Alþýðublaðið - 30.05.1978, Síða 7

Alþýðublaðið - 30.05.1978, Síða 7
6 Þriðjudagur 30. maí 1978 Þriðjudagur 30. maí 1978 7 alþýðu- tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarma&ur: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðsson. Aösetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. . Prentun: Blaöaprent h.f. Askriftaverö 2000 krónur á mán- uöi og 100 krónur i lausasölu. Upphaf að nýrri sókn Úrslit eru kunn i einhverjum sögulegustu kosn- ingum/ sem háðar hafa verið á Islandi um áratuga skeið. Alþýðubandalagið vann umtalsverðan sigur/ sem haft getur veruleg áhrif á þróun stjórnmála hér á landi næstu árin. Þessi mikli sigur kemur Al- þýðubandalaginu að vísu í verulegan vanda/ og verða Alþýðubandaiagsmenn að halda vel á spilun- um, ef þeir ætla að halda aukningu sinni i alþingis- kosningunum. Alþýðubandalagið hefur hirt verulegt fylgi af Framsóknarflokknum og skotið honum aftur fyrir sig. f Reykjavík er sigur flokksins mestur, og er á engan hallað þótt f ullyrt sé, að Guðrún Helgadóttir hafi verið hinn raunverulegi sigurvegari í borgar- stjórnarkosningunum. Stuðningurinn við Alþýðu- bandalagið er að vissu marki af rómantískum toga spunninn, en sérstaklega geta Alþýðubandalags- menn þakkað Morgunblaðinu dyggilegan stuðning. Morgunblaðið hélt Alþýðubandalaginu í sviðsljós- inu í marga mánuði fyrir kosningarnar. Alþýðuflokkurinn vann mikinn sigur. Að hundr- aðshluta hefur atkvæðamagn hans aukist mun meira en hjá Alþýðubandalaginu. Alþýðuf lokkurinn jók fylgi sittúr 9 M6af hundraði, ef aðeins er miðað við þá staði þar sem hann bauð einn fram i síðustu kosningum. Ef á hinn bóginn er litiðti! staða eins og Reykjavíkur og Akureyrar, þar sem flokkurinn bauð fram með Samtökunum í síðustu kosningum, er heildarfylgisaukningin mun meiri. I Reykjavík um 100 prósent. Alþýðuflokkurinn hefur byrjað nýja sókn á grundvelli nýrra vinnubragða, málefnalegs styrk- leika og með það í huga, að ná umtalsverðum árangri í alþingiskosningunum. Rétter að hafa hóf á fögnuði yfir sigrinum í fyrradag. Hann hóf flokk- inn upp úr öldudal og árangrinum ber að fylgja eft- ir með ósleitílegri vinnu og ábyrgum vinnubrögð- um. Sjálfstæðisflokkurinn galt alvarlegt afhroð í kosningunum. Hann geldur ríkisstjórnarinnar og afstöðu sinnar til verkalýðshreyfingarinnar. í stjórnarsamstarfinu líður Sjálfstæðisf lokkurinn meira f yrir samstarf ið við Framsókn en Framsókn fyrir samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn. Áfram- haldandi samvinna þessara f lokka kann að vera úr sögunni. Báðir stjórnarflokkarnir munu væntan- lega hafa vaknað upp við þann vonda draum, að landinu verður ekki stjórnað án samstarfs við laun- þega. — l Reykjavík tapaði Sjálfstæðisflokkurinn meirihlutanum vegna þeirra flokksmanna, sem sátu heima og sýndu þannig andstöðu sína við f lokkinn. Hlutur Framsóknar í þessum kosningum er slæmur, og er hann orðinn næst minnsti stjórnmála- flokkurinn, þegar Samtök frjálslyndra og vinstri manna eru talin með. Ekki verður séð hvernig Framsókn fær sinri hlut bættan fyrir alþingiskosn- ingarnar. Hlutverk Alþýðuflokksins eftir þessar kosningar er að herða baráttuna. Á tímum öryggisleysis og óvissu eru verkefni jafnaðar- og félagshyggju- manna mikil.