Alþýðublaðið - 05.04.1978, Side 9
SSCr Miðvikudagur 5. aprll 1978
9
Rótleysi og lífsfirring
Alvarlegt ihugunarefni
Fáir dagar liða svo, að við
fregnum ekki utan úr þeim
stóra heimi, að framin séu alls-
konar hryðjuverk, sem i fljótu
bragði verður ekki séð að þjóni
öðrum tilgangi en að fram-
kvæma tiltekinn verknað.
Raunar er oft svo, að sitthvað
er haft að yfirvarpi, sem við
nánari athugun verður ljóst, að
færir sizt nær yfirlýstum til-
gangi.
Þessi alda allskonar glæpa-
verka, sem nú riður yfir hinn
hrjáða heim, er þvi alvarlegri
sem hennar verður ekki hvað
sizt vart i gömlum og grónum
þjóðfélögum þar sem upplýsing
er talin i góðu lagi, að ekki sé
mikið sagt.
Þvi miður eru glæpafélög,
sem skirrarst ekki við að nota
hverskonar andstyggð, til að
koma ætlunum stnum i fram-
kvæmd, hreint ekki ný af nál-
inni. Kveikjan i starfsemi
þeirra er alloftast fjársöfnun og
þá á grundvelli auðsins tækifæri
til valda og áhrifa i viðkomandi
þjóðfélögum.
Auðvitað reyna stjórnvöld og
hafa löngum reynt, að koma i
veg fyrir slika starfsemi með
öllum tiltækum ráðum, þó
árangur hafi löngum orðið mis-
jafn. En dæmin virðast sanna,
að gegn hinni nýju hryðjuverka-
öldu, sem nú eruppi, standa þau
mun berskjaldaðri en i barátt-
unni við auðgunarglæpamenn.
Okkur er tjáð, að allskonar
hryðjuverk séu framin i tilefni
af þvi, að menn þykist þurfa að
mótmæla einu og öðru sem þeim
geðfellur ekki, og þá þykist
þetta ógæfusama fólk, sem að
þvi stendur, þurfa að gera eitt-
hvað, sem veki nægilega
athygli, ef árangur eigi að
nást!
Þetta nota allskonar öfgaöfl,
til þess að freista þess að riðla
öllu siðferðilegu gildismati og
koma á þann hátt f ram fyrirætl-
unum, sem ekki þola dagsljósið.
Og þá er oft höfðað til hinna
yngri, sem — af eðlilegum
ástæðum — láta oft leiðast af
miður yfirveguðum tilgangi.
Sjónvarpið birti nokkuö
athyglisverðan þátt i fyrrakvöld
um hryðjuverkastarfsemina i
Vestur Þýzkalandi, athyglis-
verðan fyrir það, að reynt var
að gera sér nokkra grein fyrir, i
fyrsta lagi hvaða þjóðfélags-
hópar væru næmastir fyrir
þátttöku i þessum ófarnaði, og i
örðu lagi hvað hefði virzt vera
drýgsti þátturinn i að teyma
þetta fólk út á ógæfubrautina.
Alit þeirra, sem að voru
spurðir, virtist vera, að yfirleitt
væri börnum og unglingum úr
sæmilega stæðum og allvel upp-
lýstum stéttum i þjóðfélaginu
hættara við að laðast að þessari
ósvinnu, heldur en öðrum.
Viðtalið við föður eftirlýsts
glæpamanns, var einkar at-
hyglisvert. Vitanlega vildi hann
ekki samþykkja, að i drengnum
hefði verið sérstaklega „ills
þegns efni”.
Það mun heldur ekki vera trú
neinna foreldra, sem bera eðli-
legar artir til afkvæma sinna.
Þvert á móti lýsti hann
drengnum sem alúðlegum og
hjálpsömum einstaklingi, sem
gjarnan vildi láta gott af sér
leiða i samskiptum við foreldra
og systkini.
Enda þótt við vildum draga
frá eðlilegrar persónulegar
skekkjur i viðhorfi föðurins, gat
varla hjá þvi farið að við sann-
færðumstum, að hér væri ekki á
ferðinni unglingur með neinar
sérstakar glæpahneigðir. En
hvaðgetur þá valdið slikri sorg?
Þá er komið að hinum siðari
þætti — orsökunum til þess, að
svo fór sem fór. Varla verður
hjá þvi komizt að skynja að þar
hafi einhverskonar lifsleiði átt
drýgstan þáttinn i óförunum,
hugmyndaheimur, sem meng-
aður var örvæntingu vegna til-
gangsleysis með lifinu.
öllu sómasamlegu fólki, hvort
sem þaðer hérlenteða erlent, er
það i blóð borið, að vilja ekki
vinna að eða una við algert til-
gangsleysi.
Þá vill oft svo fara, að gripið
er tilþess óráðs, að gera fremur
illt en ekki neitt.
Við getum auðvitað sagt, að
hér sé um að ræða einhvers-
konar þverbrest i uppeldinu.
Það er gott, svo langt sem það
nær, en nær þvi miður heldur
skammt.
