Alþýðublaðið - 16.02.1978, Qupperneq 4
4
Fimmtudagur 16. febrúar 1978
„Það eru fleiri en
ein Krafla í landinu”
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs-
son. Aðsetur ritstjórnar er I Siðumúla 11, sfmi 81866. Kvöldsími fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild,
Alþýðuhúsinu Hverfisgötú 10 — slmi 14906. Askriftar- og kvartanaslmi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f.
Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80 krónur I lausasölu.
i útvarpsumræðunum í
fyrrakvöld benti Bene-
dikt Gröndal, formaður
Alþýðuf lokksins, á nokk-
ur úrræði í efnahagsmál-
um, sem nauðsynlegt
væri að fara eftir ,,og því
fyrr því betra."
,,Það verður að gera
meiriháttar endurbætur á
rikisf jármálunum. Það
dugar ekki að safna
skuldum hjá Seðlabank-
anum, eins og ríkisstjórn-
in hefur gert. Hún hefur
látið bankann prenta 15
milljarða af verðlausum
seðlum og notað til að
greiða ríkisútgjöld",
sagði Benedikt. Hann
kvað þetta oliu á eld verð-
bólgu. Það mætti draga
saman með því að endur-
skoða lögbundin ríkisút-
gjöld, sem væru alltof
mikil. Til dæmis væru
lögboðnir stórfelldir
styrkir til að auka land-
búnaðarframleiðslu, þótt
offramleiðsla væri fyrir.
,,Það verður að koma
skattaumbótum í verk,
afnema skattsvikin,
skatthlunnindin og allt
það misrétti. Og það á að
taka upp núllgrunns f jár-
lagagerð, spyrja hvort
fjárveiting sé nauðsyn-
leg, en ekki: hve miklu
haf i verið veitttil málsins
i fyrra."
Benedikt sagði, að það
yrði að koma fótunum
undir verðjöf nunarsjóði
útf lutningsatvinnuveg-
anna og láta þá gegna
hlutverki sínu, safna fé í
góðæri til að nota mögru
árin. Allt gengi þetta öf-
ugt hjá núverandi stjórn.
Þá sagði Benedikt
Gröndal: „Þaðverður að
koma skipan á fjár-
festingarmálin. Við verð-
um að hætta að moka
milljörðum i óarðbæra
fjárfestingu. Það eru
f leiri en ein Kraf la í land-
inu. Þær eru víða til,
flestar þó á höfuðborgar-
svæðinu. Það er til dæmis
ein í Hlíðunum, stórt og
mikið skrifstof uhús, sem
tryggingaf élag hefur
reist fyrir fé hinna
tryggðu. Skammt frá er
verið að hefja smiði á
mesta háhýsi á landinu,
Húsi verzlunarinnar, þar
sem meðal annars eru
festir peningar, sem lág-
launafólkið í Verzlunar-
mannafélaginu á í líf-
eyrissjóði sínum. Það eru
mýmörg dæmi um þetta,
þótt meira en nóg
verzlunar- og skrifstofu-
húsnæði sé á svæðinu. I
stað Kröf lustefnunnar
verður að koma fastmót-
uð heildarstef na um útlán
og fjárfestingu til að
fjariægja einn versta
verðbólguvaldinn".
Þá vék Benedikt Grön-
dal að nauðsyn þess að
koma á stéttasáttmála,
föstu samstarfi og sam-
komulagi ríkisvalds og
aðila vinnumarkaðarins
um launastefnu, mörk
hennar og jöfnun tekna.
Þessu hefði ríkisstjórnin
nú forklúðrað um sinn og
væri það mikið tjón.
Benedikt sagði, að tími
væri til þess kominn að
endurskoða velferðar-
kerf i þjóðarinnar, allt frá
grunni. Hann bað menn
taka eftir því, að það
væri Alþýðuf lokkurinn,
sem benti á þessa stað-
reynd. Tryggingakerf ið
byggðist á 40 ára gömlum
aðstæðum, sjúkra-
tryggingakerfið væri að
sprengja af sér öll bönd.
Takmark Alþýðuf lokks-
ins á þessu sviði væri
óbreytt: að hjálpa þeim
sem væru hjálpar þurfi,
veita öllum öryggi frá
vöggu til grafar og flytja
til tekjur í þjóðfélaginu.
En aðferðirnar yrðu að
fylgja tímanum.
Að lokum sagði for-
maður Alþýðuf lokksins,
að hefja yrði markvissa
baráttu til að styrkja sið-
ferðiskennd þjóðarinnar,
þurrka út ef nahagsaf brot
frá skattsvikum til fjár-
svika, þurrka út sér-
réttindi og hygli kerf isins
og gera allt þjóðfélag
okkar réttlátara og
mannlegra. Þetta væri
veigamikill þáttur í bar-
áttu okkar gegn efna-
hagsvandanum.
Þá sagði hann: ,,Ef
okkur tekst sóknin gegn
verðbólgunni eftir þess-
um leiðum, er ég sann-
f ærður um að ef tir 3—4 ár
verður kominn tími til að
skipta um mynt, leggja
niður verðbólgukrónuna,
sem flýtur á vatni, og
taka upp nýja, verðmeiri
og betri krónu."
