Alþýðublaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 28. febrúar 1978 Grásleppu- veidar hef jast 10. marz — veiditímabil lengt Veglegt blad verzlunar- skólanema Verzlunarskólablaðið er nú komið út og er það í 44. skipti. i blaðinu er mjög fjölbreytilegt efni og ber þar hæst grein um sögu Málfundafélags Verzlun- arskólans, en það á 70 ára afmæli á þessu ári, í fram- haldi af greininni eru við- töl við 4 fyrrv. form. fé- lagsins. Blaðið hefur þar að auki að geyma ýmsan fróðleik svo sem greinar um alþjóðamálið esper- anto, f jallað er um grunn- skólalögin, þá er grein um 60 ára afmæli Verzlunar- ráðs Islands og margt fleira. Blaðið er 216 síður og birtast i fyrsta skipti i því litmyndir. Unnið hefur verið að nýju dreif- ingarkerfi i sambandi við út- breyðslu blaðsins og var m.a. ráðizt i útgáfu dreifirits og það sent til allra núlifandi nemenda sem útskrifast hafa frá skólan- um. útkoman úr þvi varð sú að blaðið hefur nú hátt i 3000 áskrif- endur. Þar sem alltaf er hætta á að mistök verði i dreifingu geta þeirsem ekki hafa fengið blaðið i hendur fyrir mánaðarmót haft samband við ritstjóra blaðsins, Gunnar M. Erlingsson i sima 85501. Sjávarútvegsmálaráðu- neytið hefur nú gefið út reglugerð um grásleppu- veiðar þessa árs. Sam- kvæmt reglugerðinni munu gefin leyfi til grásleppu- veiöa frá 10. marz n.k. á svæðinu frá Skagatá að Fronti og gilda þau leyfi til 8. júní. Samskonar leyfi munu gefin á veiðisvæðun- um frá Fronti að Hvíting- um þ.e. 20. marz til 18. júní, frá Horni að Skagatá 1. apríl til 30. júní og fyrir Vesturlandi, að Horni, 18. apríl til 17. júli. Helzta breyting á reglugerðinni frá i fyrra er sú að veiði- timabilin hafa verið lengd um hálfan mánuð. Þá kemur einnig fram i reglu- gerðinni að leyfi til grásleppu- veiða eru bundin við báta 12 brúttó rúmlestir og minni. Heim- ilt er þó að veita stærri bátum veiðileyfi hafi þeir stundað veiðar siðustu vertið. Þar má einnig lesa að öll söltun hrogna um borð i bátum mun óheimil, þorskfisk- veiðar samhliða grásleppuveið- um er óheimilt að stunda. Varð- andi netafjölda segir að leyfilegur netafjöldi hvers báts er 40 net á skipverja, þó má ekki hafa fleiri en 150 net i sjó. Lágmarks- möskvastærðnetanna er 10 og 1/2 þumlungur. Þá verður að skila skýrsium um veiðarnar til Fiski- félags Islands' Um leyfi til grásleppuveiða skal sækja til Sjávarútvegsmála- ráðuneytisins. Leidrétting á frétt um stundarskrárgerd 600 sídna vöru- pöntunarlisti frá Bílanausti Um þessar mundir er Bilanaust h.f., Síðumúla 7- 9, Reykjavík, að gefa út vörulista sem er 154 síður. Vöstulisti þéssi er algjör nýjung hér á landi og ætti að koma sér vel fyrir hinn almenna bifreiðareig- anda. 1 listanum má finna flestar þær vörur sem Bílanaust h.f. verzlar með, bæði varahluti, aukahluti, verkfæri og fleira. Listinn ber það með sér að úrval- ið er mjög mikið. Til að auðvelda notkun á listanum, eru skýringar- myndiraf öllum hlutum. Efnisyf- irlit fremst i listanum visar á réttar blaðsiður, þegar leitað er að sérstökum hlutum sem eru skráðir ákveðnu númeri, jafn- framt er bifreiðaskrá sem einnig Vegleg SJöf Thor Thors sjóðnum í New York, sem starfar á vegum American Scandi- navian Foundation hefur nýlega bætst vegleg gjöf að upphæð 48.500.- dollarar. Eins og kunnugt er hefur sjóður þessi m.a. það markmið að styrkja is- lendinga til náms í Banda- ríkjunum. Gjöf þessi barst sjóðnum frá dánarbúi Einars Þorkelssonar i samræmi við erfðaskrá hans. Einar Þorkelsson fæddist i Vestur-Skaftafellssýslu árið 1917. visar á ákveðin númer fyrir hverja bifreiðagerð. Er þvi auð- velt að finna i listanum rétta númerið á þeim hlut sem menn vilja fá og geta gefið afgreiðslu- mönnum það upp og þannig flýtt fyrir afgreiðslu þegar kaupa skal varahluti eða fylgihlúti. Jafnframt þessu er i vörulist- anum skrá sem hægt er að nota við athugun á bilun á bilnum. Þannig getur bifreiðareigandi elt uppi þá bilun sem hann leitar að. Teikningar af alternator tenging- um eru einnig i vörulistanum. Samkvæmt upplýsingum frá forráðamönnum Bilanaust h.f., er upplag vörulistans takmarkað og mönnum þvi bentá að tryggja sér eintak i tima. Verðið er kr. 600.- eintakið. Einar Þorkelsson. Hann fluttist til New York 1942 og starfaði þar sem tizkuhönnuður til dauðadags. Hann lést i New York 1975. 