Eitt er viðurkenningin, og
annað er raunhæf gaumgæfni á
hvernig úr skuli bæta.
En ef við á annað borð föll-
umst á, að lifið hafi raunveru-
legan tilgang annan en þann, aö
láta það liða um dal og hól, eru
verkefnin vissulega næg. Nóg er
til af allskonar mistökum og
ranglæti i veröldinni, sem hver
og einn gæti notað sem viðnám
orku sinnar, til að bæta úr. En
þá fara leiðirnar að skipta veru-
legu máli. Þá kemur til greina
gildismatið — matið á réttu og
röngu — sem mannkynið hefur
glimt viðalltsiðanEva tók eplið
af skilningstrénu forðum!
Sjálfsagt kemur það yfir
flesta einhverntima á æfinni, að
hugleiða meira og minna um til-
gang þessa mannlifs og niður-
stöður verða misjafnar, eins og
gengur. En hvað sem þvi liður,
mun það sannmæli, „að þegar
lifsins löngun hverfur, lifið er
eðli sinu fjær”.
En sjáum við ekki daglega
þess dæmi, að lifsfirringin sæki
á i hugarheimi margra? Þá eru
góð ráð dýr.
Viðgetum enn þakkað himna-
föðurnum fyrir, að hafa ekki
fram að þessu þurft að glima
viö, nema þá aðeins anga af þvi,
sem hrjáir nú ýmsa aðra
granna okkar — og þó...
Stundum hlýtur það að
hvarfla að okkur i þessu vel-
ferðarþjóðfelagi, hvort við
séum nægilega vökul i, að fá
unga fólkinu þann ar { i hendur,
sem entist þvi bezt, til að þoka
málunum i rétta átt. Gefa lifi
þeirra beinlinis tilgang og
hamla þannig móti aðsteðjandi
lifsfirringu.
Viö þekkjum öll þá viöleitni,
sem um sinn hefur verið einna
mest áberandi, að gera eitthvaö
fyrir ungdóminn!
Þetta er auðvitað lofsverður
vilji. En þá kemur að þvi, hvort
ekki er fullmikið að þvi gert, að
taka þessa hluti of alfarið úr
höndum hinna yngri, sem njóta
eiga.
Er ekki þörf á að beina sér að
þvi fremur að virkja orku, sem
svellur þeim i barmi, heldur en
fá þeim fyrirhafnarlitið allt upp
i hendur?
Nú þegar stöndum við örugg-
lega á krossgötum þar sem veg-
ir liggja til ýmissa átta. Eigum
við ekki i öllum bænum að hætta
við að óskapast yfir ýmisskonar
misferli, sem hendir hina yngri
og óþroskaðri? Það þýðir ekki,
að gera eigi neinn sáttmála við
hið ranga i fari þeirra.
Það þýðir aðeins nauðsyn á að
selja þeim i hendur kyndil, sem
lýsir fram á veginn, til auðugra
og fegurra mannlifs, ef við er-
um manneskjur til þess.
i HREINSKILNi SAGT
',Vi^Qddur A. Sigurjónsson
Opid bréf
Ari'TÍ*ðiisti Guðmundsson:
Hvað óttast
Þjóðviljinn?
Hér á eftir fer stutt
grein sem send var Þjóð-
viljanum 11. mars af
gefnu tilefni. Hún er
merkt sem „opið bréf" —
en venjulegir siðir fjöl-
miðla eru meðal annarra
þeir að birta slíkar grein-
ar, a.m.k. úrdrætti, og
svar. Þykir það rétt þó
ekki sé nema til þess að
standa við orð þau er
blaðamenn eða aðrir
setja á þrykk um menn og
málefni.
Ekki skal giskað á á-
stæður Þjóðviljans til rit-
skoðunarinnar, en lítil er
reisnin og enn minni hug-
dirfskan.
Ég skora á Þjóðvilja-
menn að svara pistlinum
og gefa mér siðan eitt
tækifæri til svars í blaði
sínu svo þeir geti svo lok-
ið umræðuhringnum.
A.T.G.
Þjóðviljanum til leiðbeining-
ar.
Opið bréf til Alfheiðar Inga-
dóttur óg Einars Karls.
1 Þjóðviljanum, fimmtudag-
inn 9. mars s.l., er minnst
nokkrum sinnum á Einingar-
samtök kommúnista (marx-
leninista).
Segir þar i greinum fundi i til-
efni alþjóðadags kvenna, 8.
mars, að það sé yfirlýst stefna
EIK (m-1) að kljúfa allar sam-
fylkingar vinstri manna svo-
nefndra.
Greinarhöfúnd, Alfheiður
Ingadóttir, nefnir fund 8. mars-
hreyfingarinnar i Tjarnarbúö
sér til halds og trausts og svo
kosningar nema i Háskóla Is-
lands.
Ekki veit ég hvar EIK (m-1)
hafa lýst yfir klofningsstefnu á
hendur öllum samfylkingum.
En ef til vill gæti A.I. aðstoðað
við leit á sliku. Mjög margir vita
eitt og annað um afstöðu sam-
takanna til samfylkinga.
