Alþýðublaðið - 05.04.1978, Page 7
Miðvikudagur 5. apríl 1978 g|*f£y
6-
Hér á landi er nú staddur yfir-
læknir og einn af stofnendum
Freeport spitalans á Long Island í
New Yorkfylki i Bandarlkjunum,
dr. Frank Herzlin. Hann er hér I
boði Freeport-klúbbsins, en þaö
er félagsskapur manna, sem hafa
leitað sér lækninga viö drykkju-
sýki á Freeport-sjúkrahúsinu.
Dr. Frank Herzlin hélt fund
með fréttamönnum á mánudags-
kvöldið og ræddi drykkjusýki,
einkenni hennar og afleiðingar.
Um 300 íslendingar.
. Herzlin læknir kvaðst vera
mjög ánægður með að vera kom-
inn til íslands. Hann hefði kynnst
bæði landi og þjóö I gegnum þá
sjúklinga islenzka, sem dvalið
hefðu á Freeport, en þeir eru nú
orðnir um 300 talsins. Kvaðst
Herzlin læknir þau kynni vera
bæði hlýleg og góð.
Herzlin læknir sagði m.a.: —
Fyrir einu ári sagði ég, að upp-
bygging baráttu gegn drykkju-
sýki á íslandi væri á góðum vegi
og eftir svo sem 4-5 ár yrði is-
lenzka kerfið það bezta i heimin-
um og það kerfi, sem aðrar þjóðir
tækju mið af. Þetta væri að þakka
meðal annars mikilli og góðri
fræðslustarfsemi islenzkra
áhugamanna um áfengisvandann
svo og þvi hve þjóðin væri fá-
menn.
— Núna,einuári siðarer ég enn
vissari i minni sök. Baráttangeng
ur vel og ég vil fullyröa að eftir
þrjú ár verður búið að skipu-
leggja bezta baráttukerfi gegn
drykkjusýki sem völ er á i heim-
inum i dag. Mikilvægasta vopnið I
baráttunni er fræðslan. Það verð-
ur að uppfræða fólkið um ein-
kenni drykkjusýki og hvaða val-
kosti menn eiga ef þeir vilja leita
sér lækninga.
Er drukkiusýki erfða-
galli?
Dr. Henzlin hélt áfram. — Það
er vitað að sumu fólki er hættara
við að verða drykkjusjúklingar en
öðru. Það er nokkuð öruggt, að
það er erfðafræðilegur veikleiki,
rétt eins og sykursýki og hár blóö-
þrýstingur. Það hafa verið gerð-
ar margar rannsóknir á drykkju-
sjúklingum og börnum þeirra.
Börnum drykkjusjúkra foreldra
er til muna hættara við drykkju-
sýki en öðrum börnum. Einnig
börnum, sem dvalið hafa hjá
fósturforeldrum alla ævi og aldrei
hitt foreldra sina, sem eru
drykkjusjúklingar. Þeim er mun
hættara við drykkjusýki en
öðrum börnum.
— Það eru þvl tvær ástæður til
þess að menn verði virkir
alkóhólistar: í fyrsta lagi ef menn
eru fæddir með þessum erfða-
fræðilega veikleika og I öðru lagi
með þrotlausri drykkju.
Menn þurfa ekki að drekka til
að vera drykkjusjúklingar. Menn
gætu verið búnir að ná taki á
sjúkdómnum og þar sem
drykkjusýki er erfðafræðilegur
veikleiki þá má segja, að til séu
þeir drykkjusjúklingar, sem
aldrei hafi bragðað Vin. Sjúkdóm-
urinn blundar I þeim.
— Ég vil taka það mjög skýrt
fram, að drykkja er aðgerð:
nokkuð sem menn gera. En
drukkjusýki er ástand: nokkuð
sem menn eru.
Drykkjusýki er ólækn-
andi.
Um lækningamöguleika
drykkjusjúklinga sagði Dr.
