Alþýðublaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 3
3 Þriðjudagur 28. febrúar 1978 T ólf ára fang- elsi fyrir morð — Hæstiréttur mildadi dóm héraðsdóms Á þriðjudaginn i sið- ustu viku var kveðinn upp dómur i Hæstarétti, yfir nitján ára Akureyr- ingi, úlfari ólafssyni, fyrir héraðsdómi í Akur- eyri til sextán ára fang- elsisvistar, fyrir morðið á Guðbirni Tryggvasyni, en morðið framdi úlafar aðfaranótt 4. april 1976. Tildrög málsins voru þau aö morðnóttina brauzt Olafar inn i verzlun á Akureyri og stal þaðan riffli og skotfærum. Siðar um nóttina skaut hann nokkrum skot- um á Guðbjörn heitinn á götu á Akureyri og varð honum að bana. Daginn eftir var Úlfar handtek- inn og gekkst hann þegar i stað við glæpnum. I hæstarréttardómnum yfir Úlfari segir mebal annars. „Brot ákærða gegn 211. grein almennra hegningarlaga bitnaði á vegfaranda, sem ákærði átti ekki sökótt við og var unnið með styrkum og einbeittum vilja og beitt skotvopni við framkvæmd þess. Er óljóst hvað ákærða gekk til verksins. Akærði var mjög ungur, nýorðinn 18 ára, þegar hann framdi brot sin, er hann gekkst hreinskilnislega og greið- lega við. Sbr. 4. tölulið 1. málsgr. 70. gr. og 9. tölulið 1. málsgr. 74. gr. almennra hegningarlaga. Þykir refsing hans hæfilega á- kveðin 12 ár.” Gæsluvarðhaldsvist Úlfars siðan 5. april 1976 kemur til frá- dráttar fangelsisvist hans. og var hann dæmdur til að sæta tólf ára fangels- isvist fyrir morð. úlfar hafði áður verið dæmdur Alþýðuflokks- félag Akureyrar Stöndum saman ad adgerðum 1. og 2. marz! Fundur haldinn i Alþýðu- flokksfélögunum á Akureyri 21. febrúar samþykkir að mót- mæla harðlega þeim efna- hagsráðstöfunum rikisstjórn- arinnar um 'kjaraskerðingu launafólks sem fram hafa komið og hvetur alla launþega til að standa saman að aðgerð- um 1. og 2. marz undir kjör- orðinu SAMNINGANA 1 GILDI. Kolbeinn Bjarnason, Ragnheiöur Steindórsdóttir og Sveinbjörn Baldvinsson. Heimurinn heima — dagskrá í tali Þegar ljósmyndasýn- ingunni „LJÓS” lýkur að Kjarvalsstöðum i kvöld kl. 21.30, verður flutt þar dagskrá i tali og tónum eftir Svein- björn I. Baldvinsson, sem nefnist „Heimurinn heima” og fjallar um heim barnsins. Flytjendur auk höfundar eru Ragnheiður Steindórsdóttir leik- kona og Kolbeinn Bjarnason. Sveinbjörn hefur sent frá sér og tónum eina ljóðabók. ,,í skugga manns- ins”, sem kom út hjá Almenna bókafélaginu haustið 1976. Hann stundar nú nám i bókmenntum við Háskóla Islands. Ragnheiður er leikkona hjá Leikfélagi Reykjavikur og fer um þessar mundir m.a. með hlutverk Skáld-Rósu i samnefndu leikriti. Kolbeinn er við nám i bók- menntum við Háskóla Islands, en stundarauk þess nám við Tónlist- arskólann, með þverflautu sem aðalhljóðfæri. Þess má geta að þremenning- arnir fluttu þessa dagskrá á „Gróuvöku” Menntaskólans við Sund sl. fimmtudagskvöld, við mjög góðar undirtektir. Fyrirlestur um firtnsk ar helgimyndir í Norræna húsinu Finnski listfræðingurinn Aune Jáaskinen flytur fyrirlestur i Norræna húsinu þriðjudaginn 28. febrúar kl. 20.30 um ikona i Finn- landi, og sýnir litskyggnur. Aune Jáaskinen er fædd 1931 i Kirjála- héraði og komast þar i kynni við rússnesku rétttrúnaðarkirkjuna og sérkennilega kirkjulist henn- ar, m.a^Jielgimyndir, — ikona. Aune Jaaskinen lagði stund á listasögu, sérstaklega helgi- myndafræði við Helsingforshá- skóla og viðar, — lauk þar magisterprófi 1965 og doktors- prófi við Helsingforsháskóla 1971, þar sem hún er nú dósent. Aune Jaaskinen dvelst hér á landi frá 26. febrúar til 4. marz. Alþingiskosningarnar: Ci5ur Guðnason, fréttaniaóur, Bragi Níelsson, læknir, Gunnar M. Kristóferss., forni. Rannveig Edda Háldánard., Beykjavík. Borgamesi. Alþ.satnb. - Vesturl., Sandi. húsmóðir, Akranesi. Sigurþór