Alþýðublaðið - 05.04.1978, Side 3

Alþýðublaðið - 05.04.1978, Side 3
JBSr Miðvikudagur 5. apríl 1978 3 Dýraspitali Watsons ad taka til starfa Alþýðublaðið hafði samband við Sigriði Ás- geirsdóttur, formann sjálfseignastofnunar Dýraspitala Watsons, og innti hana frétta af gangi mála um tilvon- andi starfsemi Dýra- spitalans. — Þaö gengur nú lltið með spitalann sjálfan, og við biðum eftir þvi að hér i læknisumdæm- inu I kringum Reykjavik komi að- stoðardýralæknir til Brynjólfs Sandholts, en hann hefur gefið okkur vonir um að hann muni koma til samstarfs við okkur og gerast læknir spitalans, þegar hann er búinn að fá þennan að- stoðarlækni. Og mér skilst, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk hjá Landbúnaðarráöuneytinu, að búið sé að ráða þennan aðstoðar- dýralækni, og var hann væntan- legur 1. april. Við i stjórninni tókum við spitalanum 20. mai s.l. og á með- an þetta hefur veriö að gerjast alltsaman, þá höfum viö reynt að nýta húsnæðið. Við leigöum það út fyrir dýrageymslu i sumar, og settum á stofn hjálparstöð, sem að hefur það markmið að veita dýrum hjálp i viðlögum, þangað til næst i dýralækni, og einnig höf- um við tekið dýr i geymslu og reynt að koma þeim dýrum til skila, sem hafa villst frá eigend- um sinum þ.e. týnst. Ef ekki tekst að finna eigandann, þá er reynt að finna annað heimili handa dýr- unum. En þetta er bara bráða- birgðarekstur. Við erum að nýta húsnæðið á meðan ekki næst i dýralækni. Mest eru þetta kettir og hundar sem við höfum afskipti af, en lika fuglar. Selskapsfuglar eins og páfagaukar og þ.h. Fugla höfum við lika geymt fyrir fólk. Það er ósköp litið sem við get- um gert. Sigfrið Þórisdóttir, dýrahjúkrunarkona veitir sem stendur aðeins fyrstu hjálp og visar fólki til héraðsdýralæknis- ins. Spitalinn á öll möguleg tæki, sem voru gefin með spitalanum i upphafi. Það er t.d. fullkomin skurðstofa, með ljósum og fæð- ingargræjum og s.frv. Eins fylgdu röntgentæki, en við erum ► ekki farin að nota þau, þvi að það þarf að gera undir eftirliti læknis. Aftur á móti hefirr Borgarspital- inn verið afskaplega vinsamlegur við okkur og gefið okkur vilyrði um að vera okkur innan handar með myndatökur, þegar þar að kerpur. Landspitalinn hefur svo verið með eftirlitið eftir tækinu. Almennur áhugi mun tvimæla- laust vera fyrir spitalanum og ég held að það sé mikil þörf fyrir spitalann. Vandamálið er ef til vill að þetta var kallaö spitali i upphafi. A enskunni er talað um „klinik” og það er eiginlega meira göngudeild, en þegar alltaf er verið að tala um spitala, þá finnst mér alltaf að það þurfi að vera maður á hvitum slopp með hnif i hendi aö skera og skera, og þetta hefur staðið okkur svolitiö fyrir þrifum. Þetta er öllu frekar hjúkrunarstöð. I gjafabréfinu frá Mark Watson er alltaf talað um hjúkrunarkonu en ekki lækni. Hér er ekki til nein fullkomin sóttkvi, en þvi hlutverki getur spitalinn gegnt, ef á þarf aö halda. Það eru sex aðilar sem eiga spitalann: Reykjavikurborg, Samtök sveitarfélaga i Reykja- neskjördæmi, Hestamannafélag- ið Fákur, Hundavinafélagið, Dýraverndunarfélag Reykjavik- ur, Samband dýraverndunarfé- laga á Islandi. ö.B. Leikarar i Saumastofunni 40 þúsund manns hafa séd Skjaldhamra og Saumastofuna Um 40 þúsund manns hafa nú séð Saumastofu Kjartans Ragn- arssonar og Skjaldharma Jónas- ar Arnasonar. Skjaldhamrarhafa verið sýndir 180 sinnum en Saumastofan 191 sinni. Reiknað er með að báðar þessar sýningar hverfi af fjölum Iðnós i þessum mánuði,en þetta er þriðja leikárið sem Leikfélag Reykjavlkur hefur haft þessi leikrit til sýningar. Þessar tvær sýningar eru nú orðnar meðal þeirra sýninga, sem mesta aðsókn hafa hlotið I is- lenzkri leikhússögu. Auk 180 sýninga i Iðnó hafa Skjaldhamrar einnig verið settir á svið i Finnlandi, á írlandi og i Texas i Bandarikjunum. Auk þess er verið að undirbúa sýningu á verkinu I Sviþjóð og Sjónleikara- félagið i Færeyjum mun sýna Saumastofuna á næstunni. -ATA Fjármálaráduneytid gerir athugasemd: TTEmbaettisafglöpT ad greida laun án tilskilins radningarsamn ings.. J’ Vegna skrifa í Alþýðu- blaðinu sl. föstudag, þar sem sagt var frá ýmsum blikum, sem á lofti eru um að segja upp ýmsum mönnum, sem til þessa hafa verið á timabundnum ráðningarsamningi hjá Orkustofnun, hefur fjár- málaráðuneyti sent frá sér