Hernzlin m.a. — Drykkjusýki er
ólæknandi. Maður, sem einu sinni
er orðinn alkóhólisti verður það
alltaf. Hins vegar er hægt að
halda sjúkdómnum niðri, eins
konar hvild drykkjusýki. Hér
gildir það sama og með ýmsa
aðra ólæknandi sjúkdóma, svo
sem sykursýki, háan blóöþrýst-
ing, berkla o.fl. Hægt er að halda
sjúkdómnum niðri en ekki lækna
þá.
— Hins vegar er hægt að ná tök-
um á drykkjusýkinni hjá öllumog
halda henni niðri. Einstaka hafa
skemmt lifrina eða önnur llffæri
með langvarandi drykkju og slikt
er ekki hægt að bæta en langflest-
ir geta lifaö fullkomlega eðlilegu
og heilbrigðu lifi það sem eftir er
ævinnar, þegar búið er að ná tök-
um á sjúkdómnum.
— Drykkjusýkin er sjúkdómur,
Rannsóknarstöö hrydjuverka nasista
Þar er Hitler einnig á
strídsglæpamenn
skrá yfir
Nurnberg-réttarhöldunum svo-
nefndu lauk 1947 með dauðadómi
yfir nokkrum helstu leiðtogum
nasista. Þeir voru siðan hengdir.
En þessi hópur striðsglæpa-
manna var eingungis örlitið brot
alls þess fjölda sem um er að
ræða. Allt frá striðslokum hafa
ýmsir aðilar haft það á verkefna-
skrá sinni að eltast við striðs-
glæpamenn nasista. Hundeltir af
lögreglu, leyniþjónustum og hin-
um ýmsu samtökum hefur þeim
verið leynt af dyggum fylgis-
mönnum. I sumum rikjum
S-Ameriku hafa þeir átt öruggan
griðastað. Löngum var talið að
einn illræmdasti striðsglæpa-
maður nasista Martin Borman
leyndist einhversstaöar I frum-
skógum A-Ameriku. Ekki er
heldur að undra þótt nasbtar
þessir haf i hauka I horni þar I álfu
með tilliti til stjórnarfars þess er
löngum hefur verið þar við lýði.
Það hefur frá þvi skömmu eftir
strið veriö meðal verkefna
vestur-þýskra stjórnvalda að
hafa upp á nasiskum striðsglæpa-
mönnum, draga þá fyrir dóm og
ídæma siðan I samræmi við
asannaðá glæpi. Upplýsingar
berast stöðugt til stofnunar þeirr-
ar þVéstur-Þýskalandi «r fer með
þessi mál. Hér er aðallega um að
ræða upplýsingar frá Póllandi en
þar gengu nasistar einna lengst I
hryðjuverkum sinum. Það er
siðan verkefni stofriunarinnar að
hafa upp á viðkomandi striðs-
glæpamönnum og sjá til þess að
þeir hljóti sinn dóm. En þvi
miður, flest þeirra mála er nú
berast til stofnunarinnar munu
aldrei verða upplýst. Glæpa-
mennirnir munu ganga lausir svo
lengi sem þeir lifa. Astæðan er
einmitt sú að timinn til ákæru,
a.m.k. i Vestur-Þýskalandi, á
hendur striðsglæpamanna rennur
út á næsta ári.
Samkvæmt tölfræðilegum
upplýsingum er það aðeins i
tiunda hluta brota þeirra er til
rannsóknar eru tekin sem leiða
fyrr eða siðar til dóms sökudólgs.
Frá því skömmu eftir striðslok
fram til ársins 1965 voru t.d. tekin
til rannsóknar 61000 strlðsglæpa-
mál, en einungis dæmt I 6100
þeirra þ.e. 6100 glæpamenn voru
dæmdir. Fram til þessa dags hef-
ur dómsmálum farið fækkandi.
R ánnsóknarmiðstöð
í Ludwigsburg skammt fyrir
utan Stuttgart i Vestur-Þýska-
landi fyrirfinnst skjala og
-rannsóknarmiðstöð er hefur það
að verkefni að rannsaka striðs-
glæpi nasista. Miðstöð þessi hefur
verið starfrækt frá því 1959.
