðar myndir sem vöktu ekki athygli. En þessar myndir eru ekki þær sem menn minnastfyrst þegar Chaplin ber á góma. Hans verður minnst sem umrennings sem tekur ætið mál- stað litilmagnans i baráttunni við striðalda gullkálfa og lýðskrum- ara. Háðið varð i meðförum hans biturt vopn sem kúgarar og striðsæsingamenn óttuðust. —AHH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.