Alþýðublaðið - 30.05.1978, Side 1

Alþýðublaðið - 30.05.1978, Side 1
alþýöu- ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1978 /UV 9tf. TBL. — 59. ÁRG. Urslit kosninganna: Upphaf að nýrri sókn Alþýðuflokksins Úrslit borgar- og sveitarstjórnakosning- anna urðu verulegt áfall fyrir stjórnarflokkana. A hinn bóginn unnu stjórnarandstöðuflokk® arnir umtalsverðan sig- ur, og meirihluti Sjálf- stæðisf lokksins i Reykjavik um 50 ára skeið, féll. Alþýöuflokkurinn jók fylgi sitt um 7% og Alþýöubandalagiö um 7,3%, ef eingöngu er miöaö viö staöi, þar sem báöir flokkar buöu einir fram viö siöustu sveitar- stjórnakosningar og aftur nú. Ef hins vegar er reiknaö meö fylgisaukningu Alþýöuflokksins á stööum, þar sem hann bauö fram meö öörum flokkum i siöustu sveitarstjórnakosningum, er hlutfallsieg aukning hans mun meiri. Þegar talaö er um 7% fýlgis- aukningu Alþýöuflokksins eru til dæmis staöir eins og Reykjavik og Akureyri ekki taldir meö, en á Víða munaði mjóu - niður í 4 atkvæði A mörgum stöðum skorti Alþýðuf lokkinn aðeins örfá atvkæði til að ná manni frá öðrum flokkum. Þannig nunaði ekki nema 29 atkvæðum/ að Alþýðu- flokkurinn næði manni frá Alþýðubanda laginu á Akureyri, og fengi þrjá fulltrúa í bæjarstjórn. í Grindavfk munaði ekki nema 4 atkvæðum aö Alþýöuflokkurinn fengi þriöja mann og felldi annan mann Alþýöubandalagsins. 1 Keflavik skorti Alþýðuflokkinn 6 atkvæöi til að fá fjóra menn kjörna og fella þriðja mann Sjálf- stæöisflokksins. A Selfossi skorti Alþýðuflokk- inn aðeins 10 atvkæöi til að fá tvo menn kjörna og fella fjóröa mann Framsóknarflokksins. — Viöar munaöi örfáum atkvæöum að flokkurinn fjölgaöi fulltrúum sin- um. þeim báöum tvöfaldaöi flokkur- inn fylgi' sitt, eins og raunar I Kópavogi. Alþýöuflokkurinn bætti viö sig verulegu fylgi i Keflavik og eftir- tektarverö fylgisaukning varð á Austfjörðum. Þá varö mikil fylgisaukning á Isafirði, og á Selfossi, þar sem flokkinn skorti örfá atkvæöi til aö fá tvo menn kjörna. Fleiri staði mætti nefna, en þess ber aö gæta, aö erfitt er um samanburö viöa, þar eö talsverö- ar breytingar uröu á listum á milli kosninga. 62% aukning á Reykja- nesi. Umtalsveröur árangur náöist i kaupstööum i Reykjaneskjör dæmi. Þar jókst atkvæöamagn Alþýöuflokksins um 62 af hundr- aöi, eða úr 2600 atkvæöum i 4200 Alþýöuflokkurinn bætti viö sig sjö nýjum borgar- og bæjarfull trúum. Þetta eru nokkur dæmi um fylgisaukningu Alþýðuflokksins i þessum kosningum, sem er upp haf aö nýrri sókn flokksins. „Áranprínn að koma í Uós” „Ég vil byrja á þvi, að þakka öllu þvi góða fólki, sem starfaði af mikilli elju fyrir Al- þýðuflokkinn fyrir kosningarnar og á kjördag. Ég færi einnig kjósendum flokksins þakkir fyrir veittan stuðning og traust, sem ég vænti að sé aðeins upphaf enn stærri sigra i alþingiskosningun- um”, sagði Benedikt Gröndal, formaður Al- þýðuflokksins i viðtali við blaðið i gær. Benedikt kvaöst vilja þakka góöan árangur flokksins alhliöa endurnýjun, sem byggöist á þeim trausta grunni, er lagöur heföi veriö. Flokkurinn heföi tekiö upp breytta starfshætti og opinskárri umræöu um málefni sin. Nýtt fólk hefði sett svip sinn á allt starfið aö undanförnu, og meö dyggum stuöningi hinna eldri, væri árangurinn nú ab koma i ljós. Benedikt sagöi jafnframt, aö stjórnmálaástandiö heföi komiö stjórnarandstööunni til góöa. — Nú væri bara fyrir Alþýðuflokk- inn aö heröa sóknina aö mun. Löng reynsla væri fyrir þvi, aö flokkurinn heföi meira fylgi i'al- þingiskosningum en sveitar- stjórnarkosningum. Sérstak- lega ætti þetta viö um Reykja- vik. Flokkurinn væri þvi