Starfsemi rannsóknarstöðvarinn-
ar eri aðalatriðum fólgin I þvi að
rannsaka striðsglæpi þá er
upplýsingar berast um og það til
hlýtar ef hægt er. Reynt er að
grennslast fyrir um hverjir hafi
staðið þar að baki. Þegar og ef
það tekst er málinu visað til
ákæruvaldsins. Takist hinsvegar
ekki að hafa upp á viðkomandi
striðsglæpamönnum er málinu
visað til rikissaksóknarans
vestur-þýska, en það embætti
tekur síðan lokaákvörðun um það
hvað skuli gert i málinu.
30 ár.
Sem fyrr segir rennur ákru-
frestur á íendur striðsglæpa-
mönnum nasista út á næsta ári og
þvi munu þær rannsóknir sem
nýhafnar eru eða hefjast á næst-
unni ekki leiða til dóma fyrir
sökudólgunum. Þó mun
rannsóknum verða haldið áfram i
þeim málum er um morð fjalla
næstu 30 árin. Upp á síðkastið
’hafa pólsk yfirvöld sent
rannsóknarmiðstöðinni upplýs-
ingar um mál sem sennilegast
munu aldrei verða rannsökuð til
413 AH-Z 42/v*3
AkUonuo;n.'*r
Kitler (+) • 1 ■ .
•Adolf _ Fíihrer u.
imi', Politikcr D.-SifHfl. ,0 Ci^r SS.Q.K... -
• . *>•*•■>«» von / bb .
* Braur.au /xnn
tIoh_ D.ierst (1 9fl3) rr> Bcriin vT8 von/U tlnh
Stf.: von/bb
V«rl- 98- = Ebih a A7 5 ? •O-V’i
Vfrn. » • > ... . 8c. .. . _ 81
tnKalt. / )
Ort. Seriin u.r,.
t ifjalUrá rannsóknarmiðstöðvar stritigliefi Ulbtl ■! u.a. ftaaa
kort meft nafni og heimilisfangi Adolfs Hitler. Ventanlega gerir þé
engin ráft fyrir aft hann sé enn á kreiki, þó var þaft mttnnum deiluefni
árum saman að strlfti loknu.
fulls né I þeim dæmt. Um siðustu
áramót voru 193 mál I rannsókn.
Tala sökudólga mun þó vera
hærri þar sem i flestum tilvikum
er um fleiri en einn að ræða. Þær
upplýsingar sem borist hafa frá
Póllandi siðustu misserin eru alls
ekki fullnægjandi og þvi þau mál
er þær varða erfið viðfangs fyrir
rannsóknarstofnunina. Vitni að
ódæðunum geta ekki greint frá
nafni ódæðismannsins né stöðu.
Fjöldi SS-sveita var t.d. á ferðinni
samtimis I viðkomandi héraði og
þvi erfitt að dæma um hver þeirra
stóð að hryðjuverkum þeim sem
til rannsóknar eru. Þetta gerir
greiningu sökudólganna enn
erfiðari.
Timinn liður
Margir þeirra seku eiga þeim
tima sem liðinn er frá striðslok-
um það að þakka að þeir ganga
enn lausir. Þau vitni sem nú taia
hafa þegar gleymt mörgum
mikilvægum atríðum sem hefðu
getað hjálpað rannsóknarmönn-
um til þess að komast á sporið.
En i striðinu eyðilagðist einnig
fjöldi skjala og skráa eins og t.d.
manntalsskrár er hjálp hefðu
geta veitt. Að áliti forstöðumanns
rannsóknarstofnunarinnar,
Ruckerl að nafni, munu engin
stórmál eiga eftir að koma á dag-
inn. Helstu striðsglæpamálin hafa
þegar verið upplýst, eða að
upplýsingu þeirra mun unnið svo
lengi sem kostur er. Þeir glæpa-
menn sem ábyrgð bera sem
einstaklingar á striðsglæpum
gegndu, þá er giæpirnir voru
framdir . hærri stöðum á vegum
viðkomandi einingar, kannski
oftast SS. Flestir höfðu þeir náð
allt að 35 ára aldri þá er striðinu
lauk. Þvi mun verða við aðeiga 75
ára gamalmenni þá er mál þau
«em verið er að hef ja rannsóknir
á nú hafa verið leidd i ljós t.d.
