Alþýðublaðið - 29.10.1979, Síða 13

Alþýðublaðið - 29.10.1979, Síða 13
Alþýðublaðið 60 ára 13 Búíst til atlögu viö heimiii Óiafs Friörikssonar aö Suöurgötu 14. Húsiö stendur enn, þar er nú til húsa Heildverslunin Pétur Pétursson h.f. HVÍTfl STRIÐIÐ 1921 HERNAÐARflSTAND út af rússneskum dreng ólafur Friðriksson/ rit- stjórí Alþýðublaðsins/ lenti í nóvember 1921 í deilum við yfirvöld/ sem íhalds- menn óttuðust að væri upp- haf kommúnískrar bylt- ingar á Islandi. Neitaði ólafur að verða við skipun st jórnarinnar og land- læknis um að senda úr landi rússneskan dreng, sem hann hafði ætlað sér að ganga í föðurstað, en reyndist vera haldinn smitandi augnsjúkdómi. Var vopnað lið óbreyttra borgara sett lögreglunni til aðstoðar, drengurinn sótturmeð valdi og sendur utan, en Ólafur fangels- aður. Forsaga þess máls er sú, aö Ólafur sótti þing Komintern (Alþjóöasambands kommúnista) 1921 í október í Moskvu enda mun hann hafa hallast aö kommún- isma á þessum árum þótt hann hyrfi siöar frá honum. Frá Rúss- landi haföi hann meö sér son þekkts verkalýösforingja, sem rússneskir „hvitliöar” höföu tekiö af lifi. Var drengurinn 15 ára gamall og hét Nathan Fried- mann. Fannst Ólafi hann óvenju- lega skynsamur, og aö sama skapi ötull. „Trachoma". Viö læknisskoöun kom i ljós, aö drengurinn haföi augnsjúk- dóminn „trachoma”, sem útbreiddur var á þeim tima I Suöur og Austur-Evrópu, en sjaldgæfari i öörum löndum. Þessi sjúkdómur var talinn smitandi, ef tár eöa útferö úr augum hins sjúka kæmust i augu manns. Þvi var þess gætt, aö ekki notuöu aörir sömu handklæöi og vasaklúta og „trachoma”- sjúklingar, en þeir voru hvergi i heimi einangraöir. Sjúkdómur þessi getur valdiö sjóndepru eöa eins og þáverandi landlæknir sagöi, gerir menn, hálfblinda eöa meir. Drengurinn gekk til augn- læknis daglega og var hellt og smurt meöulum i augu hans. Fór honum fljótlega aö batna af meö- feröinni. En brátt fóru aö ganga kvik- sögur i bænum um sjúkdóm drengsins. Var þaö mál manna, aö sjúkdómurinn væri bráösmit- andi og afar hættulegur. Sögöu sumir aö drengurinn væri haldinn lekanda, aörir sýfilis. Fjeldsted augnlæknir, sem skoöaði drenginn, lagöi til viö landlækni, sem þá var settur Guömundur Hannesson, aö honum yrði visaö úr landi. Taldi Ólafur Friöriks- son, aö ótti manna vegna sögu- buröarins hafi veriö undirrót þessarar tillögu Fjeldsteds. Landlæknir tók undir tillöguna og kom henni á framfæri viö stjórnarráöiö. tlrskuröaöi lands- stjórnin, aö drengurinn skyldi fara utan meö Botníu þann 18. nóvember. Pólitískar ofsóknir? Ólafur Friðriksson neitaöi aö veröa viö þessari kröfu. Skrifaöi hann grein i Alþýöublaöiö þann 17. nóvember, þar sem hann gerir grein fyrir sinu máli. Ólafur segir að greinarlokum :Hér á aö fremja hrópleg rangindi, og af því ég álit, aö þaö eigi að fremja þau á þessum dreng af þvl, aö hann á migaö, þá ætla ég aö nota allar aðferöir, og hverja þá, sem hent- ugust virðist, til þess aö þessi rangindi veröi ekki framin á drengnum.” Lögreglunni var nú