Þeim mun Alþýðuf lokkurinn sinna og skapa mótvægi gegn öfgum til vinstri og hægri. — En eftir kosningarnar á sunnudag, eins og komandi alþingiskosningar, stendur það uppúr, að ábyrgir forystumenn stjórnmálaflokkanna verða að hafa hag og framtið þjóðarinnar í fyrirrúmi. — Alþýðu- flokkurinn þakkar öllum stuðningsmönnum mikið starf og traust. —AG— Leikhópar á borö viö Alþýöuleikhúsiö bannaöir á tslandi. „Leikhús sem ekki er hægt að hlæja í, er hlægilegt leikhús” í sumar verður Leiklistarskóli íslands búinn að útskrifa 40 leikara frá þvi að hann var stofnaður árið 1975. Og hvað hefur nú orðið um allt þetta fólk, það er auðséð að leikhúsin Þjóðleikhúsið og Iðnó taka ekki við öllu þessu fólki. Ganga þeir þá bara um atvinnulausir og lifa af ómenguðu is- lensku lofti? Blaðamaður Alþýðublaðsins fór að grennslast fyrir um málið og var bent á að ræða við Viðar Eggertsson og Svanhildi Jóhannesdótt- ur, og skundaði til fundar við þau á björtu vor- kvöldi til þess að fá að heyra hörmungarsögu þessara atvinnuleysingja. Bjóst við að hitta þau hnipin og grátandi yfir þessum raunum, en þvi var nú aldeilis ekki að heilsa. Þau voru hin keik- ustu, bjartsýn og með stórskemmtilegar hug- myndir um leiklistina og verkefni hennar. Af við- talinu við þau að dæma, bendir allt til þess að við íslendingar eigum heilan hóp af efnilegum upp- rennandi leikurum sem biða þess eins að fá svo- litið meiri peninga úr kassa þjóðarbúsins til að koma i framkvæmd þeim hugmyndum sem þeir ganga með í maganum. Hvenær útskrifuðust þið? Viöar: Við útskrifuðumst sam- an árið 1976. Við erum Ur þeim ár- gangi sem stofnaði SAL-skólann svo við vorum fyrstu þrjú árin i SAL en seinastá árið i Leiklistar- skólanum. Svanhildur: Það var alltaf bar- áttumál hjá SAL, að hér yrði stofnaður almennilegur skóli. Viðar: Hann var upphaflega félag til að reka á eftir þvi. Svo var búið að safna svo miklu efni, upplýsingum um skóla, náms- greinar, aðferöir og annað slikt, að okkur langaði til að prófa þetta, i staðinn fyrir að sitja uppi með allt þetta efni. Svanhildur: Svo endaði með þvi að skólinn var orðinn helviti góð- ur seinasta árið. Þá voru sett lög á Alþingi um Leiklistarskóla rikisins og þá var svolitið erfitt fyrir okkur i SAL að fara að breyta til. Þá vorum við búin að berjastfyrir þessui þrjú ár og svo þegar þetta var að komast i gegn, þá var SÁL-skólinn kominn á þaö stig, að hann hefði þurft að halda áfram. Viðar: Ég veit það nú ekki. Að vissu leyti kannski, þó ekki hefði verið nema bara út af nýstárlegu formi i sambandi við rekstur skólans. Það hefði bara verið at- hyglisvert fyrir menntamálayfir- völd að kynna sér það. Það er hreinlega ekki til, að skóli sé stofnaður neðanfrá að frumkvæð- ið komi frá nemendum sjáifum, eins og þegar SAL-skólinn var stofnaður. Stjórnuðu nemendur honum lika? Viðar: Já, og kennararnir eða allir sem þarna unnu. Það var engin stjórn i skólanum, það stjórnuðu allir. Eitt sinn var sagt að það væru39 skólastjórar i SAL. Og svo var Leikiistarskólinn stofnaður Viðar: Eitt af prinsipunum sem viðlögðum fram viðstofnun hans, var að hann yrði algerlega sjálf- stæður en ekki tengdur leikhús- unum. Það voru áður tveir leik- skólar i tengslum við Iðnó og Þjóðleikhúsið og þá voru hags- munir leikhúsanna náttúrulega settir þar ofarlega á lista. Svanhildur: Þeir voru vist aldrei hugsaðir nema svona sem undirbúningur undir almennilegt nám. Viðar: Þeir voru eiginlega ekki nema námskeið, þeir voru 2-4 tima á dag. En við stefndum að þvi að Leikskólinn yrði heilsdags skóli eins og nú er, hann starfar af fullum krafti og Nemendaleik- húsið i' Lindarbæ i tengslum við hann. Hvernig eru svo atvinnumögu- leikar