Alþýðublaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 28. febrúar 1978 ALÞYÐUFLC REYKJAVÍK Á sunnudaginn voru liðin 40 ár frá stofnun Alþýðu- flokksfélags Reykjavíkur. Af því tilefni var efnt til mikillar hátíðar í Þórs- café. Það var hinn 24. febrúar fyrir 40 árum að félagið var stofnað. Stofnfélagar voru yfir 600. 22. febrúar hafði svofelld orðsending birzt: ,/Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur verður stofn- að nú í vikunni. Þess vegna biður 25 manna nefndin alla félaga úr Jafnaðar- mannafélaginu, sem hafa eða ætla að ganga úr því, að standa i stöðugu sam- bandi við skrifstofuna. Snúið ykkur til hennar og takið þátt í þeirri baráttu, sem nú er háð fyrir því, að vernda eininguna í flokkn- um gegn innrásarliði kom múnistanna. Við stofnum Alþýðuf lokksfé- lagið einhvern næstu daga. Gerið það þegar i upphafi öflugt og sterkt". Tveimur dögum siðar var félagið stofnað og í stjórn þess kosnir eftir- taldir: Haraldur Guð- mundsson, formaður. Stefán Jóhann Stefánsson, Arngrímur Kristjánsson, Þorsteinn Einarsson, Tóm- as Jóhannsson, Guðmund- ur R. Oddsson, Stefán Pét- ursson, Jóhanna Egilsdótt- ir, Erlendur Vilhjálmsson, Björn BlÖndal Jónsson og Steinunn Pétursdóttir. I skemmtinefnd voru svo kosin Jón Axel Pétursson, Arngrímur Kristjánsson, Soffia Ingvarsdóttir, Jón H. Guðmundsson, Símon Bjarnason og Sigurbjörn Maríusson. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Sigurður E. Guðmundsson, formaður Fulltrdaráðs Alþýðuflokks félaganna i Reykjavik afhenti Emilfu Samúelsdóttur gjafbréf frá Fulltrúaráðinu fyrir fundarhamri handa Alþýðuflokksfélaginu. Einnig afhenti Sigurður fimmtiu þúsund króna gjöf frá sér og var það afgangur af kosningasjóði hans vegna prófkjörsins. Sigurður var formaður Alþýðuflokksfélagsins i fjöida ára og hefur allt af sýnt félaginu sérstakan hlýhug. Milii Sigurðarog Emiliu er veizlustjórinn, Gylfi Þ. Gislason. Sigurður E. Guðmundsson óskar formani Samúelsdóttur, til hamingju með afmæli Menn glottu gjarnan við Ijósmyndaranum. Myndir Guöl. Tr. Karlsson. Fylgst með dagskráratriöum yfir kaffibolla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.