Alþýðublaðið - 29.10.1979, Qupperneq 2
2
Alþýðublaðið 60 ára
Helgi Sæmundsson:
ÓLAFUR FRIÐRIKSSON
Fyrsti ritstjórinn, frumherjinn og baráttumaðurinn
Alþýðublaðið minnist á
afmæli sínu fyrsta rit-
stjóra síns, frumherjans
og baráttumannsins
ólafs Friðrikssonar.
Jafnvel fjöldasamtök
munar um einkaframtak,
og sannarlega átti ólafur
öllum öðrum fremur
frumkvæði að stofnun
verkalýðshreyfingar-
innar á islandi í árdögum
hennar, þó að ýmsir
legðu drengilega hönd að
því verki. Ungur og
djarfur geystist hann
fram á orrustuvöllinn
með merkið á lofti og réð
þeim úrslitum, að nýr
kafli hófst í sögu lands og
þjóðar.
Ólafur Friöriksson var
menntamaöur, en sannfæröist
um málstaö verkalýös-
hreyfingarinnar og jafnaöar-
stefnunnar úti i Danmörku.
Heim kom hann i veraldar-
striöinu fyrra og stofnaöi fýrsta
islenska jafnaöarmannafélagiö
noröur á Akureyri, en fluttist
brátt til Reykjavikur og geröist
postuli hugsjóna sinna i höfuö-
borginni. Tók hann virkan þátt i
stjórnmálabaráttu Alþýöu-
flokksins og starfi verkalýös-
samtakanna, en mátti sin mest
sem málsvari jafnaöar&tefn-
unnar i ræöu og riti. — Mun eldri
kynslóöinni minnisstætt aö sjá
hann og heyra I ræöustóli. Hann
var fjölhæfur og snjall mælsku-
garpur og svo aösópsmikill i
framgöngu og viöbrögöum, aö
einstakt þótti. Látinn fékk Ólaf-
ur Friöriksson þann vitnisburö
samherja og andstæöinga, aö
hann heföi trúaö á málstaö sinn.
Hæpiö telst þó aö kenna skoöan-
ir hans viö trú, þrátt fyrir skap-
rikiö og sannfæringarkraftinn.
Fyrir honum vakti jafnan sú
vissa, aö úrræöi jafnaöarstefn-
unnar væru raunhæfust lausn á
vanda samfélagsins og þess
vegna þaö, sem koma skyldi. Þá
skoöun boöaöi hann lslending-
um og helgaöi henni starfs-
krafta sina langa ævi. Um hann
stóö löngum styrr. Andstæö-
ingar hötuöust viö hann af þvi
aö þeim blöskruöu skoöanir
hans. Samherjar töldu hann oft
fifldjarfan. ólafur Friöriksson
sat aldrei i logni. Hann kom allt
I einu eins og stormsveipur utan
úr heimi og feykti til öllu gömlu
og feysknu á Islandi, þó að hann
elskaöi ættjöröina eins og barn
móöur. Auövitaö varö slikur
ofurhugi fyrir vonbrigöum, en
þau sviptu hann aldrei þeirri
skoöun, aö framtfö Islands
myndi best borgiö I riki jafn-
aöarstefnunnar. Og Ólafur haföi
farsælli áhrif en margir þeir
tignarmenn, er setiö hafa á
valdastólum og fariö meö lands-
stjórn. Hann kom fátækum og
kúguöum stéttum á Islandi til
þroska af þvi aö hann dirföist aö
eiga sér hugsjón.
Ólafur Friöriksson túlkaöi
fyrirætlun sina og tilgang jafn-
aöarstefnunnar þessum
athyglisveröu oröum I fyrsta
tölublaöi Alþýöublaösins:
„Alþýöuflokkurinn berst fyrir
málstaö alþýöunnar, en þaö er i
raun og veru sama sem aö berj-
ast fyrir málstaö islensku
þjóöarinnar, þvi alþýöan og
þjóöin er eitt, og sá, sem berst á
móti alþýðunni, eöa i eiginhags-
munaskyni, af afturhaldssemi
eöa nýfælni, leggur stein i götu
hennar móti betri lifskjörum,
hann er óvinur islensku þjóöar-
innar, hversu hátt, sem hann
hrópar um ættjarðarást éöa
verndun þjóöernisins.”
En þvi fór viös fjarri, aö ólaf-
ur Friöriksson væri einhæfur.