1 erföaskrá sinni gerði Einar ráðstafanir til þess að fé þetta gengi til styrktar islenzkum námsmönnum i Bandarikjunum svo og til styrktar ameriskum námsmönnum á Islandi. í sam- ræmi við það hefur fé þetta nú verið ráðstafað til Thor Thors sjóðsins, Gjöf þessi samsvarar kr. 1.2. miDj. og hefur sjóðurinn eflzt mjög á s.l. mánuðum þar sem af- hending á 60.000,- dollurum I til- efni af 200 ára afmæli Bandarikj- anna hefur bæzt við sjóðinn auk fyrrgreindrar upphæðar. Þannig hefur sjóðurinn aukizt um sam- tals 108.500.- dollara sem sam- svarar kr. 2.3 millj. Ingvar Asmundsson áfanga- stjóri i Fjölbrautarskólanum i Breiðholti hafði samband við blaðið og óskaði eftir að koma á framfæri leiðréttingu við frétt sem birt var um stjórnunar- kostnað við skólann. I henni voru nefndar væntan- legar kostnaðartölur við stunda- skrárgerð i skólanum fyrir árið 1978—1979. Skv. bókun sem gerð var á fundi Fræðsluráðs fyrir skemmstu um þetta atriði, var kostnaðurinn áætlaður 28.6 millj. fyrir þetta timabil og 35.5 millj. Hinn 16. febrúar s.l. voru undirritaðir i Moskvu samningar um sölu á 9.500 smálestum af hraðfryst- um fiski til afgreiðslu á ár- inu 1978. Kaupandi er að vanda V/O Prodintorg og seljendur Sölumiðstöð Hraðf rystihúsanna og Farið mun að afhenda ókeypis flúortöflur handa börnum innan 6 ára aldurs, sem búsett eru i Reykjavik, á vegum Heilbrigöis- málaráðs Reykjavikurborgar. Töflurnar verða til afhendingar á barnadeild heilsuverndarstöðv- arinnar og heilsugæzlustöðvunum i Arbæ, Breiðholti og Langholti. Flúor hefir reynzt áhrifaríkasta lyfið gegn tannskemmdum. Sé fyrir næsta námsár. Ekki var rétt farið með þessar tölur i umræddri bókun, þvi þær eru áætlaðar fyrir alla fjölbraut- arskóla landsins, sem eru 4 tals- ins, auk Menntaskólans við Hamrahlið en ekki aðeins Breið- holtsskólann. Hið rétta er, að um siðustu ára- mót varð kostnaður viö stunda- skrárgerð Fjölbrautarskólans í Breiðholti fyrir eina önn 1250 þús. króna. Þar af voru 250 þús. krón- ur greiddar til Reikningsstofn- unar, en 1 milljón króna fór i Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Samningsgerð af íslands hálfu önnuðust Arni Finnbjörnsson, framkvæmdastjóri, Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, og Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri, Sjávarafurðadeild Sambandsins. Heildarverðmæti samningsins það tekið i hæfilegum skömmtum á myndunarskeiði tannanna, minnkar það tannskemmdir um og yfir 50%. Þeir, er neyta hitavéituvatns skulu ekki taka flúortöflur, þar eð yfir 1% flúormagn er i hverjum litra þess. Töflur þessar eru litlar og bragðdaufar. Þær eru auðleystar i vatni og blandast auðveldlega greiðslu fyrir handavinnu við skrána. Sagði Ingvar Asmundsson, að eins og ástandið væri nú sýndist ekki fjarri lagi að áætla kostnað við stundaskrárgerð 2 1/2 millj. á ári. Þetta væru þó grófir útreikn- ingar. Það færi hins vegar ekki milli mála, að stjórnunarkostnað mætti lækka allverulega með tölvuvæðingu, sem nú er ráðgerð. Byggðist það fyrst og fremst á aukinni afkastagetu áfangakerf- isins. Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. er um 3.100 millj. króna miðað við núverandi gengi og greinist magnið i 7.000 lestir af flökum og 2.500 lestir af heilfrystum fiski. Er hér um að ræða sama heildar- magn og samið var um við Sovét- menn I ársbyrjun 1977 til af- greiðslu á þvi ári. Vegna viðbót- arsamninga siðar á árinu urðu heildarafgreiðslur 1977 nokkkru meiri eða alls um 12.800 lestir. barnamat án þess aö spilla bragði. Fyrst um sinn verður ókeypis flúortöflum eingöngu úthlutað börnum yngri en 6 ára, og þá verður jafnframt hætt flúortöflu- gjöf á dagheimilum og leikskól- um borgarinnar. A það er lögð rik áherzla að gefa aldrei meira en uppgefinn dagskammt sem er ein tafla og auðvitað skulu þessar töflur geymast þar sem börn ná ekki til. Gerð verður spjaldskrá yfir þá sem fá flúortöflur og reynt verður að fylgjast með hvort töflurnar eru teknar samkvæmt fyrirmæl- um eða ekki. Heilbrigðismálaráð Reykjavik- ur hvetur fóllk eindregið til að notfæra sér þessa þjónustu, með tilliti til mikilvægi heilbrigðis tanna i almennu heilbrigöi. 9500 smálestir af frystum fiski til Sovétríkjanna 78 Flúortöf lum gegn tannskemdum útbýtt ókeypis

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.