von- góöur um meiri fylgisaukningu I alþingiskosningunum. Björgvm Guðmundsson GÍFURLEGUR MEÐBYR „Ég er mjög ánægður og fagna því að flokkur- inn fær nú 2 fulltrúa í borgarstjórn i stað eins áður. Þetta var okkar takmark og því takmarki náðum við, því fylgi flokksins um það bil tvö- faldaðist," sagði Björg- vin Guðmundsson, borgarf ulltrúi er AB ræddi við hann i gær. „Þetta styrkir stöðu flokksins verulega og ég vil vekja á þvi athygli að hann er nú næst stærstur þeirra flokka sem voru í minnihluta i borgar- stjórn, en var þeirra minnstur fyrir kosning- arnar." Nú tókst þannig til aö meiri- hluta Sjálfstæöisf lokksins i borgarstjórn var hnekkt. Hvaö um þaö? Ég fagna þvi að okkur tókst aö fella meirihluta Sjálfstæöis- flokksins, — meirihluta sem þeir hfa haft hér i Reykjavik i hálfa öld. Hvert er viöhorf þitt til stjórn- ar borgarinnar eftir þessar kosningar? Persónulega er ég þeirrar skoðunar aö nú eigi Alþýöu- flokkur, Alþýöubandalag og Framsóknarflokkur aö samein- ast um stjórn Reykjavikur. Endanleg ákvöröun um þetta veröur hins vegar tekin af full- trúaráöi Alþýöuflokksfélaganna i Reykjavik. Fulltrúaráöiö tek- ur afstööu á grundvelli þess sem kemur út úr viöræðum viö hina flokkana, hvort unnt reynist aö gera málefnasamning og sem Alþýöuflokkurinn getur sætt sig viö. Þaö sem Alþýöuflokkurinn mun fyrst og fremst lita til i sambandi viö samningu sliks málefnasamnings er stefnuskrá flokksins fyrir þessar kosning- ar. Hverjar telur-þú helstar séu ástæöur sigurs Alþýöuflokks- ins? Ég tel að flokkurinn hafi hér fyrst og fremst notið stefnu sinnar og starfa i borgarstjórn, en landsmálapólitikin hefur ef- laust einnig gert sitt. Og þar hefur flokkurinn notiö stefnu sinnar á Alþingi og þeirrar gagnrýni, sem hann hefur haft uppi á endemisstjórn núverandi valdhafa. Eitthvaö aö lokum? Já, ég fagna þeirri sókn sem Alþýöuflokkurinn er i um land allt. Ég er þess fullviss aö sá meöbyr sem viö höfum nú feng- iö svo rikulega, fylgir okkur i gegn um Alþingiskosningarnar. Ég vil svo aö lokum þakka öll- um þeim sem sýndu i verki stuöning sinn viö flokkinn á kjördag. Alþýðuflokkurinn í sókn Þetta er bara byrjunin — segir Sjöfn Sigurbjörnsdóttir nýkjörinn fulltrúi Alþýðuflokksins í borgarstjórn Sjöfn Sigurbjörnsdóttir nýbakaður borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavik svaraði í sim- ann þegar blaðamaður Alþýðublaðsins hringdi i hana í gær á sigurdegi vinstri flokkanna, bæði í Reykjavík og utan henn- ar. Ert þú ekki grútsyfjuð i dag? — Ég sofnaði nú mjög snemma i gærkvöldi, en vakn- aöi svo milli hálf þrjú og þrjú og varö mjög ánægö þegar ég; heyrði úrslitin. Ég var hér heima með fjölskyldu minni og tók virkan þátt i aö hlusta á út- varpiö og horfa á sjónvarpiö eft- ir að ég vaknaði. Þóttu mér þetta afskaplega spennandi endalok og dramatisk. Mér fannst þau lika sanngjörn, vegna þess aö við höfum haft mjög málefnalega kosninga- baráttu og þaö var alveg greini- legt aö Alþýðuflokkurinn hefur mikinn meðbyr um allt land. Ég þakka það einkum nýjum stefnumálum hans. Um hvað var kosiö? — Þetta voru mjög lýöræöis- legar kosningar, þaö er greini- legt aö fólk hugsar mjög mikiö meö félagshyggjumönnum. Aö einhverju leyti hafa landsmálin spilaö þarna inni en þar hefur Alþýöuflokkurinn verið meö mikla gagnrýni. Helduröu aö sami árangur ná- ist I þingkosningunum i júni? — Ég held að við vinnum mjög glæsilega á i þingkosning- unum, þetta er bara byrjunin. Þú hefur sem sagt tröllatrú á Alþýöuflokknum I dag? — Ég hef haft þaö lengi, og Frh. á 11. siöu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.