nýútskrif aðra leikara, haf- ið þið fengið eitthvað að gera? Svanhildur: Já, já, þetta er i fyrsta skipti núna eftir að ég út- skrifaðist sem ég er atvinnulaus. Alveg, og sé ekki fram á að fá neitt á næstunni. Hvað hefur þú verið að gera? Svanhildur: Ég er búin að vera að kenna, var eitthvað smávegis hjá Otvarpinu og svo var ég með hlutverk hjá Iðnó. Hvernig fékkstu vinnu? Svanhildur: Það var hringt i mig. Eru engir leikarar sem ganga um og hafa ekkert að gera? Svanhildur: Jú, jú, en ekki karlmenn. Viðar: Ekki nema þeir hafi bara hætt. Eru fleiri konur Icikarar en karlmenn? Svanhildur: Miklu fleiri. Viðar: Þaö verður búið að út- skrifa 40 leikara úr Leiklistar- skólanum núna á þremur árum, þar af eru 13 karlmenn og 27 kon- ur. Þetta er venjulegt hlutfall. 80% leikrita eru samin af karl- mönnum og karlmenn fara með 80% hlutverkanna. Éghef lifað af leiklistinni, nemaá sumrin. Éger ekkertað segja að ég lifi góðu lifi, en þetta er mjög misjafnt. Stund- um liður svona mánuður sem maður hefur ekkert að gera, en svo koma kannski tveir, þrir mánuðir þegar maður er á fimm stöðum sama daginn. En þetta er voðalega fjölbreytt og æðislega gaman. Maður vinnur við allar tegundir af leikhúsi. Hefurðu unnið hjá lðnó eða Þjóðleikhúsinu? Viðar: Nei hvorugu þeirra. Ég hef verið hjá sjónvarpinu og i út- varpi, bæði við dagskrárgerð og leikstjórn og leik. Ég hef unnið I brúðuleikhúsi og svo hef ég kennt og leikstýrt. Svanhildur: Sjónvarpið á sam- kvæmt ákveðnum reglum að framleiða ákveðið magn af leik- húsi. Eitthvað um 10 leikrit á ári. En það stendur alls ekki við það. Eða hvort það er.einhver viss prósenta af fjárveitingunni sem það fær sem á að fara i leikrit, það er sama á hvora hliðina mað- ur litur, það stendur alls ekki við það. Viðar: Það hefur verið skorað á sjónvarpið að halda námskeið fyrir leikara. Það eru allt önnur vinnubrögð i sjónvarpi en i leik- húsi. Tæknilega er sjónvarpið komið nokkuð vel á veg, en það er leikutinn og leikstjórnin, sem sker sig úr, leikararnir leika ei~s og ásviði, en i sjónvarpi, er allt annar leikstill. Sjónvarpið hefur aldrei reynt að mennta leikara eða halda námskeið til þess að fá betri útkomu. Bæði SAL-skólinn og Leiklistarskéiinn, margbáðu um aö nemendur fengju kejmslu_L. leik i sjónvarpi. Það er i fyrsta skipti núna sem eitthvað hefur verið reynt i þessa átt. Það er verið að taka upp leikritið Skóla- ferð eftir Agúst Guðfiiundssonhjá sjónvarpinu, cg leikendum hefur verið veitt tilsögn i sjónvarpsleik i tengslum við upptökuna. Hvað gera þá leikarar sem eru atvinnulausir? Viðar: Þetta er goðsögn, þetta með atvinnulausu leikarana og leikara sem fá vinnu. Hún byggist dálitið á þessu þjóðfélagi sem við lifum I. Þetta er iðnaðarþjóðfél- ag, þar sem þeim er hampað sem framleiða mest, þeim sem skila mestum arði. Þú sérð t.d. gamla fólkið i þjóðfélaginu, fólk sem er hætt að framleiða. Það er orðið einskis nýtt, það gefur engan arð lengur. Þannig er listin lika i svona þjóðfélagi. Hún er ein- göngu orðin til skrauts á tyllidög- um. Þetta er einhver lúxus, eitt- hvað sem skilar ekki arði. Þykir kannski fint, við höfum efni á þessusvona öðru hverju, en þeg- ar kreppir að er engin þörf fyrir iistina lengur. Til þess að afsaka þetta, að við styðjum listina og listamenn, þá búum við til stjörn- ur. Tökum ákveðna leikara, tón- listarmenn eða myndlistarmenn og gerum þá að einhverjum of- uriúennum. Þetta er eitthvað dul- arfuilí-i blóðinu á þeim. Þetta