Alþýðublaðið - 16.02.1978, Page 3
stssr Fimmtudagur 16. febrúar 1978
3
Aukning í útflutningi ullar- og skinnavara:
Sovét keypti ÍOO tonn
af ullartreflum 1977!
Útflutningur ullar- og
skinnavara jókst á síðasta
ári um 42%, miðað við
fyrra ár> en i fyrra setdust
vörur úr þessum flokki
fyrir 4.577 milljónir króna.
I verðmætum er þessi
aukning 67%, en í magni
um 30%. Aukning þessi er
að mestu í tilbúnum fatn-
aði.
Samkvæmt upplýsingum frá
tJtflutningsmiöstöö iönaöarins
munar hér mest um söiu á ullar-
treflum, sem var nýjung á árinu
1977, en þá keyptu Sovétmenn
hvorki meira né minna en 90-100
tonn af íslenzkum treflum! Sovét-
menn keyptu meira en helming
útflutts fatnaöar áriö 1977, en á
vestrænan markaö fór hins vegar
dýrari, meira hönnuð og Iburöar-
/
meiri vara, þannig aö fyrir 61
tonn fæst svipaö verö á vestræn-
um markaði og fyrir 112 tonn I
Sovét, eöa rétt innan viö 400 millj.
króna.
Ef litiöer á útflutning ullarvara
til einstakra landa kemur I ljós aö
mesta aukningin hefur orðið til
Bandarlkjanna. Af lopa og bandi
var flutt til Bandarlkjanna 1977 80
tonn, en áriö 1976 var magniö 49
tonn. Verömætaaukningin milli
ára er 54 millj. Bandarlkin keyptu
einnig mun meira af prjónavör-
um nú en i fyrra og nemur aukn-
ingin 31.2 tonnum, en verömæta-
aukningin er 293 millj. kr. Þá juku
Kanadamenn innkaup sín á full-
unnum prjónavörum á síöasta ári
og tvöfaldaðist verömætiö miöaö
við 1976.
Slæmt útlit í Sovét
Sæmkvæmt upplýsingum
Otflutningsmiðstöövar iönaöar-
ins er markaðsástand á yfir-
standandi ári gott, a.m.k. hvaö
varöar vestræna markaði. Hins
vegar er markaösútlit I Sovétrlkj-
unum ekki eins gott. Sovétmenn
leggja áherzlu á samningagerö
fyrir áramót, en af ástæöum sem
getiö var hér á undan reyndist
ekki unnt aö semja verð viö þá.
Þannig hefur dýrmætur fram-
leiöslutimi fariö forgöröum, en
einmitt I janúar og febrúar hafa
prjónastofur helzt óskaö aö fram-
leiöa fyrir þennan markaö.
Aö lokum skal þess getiö aö út-
flutningur forsútaöra og loösút-
aðra skinna drógst nokkuö saman
áriö 1977, miöaö við fyrra ár.
Aöalástæöa þess var sú aö miklar
birgðir voru til I landinu af fram-
leiðslunni 1975, sem gera töluna
fyrir árið 1976 óeölilega háa. Sé
miðað viö verömætaaukningu pr.
kg., hefur hún orðið 19% á milli
ára.
Fundur til stuönmgs
Málfrelsissjódi
Næstkomandi sunnudag
þ. 19. þ.m. mun efnt til
fundar í Háskólabiói kl. 14,
fundur þessi er haldinn til
stuðnings Málfrelsissjóði.
Markmið tilveru sjóðsins
er að: „Standa vörð um
rétt einstaklinga í þjóðfél-
aginu til þess að ræða opin-
berlega um þau mál sem
varða almannaheill, og
listræna tjáningu, án þess
að þurfa að óttast f járútlát
vegna málaferla. Þannig
að þó menn þurfi að leggja
út fé að uppkveðnum dómi,
sé til sjóður sem viðkom-
andi getur leitað til", sagði
Guðrún Þorgrímsdóttir þá
er blaðam. innti hana
frétta i gær. Guðrún er
starfsmaður sjóðsins,
jafnframt þvi sem hún
tekur þátt i starfi undir-
búningsnefndar fundarins
á sunnudag.
A dagskrá fundarins veröa
ávarp Thors Vilhjálmssonar,
ræöa Siguröar A. Magnússonar
og tónlist munu flytja Spilverk
þjóöanna og Strokkvartetinn
Reykjavik Ensamble. Auk þess
er um að ræða leikþátt og hluta úr
leikriti Svövu Jakobsdóttur,
Æskuvinir. Leikþátturinn sem
saminn er af Kjartani Gunnars-
syni og stýrt af Stefáni Baldurs-
syni,kallast 51. stjarnan. Guörún
Þorgrlmsdóttir kvaö hér vafa-
laust átt vib tengsl tslands og
Bandarikjanna og hvaö gerzt
gæti, yrðu þau tengsl of náin.
Leikrit Svövu, Æskuvinir, sagði
Guörún vera bráðsnjallt og
marga hafa álitiö það beinast
gegn Vörðu landi, þá er það var
sýnt hjá Leikfélagi Reykjavikur i
fyrravetur.
Höfuðmarkmiö fundarins áleit
Gurðrún aö sjálfsögðu vera fjár-
söfnunina fyrir hönd sjóösins, nú
þegar hafa safnast um tvær
milljónir króna og gerðu menn
sér vonir um að fundarmenn létu
ekki á sér standa hvað söfnunina
áhrærir, en bættu rtflega I sjóö-
inn.
