Alþýðublaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 3
3 Þriðjudagur 4. apríl 1978. Jóhann Kjartansson, þrefaldur tslandsmeistari. Sala hljómplötu Flóttamannahjálpar gekk vel: Byggð verði hús í Portúgal fyrir arðinn ' Rauði kross islands hef- ur nýlega sent kr. 2.543.000 til hjálpar flóttamönnum i Portúgal. Er þetta ágóði af sölu hljómplötu Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna „Golden soul", en Rauði krossinn sá um sölu hennar i samvinnu við Fálkann hf. Nam ágóðinn kr. 2. 168.000. Við þetta bættist framlag rikis- stjórnarinnar til Flótta- mannaráðs íslands, kr. 375.000. Stjórn Alþjóðasambands Rauða kross félaga og Rauði kross ts- lands hafa ákveðið að upphæð þessi verði notuð til byggingar þriggja húsa i Portúgal. Rauði krossinn í Portúgal hefur sent þakkir sinar til RKÍ og rikis- stjórnar Islands fyrir þetta mikla framlag til hjálpar heimilislaus- um flóttamönnum. Fulltrúi Alþjóðasambands Rauða kross félaga, Erik Krum-Hansen, sem staösettur er i Portúgal mun hafa eftirlit með að fé þetta renni til byggingar þessara ákveðnu húsa og að þau veröi auökennd sem framlag frá Rauða krossi tslands. Nýr konungur badmintonsins krýndur: Jóhann varð þre faldur íslands- meistari Um helgina fór fram Is- landsmeistaramótið í bad- minton. Þátttakendur voru f jölmargir og er greinilegt að þessi íþrótt er í miklum uppgangi um þessar mundir. Jóhann Kjartansson, sem að- eins er 19 ára gamall, var ótvi- ræður sigurvegari tslandsmeist- aramótsins að þessu sinni. Hann varð þrefaldur tslandsmeistari, tekur nú við hlutverki Sigurðar Haraldssonar, sem hafði þrjá meistaratitla að verja. I undanúrslitum karla i meist- araflokki léku Jóhann Kjartans- son, Sigfús Ægir Árnason, Viðir Bragason og Sigurður Kolbeins- son, allt ungir og bráðefnilegir leikmenn. Jóhann sigraði Sigurð 15-5: 15- 7 og 15-7. Sigfús sigraði Viði 15-11 og 15-1. Viðir er Skaga- maður en hinir allir úr TBR. 1 úr- slitum sigraði Jóhann Sigfússon svo örugglega 15-11 og 15-3. Þar með var fyrsti titill Jóhanns Kjartanssonar i höfn. 1 einliðaleik kvenna sigraði Kristin Magnúsdóttir Lovisu Sig- urðardóttur i úrslitum með 10-12: 11-7 og 11-3. Þar með rauf Kristin, sem aðeins er 16 ára gömul og tekur nú i fyrsta sinn þátt i Is- lendameistaramóti, áratuga- langa sigurgöngu Lovisu Sigurð- ardóttur. 1 tviliðaleik karla léku til úr- slita Jóhann Kjartansson og Sig- urður Haraldsson annars vegar og Haraldur Korneliusson og Steinar Petersen hins vegar. Var leikurinn bæði jafn og skemmti- legur og ótrúlega spennandi. Jó- hann og Sigurður unnu þó aö lok- um með 15-8: 10-15 og 15-10. Og Jóhann var orðinn tvöfaldur meistari. I tviliðaleik kvenna kepptu þær Lovisa Sigruðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir viö nöfnurnar Kristinu Kristjánsdóttur og Kristinu Magnúsdóttur i úrslit- um. Lovisa og Hanna Lára unnu 11-15: 15-4 og 15-7. t tvenndarkeppni léku til úrslita Jóhann Kjartansson og Kristin Kristjánsdóttir og sigurður Har- aldsson og Hanna Lára Pálsdótt- ir. Þetta var spennandi leikur og nokkur pressa á Jóhanni, tækizt honum að verða þrefaldur ts- landsmeistari? Fyrstu lotuna unnu Sigurður og Hanna Lára 15- 10- Þá næstu unnu Jóhann og Kristin örugglega, 15-2 og þurfti þvi aukalotu. Hun var jöfn allan timann og staðan var 14-12 Jó- hanni og Kristinu i vil. Hanna Lára gefur upp og þau Sigurður vinna stig, en stigið var dæmt af þeim þar sem uppgjöfin var vit- laus. Fengu Jóhann og Kristin þá boltann og gátu gert út um leikinn 15-12. Jóhann var