Alþýðublaðið - 28.02.1978, Blaðsíða 12
<
alþýðu-
blaöiö
Ctgefandi AlþýOuflokkurinn ÞföQJUDAGUR
Ritstjórn Alþýðublaðsnins er að Slðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarsimi 14900. 28. FEBRUAR 1978
Óttast ekki
aðgerðir af
hálfu stjórn-
valda í bráð
Fórst er
snjóhengja
brast
Níu ára drengur, Egill
Traustason, beiö bana
siöastliöinn föstudag,
þegar snjóhengja brast
undan honum og félaga
hans í Súgandafiröi.
Drengirnir höfðu verið á
ferð uppi i hliðinni fyrir innan
bæinn i Súgandafirði og farið
þar inn á snjóskafl. Brast
skaflinn undir þeim og rann
með þá um hundrað og fimm-
tiu metra niður á við. Grófust
drengirnir báðir i snjó. Tólf
ára drengur, Ellert
Guðmundsson, gróf þá félaga
upp, en Egill var þá látinn.
Félagi Egils, Ingvar
Sigurðsson, var fluttur til
Reykjavikur og liggur þar
lærbrotinn og skrámaður en
hress eftir atvikum.
Veður
hamlar
loðnuveiðum
Að sögn eins starfsmanna
Loðnunefndar mun loðnuveiði
hafa gengið treglega sakir veðurs
siðustu 4 sólarhringa. Fréttst
hafði þó af afla 4 báta þennan
tima, en alls höfðu þeir veitt um
1000 tonn.
Heildarafli loðnubáta mun
nokkru minni nú, en á sama tima
i fyrra, eða 60 þúsund tonnum. Nú
er aflinn rúrr, 262 þús tonn en var
fyrir ári 322.
Að sögn Egils Thorar-
ensens framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins
Siglósild á Siglufirði, en
nefnd um minnkun rik-
isumsvifa fjallar um það
ásamt Landssmiðju i á-
fangaskýrslu sinni, ótt-
ast hann ekki aðgerðir
af hálfu stjórnvalda á
næstunni er yrðu i sam-
ræmi við álit nefndar-
innar. í skýrslunni segir
svo m.a. um Siglósild:
,,... er megin niðurstaða
nefndarinnar sú, að
gerðar verði ráðstafanir
til þess, að selja fyrir-
tækið, til dæmis með
þeim hætti, að hrein eign
fyrirtækisins yrði seld
aðilum, sem stofnuðu fé-
lag til að kaupa og reka
fyrirtækið, eða með
þeim hætti, að rikið
stofnaði fyrst hlutafélag
um reksturinn og seídi
að þvi búnu meirihlutan
aðilum, sem vildu
standa saman að rekst-
rinum.”
Egill kvaöst ekki ætla aö mikil
alvara hvildi að baki þeirri á-
kvörðun stjórnvalda að láta nefnd
um minnkun rikisumsvifa kanna
starfsgrundvöll og rekstrarerfið-
leika Siglósildar og yrði þvi tæp-
lega gripið til alvarlegra aðgeröa
gagnvart fyrirtækinu. Egill sagði
þó stjórn fyrirtækisins mundi
halda fund á næstunni varðandi
álit nefndarinnar — og þá ef til
vill láta frá sér fara eitthvað um
málið. Bæjarstjórn Siglufjaröar
mun hafa samþykkt mótmæli
gegn niðurstöðu nefndarinnar, þá
munu Siglfirðingar yfirleitt, jafnt
starfsmenn fyrirtækisins sem
aðrir, að sögn Egils, láta sér fátt
um hugmyndir nefndarinnar
finnast.
Er Egill var inntur eftir hvort
nokkur hætta ætti að verða á þvi
að starfsmenn fyrirtækisins
misstu atvinnu sina likt og starfs-
menn Landssmiðju munu gera
komi hugmyndir nefndarinnar til
framkvæmda, áleit hann að svo
þyrfti alls ekki að verða, fjöldi
starfsmanna er nú 69 að tölu.
Kjarnefnd kvedur
upp úrskurd sinn
24. febrúar birti kjara-
nefnd úrskurö um sér-
kja rasa mninga rikis-
starf smanna félaga í
Bandalagi rikis og bæja,
alls 16 mál. Gildistimi
samninganna er frá 1. júlí
1977 og uppsögn skv.
ákvæðum laga nr. 29/1976.
I kjaranefnd eiga sæti þeir
Benedikt Blöndal, Jón
Finnsson, Jón Sigurðsson,
Jón G. Tómasson og Ingi
Kristinsson.
Úrskurðir kjaranefndar varða
eftirtalin starfsmannafélög
BSRB: Starfsmannafélag
Sjúkrasamlags Reykjavikur,
Félag starfsmanna stjórnarráðs-
ins, Félag forstjóra Pósts og
sima, Póstmannafélag Islands,
To 11 v a r ð a f é la g íslands,
Hjúkrunarfélag íslands, Ljós-
mæðrafélag tslands, Félag flug-
málastarfsmanna rikisins, Félag
islenzkra simamanna, Starfs-
mannafélag rikisstofnana, Sam-
band islenzkra barnakennara,
Landssamband framhaldsskóla-
kennára, Landssamband lög-
reglumanna, Starfsmannafélag
sjónvarps, Starfsmannafélag
rikisútvarpsins.