athugasemd, sem hér birt- ist, en meira um þetta mál, var reyndar skrifað í blað- ið i gsr, samkvæmt viðtali við einn þeirra manna, sem þassar aðgerðir snertu. Athugasemd ráðu- neytisins er á þessa leið: Föstudaginn 31. mars birtist grein í Aiþý'ðublað- inu undir fyrirsögninni: „Orkustofnun tekin í sparnaðarfláningu". Efni greinarinnar fjallaði m.a. um að átján starfsmönn- um Orkustofnunar hafi ekki borist laun. Ráðning starfsmanna þessara hafi verið tímabundin og hafi fjármálaráðuneytið ætlað sér að taka af skarið um sparnaðarráðstafanir og það án samráðs við Orku- stofnun, hvar borið skyldi niður í sparnaðarskyni. Samkvæmt ákvæðum laga nr. 97/1974 um eftirlit með ráðningu starfs- manna ber að ráða starfs- menn til þjónustu hjá rík- inu með skriflegum gern- ingi. Þeir starfsmenn sem hér um ræðir, höfðu skrif- legan samning við Orku- stofnun og rann samningur sá út án uppsagnar 31. janúar 1978. Eftir að samningurinn var runninn út voru engar forsendur fyrir hendi til launa- greiðslna og hefðu það tal- ist embættisafglöp starfs- manna launadeildar ráðu- neytisins að greiða laun án tilskilins ráðningarsamn- ings. Fjármálaráðuneytið hefur engin afskipti af starfsmannahaldi Orku- stofnunar svo lengi sem lög um ráðningu starfs- manna eru virt og Orku- stofnun starfar innan þeirra marka sem fjár- veitingavaldið ákveður stofnuninni á hverjum tíma. Einhvern veginn virðist svo að til lengdar gangi ekki að kaupa verk né vinna án þess að vera borgunarmaður. Virðingarfyllst Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri Pota Arnarflugs: Viögerd tekur 4-6 vikur Ekki er enn búið að fullmeta tjónið sem varð, er þotu Arnar- flugs hlekktist á i lend- ingu á Heathrow-flug- velli fyrir skömmu. Enn er verið að kanna málið og mat mun sennilega I iggja fyrir i lok vikunn- ar. Það liggur þó ljóst fyrir, að við- gerð á vélinni mun taka 4-6 vikur og ekki er reiknað með að hún komizt aftur i gagnið fyrr en um miðjan mai. Arnarflug var búið að gera samning við Air Malta um flug og tók sá samningur gildi 1. april. Félagið varð þvi að leigja vél fyrir það flug. Siðan gerði Arnar- flug samning við Flugleiðir og sjá Flugleiðirum flug Arnarflugs hér heima. Flugáætlun Arnarflugs mun þvi ekki raskast neitt að ráði. -ATA Um foreldra og þroska heft börn Nýlega kom út á islensku bók Bretans Charles Hannam, For- eldrar og þroskaheft börn. Bók þessi fjallar um vandamál for- eldra þeirra er eiga þroskaheft börn. Efnið er sett fram á eink- ar raunsæjan hátt, en jafnframt um það fjallað af miklu sál- fræðilegu innsæi og þekkingu. Bókin gefur mjög lifandi mynd afþeim margþættu erfiðleikum, sem foreldrar þroskaheftra barna eiga við að glima varð- andi uppeldi þeirra. Höfundur bókarinnar, Charles, er sjálfur foreldri þroskahefts barns og miðlar þvi m.a. af eigin reynslu. Bókin er að meginhluta byggð á samtölum við sjö fjölskyldur. Tekin eru til meðferðar mis- munandi viðfangsefni eins og t.d.: Hvernig var foreldrum skýrt frá vanþroska barnsins? Hvaða áhrif hefur það á fjöl- skylduna sem heild að ala upp þroskaheft barn? Hvernig á að meðhöndla barnið og móta upp- eldisvenjur? Hvernig er sam- bandi háttað við systkini? Að áliti höfundar mun bókin skrifuð i þeim tilgangi að auka skilning fólks á málefnum þroskahefta og þessvegna eigi hún erindi til allra, sem láta sig varða þessi mál. Umsögn Ólafs ólafssonar landlæknis, en hann ritar for- mála að islensku útgáfunni er m.a. svo hljóðandi: „Ég állt þessabókgagnlega og fræðandi fyrir flesta og ekki sist hel- brigðisfólk og kennara sem ber að sinna þessu vandamáli”. Bókin sem er 125 bls. að stærð og prýdd islenskum Ijósmynd- um, tengdum efni bókarinnar, er útgefin á vegum Iðunnar. Þýðandi og höfundur ljósmynda eru Margrét Margeirsdóttir og Hafliði Hjartarsson. Höfundur bókarinnar Foreldrar og þroskaheft börn heldur þvl m.a. fram aðforeldrar eigiað fá upplýsingar um þroskahömlun barnsins strax og vitneskja liggi fyrir. Kvenfélag Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur aðalfund sinn 6. april næst komandi i Alþýðuhúsinu klukkan 20:30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Hörður Zoponiasson kemur á fundinn og ræðir drög að stefnumótun Alþýðuflokks- ins i sveitarstjórnarmálum. 3. Kaffidrykkja. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.