Halldórsson, Elínbergur Sveinsson, r Stefán Helgason, smiftur Lúðvík Halldórsson, 1 GuÖmundur G. Hagalín, * skólastjóri, Borganiesi. • vélgæzlumaður, ólafsvík. Grondarfirði. skólastjóri, Stykkishólmi. rith. Mýrura, Keykholtsdal. Frambodslisti Al- þýduflokksins í Vest urlandskjördæmi Á fundi Kjördæmis- ráðs Alþýðuflokksins i Vesturlandskjördæmi, semhaldinnvar i Borgar- nesi fyrir skömmu, var endanlega gengið frá röðun á framboðslista flokksins i Alþingiskosn- ingum á sumri kom- anda. Listinn var sam- þykktur samhljóða á fundinum. Skipan efsta sætis er i samræmi við úrslit próf- kjörsins sem haldið var á vegum flokksins i nóv- ember sl. Framboðslistann skipa eftir- taldir: 1. sæti Eiður Guðnason, fréttamaður, Reykjavik. 2. sæti Bogi Nielsson, læknir, Borgarnesi 3. sæti Gunnar M. Kristófersson, form. Alþsamb. Vesturl. Sandi. 4. sæti Rannveig E. Hálfdánard., húsmóðir, Akranesi 5. sæti Sr. Skirnir Garðarson, sóknarprestur, Búðardal 6. sæti Sigurþór Halldórsson, skólastjóri, Borgarnesi. 7. sæti Elinbergur Sveinsson, vélgæzlumaöur, Ólafs- vík. 8. sæti Stefán Helgason, smiður, Grundarfirði. 9. sæti Lúðvik Halldórsson, skólastjóri, Stykkis- hólmi. 10. sæti Guðrnundur G. Hagalin, rithöf. Mýrum Revkja- ' dal. Jarðstöð boðin út Eins og áður hefur komið i fréttum, var keypt landspilda undir fyrirhugaða, jarðstöð fyrir gerfihnattarfjar- skipti milli íslands og annarra landa. Var jarðstöðinni valinn stað- ur unfir úlfarsfelli i Mosfellshreppi. Búið er að bjóða byggingu jarð- stöðvarinnar út og sendi Kirkjusandur: Fiskvinnsla haf in að nýju Fiskvinnsla mun nú hafin að nýju hjá Kirkjusandi hf að sögn Rikharðs Jónssonar framkvæmdastjóra. Hann kvað þó útlitið ekki sem bezt, en vonir standa til að úr ræt- ist. Fiskvinnsla hófst s.l. mánudag og munu allir þeir, er áður höfðu orðið að hætta , störfum sakir fjárhagsörðug- leika fyrirtækisins, hafa at- vinnu, en þar var um að ræða 120—130 manns. Rikharður sagði leyst hafa verið úr ákveðnum hnút er staðið hafði Kirkjusandi hf fyrir þrifum og gæti nú fyrir- tækið keypt afla þeirra þriggja togara, er lagt höfðu upp hjá fyrirtækinu áður. Póst- og simamála- stjórnin útboðsgögn til fjórtán erlendra fyrir- tækja. Tilboðum skal skila fyrir 15. april n.k. og er gert ráð fyrir að samningum um verkið verði lokið i júni/júli n.k. Hin erlendu fyrirtæki sem út- boðsgögnin voru send til, eru þessi: ITT Space Communications, U.S.A. GIE Telespace, Frakklandi. Marconi Communications Sy- „Iðnnemasamband íslands hvetur alla iðn- nema, hvort sem þeir stunda vinnu sina á vinnustað eða i skóla, til samstöðu með aðgerð- um og kröfum samtaka launafólks, og til að leggja niður vinnu 1. og 2. marz n.k. eða vinna ekki að framleiðslu- störfum, eins og þeim er bannað skv. iðnfræðslu- lögum, mæti þeir á vinnustað. stems Ltd., Englandi. Mitsubishi Electronic Corpor- ation, Japan. E. Systems Inc., U.S.A. Harris Corporation, U.S.A. Siemens, Þýzkalandi. Krupp Industrie-Stahlbau, Þýzkalandi. G.T.E. Int. Systems U.S.A. S.T.S., Sp.A., Italíu. Nippon Electronic Co. Ltd., Jap- an. Spar Technology Limited, Kan- ada. Comtech Laboratories, U.S.A. A.E.G. —Telefunken, Þýzka- landi. Einnig hvetur sam- bandið iðnnema til að fjölmenna á útifund samtaka launafólks sem haldinn verður i Reykja- vik 1. marz. Enn fremur skorar sambandið á iðnnema að taka virkan þátt i þeim aðgerðum, sem ákveðnar verða i framhaidi af þessum byrj- unaraðgerðum allt þar til sigur vinnst”. Framangreind tilvitnun er úr ávarpi Iðnnemasambands Is- lands, sem gefið er út i kjölfar fundar stjórnar Iðnnemasam- bands Islands og stjdrna aðildar- félaga þess viðsvegar aö af land- inu, laugardaginn 25. febrúar s.l. Idnnemar hvattir til verkfalls

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.