Hann gaf sér tíma til margvis-
legra hugöarefna auk stjórn-
málabaráttunnar, las bækur á
mörgum tungumálum, sat á tali
viö unga og gamla á veitinga-
stööum, geröi náttúrufræöilegar
athuganir og fór viöa könnunar-
feröir I þvi skyni. Gaman var aö
heyra kappræöur hans I
kunningjahópi. Andi hans var
svo órólegur aö hann bast
naumast stund eöa staö. Aldur-
hniginn sótti hann og varöi mál
sitt af ungæöislegu kappi og
sýndi enga tillitssemi aö boöa
þaö, sem honum virtist satt og
rétt hverju sinni. Viömælendur
hans töldu þetta stundum of-
stopa, en svona var ólafur Friö-
riksson. Hann talaöi eins og sá,
sem valdiö hefur, aö fræöa og
útskýra og marka stefnu. Samt
gat hann verið einstaklega hýr I
bragöi og þýöur I viömóti ef vel
lá á honum. Þá ljómaði bros á
skeggjuðu andliti þessa svip-
mikla öldungs, scm minnti helst
á spámann eöa postula. Mér
varö ógleymanlegt aö sjá hann
deila geöi viö unga drengi, sem
á vegi hans urðu. Honum þótti
vænt um æskuna i likingu viö
séra Friörik Firöriksson og
Sigurbjörn Sveinsson.
Og nágrenni Reykjavlkur var
Ólafi Friðrikssyni dýrlegur
heimur. Til stóð eftir veraldar-
striöiö seinna, aö hann ritaði
ævisögu slna eöa endurminn-
ingar, og var hann inntur eftir
handriti, er fram liöu stundir.
Ólafur kvaöst þá önnum kafinn
viö náttúrskoöun og bætti viö:
Fyrsta bindiö á aö vera um
Esjuna.
Ég sá Ölaf Friöriksson nokkru
fyrir andlát sitt. — Hann var þá
bilaöur á heilsu og dvaldist i
sjúkrahúsi, en reyndi aö leyna
mótlæti sinu, sat á stóli og fór
sér óvenju hægt. Þóttist ég vita,
að hann ætti skammt ólifað, þvi
aö garpinum var augsýnilega
brugöiö. Þegar fundi okkar lauk
og ég gekk á bortt, rifjaðist upp
fyrir mér mynd af Ólafi Friö
rikssyni, meöan hann var og
hét: Hann stóö keikur i ræðu
stóli og ávarpaöi unga jafnaöar
menn af sérstöku tilefni. Viö þaö
tækifæri geröi hann rækilega
grein fyrir hugsjón sinni, er
hann sannfæröist um erindi
jafnaöarstefnunnar viö íslend-
inga og hóf gunnreifur merki
hennar á loft foröum. Ólafi
mæltist svo:
„Þjóöfélag okkar skiptist I fá
tæka og rika frá upphafi, en til-
gangur jafnaðarstefnunnar er
aö gera alla Islendinga aö höfö
ingjum.”
Forsíðumyndin er af ólafi Friðrikssyni.
HALLBJÖRN HALLDÓRSSON
Annar ritstjóri Alþýðublaðsins
Hallbjörn Halldórsson,
prentari, var ritstjóri
Alþýðublaðsins í fimm
ár, frá árinu 1922 og til
ársloka 1927. Hann lést 31.
maf 1969, skömmu fyrir
hálfrar aldar afmæli
blaðsins. Vilhjálmur S.
Vilhjálmsson, sem var
blaðamaður við Alþýðu-
blaðið í ritstjórnartíð
Hallbjarnar og lengi
síðan, minntist hans í af-
mælisblaðinu því, og
kemur hér grein hans
(inngangur Vilhjálms er
þó felldur niður).
Hallbjörn Halldórsson fæddist
aö Vilborgarkoti f Mosfellssveít
3. júli 1888, sonur hjónanna
Halldórs Jónssonar bónda aö
Hrauni i ölfusi og sföan aö
Bringum i Mosfellssveit og Vil-
borgar Jónsdóttur frá Urriöa-
koti. Stóöu miklar og góöar ættir
aö Hallbirni og mátti ætiö kenna
hinn sterka kjarna ættanna I
fari hans, lund og framkomu
allri. Ariö 1903 hóf Hallbjörn
prentnám í Félagsprentsmiöj-
unni, en þegar prentarar sjálfir
stofnuöu prentsmiöjuna Guten-
berg, áriö 1905, fékk hann sig
leystan frá námssamningnum I
Félagsprentsmiöjunni og hélt
náminu áfram i hinni nýju
prentsmiöju. Vann hann þar
siöan f 17 ár og meðal annars
sem verkstjóri.