þrefaldur ts- landsmeistari og fögnuðurinn leyndi sér ekki. t a flokki urðu þessir sigurveg- arar: I einliðaleik Aðalsteinn Huldarson og Ragnheiður Jónas- dóttir, bæði úr 1A, 1 tviliðaleik Arni Sigvaldason BH og Þórhall- ur Jóhannesson Val, Jóhanna Steindórsdóttir og Ragnheiður Jónasdóttir tA. í tvenndarleik sigruðu Asa Gunnarsdóttir og Þórhallur Jóhannesson, Val. 1 öðlingaflokki (eldri en 40 ára) sigraði Jón Arnason Garðar Alfonsson i úrslitum, i tviliðaleik unnu þeir Garðar Alfonsson og Kjartan Magnússon og i tvennd- arleik unnu Jón Arnason og Hulda Guðmundsdóttir. Allir keppendur, sem nefndir voru eru út TBR nema annað hafi verið tekið fram. ATA Leikarar isýningu MK á „Púntila bónda og Matta vinnumanni”. Leikklúbbur MK sýnirr „Púntila bóndi og Matti vinnumaður” eftir Bertolt Brecht Leikklúbbur Menntaskólans i Kópavogi hefur að undanförnu æft leikritið „PUntila bóndi og Matti vinnumaður” eftir Bertolt Brecht, Leikritið „Púntila bóndi og Matti vinnumaður” þarf vart að kynna hér á landi þar sem vin- sældir þess hafa verið töluverðar allt frá þvi að það var sýnt fyrst hérlendis i Þjóðleikhúsinu leikár- ið 1968-’69. Á þeim 10 árum sem liðin eru siðan hefur leikritið ver- ið sýnt viðsvegar um land og er röðin nú komin að byggðinni á hálsinum, Kópavogi. Leikurinn er i búningi Leiklistarklúbbs MK. nokkuðstytturog inn ihann hefur verið bætt sögumanni. Leikendur eru 11 en hlutverk uþb. 20. t aðal- hlutverkum eru Þorsteinn Hallgrimsson, sem Púntila og Daði Harðarson er leikur Matta. Leikstjóri er Sólveig Halldórs- dóttir og er þetta fyrsta verkið sem húnstjórnar. Sólveig útskrif- aðist úr Leiklistarskóla Islands vorið 1976 og hefur ýmislegt brallað siðan, ma. leikið i „Fröken Júlia alveg óð” og „Snædrottningunni”. Þýðandi „Púntila bónda og Matta vinnumanns” er Þorsteinn Þorsteinsson en Þorgeir Þorgeirsson samdi „prologus” og eftirmála. . Fréttatilkynning. Gód þátttaka í prófkjöri á Skagaströnd skipar kona efsta sætið Á sunnudaginn fór fram prófkjör Alþýöu- flokksins á Skagaströnd vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosn- inga. Kosið var frá klukkan 13 til 22 og voru þátttakendur 82. Alþýðuflokkurinn fékk 51 atkvæði á Skaga- strönd i síðustu kosning- um. Úrslit urðu þau, að efsta sæti listans skipar Elin Njáls- dóttir, húsmóðir og starfs- maður Pósts og sima, — i öðru sæti er Bernódus Ólafsson, oddviti, i þriðja sæti Gunnar Sigurðsson, lögregluþjónn, og i fjórða sæti Magnús Ólafsson, skipasmiður. I siðustu kosningum var kosið um fimm sæti og þá fengust 2 fulltrúar kjörnir á 74 atkvæði. Alþýðuflokksmenn á Skagaströnd gera sér þvi góð- ar vonir um að fá 2 fulltrúa i næstu kosningum. Það hlýtur að vekja sér- staka athygli, aö kona skipar efsta sæti lista Alþýöuflokks- ins á Skagaströnd. Væntan- lega bendir það til aukinnar þátttöku kvenna i starfi Alþý ðuflokksins, enda fjölmenntu konur i prófkjörið. \kentanlegir vinnirgshafar 4. flokkur Vinsamlega athugið að Happdrætti Háskólans greiðir ekki vinninga á þá miða, sem ekki hafa verið endurnýjaðir. HHÍlO Látið ekki dragast að hafa samband við umboðsmanninn og endurnýja í tæka tíð. Dregið veróur þriójudaginn 11. april. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS Hæsta vinningshlutfall í heimi! 18 @ 1.000.000,- 18.000.000,- 18 -- 500.000,- 9.000.000,- 207 — 100.000,- 20.700.000,- 504 - 50.000,- 25.200.000,- 8.316 — 15.000,- 124.740.000,- 9.063 197.640.000,- 36 — 75.000.- 2.700.000,- 9.099 200.340.000,-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.