Það er t.d. alkunna að EIK
(m-1) eru algjörlega ósammála
þvi að Samtök herstöðvaand-
stæðinga taki ekki stefnuskrár-
bundna afstöðu i oröi og æði
gegn báðum risaveldunum,
Bandarikjunum og Sovétrikjun-
um. Þá afstöðu standa fél. EIK
(m-I) i SHA við og berjast fyrir
henni um leið og þeir taka þátt i
baráttu og fundum SHA.
Þá er það vitað að EIK (m-1)
eru algjörlega ósammála
starfsaðferðum Rauðsokka-
hreyfingarinnar og meginhluta
stefnu hennar eins og hún hefur
birst i 4—5 ár. EIK (m-1) eiga
ekki félaga nú innan Rsh að
fenginni reynslu, en styðja
heilshugar og taka þátt i smiði
8. mars-hreyfingarinnar.
Loks er ljóst að EIK (m-1) eru
ósammála forvigismönnum
„vinstri” stúdenta um hags-
munamál nema i H.t. i öllum
helstu atriðum og að þau berjast
fyrir annarri grundvallar-
stefnu. Hvatning um að skila
auöu i kosningum er liður i
þeirri baráttu og alls engin
klofningsstefna fyrir það.
Af þessum dæmum sést að
það er ágreiningur um stefnu og
starf sem meðal annars af-
markar EIK (m-1) frá ýmsum
vinstri öflum svonefndum. Sé
barátta alisendis ólikra stefna
kölluð klofningur, mætti alveg
eins saka Alþýðubandalagið um
klofningsstarfsemi gagnvart
EIK (m-1) og EIK (m-1) um
klofningsstarf gagnvart Al-
þýðufiokki og Alþýðuflokk um
klofningsstarf gagnvart Al-
þýðubandalaginu!
Eg skora á A.I. að leggja fram
haldreipi fyrir dylgjur sinar um
„yfirlýsta klofningsstefnu EIK
(m-1)”.
Við Álfheiði vil ég að lok-
um leiðrétta þá tölu sem hún
býr til sem mælikvarða á fund-
arsókn til 8. mars-hreyfingar-
innar. Hún staldraði I 2—3 min.
á fundinum, tók 1—2 ljósmynd-
ir, en taldi ekki fundarmenn.
Þeir 250 sem hún ,,sá” þar voru
tæplega 350.
Einar Karl Haraldsson bætir
um betur i klofningstalinu og
segir EIK (m-1) halda margar
aðgeröir á „dögum vinstri
manna”, 1. mai, 1. des., 8. mars
o.s.frv. þykir Einari þetta dóna-
skapur og feluleikur hinn mesti,
þvi EIK (m-1 feli sig á bak við
alls konar ne' ndir.
Með þessu vill Einar fá les-
endur Þjóðviljans til að gæta sin
á kommúnistunum sem læðast i
sauðargæru að þeim. Mjög
margir, — og trúlega Einar
sjálfur — vita vel að t.d. Bar-
áttunefndin 1. des og 8. mars-
hreyfingin eru samfylkingar
einstaklinga. Tugir og hundruð-
ir baráttusinna standa að að-
gerðum hverju sinni, margir ut-
an EIK (m-1) — meir að segja
Alþýðubandalagsfólk.
Það er betra að gæta að at-
kvæðunum en reyna að ein-
angra EIK (m-1) án þess að
gera a.m.k. tilraun til þess að
gagnrýna stefnu samtakanna og
hnjóta ekki um augljósustu
staðreyndir.
Þjóðviljinn reyndi um sinn að
þegja um kommúnistanna og
EIK (m-1), siðan tók við smá-
skothrið, þar sem reynt er að
gera litið úr þeim, sneiða hjá
stefnumörkun þeirra, vaxandi
virkni og fylgi, en bera út hald-
litlar gróusögur i staðinn — svo
nú hlýtur blaðið að fara að helga
kommúnistunum heilar greinar
og siður.
Treysti Alþýðubandalagið og
Þjóðviljinn sér út i opnar um-
ræður um stéttabaráttuna og
sósialiska hreyfingu munu EIK
(m-1) og Verkalýðsblaðið sjá
um að flokkurinn og blaðið geti
ekki skorast undan þeim.
12/3 Ari T. Guðmundsson.
form. miðstjórnar EIK (m4)
Vhi%U*% lil
Grensásvegi 7
Simi 82655.
/VfOTOROL A
Alternatorar
i bila og báta
6, 12, 24 og 32 volta.
Platinulausar transistor
kveikjur i flesta bila.
Iiobart rafsuðuvélar.
Haukur og ólafur h. .
Armúla 32—Simi 3 /7-00.
_______________________j
Auc^sencW !
AUGLYSiNGASlMI
BLADSINS ER
14906
*
Svefnbekkir á
verksmiðjuverði
SVEFNBEKKJA
Höfðatúni 2 — Simi 15581
Reykjavik.
2-
50-50
Sendi-
bfla-
stöðin h.f.