eru stjörnur. Þetta eru ekki venjuleg- ar manneskjur. Svanhildur: Þeir hafa með- fædda útgeislun. Viðar: Það er eitthvað voða- lega dularfullt við þetta. Þannig getum við afsakað það að við kostum þetta fólk, en svo eru það hinir. Þetta bitnar auðvitað á hin- um, sem eru þá svo slæmir og ómögulegir. En það er alls ekki rétt. Það er fullt af fólki sem maður þekkir bæði leikarar og aðrirsem erumjögigóðir, enhafa einhvernveginn ekki verið á rétt- um stað á réttum tima, eða <Juð má vita hvað. Svanhildur: Kunna bara ekki leikinn að koma ár sinni fyrir borð, eða nenna bara ekki að standa i þvi. Þvi i leiklistinni er það ekki til að það sé auglýst vinna og maður sæki um. Það eru til einstaka elskuiegar undan- Svanhildur Jóhannesdóttir tekningar. Þaðan af siður að maður fái svar eins og ,,Þú færð ekki vinnu”,eða eitthvað svoleið- is. Mannier haldið svona volgum. „Við leitum til þin ef á þarf að halda, ef það kemur eitthvað” o.s.frv. En að maður geti sótt um vinnu og fengið annað hvort já eða nei, það er bara ekki til i dæminu. Viðar: Þetta er ekki raunveru- legt, þetta er svona eitthvað uppi i skýjunum. Sko listin, hver veit nema hún kalli á þig einhvern daginn. Þetta er alveg eins og þjóðsaga um álfa á nýjárSiiótí— Reynið þiðþásjálf að leita ykk- ur að vinnu eða sitjið þið bara og biðið eftir að kallið komi? Viðar: Ég gerði það i eitt ár, ég beið. Ég var nú helviti stoltur, samt hafði ég mikið að gera, en svo nennti égekki að biða lengur, það var svo leiðinlegt. ÞSð er næg vinna til fyrir leföara, fyrir utan Iðnó og Þjóðleikhúsið. Það er geysi- lega stór atvinnumarkaður þar fyrir utan sem aldrei er kort- lagður ogfiokkast eiginlega undir einhverskonar annars flokks leik- listarstörf. Eins og t.d. kennsla, leikstjórn úti á landi og annaö slikt, svona sem fólk hleypur venjulega i þegar það er ekki að biða I biösal stóru leikhúsanna. Svanhildur: Og allir þessir skólar hérna, sem setja upp leik- rit á árshátiðum og svona, þetta er heilmikil atvinna. Það er talað um aumingja atvinnulausu leikarana sem eru að kenna eða leikstýra. Þykir það ekki eins „fint”? Svanhildur: Nei, nei, þetta er eitthvað sem maður dútlar við á meðan maður er að biða eftir að fá vinnu, svo gengur maður um göturnar og aliir vorkenna manni óguriega mikið. Viðar: 1 sambandi við þetta aö listin er höfð til skrauts á tylli- dögum, þá ýta isikhúsin undir það. Og þaðer á vissan hátt skilj- anlegt með leikhús eins og Þjóö- leikhúsið, að það sé eins konar myndaalbúm og fólk komi bara þangað til að kikja á eina og eina mynd, eðahlæja eitt og eitt kvöld. Það skiptir áhorfendur raunar engu máli, þetta er ekkert nauð- synlegt. Maður fer i leikhúsið bara svona ef maður hefur ekkert annað að gera á kvöldin. Þetta verðmætamat á list að gera hana eitthvað ónauðsynlega, eitthvað sem er lúxus, þsSo ýta listamenn ákaflega mikið undir sjálfir, með sinu starfi. T.#. ieikarar með þvi hvað þeir leika, hvers konar leik- sýningar eru settar upp og hvern- ig þær eru unnar. Þetta getur i rauninni orðið mikið feíTUrfi þátt- ur i lifi fólks. Þaö eru kannski ekki leikarar sem ráða hvaða verk eru sett upp? Svanhildur: Það er aftur annað mál. Viðar: En þeir stuðla að þvi, vegna þesshvað þeir eru óvirkir. Svo eru það fjárveitingarnar. Valdamenn taka það ekki upp hjá sjálfum sér að styrkja list, þeir gera það aldrei nema knúnir utan að frá. Það furðulega hefur gerst hér á landi að það er búið að banna frjálsa leikstarfsemi