Það kom mjög snemma i ljós,
aö Hallbjörn var afburða gáfum
gæddur aö hann las allt, sem
hann komst höndum undir, ekki
aöeins þaö, sem snerti iön hans,
sem hann leit alltaf á sem list-
grein, heldur og um stjórnmál,
hagfræöileg efni, þjóöfélagsmál
og heimspeki. Las hann og
skáldskap og kunni skil á helztu
stórvirkjum heimsbókmennt-
anna. Þannig varð hann
snemma fjölmenntaöur maöur
þó aö lftt væri hann skólageng-
inn. Þá kom þaö og fljótt fram,
aö hann var islenskumaöur meö
afbrigöum, vandaöi mái sitt
svo, aö næstum náígaöist nost-
ur, og lagði jafnan áherslu á rit-
mál sitt og ræðumennsku, en
hann varö snemma mjög góöur
ræöumaöur. —
Þessir miklu hæfileikar Hall-
bjarnar uröu til þess, aö hann
var ráöinn ritstjfi Alþýöu-
blaösins áriö 1922. Hann tók
strax til óspilltra málanna.
Hann ritaöi sjálfur næstum allt
blaöið hin fyrstu þrjú ár rit-
stjórnartíðar sinnar — og sleit
sér út. Þetta stafaöi af þvi
meöal annars, aö þaö var erfitt
aö gera Hallbirni til hæfis i rit-
uöu máli, svo nákvæm var
vandvirkni hans — og eftir aö
hann réöi sér starfsmenn, enda
var annaö óhugsandi svo viða-
mikiö var starfiö fyrir hann
einan, vakti hann yfir hverri
setningu, sem i blaöinu kom, og
gekk þetta svo langt, að hann
vildi jafnvel fá aö ráöa oröalagi
auglýsinga, sem i blaöinu áttu
aö koma.
Eg geröist starfsmaöur viö
ritstjórn Alþýöublaðsins,
sumariö 1926. Ekki gat ég fengiö
betri lærimeistara. Hann kenndi
mér flest af þvl, sem ég læröi á
þeim árum I islensku og man ég
aö oftkastaöist I kekki milli mfn
og hans þegar ég vildi flýta rnér
sem mest meö fréttir og útkomu
blaðsins, en Hallbjörn tók
greinar mfnar til lagfæringar og
fór aö snúa viö setning-
um.„Betra aö gefa út gott blaö
og vandaö, en flýta útkomunni”,
sagöi hann oft. Hallbjörn var
orðinn þreyttur maöur, þegar
ég kom til blaösins, en hann sló
þó ekki af. Hann var alltaf i rit-
stjórnarskrifstofunni og fylgdist
meö hverri setningu. En skapiö
var alltaf jafn hlýtt og bjart.
Aldrei kom þaö fyrir, aö hann
reiddist, og þó gat hann átt þaö
til aö sýna manni, aö þaö var
hann, sem var húsbóndinn. En
þetta geröi hann alltaf á þann
hátt, aö þaö dró ekki úr áhuga
minum, hann lagðist aldrei ofan
á mig, ef svo má aö oröi komast,
en leyföi mér að sprikla, aö
minnsta kosti aö vissu marki,.
Loks var svo komið, aö svo virt-
ist sem hann gæti ekki skrifað,
aö hann þjáöist af ofnæmi gagn-
vart penna. Ég man þaö, aö
hann gat setið langtimum viö
skrifboröiö með opinn líndar-
pennann á boröinu og hvfta ó-
skrifaða pappfrsörk fyrir fram-
an sig, án þess aö koma nokkru
á hana. Mér fannst þetta undar-
legt ástand. Síðan skildi ég þaö,
aö hann var orðinn sjúkur maö-
ur af ofþreytu vegna fórnfýsi
sinnar, skyldurækni og allt aö
þvi of mikillar samviskusemi.
Ritstjórn blaösins var heldur
ekki hiö eina starf, sem Hall-
’ björn leysti af hendi fyrir sam-
tökin. Hann sótti nær alla fundi
flokksfélaganna, sat i fjölmörg-
um nefndum og siöast en ekki
sist átti hann sæti i bæjarstjórn
fyrir flokkinn árum saman. Viö
þetta bættist svo þaö, sem alltaf
hefur hvilt þungt á heröum for-
ystumanna flokksins, fjárskort-
ur blaðsins og samtakanna.