faliö aö sjá til þess aö drengurinn færi með Botniu daginn eftir, þ.e. 18. nóvember. Var Olafi Friörikssyni tilkynnt, aö drengurinn yröi sóttur til hans meö lögregluvaldi. Bardagi i Suðurgötu. Um klukkan eitt eftir hádegi þann 18. nóvember hóf lögreglan húsrannsókn aö heimili ólafs aö Suöurgötu 14. Eftir langa leit fannst drengurinn. En lögreglan komst ekki meö hann nema rétt niöur fyrir tröppurnar. Þá var hann tekinn af lögreglunni og fluttur inn i húsið aftur. Munu þar hafa veriö aö verki vinir ólafs, aöallega Dagsbrúnarmenn neöan frá höfn og af öörum vinnu- stöðum, sem frétt höfðu, hvaö um væri aö vera og hraöaö sér á vett- vang. Laust i bardaga meö þeim og lögreglunni og hjálparliöi hennar, sem skipað var mönnum úr Skot- félaginu undir forustu Axels Tuliniusar og nokkrum úr bruna- liöi bæjarins. Var þetta lið allt vopnaö kylfum, en aö sögn ólafs Friörikssonar voru það aöallega varaliösmenn sem böröu menn niöur meö kylfum. En allt kom fyrir ekki, og varð lögreglan aö láta I minni pokann I þessari atrennu. Æsing á báða bóga. Eftir þetta var búist viö stórtfö- indum, Morgunblaðiö stagaöist á byltingu og blóðsúthellingum ,sem þvi sýndist vera I vændum. Var og sagt, aö Ólafur Friöriksson hefði sett upp skrifstofu I húsi sinu og innritað fjölaa manna I „varaliö” sem ætti aö taka þátt i frekari mótspyrnu gegn rikis- stjórninni. Var og haft fyrir satt, aö eftir þessi tiöindi hafi hafst viö varöflokkar i húsi Ólafs Fribriks- sonar jafnt nætur sem daga. Alþýðuf lokkurinn hlutlaus. Flokksbræður Ólafs Friðriks- sonar sáu, aö ef þessu máli væri haldiö til streitu af Alþýðu- flokknum annars vegar og yfir- völdunum hins vegar, hlytu afleiðingarnar aö vera þær, aö hernaðarástand skapaöist i bænum. Þvi var þaö, aö fulltrúa- ráö verkalýösfélaganna i Reykja- vik kaus nefnd til aö bera sáttar- orö á milli ólafs Friörikssonar og stjórnvalda. Lagöi nefndin til aö miölun yröi reynd, og féllst stjórnin á tilboð nefndarmanna, en ólafur Friöriksson hafnaöi hverri miölun. Aö kvöldi 21. nóvember var svo haldinn sambandsstjórnarfundur Alþýöuflokksins, og lögöu allir stjórnarmeðlimir, aörir en ólafur, fast aö honum aö taka sáttaboöum nefndarinnar, en árangurslaust. Aö lokum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Sambandsstjórn Alþýðusam- bands íslands lýsir yfir þvi, aö hún telur brottvisunarmál rúss- neska drengsins einkamál ólafs Friðrikssonar, en eigi flokks- mál.” Var þessi ályktun birt i Alþýðublaöinu daginn eftir. Var Ólafur jafnframt settur frá rit- stjórn blaösins, en Jón Baldvins- son, forseti sambandsstjórnar Alþýðuflokksins, skráður ábyrgöarmaður um sinn. /, Hvíta liðið". Ymsir ungir menn I bænum stofnuöu eftir hiö misheppnaöa brottnám rússneska drengsins sjálfboöaliö til aö aöstoöa lög- regluna. Munu þetta einkum hafa veriö verslunap-og iþróttamenn. Alþýöublaðiö telur Skotfélag Reykjavikur og landsmálafélagið Stefni hafa nær eingöngu átt þátt i stofnum þessa liðs. Auökenni liös- manna var hvltt bindi um hand- legginn, og