Alþýðublaðið - 14.12.1979, Page 12

Alþýðublaðið - 14.12.1979, Page 12
12 JÓLABLAÐ Ævintýri eftir Ólaf Torfason Um höfundinn: olafur Torfason. Fæddur 1947 í Reykjavtk. Stúdent frá MR 1969. Kvikmyndafræði við Kaupmannahafnarháskóla 1970-1973. Frá 1975 kennari í Stykkishólmi. Handleikur stundum verkfæri rit ritlistan myndlistar, Ijósmynd og kvikmynda. Kvæntur Signýju Pálsdóttur. Þrjú börn. I. Svo er sagt, aö um áriö hafi Félag islenskra Landsbókavaröa fariö fræöi- leiöangur og söfnunar austur á Héraö. Ekki var gleymt aö skemmta sér á leiö- inni. Siöasta dúndurkvöldiö þóttist yngsti vörðurinn eygja einkennilegt kvikindi skreiöast um meö fimm eintök af blaöinu „Austurland” f kjaftinum. Datt ný- græöingnum strax í hug, aö þetta kynnu aö vera fágæt eintök og bar þaö undir hina eldri. Smöluöust Landsbókaveröir um dýriö meö hlátrasköllum, en þaö rann haröan. Einn ók i humátt eftir þeim á stórri sendiferðabifreiö, sem leigö haföi veriö til suðurflutnings bóka-, bréfa- og handritagjafa úr sýslunni. Skepnan hljóp á fjórum fótum, var lág- fætt, snögghærð likt og selur, steingrá. Hausinn var flatvaxinn, nasirnar fnæstar og snörlaði í þeim. Leikurinn barst að bæ þeim, sem Brekkugeröi nefnist og stendur viö Lagarfljót. Var nú af þátttakendum dregið. A tanga vestan bæjarins gómuðu veröir skepnuna i þann mund, sem hún bjóst til að mjaka sér ofani. Heitir þar Bauiutangi. Dröslaöist samkoman uppi sendiferöabifreiöina. Haföi ófreksjan þá (etiö eintökin. Brátt skildu verðirnir, að þetta var Lagarfljótsorrourinn. Þeim fannst hann furöu viðkunnarlegur. Akváðu félags- menn samstundis i atkvæöagreiðslu meö lófaklappi aö færa islenska rikinu orminn aö gjöf. í þægilegri sigurvimu ræddu þeir, hvernig annast skyldi afhendingu gjafar- innar. En skyndilega var kyrrðin rofin, elsti vörðurinn áttaöi sig á þvi, að ljós- mynda bæri orminn nýveiddann, til samanburðar siðar meir. Þvi filvitað er, að sækýr og skrimsl en þó einkum nykrar, breyta sér snögglega á ýmsa vegu að eig- in vild. Hefir þvi fólki oft sýnst sitt hvaö, er á gaf aö lita fyrirbæriö, sem i almanna- rómi hlaut nafniö Lagarfljótsormur. Skutu verðir varfærnislega til hurð á hliö bilsins og smelltu viðstöðulaust af Polaroid-myndavél með leifturglampa. A litljósmyndinni, sem framkallaðist strax, sást glöggt, hvert öfugmæli það er i þjóö- sögum aö hófar nykursins snúi allir aftur. Þó opinberaöi myndin enn ljósar aö skrimsliö úöaöi skefjalaust i sig lesmáls- gjöfum Héraösbúa. Veröirnir svitnuðu. Þeir fóru nú aö öllu meö leynd. Ekki þótti ráölegt aö láta uppskátt viö sveitavarginn, hver afdrif ritanna höföu orðiö. Var ekiö rólega i átt til höfuð- borgarinnar. Gafst nógur timi til um- ræöna. Dýriö geymdist vel I sendiferða- bifreiðinni, enda fóöur ekki af skornum skammti. Innvigtuð i sendibilinn og rút- una voru upphaflega tæp 900 kilógrömm ritmáls, vógu