1983.
Ný mál til rannsóknar
Það tekur sem sagt 3—4 ár að
rannsaka hvert eitt nýtt mál. Er
hefur sem sagt þær afleiðingar I
fttr með sér að þau mál sem nú
eru tekin til rannsóknar I sam-
ræmi við upplýsingar sem berast
t.d. frá Póllandi munu aldrei
verða til lykta leidd. A siðustu
mánuðum hefur t.d. verið til-
kynnt um samtals 50 nýja striðs-
glæpi af nefnd þeirri I Póllandi er
umsjón hefur með þessum mál-
um þ.e. rannsókn striðsglæpa
nasista. Vissulega eru mál þessi
tekintil athugunar I Ludwigsburg
en llklega tekst aldrei að hafa
hendur I hári morðingjanna.
Að áliti pólverja kemur þó
sakaruppgjöf aldrei til greina
enda samræmist það hvorki
almennum þjóðarrétti né
samþykkt Sameinuðu Þjóðanna
frá 1968. Benda þeir á að mikill
fjöldi stríðsglæpamála sé enn
óleystur t.d. morð á óbreyttum
borgurum meðan á Varsjár-
uppreisninni stóð, morð á pólsk-
um jafnt sem þýskum geðsjúk-
lingum og gereyðingu pólskra
bæja. Pólverjar kvarta og undan
þvi að vestur-þýskir dómstólar
skuli einungis dæma þá striðs-
glæpamenn er gengu lengra i
glæpaverkum sinum en þeim hafi
verið fyrirskipað af þeim hærra
settari. Þegar rannsakað og
dæmt er með hliðsjón af þessarri
skilgreiningu falla t.d. utan
ramma sakhæfra meirihluti
starfsmanna Gestapo sem og
annarra „öry ggisstofnanna”
Hitlers-Þýskalands.
Dæmi strfðsglæpa nasista
Bei t tlJ 1 ■ ■ ox u rr i á
gydingahópinn
Hér segir frá dæmum nokkrum
af striðsglæpum nasista. Vissu-
lega vantar stundum ekki
nákvæmnina i skýrslur þeirra,
nákvæmlega er getið um f jölda og
uppruna þess fólks er þeir myrtu.
Þótt oftast hafi verið beitt fljót-
virkum f jöldamorðsaðferðum fær
grimmdin á stundum óhindraða
útrás t.d. þá en SS-menn hjukku
niður karlmenn ásamt konum,
börnum og gamalmennum með
öxum.
138.272 teknir af lífi.
Klukkan er 11.55 að morgni hins
6. febrúar 1942: Ritsiminn I stöðv-
um Gestapo i Kaunas, Litáen,
tekur við skeyti frá aðalstöðvun-
um i Riga, höfuðborg Lettlands.
Aðalstöðvarnar i Riga óska eftir
upplýsingum um hve margir hafi
verið teknir af lifi i borgunum
Reval, Minsk og Kaunas. Greint
skal frá uppruna þeirra myrtu
þ.e. hver ástæðan sé fyrir aftöku
þeirra.
Svarið kemur innan skamms:
alls teknir af lifi 138.272 þar af
136.421 gyðingar^064 kommúnist-
ar, 56 skæruliðar, 635 geðveikir,
aðrir 78. Af þessum 78 öðrum seg-
ir i svarinu að 44 hafi verið pól-
verjar, 28 rússneskir striðsfang-
ar, 5 sigaunar og 1 armeniumaður
ekki vantar sem sagt nákvæmn-
ina.
Konur og Börn.
90.020 þeirra myrtu eru konur
og börn þ.e. meira en helmingur.
Svo skýrt og greinilega, svo mikil
töluleg nákvæmni sem að ofan
getur, kemur ekki oft fram i
skýrslum „skrifstofubákns” þess
er nasistar settu á fót i þeim eina
tilgangi að myrða. Oftast voru
notuð yfirvarpsorð eins og t.d.
„farið i gegnum” i stað þess að
segja hreint og beint tekin af lifi.
