Alþýðublaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.04.1978, Blaðsíða 12
- . --—--:- alþyöu- blaðiö Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Siðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild blaðsins erað Hverfisgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. ÞRIÐJUD AGUR 4. APRÍL 1978 Ekki fer amalega um varahjóiiö. Fangamark eigandans er málað á hurðirnar A hliöar bflsins er málaö fangamark eiganda bilsins. bað var ekkert venjulegt farar- tæki sem skipað var á land í Reykjavikurhöfn i gær og trúlega ekki á færi peturs & páls að eign- ast slikan grip. Hér er um að ræða bil af gerðinni Lincoln Continental Mark V. Jbilee.sem Sveinn Egilsson hf. flytur inn fyr- ir Kjartan Sveinsson, bygginga- tæknifræðing. Aðeins fáir bilar eru framleiddir af þessari hátíð- arútgáfu af Lincoln og er mikið i þá boriö. Erfitt reyndist að fá uppgefið nákvæmlega um verð þessa dýrindis bils þegar allt er talið með, en þar er trúlega hægt að tala um milljónir og þær fleiri en tvær og fleiri en þrjár. Blaðið fékk það upplýst hjá umboðinu, að bilar af þessari tegund hafi verið seldir m.a. til rikra oliu- fursta i austurlöndum, en fyrir nokkrum vikum hafði enginn ein- asti Breti keypt svona bil. Þetta hlýtur því að vera finasti og dýr- asti bill á tslandi og ef til vill þó leitað væri til Skandinaviu og jafnvel viðar. Þar komumst við þó á afrekalistann, Islendingar. Lincolninn er tæplega 6 metrar á lengd og á þriðja metra á breidd og i honum er 7.5 litra vél. 1 hon- um eru þægindi sem beztu bila prýða, sambyggt útvarp og segul- band með mörgum rásum, raf- drifnar rúður og margt fleira. Þá eru verkfæratöskur leðurklæddar. Einnig sáu blaðamenn, að á hlið- um bilsins eru málaöir upphafs- stafir eigandans, KS! Blaðið átti fyrir nokkru stutt tal við Kjartan Sveinsson og hann var fyrst spurður um ástæðuna fyrir þvi að hann léti sér ekki nægja minna en að kaupa slikan dýrindis bil. Svaraði hann þvi til að hann hafi alltaf haft mikinn áhuga á bilum og þar sem hann hefði ráð áþvi aðeignastgóða bila, þá veitti hann sér það. Þessi um- ræddi bill væri vissulega dýr, i hann færi afraksturinn af vinnu hans sjálfs og hann hefðiengu að leyna i þvi sambandi. Auk þess kvaðst hann eiga fyrir ágætis bil sem hann gæti selt fyrir drjúgan skilding. Blaðamaður spurði þá hvort hann héldi yfirleitt ein- hvern vera nógu múraðan til að kaupa þann gamla af honum og svaraði Kjartan þá: „Nú þá á ég hann bara lika!” Fer á sýningu i april Bilgreinasambandið verður með bilasýningu i Reykjavik i apríl (hún verður opnuð 14. april). Þar munu bllaumboðin sýna vörur sinar og einn af 10 sýningarbilum Fordhússins verður Lincoln Kjartans Sveins- sonar. Þar gefst almenningi þvi kostur á að berja dýrgrip þennan augum. —ARH Undarlegter veðurlagið á þessu blessaða landi. A sama tima og ekki sér á dökkan dil fyrir snjó á Noröur- og Austurlandi, er brennd sina á Suðurlandi! Um helgina kveiktu krakkar sinu i Skerjafirð- inum, en svo óheppilega vildi tii að þau völdu brennunni stað inni i miðju ibúðarhverfi og þurfti slökkviliðið að aðstoða við að stöðva sinubrennsluna — áður en illa færi. Er ekki of brýnt fyrir fólki aö gæta sin vel að kveikja ekki elda nema tryggt sé að þeir hlaupi ekki i næstu mannvirki, eða önnur verðmæti, og brenni þau niður. i siðustu viku gerðist það einmitt á bæ einum i Borgarfirði að sinu- eldur komst i útihús og varð af milljónatjón. (mynd —ARH) 222 mál upplýst, þad sem af er árinu Vitaö um ýmsa brotamenn, sem ekki hefur náðst til ,,Þetta er líkt og arfa- tinsla, — kannski ekki þrifaverk, en óneitan- lega þrifnaðarverk,” sagði Njörður Snæhólm, deildarstjóri, þegar blaðið innti hann i gær eftir skýrslu, sem hann hefur verið að taka sam- an um upplýst sakamál á árinu. ,,Vist verður maður