— AG—
UB YWISUM attum____________
...þeir fornir ritstjórar Tímans
Hvaða hlutverki á leiðari dag-
blaðs að gegna? Þessi spurning
áreitti mig eftir að hafa lesið
leiðara Timans 14. feb. s.l.
A leiðarinn að vera upplýs-
andi eða villandi? Fræðandi eða
ruglandi? Hvetjandi eða lýj-
andi? Sannur eða loginn?
Draumsýn eða veruleiki?
Það fyrsta sem „snart” mig i
leiðara Timans var þessi setn-
ing: Það er vissulega öðruvlsi
umhorfs á íslandi um þessar
mundir en fyrir hálfri annarri
öld (!).
Þetta haföi mig reyndar lengi
grunað, en ekki fyrr haft spurn-
ir af manni islenzkum á lifi i dag
sem uppi var á þeim tima, en
sizt ber að rengja þá gamla rit-
stjóra Timans i þessu tilliti, þvi
þeir eru vissulega af léttasta
skeiöi.
Timaritstjórinn heldur
áfram: Islendingar búa um
þessar mundir við betri kjör en
langflestar aðrar þjóðir. Slðustu
árin hafa þeir verið I hópi ör-
fárra þjóða, sem ekki hafa búið
við stórfellt atvinnuleysi.
Þessi „siðustu ár” eru nokkuð
á reiki. Þegar svo gamlir menn
sem ritstjórar Timans eiga i
hlut, getur hæglega veriö um að
ræða timabilið frá 1828 — 1833.
En það væri sannanlega fengur
að þvi, ef ritstjórar Timans
vildu draga upp kistla sina þá
gömlu frá þessum árum og vita
hvort ekki mætti grafa fram
heimildir frá þvi er þeir vóru á
léttasta skeiði. Vera má að rit-
stjórar hafi borið ofan i skinn
sér til hægri vika og upp á
seinni timann tölur um atvinnu-
leysi i Sauðlauksdal á þvi harða
ári átján hundruð þrjú og þrjá-
tiu? Er bert ef fyndist hversu
fengur það væri i dag „frá
fyrstu hendi”. Mætti skoða sér i
lagi frá þvi vonda ári átján
hundruð þrjú og þrjátiu hvorir
burtköliuðust fleiri af atvinnu-
leysi ellegar fitu á búkinn.
Talnameistari gæti svo saman
borið ár nitján hundruð átta og
sjötiu, en fita á búkinn er á þvi
ári hvað skæðastur vægestur.
Afram upplýsa þeir fornu rit-
stjórar Timans:
Framfarir i landbúnaði hafa
orðið miklar!
Sannlega er það trú min að
hér megi þeir gamlir ritstjórar
Timans gerst um kenna. Og vist
er um það að nú eru komnar til
þágu landbúnaðar stórvirkar
sláttumaskinur á borð við það
sem notaðar eru við erlendar
lántökur. Eins hefur nú á „sið-
ustu árum” verið horfið frá þvi
ráði að hlaða múr úr grjóti og
svita er um lúki tún bænda.
Væri gaman ef þeir fornir rit-
stjórar Timans myndu hvenær
sá siður varð almennur á þvisa
landi.
Þá segja aldnir ritbelgir Tim-
ans:
Sú mynd sem hér hefur verið
dregin upp hefði ekki getað orð-
ið veruleiki, ef tslandi heföi ekki
á margan hátt verið vel stjórnaö
á þeim tima sem liðinn er siðan
Jónas Hallgrimsson orti hið
fagra kvæði sitt. „Unguiri’
mönnum til skemmtunar væri
rétt að þeir gamlir ritstjórar
Timans lýstu Jónasi þá hannt
orti kvæði var hann vel saddur
og við skál, kannski? Eða aura-
laus? Það getur verið, Jónas
var stundum auralaus.
Enn segja þeir fróðir ritstjór-
ar Timans:
Langsamlega mestar hafa
framfarirnar oröið siðustu ára-
tugina og þá aldrei meiri en á
áttunda árarugi aldarinnar,
sem er að liða.
Þarna erum við komnir yfir á
tuttugustu öldina. Það var alveg
kominn timi til þess að drepa
litillega á þá öld þótt óöld hafi
verið. Sá galli er þó á þeim fögn-
uði að i þann mund er leiðari
Timans svo gott sem búinn, en
þess þó getið að stjórn lands-
mála á tuttugustu öld hafi lengst
af verið sæmileg. Og eru þær
eftirtekjur ekki nema sæmileg-
ar og varla það.
Undir leiðaranum er svo einn
stafur tvitekinn forn og islenzk-
ur eins og von er til hjá þeim
traustum og margreyndum rit-
stjórum Timans. Úr verður þvi
skammstöfunin Þ.Þ. Það er
sannarlega skiljanlegt að mál-
gagn Framsóknarflokksins i
Reykjavik skuli 'heita „Tim-
inn”.
örn Bjarnason.
ENDURSKINS-
MERKI ERU
NAUÐSYNLEG
FYRIR ALLA
UMFERÐARRÁÐ