Sjóðstjórn, en I henni sitja
Jóhann Hannesson menntaskólá-
kennari, Jónas Jónsson ritstjóri,
Thor Vilhjálmsson forsetiBanda-
lags Isl. listam., Páll Skúlason
prófessor auk Silviu Aöalsteins-
dóttur, hafa þegar borizt umsókn-
ir um fjárveitingu úr sjóðnum.
Stjórnin mun brátt taka ákvörðun
um styrkveitingu til umsækjenda
isamræmi viö reglur sjóðsins. Og
mun nánari frétta að vænta af þvi
á næstunni.
Aö lokum sagöi Guðrún undir-
búningsnefnd fundarins á sunnu-
dag, en hana skipa ýmist áhuga-
fólk um málefnið, leggja fram
vinnu sina án endurgjalds mál-
frelsi til stuönings, sem og þeir er
fram koma á fundinum.
5 í próf kjör á
ísafirdi
I fyrradag rann út fram-
boðsfrestur vegna próf-
kjörs Alþýðuflokksins fyr-
ir bæjarstjórnarkosningar
á isafirði, sem fer fram 26.
þessa mánaðar. Fimm
gáfu kost á sér í prófkjör-
ið, 3 í 1. sæti, 1 í 2. sæti og 1 i
3. sæti.
Prófkjör fer þvi fram um skip-
an efsta sætis listans. Þar verða I
framboði Marias Þ. Guömunds-
son, framkvæmdastjóri Lífeyris-
sjóös Vestfjarða, Kjartan
Frh. á 10. slöu
40 ára
afmælishátíð
Alþýðuflokks-
félags Reykjavíkur
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur
efnir til afmælishátiðar i tilefni af
40 ára afmæli félagsins. Alþýðu-
fiokksfólk i Reykjavik er hvatt til
að fjölmenna á þessa hátiðar-
samkomu, sem haldin verður i
Þórscafé sunnudaginn 26. febrúar
n.k. og hefst kl. 3.15 e.h. Fjöl-
breytt skemmtiatriði — kaffi-
drykkja. Miðar verða seldir á
skrifstofu Alþýðuflokksins,
Hverfisgötu 8-10, sima 2-92-44.
Miðaverð 1.000.- krónur.
Stjórn AlþýðufIokksféIags
Reykjavíkur
Fjölmennur baráttu-
fundur Alþýðuf lokks-
ins á Eyrarbakka
Frambjóðendur Alþýðu-
flokksins í Suðurlandskjör-
dæmi efndu til fundar á
Eyrarbakka í fyrrakvöld.
Þar töluðu efstu menn
listans, þeir Magnús
Magnússon, Ágúst Einars-
son, Erlingur Ævar Jóns-
son og Hreinn Erlendsson.
Auk þeirra töluðu Kjartan
Jóhannsson og Árni Gunn-
arsson. Fundarstjóri var
Vigfús Jónsson.
Þrátt fyrir þaö, aö hinir visu
landsfeður deildu i útvarpi á
fundartima, er langt slöan að svo
fjölmennur stjórnmálafundur
hefur verið haldinn á Eyrar-
bakka. Til dæmis var eftirtektar-
vert hve margt ungt fólk sótti
fundinn.
Að framsöguræðum loknum
voru bornar fram fjölmargar fyr-
irspurnir, og ræddu menn hér-
aðsmál og landsmál. Vikið var að
rafmagnsmálum, skólamálúm,
útgerö, en áhugi manna beindist
þó einkum aö brú yfir Olfusárósa,
sem einu brýnasta hagsmuna-
máli byggðarinnar. -
Fundurinn stóö I nær þrjár
klukkustundir og var ljóst, aö
mikill baráttuhugur er i Alþýöu-
flokksmönnum á Suðurlandi og að
fjölmargir nýir liðsmenn eru
komnir I raöir þeirra.
Rekstri vörubifreiða
stef nt í tvísýnu
Landssamband vörubifreiöa-
stjóra hefur sent frá sér yfirlýs-
ingu þar sem mótmælt er hækkun
diselskatts af bifreiöum sem og
hækkun mælagjalds, hækkunin
nemur 82,6%. Landssambandið
fer þess eindregið á leit viö fjár-
málaráðuneytið aö hækkanir
þessar veröi teknar til endurskoö-
unar þar eð þær ógni starfsgrund-
velli vörubilstjóra. Hér sé um aö
ræöa óhóflega skattlagningu sem
lendi meö fullum þunga á vöru-
bifreiðastjórum. I rauninni megi
segja að vörubifreiðaeigendur
séu lagöir I einelti af hálfu rikis-
valdsins meö óhóflegum gjald-
tökum og þvíngunaraðgerðum i
formi vaxtalausra vinnulána, um
sömu mundir og atvinnuleysis
gæti i æ rikara mæli meðal
þeirra.
Þaö er vert athygli aö hækkun
ofangreindra gjalda sé rlflega
tvöfalt meiri en almennar verð-
hækkanir á siöasta ári.
Aðför ríkisstjórnarinnar
að verkalýðshreyfingunni
Verkalýðsmálanefnd Alþýðuf lokksins boðar til ráð-
stefnu um verkalýðsmál i Iðnó, uppi, klukkan 10
f.h. laugardaginn 18. þessa mánaðar.
Björn Jónsson, forseti ASI og ritari Alþýðuflokks-
ins, og Haukur Helgason, skólastjóri, f jalla um að-
för rikisstjórnarinnar að verkalýðshreyfingunni.
Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, og
Kjartan Jóhannsson, varaformaður f lokksins, ræða
stefnu Alþýðuflokksins i efnahagsmálurti.
Allir, sem áhuga hafa á verkalýðsmálum, eru vel-
komnir á þessa ráðstefnu.