var þetta kallað „hvita liðiö”. Varö þessi flokkur allfjöl- mennur, yfir 400 manns. Var flokkurinn æföur og honum skipaö I liðssveitir. Flokkurinn neitaöi aö starfa undir stjórn Jóns Hermannssonar lögreglustjóra. Skipaöi þá rikisstjórnin sérstakan lögreglustjóra til bráöabirgöa, Jóhann P. Jónsson, skipherra á varöskipinu Þór. Jóhann haföi fyrr á árum verið sjóliösforingi i danska hernum. Atlagan að ólafi Friðriks- syni. Snemma aöfaranótt þess 23. nóvember 1921 var settur vopnaöur vöröur viö stjórnar- ráöiö, íslandsbanka, bústaö for- sætisráðherra og viöar um bæinn. Umferð var og bönnuö á einstaka staö. Iönaöarmannahúsiö (Iönó) haföi veriö tekiö á leigu af rlkis- stjórninni fyrir höfuöstöövar „hvita liðsins”. Þar stóöu fyrir framan dyrnar allmargir vopnaöir varömenn. Safnaöist fjöldi manns saman I Iönó um morguninn. I Góðtemplarahúsinu var komið fyrir ýmsum hjúk- runargögnum, sjúkrabörum, sáraumbúöum o.fl. þvi búist var viö höröum átökum, jafnvel blóöugum. Klukkan langt gengin eitt eftir hádegi hófst svo atlagan. Ein sveit úr hvitaliöinu, 40 manns, fór aö baki húsi ólafs og umkringdi þaö, en önnur sveit kom framan aö húsinu. 20 manns af þvi liði, sem atlöguna geröi, var vopnaö rifflum, hinir voru vopnaöir bar- eflum. Lögreglustjórinn”, Jóhann Jónsson, gekk nú meö nokkra menn aö húsinu, sem var lokaö, og lét brjóta þaö upp. Siöan var ólafur Friöriksson, kona hans, rússneski drengurinn og 13 aðrir teknir fastir, þeirra á meöal Hendrik Ottósson. Ólafur og einir 6-8 aörir voru settir i járn. Konan og drengurinn voru flutt niöur I Iönó og þaöan upp i franska spitalann. Hinir voru fluttir i bif- reiöum upp i tugthús. Enginn mótstaöa var gerö og húsrannsókn leiddi I ljós, aö enginn vopn voru I húsinu, gagn- stætt þvi, sem haldiö haföi veriö fram. öll sendibréf og skjöl Ólafs Friðrikssonar og konu hans voru tekin og afhent „aðstoöar- lögreglustjóra” eins og hann kaus nú aö kalla sig. Handtökum var haldiö áfram um daginn, og voru alls hand- teknir 28 mafns. Réöust hvitliöar inn i hús viös vegar um bæinn og leituðu aö mönnum bæöi á heimilum þeirra og utan. Óþörf harka. Alþýöublaöiö skrifar um atlöguna aö Ólafi daginn eftir, og segir m,a. aö dagurinn sá muni vafalaust veröa talinn einn hinn viðburöarikasti dagur I sögu Islands á siöari öldum. Siöan segir blaöiö: Allir skynsamir og friösamir menn höföu búist við þvi, aö aöför sú að Ólafi er vænst var aö gerö yröi, myndi veröa gerö meö gætni og án þess aö raska friöi manna, og búa lifi þeirra og limum hættu. Þaö var vitanlegt, aö ólafur haföi aöeins örfáa menn á heimili sinu, og það flest unglinga og drengi, og aö Alþýöuflokkurinn haföi lýst hlut- leysi sinu. Hver maöur meö fullu vita gat þá talaö um uppreisn? En þó er aö fariö, eins og um upp- reisn liösterks mannsafnaöar væri aö ræöa.” Hernaðarástand. „Hvita liöiö” var viö öllu búiö eftir handtöku Ólafs og félaga hans. Sterkur vöröur var vR)a um bæinn aö kvöldi hand- tökudagsins og nóttina eftir, og enn vöröur á ýmsum stööum daginn