Fjármálaráduneytiö:
Neyðarréttur ekki
fyrir hendi
Fjármálaráöuneytið
hefur sent blaðinu eftir-
farandi til birtingar:
Af hálfu meirihluta
stjórnar BSRB hefur því
veriö haldið fram undan-
farið, að fyrirhugaðar
ólögmætar verkfallsaö-
geröir bandalagsins rétt-
lætist af neyðarrétti. I
ávarpi frá meirihluta
stjórnar BSRB, sem dreift
hefur veriö, er þetta end-
urtekið og ýmist talað um
að „nauðvörn" eða „neyð-
arréttur" réttlæti aðgerð-
irnar. i áðurnefndu ávarpi
er talað um „þann neyðar-
rétt sem viðurkenndur sé í
lýðfrjálsum löndum", án
þess að haft sé fýrir þvi að
skýra frekar þann grund-
v ö 11, sem meiri hluti
stjórnar BSRB, fullyrðir
að réttlæti gerðir sínar.
Sú lagatúlkun sem þarna kem-
ur fram, fær ekki staðist. >au
skilyrði, sem almennt er viður-
kennt að vera þurfi fyrir hendi
svo neyðarvörn eða neyðarrétti
verði beitt eru hér ekki til staðar.
Sjónarmið um neyðarvörn og
neyðarrétt byggjast fyrst of
frémst á ólögfestum reglum, en i
löggjöfinni hafa slik sjónarmið
einnig fengið staðfestingu svo
sem i 12. og 13. gr. almennra
hegningarlaga nr. 19/1940. Skil-
yrði fyrir þvi að neyöarvörn eða
neyðarréttur geri verknað refsi-
lausan, sem undir öllum venju-
legum kringumstæðum er refsi-
verður, eru afar þröng.
1 kjarasamningi fjármálaráð-
herra fyrir hönd rikissjóðs og
BSRB frá 25. október 1977 eru
ákvæði um það, hvernig aðilar
skuli bregðast við, séu breytingar
gerðará visitölugrundvelli samn-
ingsins. Samningurinn gerir ráð
fyrir að hvor aðili getir krafizt
endurskoðunar á kaupliðum
samningsins. Um þetta eru nán-
ari ákvæði i samningnum. Samn-
ingurinn gerir þvi beinlinis ráð
fyrir þvi að sú aðstaða komi upp,
sem nú liggur fyrir og hvernig við
skuli bregðast.
Neyðarvörn eða neyðarrétti
verður þvi aðeins beitt, að öðrum
úrræðum verði ekki við komið
vegna skyndilegrar neyðarað-
stöðu. Jafnvel við slikar aðstæður
Frh. á 10. siðu
Ástandið á Gamla Garði er ekki gott, eins og myndin sýnir, en nú
virðist bjartara framundan og vonandi verður unnt að koma visíar-
verum stúdenta i viðunandi horf hið fyrsta.
Garðsbúar
bænheyrdir
— Það er nokkuð að
ræfast úr vandræðum
okkar i sambandi við Stú-
dentagarðana. Við bíðum
nú eftir framkvæmdaá-
ætlun sem unnið er að,
sagði Jóhann Scheving,
framkvæmdastjóri
Félagsstof nunar stú-
denta í samtali við
Alþýðublaðið í gær.
— Við verðum að byrja á þvi
að losna við leka og vatnsgan 8
og eins er mjög aðkallandi að
gera við rafmagn. Þá eru
brunavarnir I ólestri og bæta
verður úr þvi, sagði Jóhann
Scheving ennfremur.
— Það er ekki vafi á að grein-
in sem birtist i Alþýðublaðinu á
sinum tima um ástandið á
Stúdentagörðunum, hefur haft
griðarleg áhrif. Myndirnar af
viðhaldsleysinu og skemmdun-
um höfðu mikið að segja og allt
þetta vakti mikið umtal.
Fjárveitingarnefnd kom i
heimsókn til okkarog sannfærð-
ist um að þetta var ekki orðum
aukið, en það hefur staðið til i
tvö ár að við fengjum einhverj-
ar umbætur, en það er ekki fyrr
en nú að úr þessu er að rætast,
sagði Jóhann Scheving, fram-
kvæmdastjóri Félagsstofnunar
stúdenta að lokum. Ö.B.
Meginástæður vandkvæða
Vestmannaeyinga
Aflaleysi og gosið
Gísli Sigurðsson hjá
Útvegsbændafélagi Vest-
mannaeyja sagði tvær
meginástæður fyrir fjár-
hagsörðugleikum þeim er
f rysti - og f iskvinnsluhús
þeirra Vestmannaeyinga
eiga nú við að etja vera
tregan afla vertíðarbáta
jafnframt örðugleikum er
fyrirtækin ættu enn við að
glíma sakir Heimeyjar-
goss 1973.
Gisli kvað afla vertiðar-
báta hafa verið tregan það
sem af er vetrarvertið í
Vestmannaeyjum, nema
ef vera skyldi afli línu-
báta. Hráefni það er hin
fjögur fiskvinnslufyrir-
tæki bæjarins fengu til
vinnslu, væri þvi helzt afli
togara, hráefni þetta hefði
ekki nægt fyrirtækjunum.
Eftir upphaf eldgossins i
Hei maey 1973 lagðist fiskvinnsla
að sjálfsögðu niður i eynni það ár-
ið og var jafnframt næsta vertið
þ.e. 1974 ýmsum erfiðleikum háð.
Enduruppbyggingarkostnaöur
hefur verið mikill við nýsköpun
fiskiiðnaðar i Eyjum, hvoru-
tveggja hvað varðar vélakaup og
húsbyggingar. Gisli sagði nú, þá
er fjárhagsörðugleikar fyrirtækj-
anna hefðu kastað tólftunum i
vetur, aö augljóst væri að ekki
hefði verið veitt nægjanlegt fjár-
magn til enduruppbyggingar-
starfsins þ.e. i samræmi við þann
skaða er gosið olli.
Þá er blaðamaður AB hafði
Frh. á 10. siðu