þ.e.a.s. frjálsa leikhópa. Nokkr- um mánuðum eftir að búið er að banna þetta hér, þá fer ég með leikhóp suður til ítaliu á alheims- þing frjálsra leikhópa. Þar sem þeir vinna saman og sýna hvað þeir eru að gera o .s .frv. Þetta var styrkt af UNESCO og Aiþjóða- leikhússtofnuninni en lslendingar eru aðilar að báðum þessum stofnunum. Þarna voru hópar frá 26 löndum, viðsvegar að úr heim- inum, frá S-Ameriku, austan- tjaldslöndum og alls staðar að. Einn morguninn man ég eftir, þá átti hver hópur að segja frá sér, hvað hann væri að gera og svona. Og við sögðumst koma frá Islandi og bara hafa frá einu að segja, þvi að þar væri búið að banna frjálsa leikhópa. Fyrstsló almennri þögn yfir hópinn og svo fór fólk bara að hlæja. Erufrjálsir leikhópar bannaðir hér? Viðar: Það má segja það. Svanhildur: Það voru sett lög á Alþingi I fyrravor, sem frysta i rauninni núverandi ástand. Það erbara „Aiþingi veitir árlega fé til...” og svo eru taldar upp þær stofnanir sem fá. Og það eru þessar stofnanir sem eru fyrir hendi. Það er Þjóðleikhúsið, Iðnó, Bandalag islenskra leikfélaga og Leiklistarráð sem var stofnaö með þessum lögum, en er ekki ennþá komið i gang. Og þar með punktur. Það er sem sagt ekki gert ráð fyrir f járveitingu til ann- arrar leikstarfsemi. Viðar: Það er búið að segja hver jir fá peninga og hverjir ekki og frjálsir leikhópar eru ekki meðal þeirra sem peningana fá. Og fyrst við erum nú farin að tala um fjárlög. Það er alltaf verið að tala um frekjuna i listamönnum að viljafá peninga, enþaöer bara Viöar Eggertsson tóm þvæla. Ef við litum á f járlög- in fyrir siðasta ár, þá er gert ráð fyrir ákveðinni fjárveitingu til menningarstarfsemi, sem nemur 2,6% af fiárlögum. Inn i þessa menningarstarfsemi flokkast öll iþróttahreyfingin, öll listastarf- semi þ.á m. Þjóðleikhúsið og Synfóniuhljómsveitin og öll 70 áhugamannaleikfélögin út á landi. Svanhildur: öll söfn á landinu, bókasöfn, allt. Viðar: Og þetta eru 2,6% af fjárlögunum. Þó þeir bættu við 350 miljónum, Þjóðleikhúsið kost- ar það núna, þá yrði það svo lítil hækkun á fjárlögunum svona hlutfallslega séð. Ahugamanna- félögin borga venjulega meira til ríkisins en þau fá frá þvi. Rikið á samkvæmt ákveðnum lögum að veita vissa upphæð fyrir hverja uppsetningu. 120 þús. fyrir alvar- legt leikrit erlent, 140 þús. fyrir islenskt leikrit og 135 þús . fyrir barnaleikrit. Þetta nægir ekki einusinni fyrir leiktjöldum. Upp- haflega þegar þessi lög voru sett þá voru þessir peningar ætlaðir til þess að borga leikstjóra, sem er núna 400 þús., og reiknað með að það yrði smá afgangur upp i ann- an kostnað. Lögin eru orðin svo úrelt aðnúna eru þessir peningar ca. fjórðungur leikstjóralauna. Ég veit t.d. að Leikfélag Kópa- vogs borgaði fimm sinnum hærri upphæð tilrikisinsen þaðfékk frá þvi. Þannig aii jikið virkar hvetj- andi á sinn hátt með þvi að ýta fólki til þess að starfa i áhuga- mannafélögunum e»-gr.æðir siðan ofboðslega mikið á þvi. Fyrir ut- anþaðaðvið skulum ekkigleyma þvi að þessi áhugamannafélög úti á landi eru mjög mikilvæg. Þetta eru athafnasamir staðir þar sem mikið er unnið, fólk hefur varla tíma tilað tala samanog þetta er nauðsynlegur félagslegur þáttur I bæjarlifinu. Það er lika athyglis- vert að eftir að hægri stjórnin tók við i Sviþjóð, þá stórhækkaði fjár- veiting til frjálsra leikhópa þar. Svanhildur: Hún hælfkáfri úr 5,1 miiljón upp i 9,1 milljón sænskar krónur. Þeir hafa kannski fundið einhverja samstöðu með þessum