Alþýðublaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 12
alþýðu- blaöið Otgefandi Alþýðuflokkurinn Ritsfjórn Alþýöublaðsins er ad Siðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild blaðsins erað Hverfisgötu 10, sími 14906 —Áskriftarsími 14900. ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1978 Sigur Alþýðuflokksins í Keflavík: „Keflvíkingar rassskelltu stjórnarflokkana” „Keflvikingar rass- skelltu stjórnarflokk- ana i kosningunum i gær. Er það reyndar engin furða þó þeir og aðrir suðurnesjamenn láti það á einhvern hátt koma Qiður á þeim flokkum, er hafa svipt þá þeim rétti er aðrir landsmenn hafa, þ.e. bæði þeim er vafðar at- vinnuuppbyggingu og vægi gjtkvgeða’^ Þetta voru m.a. orð Ólafs Björnssonar, efsta manns á lista Alþýðu- flokksins þá er blaða- maður Alþýðublaðsins innti hann álits á niður- stöðu sveitarstjórnar- kosninganna þar. I Keflavík skiptast bæjar- stjórnarsætin 9 þannig á milli stjórnmálaflokkana: Alþýöu- ■fiokkur 3 (áður 2), nii 1181 at- kvæöi, áöur 729), Framsóinar- flokkur 2 (áður 2, nú 726 at- kvæði, áöur 767), Sjálfstæöis- flokkur 3( áður 4, nú 903 at- kvæöi, áöur 1043), Alþýðu- bandalag 1 (áður 1, nú 385 at- kvájji, áður 289). Sem sjá má af þessum tölum er nú Alþýðu- flokkurinn öf&gastur flokka i Keflavik og mun þaö einsdæmi i nokkru bæjarfélagi. Minnstu munaði reyndar að Alþýðu- flokknum tækist að ná 3. mann- inu© Sjálfstæðisflokknum, eða einungis 6 atkvæðum. Ólafur, er nú mun eiga sæti I bæjarstjórn Keflavikur, ásamt alþýðuflokksmönnunum (Hiö- finni Sigurvinssyni og Karli Steinari Guðnasyni, tjáöi blaöa- manni að hann væri mjög ánægður með úrslitin fyrir hönd alþýðuflokksmanna i bænum. Einstaklega ánægjulegt væri að vera i forystu sveitarfélags þar seietAlþýðuflokkurinp nyti fylg- is flestra kjósenda.^ann sagði alþýðuflokksmenn i Keflavik duglega og atorki^ma, ekki sist unga fólkið. Ekki kvaðst ólafur vilja spá um væntanlegan meirihluta i bæjarstjórn Keflavikur. Reynd- ar væri sáralitill munur á stefnumiöum flokkanna. Þó hefði Alþýðuflokkurinn lagt megináherslu á það i kosninga- baráttunni að sinna bæri mál- efnum aldraðra og öryrkja jafn- framt þvi sem unnið yrði að öðrum félagslegum umbótum. Ólafur kvað brýna þörf við- reisnar atvinnulifs á Suðurnesj- um, óánægja sú er fram hefði komiö i kosningunum beindist ekki einungis gegn frambjóð- endum stjórnarflokkanna og þess hve litið þeir hefðu sinnt málefnum ibúa þar t.d. I at- vinnumálum og þá einkum gagnvart rikisstjórninni, heldur beindist óánægjan einnig gegn þeirri fádæma lélegu rikisstjórn er nú sæti áð völdum. Að lokum tók Óiafur það fram að algjört skilyrði fyrir meiri- hlutasamstarfi Alþýöuflokksins i bæjarstjórn Keflavlkur væri að þegar yrði hafinn uppbygging atvinnuvega þar i bæ jafnframt þvi að reynt yrði að hafa sam- ráð við aðra Suöurnesjamenn hvaö þetta varöaði. I---------------------------------------------------------------------------------------- Kjartan Jóhannsson, varaformadur Alþýðuflokksins umurslit sveitastjornakosninganna: Boðar stórsigur Alj^ðu- flokksins í Alþingis- kosningunum „Þessar kosningar eru stórsigur fyrir