Alþýðublaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 13.01.1978, Blaðsíða 12
alþýöu- blaöiö Ötgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn Alþýöublaösins er aö Sföumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösius er aö • Hverfisgötu 10, sfmi 14906 — Áskriftarsimi 14900. , FÖSTUDAGUR 13. JANÚAR 1978 Landsbankamálið: Deildarstjórinn brask- aði með erlenda víxla Alþýðublaðið hefur frétt það, að komið hafi i ljós, við rannsókn á fjársvikamáli Hauks Heiðars, fyrrverandi deildarstjóra ábyrgð- ardeildar Landsbanka íslands, að Haukur hafi ástundað allnokkur viðskipti með erlenda vixla. Hefur blaðið frétt að álitlegur hluti þeirrar upphæðar, sem Haukur nældi i hafi verið fenginn með braski með þessa vixla. Reynt var i gær að afla staðfestingar á þessum fregnum, en án árang- urs, þar sem allir aðil- ar, jafnt i Landsbank- anum, rannsóknarlög- reglunni og þeir aðrir sem vitað er að tengj- ast málinu, neituðu að tjá sig um þetta atriði. Svo sem kunnugt er af fréttum hefur stjórn Landsbankans þegar gefið upp að engir aðrir starfsmenn bankans séu flæktir i svikamál þetta. Ennfremur hef- ur sérstakur endur- skoðandi, ólafur Nils- son, verið skipaður einskonar eftirlitsmað- ur með vinnslu gagna frá Landsbankanum i hendur Rannsóknar- lögreglu, einkum til þess að ljóst megi verða að yfirstjórn bankans reynir ekki að hafa stjórn á þvi hvaða gögn fara til lögreglu, ne' heldur er neinu haldið eftir. Að öðru leyti hafa upplýsingar um mál þetta ekki legiðá lausu. Hafa rannsóknaraðilar og þeir aðilar er tengj- ast málinu ekki séð ástæðu til að slá á aðr- ar sögusagnir en þær er lúta að aðild stjórnenda bankans að svikamyll- unni. -hv Ríkissjódur: 2.8 mill- jarðar í gjöld umfram tekjur — skuld vid Seðlabanka 15,3 milljard- ar - gengis- tap aff erlend- um lánum 1,5 milljarður Hlutfall tekna og gjalda rikissjóös á siöasta ári varö óhagstætt um sem svarar 2.8 milljörðum króna. Þetta kem- ur fram í frétt fjármálaráðu- neytis um afkomu rikissjóðs á árinu 1977. í fjárlögum fyrir árið 1977 var gert ráð fyrir að tekjur umfram gjöld næmu 803 milljónum, en með fjárlaga- frumvarpinu, sem lagt var fram i haustfylgdi endurskoð- uð áætlun -þar sem gert var ráð fyrir að þessi munur yrði, um 600 milljónir króna. Þeg-' ar dæmið var gert upp kom i ljós að tekjur urðu 95,5 milljarðar, en gjöld 98,3 milljarðar króna. Skuldir rikissjóös viö bankakerfið jukust á árinu um 2.1 milljarð króna. Það er skil- greint þannig að skuld við Seölabanka jókst um 2,2 milljarða, en að teknu tilliti til bættrar sjóðsstöðu verður lokatalan 2,1 milljarður eins og fyrr er greint frá. Heildarskuld ríkissjóðs við Seðlabanka er nú 15,3 millj- arðar króna og jókst um 3,7 milljaröa á árinu. 1 þessari aukningu felast áðurgreindir 2.2 milljarðar og skuldaaukn- ing vegna gengisbreytinga lána i erlendri mynt sem nam 1,5 milljaröi. Þess er getið i frétt rikis- sjóðs, aö þótt ekki hafi náðst sá árangur i fjármálum rlkis- ins á árinu, sem gert var ráð fyrir I fjárlögum 1977, þá hefi frávik útgreiddra gjalda og Frh. á 10. slöu [Framkvæmdastjórnarfundur Verkamannasambandsins: ] Ágreiningur um komu Norglobals Tillaga um mótmæli felld á fundinum Á fundi Framkvæmda- stjórnar Verkamannasam- bands islands í gær kom fram nokkur ágreiningur um afstöðuna til komu bræðsluskipsins Norglobal hingað til lands. Borin var fram tillaga sem fól í sér mótmæli gegn hingaðkomu norska bræðsluskipsins, en hún var felld og önnur til- laga samþykkt í hennar stað. I tillögu þeirra Sigfinns og Jóns var mótmælt, eins og fyrr segir, að Norglobal komi hingað til lands. Þá var í tillögunni farið fram á að kannað yrði, hvort lagaheimild væri fyrir því að leyfa leigu skipsins hingað og einnig hvort áhöfn skipsins þurfi ekki atvinnuleyfi til að starfa innan íslenzkrar fiskveiði- lögsögu. Þessi tillaga var felld, en eftir- farandi til’aga samþykkti hennar stað: íS” „Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands Islands telur það öfugþróun, að vandamál loðnuveiða séu leyst með þvi að taka á leigu erlent verksmiðju- skip, sem skilar ekki sama gjald- eyrishagnaði og gerist, ef loðnan er unnin i verksmiðjum I landi. Stjórnin telur það ólikt væn- legri leið, að loðnuverksmiðjur i landinu verði efldar, til dæmis með stækkuðu þróarrými, auk- inni afkastagetu og byggingu nýrra verksmiðja.” A þessu sést, að langt er frá þvi að verkalýðsfélögin á landinu séu sammála um afstöðuna til Nor- globals, þvi undanfarna daga hafa að minnsta kosti fimm þeirra samþykkt mótmæli gegn komu skipsins á islenzk fiskimið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.