Alþýðublaðið - 09.03.1978, Page 2

Alþýðublaðið - 09.03.1978, Page 2
2 Þjóðleikhús- kórinn 25 ára í dag, 9. marz minnist Þjóðleikhúskórinn merkis- afmælis, því hann er nú 25 ára. Var ætlunin að kórinn héldi afmælistónleika o.fl. á sjálfan afmælisdaginn i Þjóðleikhúsinu, en í sam- ráði við Þjóðleikhússtjóra Svein Einarsson hefur þeim verið frestað þar til siðar á leikárinu. Ástæðan er sú, að söngfólk er önn- um kafið við æfingar og undirbúning á frumsýn- ingu óperunnar „Káta ekkjan", sem frumsýnd verður 22. marz n.k. Á afmælistónleikunum mun kórinn flytja verk af 25 ára ferli sinum og verður stjórnandi kórs- ins Ragnar Björnsson, en æfingar með honum annast Carl Billich. .Starf Þjóðleikhúskórsins hefur verið með miklum blóma, hefur hann tekið þátt i öllum óperu- og óperettusýningum og öðrum söngverkefnum og leiksýningum Þjóðleikhússins. Kórinn er nú skipaður 40 söng- mönnum. Formaður hans um rúmlega 20 ára skeið hefur verið Þorsteinn Sveinsson lögmaður. Aðrir i stjórn eru frú Svava Þor- bjarnardóttir, og Jónas 0. Magnússon. Verður nánar sagt frá væntan- legum afmælistónleikum kórsins siðar. Símanotkun bankanna Landsbankinn ríkastur! Hvað notar stórt fyrir- tæki í Reykjavík marga sima? Til þess að kanna það mál hringdum við i nokkra banka í borginni og spurðumst fyrir um þetta. Svavar Jóhannsson, hjá skipu- lagsdeild Búnaðarbankans, sagði að Búnaðarbankinn hefði 15 linur og væri það tæplega nóg. Mikið álag væri á þessum linum allan daginn. Skiptiborðið nær reyndar yfir Melaútibú, Vesturbæjarútibú og Miðbæjarútibú, og svo að sjálf- sögðu aðalbankann i miðbænum. Aftur á móti eru um það bil 90 simar i notkun sem innanhúss- simar hjá Búnaðarbankanum. Og simi Búnaðarbankans er á núm- eri 21200. Hjá Útvegsbankanum fengum við þær upplýsingar að linur væru 20, þar af 15 i gegnum skiptiborð. Arndis Hafliðadóttir, sem starfar við skiptiborð bankans, sagðist ekki vita nákvæmlega hversu margir innanhússsimar væru i notkun hjá útvegsbankanum, en gizkaði á 130. Simanúmer Útvegsbankans er 17060. t Verzlunarbankanum varð fyrir svörum Vilborg Andrésdótt- ir. Hún sagðist hafa 10 linur til umráða en innanhússimar væru Samkvæmt auglýsingu Fram leiðsluráðs land- búnaðarins hækkuðu nokkrar búvörur í verði í gær. Er hér um að ræða 8,97% hækkun á verðlags- grundvelli landbúnaðar- vara. Hækkanir þessar munu stafa af hækkun ým- issa liða í framleiðsluferli landbúnaðarafurða. 35. — Ég hef samband úr þessum linum við útibúin, sagði Vilborg, en það er mjög litið hringt i útibú- in i gegnum skiptiborðið hér. Simanúmer Verzlunarbankans er 27200. Soffia Antonsdóttir, simavörð- ur Alþýðubankans, sagðist hafa 5 linum úr að spila. Ekki mundi hún nákvæmlega hvað innanhússsim- ar væru margir, en sló á töluna 27. Alþýðubankinn hefur sima-| númerið 28700. Fyrir hönd Iðnaðarbankans; varð fyrir svörum Inga Hauks-I dóttir. Hafði hún yfir að ráða 10 linum og innanhússsimar reynd- ust vera 48 talsins. Simanúmer Iðnaðarbankans er 20580. Karl Guðmundsson, hjá skipu- lagsdeild Landsbankans, sagði linur inn og út 40 talsins og inn- anhússtaltæki hvorki fleiri né færri en 180 að tölu. Og þessir simar eru allir i aðalbanka, Austurstræti 11. Simanúmer Landsbankans er 27722. Margrét Hilmarsdóttir svarar i simann fyrir Sparisjóð vélstjóra. Margrét hefur yfir að ráða 