Ofangrein frásögn af aftökun-
um I Litáen og Hvita-Rússlandi er
til skjalfest á rannsóknarmið-
stöðinni i Ludvigsburg. Henni til
sönnunar eru ýmis skjöl. Þau eru
mikilvæg til sönnunar á striðs-
glæpum nasista.en nýnasistar og
hægri ofstækismenn reyna nú
sem mest þeir mega að afsanna
glæpi þessa.
Forstöðumaður rannsóknar-
stöðvarinnar I Ludwigsburg segir
starfsmenn stöðvarinnar oft eiga
ierfiðleikum með að ráða fram ú
þvi töluflóði sem fyrirkemur á
þeim 1200.000 spjaldskrárkort-
um sem til eru 'yfir einstaka
striðsglæpamenn. Er þá oft eina
leiðin að styðjast við einstaka
glæpi til þess að geta betur gert
sér grein fyrir atburðunum.
Óhugnanlegt.
Riickerl, forstöðumaðurinn,
segist stundum mæta starfs-
mönnum stofnunarinnar niður-
brotnum. Þá er hann spyr hverju
það sæti rétta þeir fram eitthvert
skjalið úr skjalasafninu er ber
óyggjandi vitni hryllilegs glæps.
RUckerl yfirheyrði eitt sinn
sjálfur mann nokkurn er ekið
hafði flutningabifreið I síðari
heimsstyrjöldinni til og frá
útrýmingarbúðunum. Maður
þessi hafði kramið höfuð stúlku-
barns 3-4 ára við bilhurðina, áður
en barnið skyldi rekið með for-
eldrum sinum i gasklefana.
RUckerlsegir að þá er hann yfir-
heyrði morðingjann hafi hann
sjálfur átt barn á þessum aldri og
af skjölum er vörðuðu glæpa-
manninn gat hann séð að sá hafði
átt barn einmitt á likum aldri þá
er ódæðið var framið. Rlíckerl
sagðisthafa spurtmanninn hvort
honum þætti ekki vænt um börn
sin. Morðinginn horfði einungis
skilningssljóum augum uppá
Ruckerl og fékk ekki skilið hvað
það hefði eiginlega með þessa
hluti að gera.
„Þetta var ekki neitt. Égminn-
ist aðeins brakhljóðs eins og þeg-
ar maður keyrir yfir isilagðanpoll
á götunni.” sagði maðurinn.
Þessa hljóðs minnist hann þrátt
fyrir að ekki hafi hann brugðist
við þessum óhugnarlega atburði á
annan hátt. Riickerl segist hafa
orðið óglatt og frestað yfirheyrsl-
um.
Myrtir með öxum.
Rilckerl segir til vera ákveðin
Frh. á 10. siðu
SÍSS" Miðvikudagur 5. apríl 1978
Yfirlæknir og stofnandi
Freeport-sjúkrahússins
heimsækir ísland
sem menn hafa skammazt sin
fyrir frá upphafi. Sjúklingarnir
sjálfir hafa reynt að fela sjúkdóm
sinn og aðstandendur sjúkling-
anna sömuleiðis. Þetta hefur að
sjálfsögðu gert lækningu erfiða og
sjúklingarnir hafa einangrast.
— Það hefur einnig verið rikj-
andi skoðun, að drykkjusýki sé
andlegur sjúkdómur og þvi ekk-
ert við henni aö gera. Vissulega
hegða drykkjusjúklingar sér
stundum annarlega, en hver gerir
þaö ekki undir áhrifum áfengis.
— Þessar skoðanir eru sem
betur fer á undanhaldi, menn
taka drykkjuáýki eins og hvern
annan sjúkdóm og fjalla um hann
án fordóma.
drykkjusjúklingur. Hann þarf
alltaf meira og meira magn af
alkóhóli og oftar og oftar. Vlnið
fer að stjórna honum en ekki öf-
ugt. Þá fara að koma fram ýmiss
einkenni, likamleg, andleg, hegð-
unarleg og félagsleg.