þar mest skáldsagnahand- rit og ljóöabálkar ellidauöra land- búnaöarverkamanna. Til þess var tekiö aö á móts viö Ferstiklu i Hvalfirði neitaði skepnan sér, eftir nokkra umhugsun um aö bryöja allan „Esóp Grikklandsspek- ing”, sem Vigfús Þormar I Geitageröi i Fljótsdal, haföi gefiö, rétt bragöaöi á upp- hafi handritsins, en svo var eins og þaö blygðaöist sin Þetta kom sér vel, þvi dr. Landsbóka- vöröurinn.sem ekki var i leiðangrinum og hefur alltaf veriö i nöp við Lagarfljóts- orminn mundi dýrinu þessa tryggö við griska menningu. En um þann mann er höfð sú dæmisaga, aö fyrst faðir hans fékk þvl til leiöar komiö, aö griskukennsla var afnumin á menntaskólastiginu á tslandi, lét sonurinn ekki nægja aö læra grisku, heldur aflaði sér doktorsnafnbótar fyrir afburöa kunnáttu I þeirri tungu. Veröirnir ályktuöu samhljóöa á Holta- vörðuheiöi, að félag þeirra skyldi eiga orminn og varöveita. Bókuðu þeir i fundargerö aö veiöi þessi „staöfesti gildi þjóölegra almannafræöa”. Sagnfestu- mönnum;bættu þeir við, veittist hér „ekki óverulegur liösauki”. þegar nú aflaðist i bókstaflegum skilningi „áþreifanleg sönn- un þess, aö munnleg geymd, siðar skrásett og varöveitt I fjölda handrita sýnir ævinlega styrk sinn, þegar hinar sögulegu aöstæöur eru fyrir hendi.” Rikti mikill einhugur i bifreiðinni. Þegar til Reykjavikur kom, stungu bókaveröir skrímsli sinu, dösuöu af offylli, i kjallara Safnahússins viö Hverfisgötu. Hótuöu þeir bilstjórunum, aö ef þeir létu fréttina leka út, yröu allar ætt- fræöiheimildir um þá á Þjóöskjalasafni eyðilagöar. Fór siöan hver til sins nátt- staðar. Um dagmálabil morguninn eftir, þegar félagiö mætti i kjallarann til ráöstefnu um framtið Lagarfljótsormsins, var að- koman óhugananleg. Þrátt fyrir lokaöar dyr hafði ormurinn velað um bóka- geymslurnari hillum saman og hrifsaö flygsur þjösnalega úr ritrööunum og engu hlift, hvorki vögguprenti né pappakössum utan af vinflöskum. — Kill him! æpti sá, sem stundaö haföi framhaldsnám i Bandarikjunum. — Hafið þér ekki, spurði annar, tekið eftir þvi, að þetta er kvendýr? Þaö varð að fljótaráöi Félags islenskra Landsbókavaröa, aö halda hneyksli þessu stranglega leyndu og opinbera dýriö hvergi. Geymir félagiö siöan Lagarfljóts- orm sem hvert annaö gæludýr i Safnahús- inu sínu. Þeir varöanna sem mótuöust á nýbýlisdögunum viö Náttúrugripasafniö i byggingunni, söknuöu ævinlega vinar i staö, eftir að uppstoppiö flutti inná Hlemm. Margir höföu fariö á mis viö hús- dýr i æsku og tóku miklu ástfóstri viö kvikindiö. Þó svo ætti að heita i samþykktum félagsfundar, aö verðirnir legöu i kjallaranum drög að skrimslafræði, fór timinn i sprell. Or þeirri dægrastyttingu fékkst alltént sú niðurstaða, aö væri ormurinn ekki hreinræktaöur nykur, þá ætti hann — eða hún, réttara sagt, — að minnstakosti kyn aö rekja i þann ættbálk. Til dæmis haföi hún þá sérstöku