Alþýðublaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 4. apríl 1978. Utgefandi: Alþýöuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúia 11, sfmi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar-og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. Áskriftaverð 1500krónur á mánuði og 80krónur i lausasölu. Adstod við Þjóðviljarm alþýóu Alþýðuf lokkurinn starfar alfarið fyrir opn- um tjöldum. Fjármál flokksins eru opinber og öllum aðgengileg. Þar hefur ekkert verið falið. Á síðasta flokksþingi gerði Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuf lokks- ins, grein fyrir öllum fjárreiðum hans, eignum og skuldum. Það er nýtt að stjórn- málaflokkur skuli með þessum hætti starfa fyrir opnum tjöldum. Það er uppreisn gegn hinu gamla og úrelta samtrygginga- kerf i flokkanna. Sameig- inleg skuggaf jármál stjórnmálaf lokkanna hafa í gegn um árin orðið einhver sterkasta rótin að hættulegu samtrygginga- kerfi stjórnmálaf lokk- anna. Sameiginleg þögn þeirra um bankana, sam- eiginleg seta þeirra í bankaráðunum, þar sem þeir hafa ekki verið ósammála um neitt, en þagað saman þunnu hl jóði. Gegn þessu kerfi hefur Alþýðuf lokkurinn, einn stjórnmálaf lokka gert uppreisn, fyrst með því að opna sínar eigin f jár- reiður, og siðan með því að láta vöndinn sópa út um allt samfélagið. En slíkt gerist ekki alfarið sársaukalaust. Með þessu hefur Alþýðuf lokkurinn meðal annars gert fjár- hagserf iðleika Alþýðu- blaðsins opinbera. Það er gert i þeirri trú, að upp- lýsing sé ævinlega til góðs, skúmaskotaverk og skúmaskotapólitík ævin- lega til ills. Alþýðublaðið er þess fullvisst að sú augljósa velgengni, sem Alþýðuf lokkurinn á að fagna um þessar mundir, og verður til dæmis Ijós á fundum þeim sem Alþýðuflokkurinn heldur um land allt, á ekki sízt rætur að rekja til þessar- ar gerbreytingar á starfsháttum flokksins. Alþýðublaðiðdregur enga dul á það, að það er ekki sársaukalaust að þiggja stuðning í formi pappírs frá bræðraflokki í Noregi, jafnvel þó ekki sé um miklar upphæðir að ræða. Allt um það, þá er kjarni málsins sá að ekk- ert er falið, allt fer fram fyrir opnum tjöldum. AAeð þessum starfshátt- um er Alþýðuflokkurinn að brjóta blað í islenzkri stjórnmálastarfsemi. Eins og þreyttu flokkarn- ir fylgdu á eftir með prófkjörin, þá neyðast þeir fyrr eða síðar að fylgja á eftir í jsessum efnum. Hin opna umræða um fjárreiður flokksblaða hefur meðal annars leitt til þess að upplýst hefur verið að þegar Blaðprent hf. var stofnað fyrir nokkrum árum, naut fyr- irtækið verulegrar að- stoðar frá sömu aðilum í Noregi í formi tækniað- stoðar. Þessi aðstoð var á þei m tíma margra milljóna virði, og þiggjendur hennar voru málgögn allra stjórn- málaf lokkanna fjögurra, Tíminn, Vísir, Alþýðu- blaðið og Þjóðviljinn. Þjóðviljinn, sem hæst hefur galað um mútur, neitar að birta yf irlýsing- ar um þessi efni, og Svav- ar Gestsson, ritstjóri fer með bláköld ósannindi, þegar hann fullyrðir að Þjóðviljinn hafi ekki not- ið þessarar aðstoðar. Svavar Gestsson, sem í þessum efnum tilheyrir heldur dapurlegri fortíð og á ekkert skylt við framtíðina, fer með sannanleg ósannindi, þegar hann fullyrðir á blaðamannaf undi, að Þjóðviljinn hafi ekki not- ið aðstoðar, sem var milljónavirði, þegar Blaðprent hf. var sett á laggirnar. Ef reikningar Þjóðviljans eru í ætt við þessi sannanlegu ósann- indi Svavar Gestssonar, þá stendur þar ekki steinn yf ir steini. Og það er eins liklegt. Svavar Gestsson opin- berar með þessum hætti hin subbulegu f jármál og brenglaða afstöðu til fjármála og sannleika, sem að baki Þjóðviljan- um býr. Alþýðublaðið segir frá fyrir opnum tjöldum, og meðal annars frá erfiðleikum sínum, ritstjóri Þjóðviljans er staðinn að ósannindum um