5 lin- um, en innanhússtaltæki eru 16 talsins. Simanúmerhjá sparisjóði vélstjóra er 28577. Að lokum skal þess getið að við hérna hjá Alþýðublaðinu höfum 4 linur og innanhússsimtæki og lin- Sem dæmi um hækkanirnár má nefna að 1 litri mjólkur hækkar úr kr. 114 i kr. 131 eða um 14.9%. Rjómi 1/4 hyrna úr kr. 218 i kr. 243 sem er 11,5%. Skyr hækkar um 9,8% úr kr. 245 kilóið i kr. 269. Bitapakkaður ostur 45% hækkar úr kr. 1399 i kr. 1534, eða um 9,6%. Þá hækka kartöflur og i verði eða úr kr. 164.40 kilóið af 1. fl. kartöfl- um i 5 kg. pokum i kr. 181.60, eða um 10,5%. Undanrenna hækkaði einnig og er þar um 8 kr. hækkun aö ræða. ur eru aðeins 14 að tölu, en við er- um heldur ekki banki, — þvi mið- ur. Aftur á móti er simanúmerið hjá okkur 81866. Ö.B. Þránd- heims- vaka f Kópavogi Norrænafélagið i Kópavogi efnir til kvöldvöku sunnudaginn 12. marz n.k. i Þinghóli, Hamra- borg 11, kl. 10.30. Norski leiktorinn við Háskól- ann, Ingborg Donale, flytur spjall um Þrándheim og sýnir myndir þaðan. Þrándheimur er vinabær Kópa- vogs, eins og kunnugt er, og efnir Norrænafélagið til hópferðar þangað i sumar. Þá syngur Skagfirska söng- sveitin undir stjórn Snæbjargar Snæbjörnsdóttur. Loks verður lesinn kafli úr skáldsögunni Dalen Portland, verðlaunasögu Norðurlandaráðs, eftir Kjartan Flögstad. Efna til 2ja alþjóðlegra námskeida næsta sumar Sameinuðu þjóðirnar efna að vanda til tveggja alþjóðlegra námskeiða á sumri komanda, sem ís- lenzkumháskólastúdentum og háskólaborgurum gefst kostur á að sækja um. Annað námskeiðanna er haldið í aðalstöðvum Sam- einuðu þjóðanna í New York, dagana 24. júli-18 ágúst. Hitt námskeiðið verður haldið i Genf, dag- ana 31. júlí-18. ágúst og er það ætlað háskólaborgur- um. Viðfangsefni þess er starfsemi S.Þ. með sér- stöku tilliti til starfseminn- ar i Genf. Megintilgangur námskeiðanna er að gefa þátttakendum kost á að kynnast til nokkurrar hlitar grundvallarreglum, markmiðum og starfi S.Þ. og sérstofnana þeirra. Hver þátttakandi greiðir sjálf- ur ferðakostnað og dvalarkostn- að. Sameinuðu þjóöirnar annast sjálfar val þátttakenda, en Félag Sameinuðu þjóðanna á Islandi hefur milligöngu um tilnefningu úr hópi islenzkra umsækjenda. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um ástæður fyrir þvi að sótt er um, skulu sendar Félagi Sameinuðu þjóðanna á ís- landi, pósthólf 679, fyrir 14. marz næstkomandi. Búvöruverd hækkad Fimmtudagur 9. marz 1978 ssss- Getraunaspá Alþýdublaösins: 139.000 fyrir 10 rétta Orslit margra leikja komu mjög á óvart á laugardaginn, þannig að sérfræðingur okkar fékk ekki nema 7 rétta. Fimm raðir höfðu 10 rétta í síð- ustu leikviku og var vinn- ingurinn 139.000 á hverja röð. 67 raðir voru með 9 rétta og vinningurinn fyrir hverja röð var 4.400 krónur. Með hækkandi sól og betra veðri í Englandi verða spárnar marktæk- ari og við það kætist sér- fræðingurinn okkar óskaplega. Bristol City — Everton. Everton tapaði óvænt stigi á heimavelli sinum á laugardaginn og það á móti QPR. Liðið virðist vera að komast i brattar hliðar mikils öldudals og þess vegna spáum við jafntefli en útisigri til vara. (Fyrsti tvöfaldi leikurinn) Coventry — Leicester. Þetta er öruggasti leikur seðilsins. Hér kemur ekkert til greina nema heimasigur. Liverpool — Leeds. Þetta verður tvimælalaust leikur vikunnar. Hér