Alþýðublaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 7
’ Þriðjudagur 28. febrúar 1978 7 >KKSFÉLAG UR 40 ARA Jón Baldvinsson var kos- inn heiðursforseti félags- ins. 250-300 manns. Nú eru sem sagt liðin 40 ár frá stofnun þessa félags og þann 24. febrúar 1978 var haldin afmælis- hátið. Hátiðin var fjölsótt, viðstaddir gizkuðu á að þar væru milli 250 og 300 manns. Þó svo 40 ár væru liðin frá stofnun félagsins mátti sjá þar nokkra úr fyrstu stjórn þess svo sem Guðmund R. Oddson, Jó- hönnu Egilsdóttur, Steinunni Pét- ursdóttur og Soffiu Ingvarsdótt- ur. Stefán Jóhann Stefánsson gat þvi miður ekki komið, vegna veikinda, en hann hafði fullan hug á þvi og skrifaði m.a. afmælis- kveðju til félagsins er birtist i glæsilegri hátiðardagskrá. Formaður félagsins, Emilia Samúelsdóttir, hélt ræðu og setti hátiðina en ræður og ávörp fluttu Benedikt Gröndal, Jóhanna Sig- urðardóttir og Sjöfn Sigurbjörns- dóttir. Sigriður Ella Magnúsdótt- ir söng einsöng og Árni Tryggva- son flutti gamanþátt. Veizlustjóri var Gylfi Þ. Gislason. Milli atriða og milli þess sem hann tók myndirnar, sem hér birtast • stjórnaði Guðlaugur Tryggvi Karlsson fjöldasöng af stakri prýði og fékk fádæma góð- ar undirtektir. Undirleik allan timann annaðist Carl Billich og var'hans þáttur stór. Góðar veitingar voru fram bornar, kaffi og með þvi. Gaf afganginn úr prófkiörssjóöi. Félaginu bárust veglegar gjafir á afmælishátiðinni. Má þar nefna stóra og mikla blómakörfu, sem Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik gaf. Félaginu bárust eftirfarandi gjafabréf: „Stjórn fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna i Reykjavik hef- ur ákveðið að færa Alþýðuflokks- ''félagi Reykjavikur að gjöf, vand- aðan fundarhamar úr birki, i til- efni fertugs afmælis félagsins. Er hann nú i smiðum en verður af- hentur strax og hann verður til- búinn. Gjöf þessari fylgja einlæg- ar heilla- og hamingjuóskir i til- efni hinna merku tima- móta. Sækjum á brattann! Allt er fertugum fært! Með félags- og baráttukveðjum.” Annað bréf barst og það hljóð- aði á þessa leið: ,,I tilefni fertugs afmælis Al- þýðuflokksfélags Reykjavikur hef ég ákveðið að færa þvi að gjöf eftirstöðvar af prófkosningasjóði minum frá siðastliðnu hausti, er nema samtals 50 þúsund krónum. Vona ég að þetta fé komi félaginu að nokkru gagni, t.d. á sviði fræðslumála. Með félags- og vinakveðju og hjartanlegum hamingjuóskum i tilefni afmælisins. Sigurður E. Guðmundsson.” ni Alþýöuflokksfélags Reykjavikur, Emiliu félagsins. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavikur er nú skipuð eftir- töldum mönnum: Formaður er Emilia Samúelsdóttir. Aðrir i stjórn eru Guðlaugur Tryggvi Karlsson, Elin Guðjónsdóttir, Haukur Mortens, Jón tvarsson, Bragi Jósepsson, Hörður Óskars- son, Þóranna Gröndal og Jóhann- es Guðmundsson. 1 skemmti- nefnd eru Emilia Samúelsdóttir (hún var fyrst kosin i skemmti- nefnd þann 22. febrúar 1948), Að- alsteinn Halldórsson, Guðmundur Gislason, Þóranna Gröndal, Mar- ias Sveinsson, Daniel Kjartans- son og Jón Arnason. Gylfi Þ. Gislason var veizlustjóri. Alvörumálin rædd af eldmóöi. Arni Tryggvason. Sigriöur Ella og Carl Billich.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.