fjármál Þjóðviljans. Alþýðuf lokkurinn starfar fyrir opnum tjöldum. Það er ekki allt- af sársaukalaust, en það er engu að síður kjarninn i stefnumótun Alþýðu- flokksins og Aljjýðu- blaðsins. Á sama tima fær fólk að sjá inn í gamla heiminn, Ijúgandi ritstjóra og subbuleg f jármál. Um þessi grund- vallaratriði er meðal annars tekizt á i islenzk- um stjórnmálum um þessar mundir. —Ó. Úr ýmsum áttum „Skandall- inn” íDóm- kirkjunni „Dómkirkju-skandallinn”, þ.e. brottrekstur Ragnars Björnssonar, dómorganista, úr starfi við Dómkirkjuna, er eitt af merkustu málum sem menn hafa fengið að kynnast nú upp á siðkastið. Það er vitnað með og á móti organistanum i Moggan- um og sóknarnefndin reynir af veikum mætti að hreinsa frá dyrum sinum og gera organist- ann trotryggilegan. Eftir stend- ur þó alltaf það, að Dómkórinn sagði af sér i mótmælaskyni við brottreksturinn, þannig að ein- hverjar taugar hlýtur söngfólk- ið að hafa til organistans, þó að sóknarnefndin reyni að gefa annað f skyn. Máni Sigurjónsson, organisti, skrifar grein i Mogga s.l. laug- ardag og fjallar um uppsögn Ragnars. bar segir m.a.: „Frá minum bæjardyrum séð er annars það um uppsögn Ragnars Björnssonar úr starfi dómorganista að segja, að hún er eitt allsherjar hneyksli. Hún er hneykslanlegt einsdæmi þó svo að sóknarnefnd sé á öðru máli. Þaökom um siðir greinargerð um málið frá sóknarnefnd Dóm- kirkjunnar. Aður var hún búin að lýsa yfir þvi, aö mál þetta ættiekkerterindi inn á opinbert umræðusvið. Menn getur vissu- lega greint á um það, hvað ræða skuli á opinberum vettvangi og hvað ekki, en hér ber að hafa það i huga, að málefni Dóm- kirkjunnar i Reykjavik erueng- in einkamál presta hennar eða sóknarnefndar og hún er ekkert einkasamfélag þeirra. Hún er samfélag þess fólks, sem söfn- uðinn myndar og hún er meira: Hún er samfélag þess fólks, sem söfnuðinn myndar og hún er meira: Hún er samfélag allra þeirra, sem enn aðhyllast kirkju og kristni i landinu og hún er lika enn meira: Hún er höfuö- kirkja landsins.Það ætti ekki að þurfa að benda hálærðum kirkj- unnar mönnum á þetta og það ætti þvi ekki að þurfa að benda þeim á það að málefni höfuð- kirkju landsins eru ekki einka- mál einstakra uppstökkra og ráðrikra manna i hópi forráöa- manna Dómkirkjunnar”. „Smánarblettur” i lok yfirlýsingar Mána Sigurjónssonar segir: „Það erýmislegt i sambandi við þetta mál, sem forráðamenn Dóm kirkjunnarvirðast ekki sjá eða vilja ekki sjá. Þeir virðast t.d. ekki gera sér grein fyrir þvi aðuppsögn Ragnars snerti enga aðra en hann sjálfan. bað virð- ist vera svo, að þeir geri sér ekki grein fyrir þvi, að með þvi að segja honum upp, eru þeir lika að vanhelga minninguna um þaðstarf, sem Páll Isólfsson skóp og mótaði i Dómkirkjunni Kristilega kærleiksblómin spretta. meöan hann var starfandi þar. Það er verið að vanhelga minn- inguna um þá staðreynd um hann, að hann náði það langt á listaferli sinum, að hann var kallaður úl starfa á orgelstóli Bachs i Tómasarkirkjunni i < Leipzig. Ef til vill er forráða- mönnum Dómkrikjunnar þessi minning um Pál einskis virði. Það er sorglegt, et svo er. En sé svo, þá ætla ég að biðja þá að opna augun fyrir þvi, aö frá minu sjónarmiði séð er það vel viðeigandi að hafa þessa minn- ingu um Pál að leiðarljósi við þaðaðmóta tónlistarstarfsemi I , Dómkirkjunni i framtiðinni. Og ég skora enn á forráðamenn Dómkrikjunnar aö lita á málið i ljósi þess, að Ragnar Björnsson hefur þá yfirburði yfir aöra islenska organleikara, að hann einn er fær um þaö að viöhalda þeirri reisn yfir dómorganista- starfinu, sem Páll ísólfsson hóf það i á sinum tima. Þá má ekki launa Ragnari fyrir þessa yfir- burði sina með þvi að reka hann Frh. á 10. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.