Alþýöu- flokkinn og okkur, sem fyrir hann störfum, mikil hvatning i þeirri baráttu sem framundan er", sagði Kjartan Jóhannsson, vara- formaður Alþýðuflokksins er AB ræddi við hann er úr- slit sveitarstjórnakosning- anna lágu fyrir í gærmorg- un. „Viö höfum nær þvi alls staðar aukið fylgi okkar stórlega og er- um nú viða með helmingi meira en i siðustu sveitarstjórnarkosn- ingum. Sérstaklega er ég ánægð- ur með niðurstöðurnar i Reykja- vik og svo i minu heimakjör- dæmi, Reykjanesi. Allt bendir nú til þess að Alþýðuflokkurinn sé orðinn næst stærsti flokkurinn þar.” Hvað kom þér einna mest á óvart I sambandi við þessar kosn- ingar? Það sem mér kom mest á óvart var hve fylgisaukning Alþýðu- flokksins var i raun mikil, þetta eclangt umfram þær vonir sem menn þorðu að gera sér. Ég get sem dæmi nefnt Kópavog, Akur- eyri, Reykjavik, Keflavik og marga fleiri staði. Nú vakti það athygli að meðan Alþýðuflokkurinn vann stórsigra I nærfellt öllum sveitarfélögum tapaði hann manni i, Vestmanna- eyjum. Hefur þú einhverja skýr- ingu á þvIT Ég held að Alþýðuflokksmenn i Vestmannaeyjum hafl veriö við þvl búnir að tapa einhverju fylgi. Þar kemur margt til. 1 Vest- mannaeyjum hafa orðið miklar breytingar á sl. fjórum árum vegna gossins. Fólk hefur flutt brott og annað komið i staðinn. Þá má geta þess að I siðustu kosn- ingum buðu Samtökin fram með Alþýöuflokknum og ennfremur að i siðustu kosningum buðu Alþýðu- bandalag og Framsókn fram saman. Fólk úr þessum flokkum sem var óánægt með samstarfið hefur vafalaust skipaö sér i raðir Alþýðuflokksmanna þá. Ert þú þeirrar skoðunar að landsmálin, svokölluðu hafi blandast mikið inn i sveitar- stjórnarkosningarnar nú? Já, ég tel það vafalaust. Meöan Alþýðuflokkur og Alþýðubanda- lag bæta stórlega við sig fylgi tapa stjórnarflokkarnir að sama skapi. Nú þetta er ekki óeðlilegt önnur eins stjórn og rikt hefur I tið þessara tveggja flokka. Þeir hafa bókstaflega staðið sig illa á öllum sviöum. Fjármála óreiöa og verðbólga vaða uppi, orkumál eru i ólestri og þannig er um nær allt sem þeir hafa snert á. Það er þvi ekki undarlegt að kjósendur láti álit sitt i ljós á þennan hátt. Ég er sannfæröur um að þetta er þó aðeins undanfari þeirrar ráðningar sem þjóðin mun veita stjórnarflokkunum i Alþingis- kosningunum að mánuði liðnum. Eitthvað að lokum? Ég vænti þess að þessi úrslit, sem við höfum nú fyrir framan okkur, boði stórsigra fyrir Al- þýöuflokkinn i Alþingiskosning- unum og við fáum nýtt þá stöðu sem við komumst þannig i til aukinna áhrifa á Alþingi. Freyr Ófeigsson efsti madur á A-lista á Akureyri: Mikill og ánægjulegur sigur „Ég er mjög ánægður með út- komuna, bæöi fyrir hönd okkar hér á Akureyri og svo einnig fyrir hönd Alþýðufiokksins i heild þvi svo virðist sem við höf- um nær alls staðar bætt viö okk- ur umtalsverðu fylgi. Þetta er meira en maöur þoröi að vona”, sagöi Freyr ófeigsson, efsti maður á A-iista i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Listi Alþýðuflokksins á Akureyri fékk 1326 atkvæði i kosningunum og 2-menn kjörna. Hvernig er þetta miðað viö siðustu kosningar? 