oft þreytt- ur á þessu”, sagði Njörður, „vanalega er sami svipurinn yfir þessu frá ári til árs, sumir gam- alla kunningja hverfa útúr bókum okkar ogný nöfnbirtast. Þetta er llfsins gangur”. Njörður sagði, að það sem af væri árinu hefðu 222 mál upplýst og mörg væru á leiðinni. Þar á meðal væru afbrot, þar sem kunnugt væri um sökudólgana, sem sumir væru farnir á sjó, eða komnir útum hvippinn og hvapp- inn. Yfirleitt forðuðust lögreglu- menn að svipta þessa lánleys- ingja vinnu, en þó yrði að sjálf- sögðu ekki hjá komizt að reka I gær staðfesti ríkis- stjórnin hækkanir á smjör- líki og aðgöngumiðum kvikmyndahúsa, sem verð- lagsnefnd samþykkti á síð- asta fundi nefndarinnar, réttar þeirra, sem fyrir vömmum þeirra hafa orðið, fyrr eða seinna. Af þessum 222 málum ræddi um 116 innbrots-og þjófnaðarmál, 55 svikamál og falsana, 5 árásir, 1 morð, 3 kynferðisafbrot, 14 vinnu- slys, 7 bruna og 20 andlát, þar sem réttarkrufningar hefði þurft við. Loks hefðu verið farnar sex ferðir út á land og hefði það tekið tima tiu mann i átta daga. sem var fyrir hálfum mánuði síðan. Smjörlíki hækkaði því í gær um 7,2% en aðgöngu- miðar kvikmyndahúsa um 25%. Ríkisstjórnin sam- þykkir verðhækkanir Listi Alþýðuf lokks- ins í Norðurlands- kjördæmi vestra Á fundi kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Norður- landskjördæmi vestra, sem haldinn var á Sauðár- króki þann 26. marz s.l., var samþykkt skipun framboðslista flokksins við komandi Alþingiskosn- ingar. Skipun listans verð- ur sem hér segir: 1. Finnur Torfi Stefánsson, lög- inaður, Reykjavik. 2. Jóhann Möller, ritari verka- lýösfélagsins Vöku, Siglufirði. 3. Jón Karlsson, formaður verka- mannafélagsins Fram, Sauðár- króki. 4. Elin Njálsdóttir, póstmaöur, Skagaströnd. 5. Þórarinn Tyrfingsson, héraðs- læknir, Hvammstanga. 6. Guðni Sig. óskarsson, kennari, Hofsósi. 7. Unnar Agnarsson, meinatækn- ir, Blönduósi. 8. Erla Eymundsdóttir, húsmóð- ir, Siglufirði. 9. Herdis Sigurjónsdóttir, hús- móðir, Sauðárkrók. 10. Kristján Sigurðsson, fyrrv. verkstjóri, Siglufirði. 518 milljónir í litvædingu og dreyfingu hjá rlkisútvarpinu — á þessu ári Heildarkostnaður við þau verk sem áformað er að vinna á þessu ári i sam- bandi við dreyfikerfi út- varps og sjónvarps og lit- væðingu sjónvarps er áætlaður 518 milljónir króna. Þessu til saman- burðar má geta þess að eftirstöðvar tolltekna af sjónvarpstækjum frá árinu 1977 og áætlaðar tolltekjur 1978 nema 584.3 milljónum. Gert er ráð fyrir að á árinu verði settar upp fjórar nýjar FM- stöðvar og tvær gamlar endur- nýjaðar. 17 nýjar sjónvarps- endurvarpsstöðvar verða settar upp og tvær eldri endurbættar og endurnýjaöar. Þá verður unnið að örbylgju- framkvæmdum á örbylgjuleiðun- um Reykjavik — Vestmannaeyj- ar, Vestmannaeyjar — Háfell og Akureyri — Gagnheiði. Hvað varðar litvæðingu sjón-. varps þá verður keypt kvik- myndasýningavél meö hljóð- búnaði, framköllunarvél fyrir lit- filmu og ljósabúnaður i upptöku- sal. Þá er unnið að könnun og fullnaðarundirbúningi fram- kvæmda i sambandi viö dreyfingu útvarps og sjónvarps á rúmlega 10 stöðum viös vegar um land. 1. aprfl Siðastliðinn laugardagur bar upp á 1. april, eins og lik- lega flestir hafa áttað sig á. Einhverjir voru þeirsamt sem ekki voru nógu varir um sig og þvi til vitnis eru simtök, sem bárust ritstjórninni vegna fréttar um kinverzkan undra- lækni, sem græddi f ingur á is- lenzka stúlku. Einnig um rússasem gerzt hafði pólitlzk- ur flóttamaður hér á landi. Fréttir af þessu hvorutveggja voru I laugardagsblaðinu og voru eins og einn þeirra sem hringdi hingað vegna þeirra sagði, eftir að honum hafði verið opinberaöur sannleikur- inn i' málinu, „helber lygi frá rótum”. Við vonum að þessar fréttir Frh. á 10. siöu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.