eftir. Fundahöld voru bönnuö, og kvikmyndahúsin lokuö. Simskeyti voru skoðuö og stöövuö ef hvitu hersveitinni, eins og Alþýðublaðiö kallar hana, þótti rétt. Einungis meölimum hvitu hersveitarinnar var leyft að fara hvert sem þeim sýndist I bænum aö sögn Alþýðublaösins, og alls staöar voru; njósnarar útsendir frá henni. Jafnvel simtöl innan bæjar bárust inn á fréttastofu hvitu hersveitarinnar, segir Alþýöublaöiö. Alþýöuflokksmenn voru aö vonum mjög órólegir yfir hvita liöinu. Alþýöublaöiö spyr foringja þess, Jóhann Jónsson, þ. 24. nóv., hvort ekki sé ætlunin aö leggja þetta liö niöur tafarlaust. Jóhann svarar: „Ég býst viö aö liöiö veröi haft þaö mikiö fyrst um sinn, aö óróa sé hægt aö bæla niður ef koma skyldi upp.” En byltingin lét ekki á sér kræla. Þann - 24. nóvember, tveimur dögum eftir atlöguna aö Ólafi, nam „aðstoöarlögreglu- stjórinn I Reykjavik” úr gildi „tilskipun þá er borgarar hafa fengið um aö aöstoða lögregl- unna.” Hernaöarástandi var aflétt. Bolsivíkahræðslan. Alþýöublaöiö skýrir atburöina meö móöursjúkri hræöslu af hálfu andstæöinga Alþýðuflokksins. „Yfirleitt má segja”, segir blaöiö, „ aö æsingar þær, sem oröiö hafa i þessu máli stafi allar af þvl, aö andstæöingar Alþýöu- flokksins hafa nú um langan aldur verið dauðhræddir viö stjórnarbyltingu af flokksins hálfu, og þaö þótt vitanlegt sé, aö hér séu mjög fáir bolsivikar og jafnvel þeir fáu sem kunna aö vera hafi alls ekki ætlað sér aö gera byltingu. Þessari hræöslu veldur aðallega fákræöi hinnar svonefndu yfirstéttar um verka- lýðsmál og bardagaaöferöir al- þý lunnar um allan heim i baráttu hennar við „auðvaldiö og þó sérstaklega ókunnugleik á hug al- þýöunnar I þessu landi. Morgun- blaöiö aöal auövaldsblaöiö hefir aliö á þessari hræöslu um langan aldur I þeim einum tilgangi, aö tálma hinni sivaxandi jafnaöar- stefnu i landinu... Aö vandræöi hafa ekki hlotist meiri af þessu máli en oröin eru, er eingöngu aö þakka framkomu Alþýöuflokksins. Vegna afstööu hans i málinu var hægt aö fram- kvæma brottnám rússneska drengsins.” Málalok. Ollum þeim mönnum, sem handteknir voru „hvita daginn” var sleppt lausum fljótlega, nema Ólafi og Hendrik Ottóssyni. Sumir þeirra a.k. voru spurðir aö þvi I lögreglurannsókn, hvort þeir væru bolsivikar, og hvort þeir vildu gefa drengskaparheit sitt upp á aö fylgja ekki Ólafi Frið- rikssyni framvegis. Rússneski drengurinn, Nathan Friedmann, var sendur til Dan- merkur meö Gullfossi 28. nóvember. Daginn eftir var svo Hendrik Ottosson látinn laus, og þ. 30. var ólafj Friörikssyni sleppt. Haföi hann einskis matar neytt þá 8 daga, sem hann var i varöhaldinu, aöeins drukkiö heitt vatn. Jón Baldvinsson var ábyrgöar- maður Alþýöublaösins til 4. des- ember. Þá var Hallbjörn Hall- dórsson ritstjóri blaðsins nokkra daga, 5. til 10. desember. Þann 11. desember tók Ólafur Friöriksson aftur við ritstjórn Alþýðinlaðsins (Heimildir þessarar saman- tektar eru, auk Alþýöublaösins, öldin okkar.)

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.