Alþýðublaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.05.1978, Blaðsíða 9
9 SK2T Þriðjudagur 30. maí 1978 Frekar barizt um menn en málefni á Sauðárkróki segir Jón Kaiisson efsti maður á A-lista ,/Við Alþýðuflokksmenn vorum í erfiðri aðstöðu hér á Sauðárkróki, þar eð við fengum tvö framboð við hliðina á okkur sem ekki voru áður, það eru Sam- tökin og Alþýðubandalagið sem voru með sérf ramboð. Þrátt fyrir þetta höldum við okkar hlutfalli svo til óskertu og erum með milli 13 og 14% greiddra at- kvæða," sagði Jón Karls- son efsti maður á lista Al- þýðuflokksins á Sauðár- króki. Það voru Alþýðu- f lokksmenn og sameinaður listi Framsóknar og Al- þýðubandalags sem skip- uðu meirihluta bæjar- stjórnar á Sauðárkróki síð- asta kjörtimabil. „Um mynduin meirihluta er erfitt að spá nú.ia, sagði J^n, en Framsóknarrnenn og SanTtaka- mann hafa þegar lýst yfir stuðn- ingi við núverandi bæjarstjóra sem aðrir flokkar hafa ekki tekið afstöðu til. bvi hlýtur það að vera þessara flokka að taka að sér að hafa forystu um myndun meiri- hluta.” „Það gerði .okkur nokkuð erfitt fyrir i kosningabaráttunni núna að ég varð fyrir persónuleg- um árásum af hálfu samstarfs- flokksins i sambandi við sögu- burð sem var verið að læða út um mig, og fólk virðist vera gjarnt á að trúa slikum vitleysum. Um hvaða mál var helzt kosiö? Sannleikurinn er sá að það var ekki kosið um nein sérstök mál, enda voru menn meira og minna með sömu málin á oddinum. betta voru frekar átök um menn en málefni! Spiluðu landsmálin inn i kosn- ingarnar á Sauðárkróki? „Það er náttúrulega augljóst að Sjálf- stæðisflokkurinn biður mikið af- hroð i kosningunum og liggja til þess einkum tvær ástæður. Fyrst og fremst eru það landsmálin og einnig innanflokks átök. Þeir los- uðu sig við forystumann sinn i bæjarmálunum og það er enginn vafi á að flokkurinn geldur þess.” Hvað viltu segja um úrslitin á landsmælikvaröa? „tJrslitin á landsmælikvarða eru ótviræður vitnisburður um að það vantraust sem núverandi rikisstjórn hefur meðal fólksins i landinu. Að sama skapi eru úr- slitin stuðningur við stjórnarand- stöðuna. Það eru fyrst og fremst efnahagsmálin og fálmið og ráða- leysiö i sambandi við kjaramálin sem ráöiö hafa úrslitum. Þetta er greinileg visbending um það sem verður i þingkosningunum.” „Ekki óeðlilegt að Alþýðubandalagið hafi forystu um myndun meirihluta” — segir Jóhann Möller efsti maður á A-lista á Siglufirði A Siglufirði var meiri- hlutastjórn Alþýðuflokks, Framsóknar, og Sjálf- stæðisflokks síðasta kjör- timabil. i kosningunum nú vann Alþýðubandalag einn mann á móti einum manni sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði. Fulltrúatala Fram- sóknarflokks og Alþýðu- f lokks í bæjarstjórn er hins vegar óbreytt. Jóhann Möller efsti maður á lista Alþýðuflokksins á Siglufirði hafði þetta að segja um úrslit kosninganna þar i bæ: bað er skemmst frá þvi aö segja að við Alþýðuflokksmenn á Siglufirði höfum ekki fengið þá aukningu I kjörfylgi flokksins hér og flokkur- inn virðist hafa fengið viðast ann- ars staðar á landinu. Ef til vill má rekja þetta að einhverju leyti til þess að ekki hafi orðið jafn mikil ynging á listanum hér og annars staðar. Þrátt fyrir allt held ég að við megum sæmilega vel við una. Það virðist vera eins hér og ann- ars staðar, að aðgerðir rikis- stjórnarinnar hafi haft mikið að segja i þessum kosningum ef litið er til landsins i heild, en á Siglu- firði hefur þetta fyrst og fremst orðið Alþýðubandalaginu til framdráttar. Heldur þú að meirihlutinn á Siglufiröi verði óbreyttur næsta kjörtimabil? „Um það er ekkert hægt að segja ákveðið á þessu stigi málsins, en mér finnst per- sónulega ekki óeðliiegt að Al- þýðubandalagið sem orðinn er stærsti flokkúrinn hér hafi forystu um myndun meirihluta. Einn af bæjarstjórrrarmönnum Alþýðu- bandalagsins hefur lýst yfir áhuga sinum á að mynda meiri- hluta með Alþýðuflokknum, en hvort sú verður raunin er ekkert hægt að segja um enn sem komið er.” Viðræður um vinstri meirihluta þegar hafnar í Njarðvík „Það sem fyrst og fremst er athyglisvert við þessar kosningar hér, er hvað landsmálin hafa haft afgerandi áhrif á úrslitin," sagði Hilmar Þórarinsson efsti maður á A-lista í Njarðvik. 