Alþýðublaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. apríl 1978. 9 Standið ykkur nu! Misklið á „vinstri” vængnum Tæphálf öld er mi liðin siðan algjör slit urðu milli lýðræðis- jafnaðarmanna og kommúnista hér á landi og stofnað var hér útibú frá heimskommúnisman- um undir allrahæstri forsjá Rússa. Auðvitað gerðist þetta i reynd ekki á einum degi, en átti sinn aðdraganda i nokkur ár áður. Hér er ekki ætlunin að rifja upp þá sögu að neinu marki en aðeins benda á nokkra mark- steina, sem gætu verið fróðlegir og forvitnilegir fyrir yngra fólk en svo, að það muni hin raun- verulegu ágreiningsefni. Kommúnis taf lokkurinn aðhylltist vitanlega hina svo- kölluðu byltingarsinnuðu túlkun Marxismans, sem hafði alræði öreiganna fyrir fyrsta boðorð. Auðvitað var ekki dregin dul á, að til þess að þetta takmark næðist þyrfti að skerpa umfram allt stéttabaráttuna unz hún yrði svo hörð, að verkalýðsstétt- in tæki sér vopn i hönd, léti hendur skipta og kálaði „ihakR inu” að rússneskri fyrirmynd! Eitt harðasta ádeiluefnið á lýðræðisjafnaðarmenn af hendi kommúnista var, að hvers kyns umbætur -á hag og kjörum verkalýðsins, hlyti að tefja þessaframvindu, þarsem allar umb’ætur væru liklegar til að jafna kjaramun stétta og draga úr hörðu striði. Þetta „fyrsta vers” er mönn- um nauðsyn að hafa hugfast, til þess að skilja betur ýmis viðbrögð kommúnista og spor- göngumanna þeirra fýrr og siðar. Hvað, sem um kommúnista má annars segja, verður þvi alls ekki fram haldið, að þeir þjáið- ust sérstaklega af heimsku. Vinnubrögðin, sem upp voru tekin, voruþau, að berjast ekki beint gegn umbötum, sem jafnaðarmenn höfðu á stefnu- skrá sinni og unnu að, heldur freista að rakka allt það niður með stanzlausum yfirboðum! Auðvitað er það ætið álitamál, hversu langt er unnt að ná hverju sinni i umbótavið'.eitni. Þar koma aðstæður i þjóðlifinu — fjárhagsgeta ekkihvað sizt — mjög til mats. Hér er þvi tilvalið ádeiluefni fyrir þá, sem ekki höfðu neinar andvökunætur vegna þjóðarhags, sem kommúnistar af og til töldu sig litlu varða! (sbr. hin frægu ummæli Þórodds Guðmunds- sonar á Siglufirði: „Hvað varð- ar okkur um þjóðarhag!?). t þessu ljósi ber og að skoða hamslausar tilraunir kommún- ista — sem einnig nutu óhvikuls brautargengis ihaldsins til að fleyga sundur hina pólitisku og faglegu hreyfingu verkalýðsins. petta tókst þessum banda- mönnum, og nú er nægilega langt um liðið, til þess að menn eigi að geta gert sér raunhæfa grein fyrir, hvaða blóm og ávexti þessi ráðabreytni hefur fært vérkalýðshreyfingunni. Að sinni er hér ekki tóm til að rekja rækilega yfirboðasögu kommúnista, þó vert væri. En minna má á einstaka mál. Hvernig brugðust kommúnistar t.d. við, þegar Alþýðuflokkurinn undir forystu Stefáns Jóhanns Stefánssonar bar fram og til sigurs orlofslögin? Jú, Brynjólfur Bjarnason, aðalhugmyndafræðingur kommanna reis upp á afturfæt- urna og kallaði þessa lagasetn- ingu hvorki meira né minna en „hundsbætur”! Vissulega hafa orlofslögin batnað að mun siðan þau voru sett. Og hver vildi nú missa þau? Að minnsta kosti hefur þess ekki sézt mót, að jafnvel nokkur úr hópi kommúnista fúlsi við þeim réttindum, sem þau hafa veitt og veita vinnandi fólki. Til samanburðar, vegna „hundsbótakenningar” Brynjólfs Bjarnasonar, má minna á, að Hermann Jónasson, formaöur Framsóknarftokksins beitti sér fyrir þvi, að bændur og búaliðfengi 10 kr árlegan styrk á bónda, til þess að blessað sveitafólkið gæti tekið sér ær- legt orlof! Þetta var nú þá. Nú kann einhver að segja. Já, en afstaða kommúnista, jafnvel Sósialistaflokksins, kemur vissulega ekki við þeirri stefnu, sem Alþýðubandalagið nú rek- ur! Sá flokkur er nú endurskirð- ur og orðinn hinn eini, sanni jafnaðarmannaflokkur á Is- landi! Hann hefur meira að segja gerzt frumkvöðull — eins- konar guðfaðir — að hinum merka Evrópukommúnisma, sem nú fer sigurför um lönd og riki Vestur-Evrópu! Við skulum nú samt, áður en við gleypum þetta með öngli, sökku og girni, reyna að rifja upp, hvað það er i fari Alþýðu- bandalagsins, sem flokks, sem réttlætir þær fullyrðingar. Engin ástæða er til að hafa um það vitnisburði neinna „vondra krata”! Við skulum þvert