hópum á meðan þeir voru i stjórnarandstöðu og siðan ákveð- ið að styrkja þá þegar þeir tóku við stjórn. Nú frétti ég aö hópur leikara væri að hugsa um að setja Al- þýðuleikhúsið á laggirnar aftur. Svanhildur: Já, við erum á bólakafi i þvi. Þaö er hluti af Al- þýðuleikhúsinu eins og það var, þau sem eru hérna sunnan heiðar og siðan flestir ef ekki aliir af þessum 40 mannS^hóþSsem hefur komið út úr skólanum. Hvernig finnst ykkur að Al- þýðuleikhúsið eigi að staria? ífiðar: Það er svolitið erfitt að segja. Eins og égvar að segja áð- an þá er ekki hægt að láta það starfa, eins og maður vildi út af leiklistarlögunum. Svanhildur: Það fsrst ekki pen- ingar i' það, en við erum ákveðin i þvi að eftír nokkur ár muni fást peningar i þetta. Við ætlum að reyna að vinna þannig og ætlum ekki að láta starfsemina deyja út. ®ið ætium að reyna að koma þvi i gang og halda þvi gangandi og sjáum svo seinna hvort þarf að gera það einhvern veginn öðru visi en það er. Hvernig viljið þið að það starfi'.’ Viðar: Við viljum vinna á at- vinnugrundvelli. Svanhiidur: A atvinnugrund- velli, þannig að allir geti haft fulla vinnu af þvi. Viðar: Þú ert ekki listamaður nema þú vninir að þinni iist frá 9-5 á hver'jum degi. Til þfrss að fólk þróist eitthvað i sinu starfi, þá verður það að vinna að þvi á hverjum degi. Svanhildur: En það eru engir möguleikar á þvi eins og málin standa idag. Fólk hefur ekki fulla vinnuaf leiklistinni en verður að sjá fyrir sér þrátt fyrir það. Og þetta verður eflaust svona eitt- hvað áfram. Fólk hleypur i út- varpið, hleypur i þetta og hleypur i hitt. Viðar: Flestir þeirra sem fara i leiklist, eru ekki með annað nám að baki, ekkert framhaldsskóla- náfii eða háskólanám. Fólk fer beina leið i leiklist. Það er ein- staka með Verslunarskólapróf, stúdentspróf og slikt. Ég er ekki að segja að leikarar séu ómennt- aðir, en yfirleitt er þetta svona. Þess vegna er þetta fólk i lág- launastörfum. Fólk fer beint i leiklistina sem er ofboðslega erfitt nám. Skólinn er frá 9 á morgnana til kl. 7 á kvöldin. Það er ekki möguleiki að gera neitt annað með þv$. Og viö fengum ekkert námslán fyrr en tveimur mánuðum áður en við lukum skólanum. iftik þess er þetta eitt kostnaðarsamasta námið fyrir rikið I dag. Það var reiknað út i Sviþjóð fyrir nokkru að það væri dýrast að mennta leikara og þotu- flugmenn. Ég býst við aö það sé ósköp svipað hér. Þetta er út af mikilli einkakennslu og svoleiðis. Skólinn fær 40 miljónir á ári og það eru 30 nemendur i honum núna, þannig að þaö er rúm milljón á mann. Þannig að þegar fólk er búið að fá þessa dýru menntun i fjögur ár, þá er þaö dá- litið hastarlegt fyrir rikið að hafa raunverulega ekkert upp á að bjóða. Vera búið að loka mögu- leikunum fyrir þetta fólk og senda það i láglaunastörf aftur. Þetta er i rauninni mjög siæm hagfræði. Það er þá kannski ábyrgðar- leysi af stjórnvöldum að mennta alla þessa teikara? Viðar: Það er raunverulega ekki ábyrgðarleysi af rikinu að mennta þá, það er allt i lagi að mennta leikara. ■Það er kannski ábyrgðarleysi að mennta leikara eins vel og nú er farið að gera, án þess að gera leikhúsið að virkari aðila i þjóðfélaginu. Hvernig á að fara að þvi? Viðar: Leikhúsið á að fjalla meira um lif fólksins. 80-90% af þeim leikritum sem við sjáum fjalla um einhverja drauma, eitthvað sem gerðist einhvers staðar, en mun alls ekki gerast hér hjá okkur. Eitthvað sem Framhald á li. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.