Þarna vann Hallbjörn og mikiö
starf. Hann fann snemma til
þess, hve erfitt þaö var og óhag-
kvæmt, aö blaöiö skyldi ekki
vera prentaö f eigin prent-
smiöju. Þess vegna átti hann
frumkvæðiö aö þvi, aö ráöist
var í stofnun Alþýöuprent-
smiöjunnar áriö 1926 Man ég
þaö vel, aö þegar stofnun prent-
smiöjunnar var I undirbúningi,
svo og þegar hún var að taka til
starfa, þá unni Hallbjörn sér
engrar hvfldar og lagöi nótt viö
dag. Atti hann stundum erf-
itt meö aö þola þaö, ef einhver
ætlaöi aö gripa fram fyrir hend-
ur hans i uppbyggingu og skipu-
lagi prentsmiöjunnar. Hann
varö og forstjóri hennar meö-
fram ritstjórninni, en tók alveg
viö henni, þegar hann hætti rit-
stjórn sinni áriö 1927. Og þvi
starfi gegndi hann til ársins
1935, aö hann hvarf aftur til
Gutenberg og gerðist þar aöal-
verkstjóri. Fannst mér þá, aö
Hallbjörn heföi fengiö starf,
sem betur ætti viö hann, en
starfiö i Alþýöuprentsmiöjunni.
Gutenberg prentaði bækur, en
Alþýöuprentsmiðjan prentaöi
dagblaö. Sannleikurinn var
nefnilega sá, aö afstaöa hans til
prentlistarinnar var þannig aö
þaö átti ekki viö hann aö starfa
þar sem allt var miöaö viö
hraöa. Prentverkiö var list fyrir
honum — og þaö skal um leiö
fullyrt hér, aö I sveit hermanna
hinnar svörtu listar var Hall-
björn Halldórsson fremstur
listamanna.
Eins og gefur aö skilja var
Hallbjörn þegar frá upphafi
einn af helstu leiðtogum Hins
Islenska prentarafélags, enda
hef ég aldrei hitt fyrir prentara,
sem ekki hefur litiö upp til Hall-
bjarnar og boriö viröingu fyrir
honum. Hann var um skeiö for-
maöur Reykjavikurdeildar-
innar, varaformaöur, og gegndi
öörum trúnaöarstörfum. Hann
var lengi ritstjóri Prentarans og
enn lengur bar hann veg og
vanda af þvi blaöi ásamt öðrum.
Hann ritaöi fjölmargar greinar I
blaöiö, sem prentarar telja stór-
merkilegar. Fáir voru kunnugri
en hann sögu prentlistarinnar,
og þeir voru ekki margir, sem
fylgdust betur meö nýjungum i
iöninni en hann.
Ég held að mér sé óhætt aö
fullyröa þaö, aö prentarar litu á
Hallbjörn um langan aldur sem
sinn fremsta mann og skipti þá
engu, hver var formaöur félags
þeirra. Fólu þeir honum og
mjög oft aö sækja alþjóöaráö-
stefnur prentara, enda sómdi
hann sér alltaf vel á slikum
stórfundum. A þetta bendir
einnig sú staðreynd, aö prent-
arar fengu honum ibúö i húsi
sinu viö Hverfisgötu 21 og þar
bjó hann árum saman ásamt
hinni ágætu konu sinni, Kristinu
Guðmundsdóttur.— Þau höföu
eignast einn son, Eiö, en hann
lést á unga aldri og var þá mikill
harmur kveöinn aö þeim hjón-
um.
Prentarar gáfu Hallbirni
heiöursnafnbót i sinum hóp.
Þeir kölluöu hann: Meistara
Hallibjörn og tók hann nafnbót-
inni alltaf vel. Hann hafði og á
sextugsafmæli sinu veriö kjör-
inn heiöursfélagi Prentara-
félagsins.
Hallbjörn Halldórsson hélt
áfram aö vera kennari minn og
leiöbeinandi löngu eftir að hann
fór frá Alþýöublaöinu. Hann
hringdi þá til min, glaður og
reifur, stuttoröur og gagnoröur
og ræddi viö mig um ýmislegt,
sem ég haföi skrifaö I blaöiö.
Hann talaöi um efni þess, en
hann ræddi ekki siður fram-
setninguna. Það kom fyrir, aö
hann bar lof á mig en oftar var
þaö, aö hann hringdi til aö finna
aö. Ég Ieit alltaf á hann sem
kennara. Enn i dag finnst mér
þaö, sem Hallbjörn sagöi mér
um islenskt mál, vera hæsta-
réttardómur — og ég tek ekki
neinum sönsum, ef einhver
dregur þann dóm I efa.
Hallbjörn Halldórsson starf-
aöi fyrir alþýöusamtökin og Al-
þýöublaöið á sköpunartlmum
þeirra. Þá var starfiö erfiöara
en þaö er nú. Hann fórnaöi sjálf-
um sér I þessu starfi, svo aö
hann beið tjón á heilsu sinni. Og
þó aö maöur yröi ekki var viö
þaö i dagfari hans hin siðari ár,
þá bar hann menjar stritsins og
erfiöleikanna. Hann var alltaf
stritmaöur, en um leiö var hann
andlegur leiötogi. VSV.