á móti fara þess á leit að ritstjórar Þjóðviljans dragi nú af sér slyðruorðið og lýsi þvi — svart á hvitu — i hverju straum- hvörfin i starfi og stefnu Alþýðubandalagsins liggja. Hvar hafi nú eiginlega sézt tillögur þeirra i umbótamálum fólkinu til handa og hvernig þeim hafi orðið ágengt i laga- setningum þar um. Vissulega eru rösk 20 ár ekki langur timi i þjóðarsögunni og máske ekki mikils að vænta. En stundum verður þó „Vöggur að verða litlu feginn”. Minna má á, að á þessum tima hefur þó Alþýðuflokknum heppnast, að leggja drjúgan skerf til lausnar húsnæðismála landsmanna i margháttaðri lög- gjöf þar um, og það er einnig ástæðulaust að gleyma lög- gjöfinni um jafnlaun karla og kvenna, sem örugglega má telja eitt af mestu mannréttindamál- um, sem lögfest hefur verið hér i seinni tið. Engin ástæða er til að halda þvi fram, aö ekki megi bæta um framkvæmd þeirra laga. En aðalatriðið er, að löggjafinn hefur fallizt á réttmæti þeirra, og frekari umbóta má af þeim orsökum vænta áður en langir tima líða. Þegar þessir hlutir og aðrir i sama dúr eru athugaðir mun það koma nokkuð ótvírætt i ljós, að einmitt umbætur á kjörum og aðstöðu vinnandi fólks, virðast vera sömu — nákvæmlega sömu — þyrnarnir i holdi Alþýðu- bandalagsins og voru i árdaga i holdi kommúnista! Hvað hefur þá breytzt annað en nafnið og opinber túlkun I Þjóðviljanum? Þetta er vitanlega algert grundvallaratriði fyrir þá sem vilja i einlægni gera sér grein fyrir, hversu djúpt varajátning- ar forkólfa Alþýðubandalagsins rista um þrá þeirra til lýðræðis- legra umbóta á sósiölskum grunni. Standið ykkur nú, Svavar og Kjartan! i HREINSKILNI SAGT » ff A. Sigurjónsson ______________________________________________________________2__________________________________________i_____________;________Jlki___1____________________ Exorcistar fyrir rétti! Þessa dagana standa yfir réttarhöld i máli fjögurra manna í smábænum Aschaffenburg í Vestur- Þýzkalandi. I sjálfu sér er það ekki merkilegt, en hins vegar eru ákærurnar einsdæmi í síðari tíma réttarfarssögu Þjóðverja. Ákæran hljóðar upp á manndráp af völdum „exorcisma", þ.e. þess að reyna að reka anda hins illa úr fólki. Sameiginlega reyndu skötuhjúin að reka djöfulinn úr ungri stúlku og lést hún í kjölfar með- ferðarinnar. Stúlkan hét Annelise Michel, 23 ára, og foreldrar hennar eru á- Tvelr sálnahirðar kirkjunnar i Vestur-Þýskalandi (til vinstri) drápu stúlku meö kukli. Til hægri eru foreldrar hennar — ákærð fyrir morð, ásamt með sálnahirðunum. Sameiginlegt álit fjórmenning- anna: „Sjúkdómur er sönnun þess að djöfullinn býr I manni!” kærð fyrir morð á dóttur sinni. Þegar þau komust að því að dóttirin þjáðist af alvarlegum sjúkdómi, þá var ekki kallað í lækni heldur prest — þar sem þau álitu stúlkuna vera haldna illum anda. Prest- urinn sem kallað var í heitir Ernst Alt, einnig ákærður fyrir morð, en hann reyndi árangurslaust að reka „andann" úr stúlk- unni. Var þá leitað til höfuðpaurs djöflaútrek- enda, sem einnig er sálna- hirðir og heitir Vilhelm Renz. Sá kunni svo margar aðferðir til að salta skratt- ann i kroppi stúlkunnar að hún lét fyrir það lífið! I réttarsalnum i Aschaf f enburg mætast „tveir heimar". Annars vegar nútíma réttarkerfi og siðfræðin að baki því og hins vegar miðalda kenningarbálkur kaþól- ikka sem leyfir útrekstur djöfullegra anda úr fólki. Annars vegar sú almenna trú að sjúkdómar séu eðli- leg viðfangsefni lækna og hjúkrunarliðs, hins vegar sú trú, að sjúkdómar séu birtingarmynd íveru djöf- ulsins í likamanum. Dóms í málinu er beðið með eftir- væntingu, þar sem hann mun væntanlega hafa mikla þýðingu fyrir að ákveða mörkin á milli hins trúarlega og verald- lega valds í vestur-þýsku samfélagi. (Endursagt úr Aktúelt) IIíisúmIiF Grensásvegi 7 Sími 82655. jyiOTOROLA Alternatorar i bila og báta 6, 12, 24 og 32 volta. Platinuiausar transistor kveikjur i flesta bila. Hobart rafsuðuvélar. Haukur og Ólafur h. . Armúla 32— Simi 3-77-00. Auo^sendur! AUGLySíNGASiMI BLADSINS ER 14906 Svefnbekkir á verksmiðjuverði aiiiiiíiin Höfðatúni 2 — Simi 15581 Reykjavik. 2- 50-50 Sendi- bíla- stödin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.