1 siðustu kosningum buöum viö fram sameiginiegan lista meö Samtökunum. Sá listi fékk 927 atkvæði og tvo menn. Við höfum þvi einir farið langt upp fyrir þessa tölu. Ariö 1970 bauð Alþýðuflokkurinn fram einn á Akureyri og fékk þá rúm 700 atkvæði og 1 mann. Eins og ég sagði áðan fengum við nú 2 menn kjörna og vorum komnir langt á þann þriðja. Hvað er það sem veldur þess- ari fylgisaukningu flokksins á Akrueyri, og á landinu i heild? A undanförnum árum hefur fariö fram mikil endurskipu- lagning á Alþýðuflokknum, starfsháttum hans hefur verið breytt og það tel ég megin- ástæðuna fyrir þvi að fólk þyrp- ist nú til liös við hann. Nú það spilar vafalitið inn í að þessi ríkisstjórn sem nú situr er með eindæmum óvinsæl og það kemur okkur örugglega einnig til góða. Blönduðust landsmálin mikiö inn i kosningabaráttuna á Akureyri? Af hálfu okkar Alþýöuflokks- manna var mest áherzla lögð á bæjarmálin i þessari kosninga- baráttu. Við höföuðum til fólks á þeim grundvelli, og árangurinn varð góður. Aftur á móti tel ég að almenn afstaða til rikis- stjórnarinnar sé á þann veg að landsmálin hafi spilað hér inn i af sjálfu sér. Nú galt Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri mikið afhroö i þess- um kosningum. Geturðu gert þér einhverja hugmynd af hverju það muni stafa? Ég er þeirrar skoðunar að fyrst og fremst hafi verið um að ræða óánægju meö framboös- lista flokksins, en einnig að óvinsældir rikisstjórnarinnar hafi spilað inn i þetta dæmi eins og ég gat um áðan. Voru Alþýðuflokksmenn á Akureyri bjartsýnir fyrir þessar kosningar? Vissulega vorum viö bjart- sýnir, en úrslit kosninganna fóru langt fram úr okkar von- um. Við börðumst eins og við gátum fyrir þvi að fá tvo menn inn i bæjarstjórn, nú eins og komiö hefur i ljós fengum viö langt I þriðja mann og erum þvi að vonum ánægðir. Nú hefur verið vinstri meiri- hluti á Akureyri sl. kjörtimabil, og þessi meirihluti hefur hirt tvö sæti af ihaldinu. Hefur þú ein- hverjar hugmyndir um fram- hald þessa samstarfs? Við Alþýöuflokksmenn geng- um óbundnir til þessara kosn- inga. Viömunum koma saman á morgun og ræöa stöðuna. Persónulega er ég þeirrar skoö- unar aö okkur beri aö standa vinstra megin i bæjarmálapóli- tikinni, en þetta skýrist allt á morgun. Nú eru einungis fjórar vikur i þingkosningar, eru Alþýöu- flokksmenn komnir af stað i þeirri baráttu? Jú sannarlega. Það er ef til vill varhugavert aö draga of miklar ályktanir af þessum sveitarstjórnarkosningum, en ég held að i þessu kjördæmi að minnsta kosti sé meðbyr Alþýðuflokksins til þingkosn- inga mun meiri en til sveitar- stjórnakosninganna. Afstaða manna til bæjarpólitikurinnar er meira persónubundin en til þingkosninganna, og persónu- lega hef ég orðiö var viö mun Frh. á 11. síðu Stnigið og beðið eftir tölum AA loknu miklu og göðu kosningastarfi á sunnudag, efndi Félag ungra jafnaðarmanna f Reykjavik til kosningavöku i Hótel Esju. Þar var hvert sæti skipað, og nákvæmlega fylgzt með talningu atkvæða. Flutt voru skemmtiatriði og allir tóku þátt I fjöldasöng. Kosninga vakan tókst hið bezta og héldu allir ánægðir heim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.