— Llkamlegu einkennin eru
aðallega magaverkur lystarleysi,
skjálfti og titringur, minnisleysi
(black-out). Svo fer hjartað að
láta undan síga, bólga kemur I
lifrina og á seinustu stigum sjúk-
dómsins fá menn skorpulifur og
jafnvel skorpuheila....
— Andlegu einkennin eru gjarn-
arn þau, að menn skammast sln
fyrir drykkju sina, fara þá að ein-
angra sig, ljúga sig út úr hlutum,
Hilmar Helgason, formaftur Freeport-klóbbsins, og Dr. Frank Herzlin
Er drykkjusýki erfða-
fræðilegur sjúkdómur?
Einkenni drykkjusýki.
Spurningunni um það hvernig
þekkja mætti drykkjusýki svar-
aði Dr. Henzlin. — Upphaflega
byrja allir að drekka af sömu
ástæðu. Allir aðrir drekka og þvi
ætti ég ekki að gera það einnig.
Menn losna I bili við feimni,
streitu og alls kyns hugarflækjur.
Niu af hverjum tlu halda áfram
að drekka án vandamála, verða
það sem við Bandarlkjamenn
köllum „social drinkers”. En
einn af hverjum tiu verður
ljúga bæði að sjálfum sér og öðr-
,um og fá þá gjarnan einkenni
kleifhuga.
— Hegðunin breytist fljótlega.
Menn verða vitaskuld oft fullir en
sjaldan ófullir, erfitt verður að
treysta orðum sjúklingsins þar
sem vlnið hefur tekið við stjórn-
inni. Drykkjan kemur niður á
vinnunni en vinna og drykkja fer
sem kunnugt er illa saman.
— Félagslegi þátturinn er m.a.
sáv að drykkjan hefur áhrif á
heimilisllfið, samband hjóna og
foreldra og barna spillist. Sam-
skipti við gamla vini og kunningja
minnkar og drykkjusjúklingurinn
leitar nýrra félaga, félagsskapar
við menn sem líkt er á komið
með.
— Það merkilega við þessi ein-
kenni öll er það, að þau hverfa öll
þegar valdi hefur verið náð á
sjúkdómnum. Það afsannar þá
kenningu, að drykkjusýki sé and-
legur sjúkdómur.
Dýrt fyrir þjóðféiagið
Dr. Henzlin drap á afleiðingar
drykkjusýki fyrir þjóðfélagið. —
Afleiðingar drykkjusýki eru að
sjálfsögðu fyrst og fremst ógnar-
legar mannlegar raunir, bæði
þess sjúka og fjölskyldu og aö-
standenda hins sjúka. Það er að
sjálfsögðu ógerlegt aö meta slikt I
tölum en hins vegar eru handbær-
ar tölur um fjárhagslegt tjón af
drykkjusýki.
— í Bandarlkjunum er áætlað
tjón af völdum drykkju sé 15
milljarðar dollara á ári. Sam-
svarandi tölur fyrir Island eru 15
milljón dollarar eða 3,825.000.000
íslenzkar krónur, sem drykkju-
sýki kostar islenzkt samfélag á
ári.
Bjór hefur ekkert að
segja.
Að lokum var Dr. Henzlin
spurður, hvort honum þætti eöli-
legt, að hægt væri að kaupa rót-
sterka drykki en ekki bjór.
— Ég skildi ekkert I þvi, þegar
ég kom til landsins hvers vegna
ekki væri hægt að kaupa bjór hér.
Það hlýtur að vera einhver skyn-
Stjörnubló: Bittu I byssukúluna
(Bite the Builet) Bandarlsk,
gerð 1975, litir, Panavision,
stjórnándi: Richard Brooks.
Bittu i byssukúluna er
nokkurs konar rallý mynd.
Myndin lýsir hestaralli sem á
sér stoð i veruleikanum og var
haldið árið 1908. Myndin er
einnig óður til þess tlma þegar
menn voru menn og konur villi-
kettir. Gene Hackman sem er
svo jarðbundinn leikari að hann
getur fengiö áhorfendur til að
trúa næstum hverju sem er,
gerir það sem á vantar til að
breiða yfir ósennilegustu kafla
myndarinnar með góðri hjálp
frá James Coburn, Ben John-
son, Ian Bannen og Jan-Michael
Vincent. Maður trúir þvl ekki
eina minútu að Candice Bergen
Gott rall og
slæmt knall
Austurbæjarbió: Ungfrúin opn-
ar sig (The opening of Misty
Beethoven)
Bandarisk, gerð 1976, litir,
breiðtjald, stjórnandi: Radley
Metzger.