1 Njarðvik varð mikil fylgis- aukning hjá Alþýöuflokknum sem bætti við sig manni á móti einum manni sem Sjálfstæðisflokkurinn tapaði. Þar með féll meirihluti Sjálfstæðismanna sem hafa haft hreinan meirihluta i Njarðvíkum undanfarið Jcjörtimabil. Sagðist Hilmar þakka þessa aukningu þvi, hve duglegir Al- þýðuflokksmenn hefðu verið i 600 manns á fundum á Austurlandi Bjarni Guðnason, prófessor, skipar efsta sæti á lista Alþýðu- flokksins við þingkosningar i Austurlandskjördæmi. Bjarni hefur farið vföa um kjördæmiöog haldið marga fundi, smáa og stóra. Hann hefur efnt til 6 stórra funda, og þá hafa sótt nær 600 manns. Fundirnir hafa veriö á Fáskrúösfirði, Eskifirði, Seyöis- firöi, Neskaupstað, Egilsstöðum og Höfn I Hornafiröi. Viimundur Gylfason hefur verið með Bjarna á þessum fundum, sem bæði hafa þótt fróðlegir og skemmtilegir. Mest fundarsókn var á Seyðis- firði, nærri tvö hundruð manns, en minnst á Neskaupstað, svo merkilegt, sem það kann nú að viröast.. kosningabaráttunni, en einnig taldi hann að ungt fólk á listanum hefðu orðið til að afla honum auk- inna vinsælda. Sagðist Hilmar vongóður um að vinstri flokkarnir mynduðu meirihluta og væru viðræður þeg- ar hafnar milli þessara aðila. „Crslit kosninganna á lands- mælikvarða sýna best hve stefnu- laus þessi rikisstjórn hefur verið enda virðist fólk vera búið að fá sig fullsatt af henni.” Frá Fjölbrautaskól- anum á Akranesi Athygli skal vakin á þvi að umsóknar- frestur um skólavist er til 10. júni. Ekki verður unnt að tryggja þeim nemendum skólavist er leggja umsóknir sinar inn eft- ir þann tima. t skólanum eru starfandi fimm námssvið sem greinast siðan i nokkrar námsbrautir hvert: 1. Bóknámssvið 2. Heilbrigðissvið 3. Iðn- og tæknisvið 4. Uppeldis og samfélagssvið 5. Viðskiptasvið. Á iðn og tæknisviði verður meðal annars boðið upp á verkbrautir i tré, málm, raf- iðnaði og hárgreiðslu, einnig fyrsta stig vélstjóranáms og undirbúningsnám fisk- iðnskóla. Á uppeldis og samfélagssviði er boðið upp á eins til tveggja ára námsbraut i, sam- vinnu við húsmæðraskólann að Varma- landi. Veitir það nám réttindi til að stjórna litlum mötuneytum og býr nemendur und- ir nám i matsveina-og veitingaþjónaskóla. Allar nánari upplýsingar um námsbrautir og skólastarfið veitir skrifstofa skólans, simi 93-2544 kl. 9-12 og 13-15 alla virka daga. Skólameistari. HRAUNB0RGIR — orlofshús sjómannasamtakanna, | Grímsnesi Orl«fshús Sjómannasamtakanna að Hrawti, Grimsnesi, verða leigð frá og með laugardeginum 3. júni 1978. Væntanlegn- dvaiargestir hafi samhand við undirrituð féttg sm. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan Sjómannafélag Reykjavikur Sjómannafélag Hafnarfjarðar Sjómannafélag Akraness Verkalýðs- og sjómannafélag Geröahrepps Verkalýðs- og sjómannafélag Grindavikur Verkalýös- og sjómannadeild Miðneshrepps Verkalýös- og sjómannafélag Keflavikur Skipstjóra- og stýrimannafélagið Ægir Skipstjóra- og stýrimánnafélagiö Kár, Hafnarfiröi Starfsmannafélag Hrafnistu og Laugarássbiós. Hitaveita Suðumesja óskar eftir tilboðum i lagningu dreifikerfis i Gerðum 1. áfanga. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðumesja, Vesturbraut 10 A, Keflavik og á verkfræðistofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri9, Reykjavik gegn 20.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja fimmtudaginn 8. júni kl. 14.00. Staða tryggingalæknis Hjá Tryggingastofnun rikisins er laus hálf staða tryggingalæknis. ' Laun samkvæmt samningi fjármálaráð- herra og Læknafélags íslands. Umsóknir sendist Tryggingastofnun rikis- ins, Laugavegi 114, Reykjavik, eigi siðar en 15. júni 1978. Reykjavik, 23. mai 1978. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS UT B 0 B

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.