Alþýðublaðið - 17.01.1978, Page 16
alþýöu-
blaöíó
Útgefandi Alþýðuflokkurinn
Kit§tjórn Alþýðublaösins er að Sfðumúla 11, sfmi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að
Hverfisgötu 10, sfmi 14906 — Áskriftarsimi 14900.
ÞRIÐJUDAGUR
17. JANÚAR 1978
í-
Umbrotin í Mývatnssveit:
Kvikuhlaupið um 50
millj. rúmmetrar
— næst mesta landssig sem orðið hefur síðan 1975
i landsskjálftum þeim
sem átt hafa sér staö
norður í Mývatnssveit
undanfarna sólarhringa
hafa hvorki meira né
minna en 50 milljón rúm-
metrar af neöanjarðar-
hraunkviku verið að siga
til norðurs og er talið full-
víst að kvikan hafi náð
allt norður í Kelduhverfi.
Þetta kom fram i við-
tali við Pál Einarsson
jarðeðlisfræðing i gær, en
hann var þá staddur á
skjálftavaktinni í Mý-
vatnssveit.
Sagði Páll að þessi tala sem
reiknuð er út frá heildar land-
sigi á svæðinu væri ekki hárná-
kvæm, en taldi hana gefa nokk-
uð góða hugmynd um hve mikið
magn væri að ræða.
Stórum landskjálftum hefur
fækkað mikið i Kelduhverfi og
eru þeir nú trúlega hjáliðnir,
en siðasti verulegi skjálftinn
sem þar kom var um klukkan 1
aðfararnótt s.l. sunnudags. Sið-
an þá hefur verið nokkur
skjálftavirkni fyrir sunnan
byggðina i Kelduhverfi, eru það
allt litlir skjálftar en margir.
Ekki kvaðst Páll geta sagt til
um hvort goshætta væri liðin hjá
að þessu sinni þar nyrðra, enda
væri kvikuhlaupið ekki fyllilega
afstaðið. Taldi hann landsigið
geta haldið áfram nokkra daga
til viðbótar, en hvað þá tæki við
væri ógerlegt að segja um með
neinni vissu.
Ekki væri þó óliklegt að eftir
jafn mikið sig og nú hefur átt sér
stað kæmi nokkuð langt rólegt
timabil.
— Landsigið sem staðið hefur
yfir undanfarið, sagði Páll, brú-
ar bæði i eiginlegri og óeigin-
legri merkingu, bil, sem hefur
verið á milli fyrsta landsigsins
sem hér varð um áramótin 1975-
76 og þeirra sem siðar urðu.
Fyrsta landsigið mældist
„mest” að vöxtum og mátti þá
rekja upptök skjálfta allt norður
i Axarfjörð. Skjálftar sem komu
i kjölfar siðari umbrota, áttu
hins vegar upptök sin miklu
sunnar. —
— Landsigið sem nú virðist i
rénun er skv. mælingum næst
„mesta” sigið sem hér hefur
oröið og eru upptök skjálfta að
þessu sinni sunnar en upptök
skjálfta sem fylgdu i kjölfar
fyrsta sigsins, en norðar en upp-
tök skjálfta sem fylgdu siðari
umbrotum.
— GEK.
Dropa-menn segjast
ekki hafa talað við
Þjóðviljamenn
Alþýðublaðinu hefur
borist eftirfarandi yfirlýs-
ing:
Vegna greinar i 3. tbl.
Þjóðviljans, á öftustu siðu,
frá 5. janúar 1978 með yf ir-
skriftinni „Ég er svo
ARRÍ", svo og i sambandi
við grein Svarthöfða í 5.
tbl. Visis, á bls. 2, frá 6.
janúar 1978, viljum við
undirritaðir hluthafar i
Dropa hf. taka fram að
enginn okkar hefur átt
samtal við Þjóðviljann um
málefni fyrirtækisins.
•Reykjavik 13. janúar 1978.
Guðmundur Gíslason,
Emanúel Morthens,
Alfreð Eliasson,
Þórhallur Þorláksson,
Sigurður Árnason.
Haukur Heiðar er stjórnarformaóur Dropans h.f.
lÆs er svo ARRÍ
sagði meðeigandi hans,
sem hringdi i Þióðyiliann í gœr
mót
tugtunarhúsi sakaður um i
fjármálamisferli.
Fiskirækt og byggií
skrá
[Mótfframboð í Pagsbrún:
Brytur í bága
við lög
félagsins
- frambjóðendum veittur frestur
til að kippa hlutunum í lag
í ljós hefur komið að
mótframboðið til stjórn-
arkjörs i Verkamanna-
félaginu Dagsbrún er
ekki samkvæmt lögum
félagsins og hefur kjör-
stjórn veitt aðstandend-
um framboðslistans
frest til kl. 5 i dag til að
gera nauðsynlega
bragarbót á listanum. t
framboðið vantar upp-
stillingu i 100 manna
trúnaðarmannaráð, auk
20 varamanna og þvi til
viðbótar tilnefningu í
stjórnir sjóða Dags-
brúnar.
Kjörstjórn, sem ákvaðá sunnu-
daginn að veita „sprengi-listan-
um” frest til þess að ganga frá
framboðsmálunum, kannaði það
áður hvort stjórn Dagsbrúnar og
trúnaðarmannaráð heföi eitthvað
við frestinn að athuga. Mun svo
ekki hafa veriö. Kosningin um
nýja stjórn í Dagsbrún verður
n.k. laugardag og sunnudag, 21.
og 22. janáar.
Guðmundur Oddsson.
Pálmi Stelngrimsson.
ElnarLong Slguroddsson.
Steingrlmnr Steingrlmsson.
Rannveig Guðmundsdóttir.
Bælarstjómarkosningarnar í Kópavogi
Frambod til prófkjörs Alþýduflokksins
Kjörstjórn við framboð
til prófkjörs Alþýðuf lokks-
ins í næstkomandi bæjar-
stjórnarkosningum í Kópa-
vogi, lagði fram á félags-
fundi í fyrradag staðfest-
an kjörlista. Kosið verður
um f jögur efstu sæti á list-
anum dagana 28. og 29.
janúar.
Þessi gefa kost á sér 1 prófkjör-
ið:
Guðmundur Oddsson, yfirkennari
i 1. sæti.
Pálmi Steingrimsson, verkamað-
ur, i 1. og 2. sæti.
Rannveig Guðmundsdóttir, hús-
móðir i 2. sæti.
Steingrimur Steingrimsson, iðn-
verkamaður i 2. og 3. sæti.
Einar Long Siguroddsson, kenn-
ari, i 4. sæti.
Siöar veröur auglýst hér i blað-
inu um kjörstaði og tima hvern
kjördag.