eigast við tvö af sterkustu félagsliðum enskrar knattspyrnu, hvort tveggja lið, sem berjast um efstu sæti 1. deildar. Leeds tapaði mjög óvænt á heimavelli sinum á laugardaginn fyrir Bristol City. Það getur allt gerst i þessum leik, en spá okkar er heimasigur en jafntefli til vara. (Annar tvöfaldi leikurinn) Newcastle — Manchester United. Einhver fjörbroteru nú i Newcastle en mikið má liðið taka sig á ef það á ekki að falla i aðra deild. Við spáum útisigri hér. Norwich — Aston ViIIa. Lið Norwich er mjög sannfærandi á heimavelli sinum, hefur aðeins tapað einum leik þar, það sem af er keppnistimabilinu. Við spáum Norwich sigri i spennandi leik og við leyfum okkur til tilbreytingar að spá markatölunni 1-0. West Ham — Wolves. Nú verður lið West Ham að fara að taka sig á, ef það ætlar að leika áfram i fyrstu deild að ári. Úlfarnir eru til alls liklegir, einnig til þess að tapa. Við spáum heimasigri en jafntefli til vara. (Þriðji tvöfaldi leikurinn). Brighton — Stoke. Brighton er i f jórða sæti annarrar deildar og á enn möguleika á að vinna sig upp i fyrstu deild. Þeir munu keppa stift að þvi marki i þeim leikjum sem eftir eru og Stoke er ekki liklegt til að vinna af þeim stig. Heimasigur. Burnley — Sheffield United. Fátt getur nú komið i veg fyrir að Burnley falli i 3. deild. En Sheffield United er heldur ekki gott lið og hefur ekki unnið neina stóra sigra á útivelli. Við spáum jafntefli en útisigri til vara. (Fjórði og siðasti tvófaldi leikurinn) Fulham — Luton. Það er stæk jafnteflislykt af þessum leik. Það mun valda sér- fræðingi vorum miklum vonbrigðum ef leikurinn endar öðruvisi en með jafntefli. Notts County — Oldham. Oldham er ofarlega i annarri deild en liðinu hefur ekki gengið sérlega vel á útivöllum. Hins vegar er heimavöllur sterkt vopn hjá Notts County. Við spáum jafntefli. Southamton — Crystal Palace. Arangur Southampton á heimavelli er mjög eftirtektarverður. Það, ásamt þvi að liðið leggur nú allt kapp á að komast i 1. deild, sannfærði sérfræðing vorn um að hér yrði ekkert nema heima- sigur. Tottenham — Charlton. Tottenham hefurenn ekki tapað leik á heimavelli sinum . Þetta fræga Lundúnalið er á leiðinni upp i fyrstu deild á nýjan leik, hef- ur tveggja stiga forystu i annarrri deild. Öruggur heimasigur. -ATA Laus staða Staöa deildarstjóra dýrafræðideildar Náttúrufræðistofn- unar islands er laus til umsóknar. Samkvæmt lögum nr. 48/19j>5, um almennar náttúrufræði- rannsóknir og NáttúrufræOistofnun íslands, skal deildar- stjóri dýrafræðideildar vera sérfræðingur I einhverri þeirra aðatgreina, sem undir deildina falla og hafa lokiö doktorsprófi, meistaraprófi eöa öðru hliðstæöu háskóla- prófi i fræöigrein sinni. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir sendist menntamálaráöuneytinu fyrir 8. aprfl 1978, ásamt upplýsingum um mehntun og fyrri störf. Menntamálaráðuneytið, 6. mars 1978. © The Football League Leikir 11. marz 1978 1 1 X 2 Bristol City - Everton1 .. X & Coventry - Leicester1 . . / Liverpool - Leeds1 / X Newcastle - Manch. Utd.1 'n/ Norwich - Aston Villa1 . . / West Ham - Wolves1 .. 7 xj Brighton - Stoke2 / Burnley - Sheff. Utd.2 .. X Z Fulham - Luton2 X Notts County - Oldham2 < South’pton - C. Palace'2 / Tottenham - Charlton2 .. T

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.