Radley Metzger hefur greini-
lega skammast sin mikið fyrir
Misty, þvi hann gerir hana und-
ir nafninu Henry Paris. Það
þarf náttúrulega engann að
undra þótt maðurinn skammist
sin,þvi myndin er hreint úr sagt
léleg. Meira að segja hugmynd-
in er stolin. Rikur gaukur hittir
hóru I Paris og fer með hana til
Ameriku til að kenna henni að
(þið vitið, þetta dónalega).
Skemmst er frá þvl að segja að
Misty stendur sig vel og allir
karlmenn I kringum hana
standa sig vel. A endanum verð-
ur Misty sérfræðingur I ýmsum
athöfnum sem kurteist fólk tal-
ar ekki um néma svona prlvat.
Misty hefði getað orðiö þokka-
leg afþreyingj ef að það hefði
verið haldið áfram að spauga
með bæði efnið og athafnirnai;
eins og gert er framan af,en þvi
miður fer leikstjórinn út i það að
taka sjálfan sig og myndina
alvarlega og útkoman verður
afkáraleg. Ekki kannski beint
Ieiðinleg en afskaplega þreyt-
andi. Það eina sem er kannski
einhvers virði er tónlistin þvl
þar eru þó að minnsta kosti til-
þrif annars lagið. Dialógur
myndarinnar er, tja hvað skal
segja um þetta dæmi: Fyrsta
flugfreyja um borð I þotu yfir
Atlantshafið segir við aðra flug-
freyju. „Það er bara búið að
sjúga hann einu sinni og hann
hefur ekki ennþá fengið koniak-
ið sitt”. Fussu svei. Nú eintakið
sem sýnt er i Austurbæjarbió er
ansi illa klippt og sjálfsagt ekki
öll klipping frá klipparans
hendi. Liklega hafa verið gerðar
nokkrar útgáfur og kannski ein
af þeim daufari verið send hing-
að. Annað sem að má finna er að
söguþráðurinn og persónu-
sköpunin er svo ósennileg að
það er ekki hægt að búast við þvi
með neinni sanngirni, að fólk
geti imyndað sér, að þetta sé
satt. Nei þá held ég að væri rétt
að sýna frekar Veldi tilfinning-
anna,þvi þar er þó minnsta kosti
reynt við listsköpun.
hafi eytt einu ári i hóruhúsi i
Kansas City, en hún er failegri
en sólarlagið sem eini kven-
keppandinn.
Bittu i byssukúluna er byggð á
Denver Post Race sem var mik-
ill blaðamatur 1908 og myndin
er háklassa skáldskapur (pulp
fiction) meö stoð I raunveru-
leikanum eins og áður er sagt.
Tónlistin hjá honum Alex gamla
Nort er týpisk Hollywood tónlist
og i tónlist myndarinnar má
finna næstum hverja einustu
vestra klisju sem gerð hefur
verið. Harry Stradling Jr. sér
um kvikmyndatöku og hann
teygir næstum um of úr lands-
laginu sem er yfir höfuð ákaf-
lega fallegt. Að flestu öðru leiti
er myndin tæknilega vel gerð
enda er þetta rútinu mynd og
ekki verið að reyna neitt nýtt,en
myndin þrýstir öllum þeim
spenning sem sagan býður upp
á yfir hvlta tjaldið og það þarf
engum að leiðast. Þetta er saga
um sigurvegara og þá sem tapa,
menn sem berjast við náttúru-
öflin og ýmislegt fleira. Einnig
má segja að myndin sé að vissu
leiti pólitlsk,sem sjá má af þess-
ari setningu: „Ef þú tapar ertu
ekkert, þú er óameriskur. Hér I
þessu landi gildir það að vinna,
enginn talar við þann sem tap-
ar.”