náttúru nykranna, að geta boriö svo marga menn sem húnvildi, þvi hún stækkaöi jafnskjótt að þvi skapi, sem fleiri verðir voru á baki henni. Ennfremur varð deginum Ijósara, aö hún lagöi sér aldrei til munns annað lesmál en þaö, sem rækilega haföi veriö handfjatlað og vætt svita. II. Skirðu þeir kúna Bólgu, sökum hæfi- leika hennar til að tútna út, þegar viö þurfti. En slá varð varnagla vegna gömlu varöanna og áminna þá sérstaklega, þvi sá sem vill riða nykur sér aö bagalausu, má aldrei nefna núll, meöan hann er á baki honum, eöa neitt þaö orö, sem N er fyrsti stafur i, eins og Náttúrugripasafniö. Ryöst þá nykurinn á hvaö sem fyrir er, þangað til hann getur steypt sér ofani heimkynnavatn sitt og á kaf meö reið- mann eöa menn. Búskapurinn gekk skikkanlega i byrj- un. Dýriö naut ástúöarinnar. Einstaka sinnum misstu veröirnir samt vald á Bólgu, þegar hún varö frávita af gljá- páppirsgræögi, en takmarkaðar birgðir fyrirliggjandi. Geröist hún hávaðasöm og ófyrirleitin. Beittu þeir henni þá beinlinis á hillurnar. Skýrir það, hve erfiðlega gengur að fá ýmsar bækur afgreiddar á lestrarsal safnsins, þær hafa fyrir löngu veriö afgreiddar i meltingarfærum Lagarfljótsormsins. Ekki fór hjá þvi, að fólk utan Félags islenskra Landsbókavaröa yrði vart við Bólgu. Af margvislegum ástæöum reynd- ist brýnt aö innvigja bæði visindamenn, iönaöarmenn og hreingerningskonur. En til þess aö foröast fallgryfur rannsóknar- blaöamanna var ekki nóg aö binda i venjule gt þagnarheit, múta eða hóta. Meö hliðsjón af tryggri læsingu launhelganna i heföbundnum leynifélögum ákváöu veröir aö sjóöa saman pottþétta stúku. Þetta tókst prýðilega. Félagsskapurinn sem var opinn manneskjum af öllum kynþáttum og kynjum hlaut nafniö „Kúndalini”. Upphaflega var fjölgaö i samsærisklik- unni af hreinni verklegri nauðsyn. Auka þurfti húsrými. Sumir gældu viö þá hug- mynd aö afla Bólgu maka. Hljóð- einangrun var áfátt. öryggiskerfi tak- markaö. Fyrst i stað brutu, hjuggu og grófu Landsbókaverðir i sjálfboöavinnu, en þótt Bólga væri látin hjálpa til viö jarö- vegsflutningana, þurfti um siöir fjölda manns til aö koma efninu út úr húsinu. Stúkusystkin voru látin bera mold og grjót i vösum sinum, töskum og „bóka- kistum”. Þaö var ekki fyrr en háttsettar persónur i rikisgeiranum, litlar að buröum, kynntust vigslum, lykiloröum og leyndardómi „Kúndalini-stúkunnar no 1.”, aö hér varð á snögg breyting. Borgarbúum til mikillar furöu var skyndilega lyft úr Arnarhólnum kippkorn norðan Landsbókasafnsins ókjörum jarð- vegstonna. Opinberlega var tilkynnt, aö i dínamitgjá þessari þyrfti nauösynlega aö reisa höll yfir Seölabankann. . 1 undir- djúpum hans áttu aö vera feiknarlegar seölageymslur, „sökum sivaxandi pen- ingamagns I umferö”. Kúndalini-systkin höfðu hins vegar hugsaö sér þarna fram- tiöaribúö Bólgu. Mikil voru vonbrigöi þeirraog gremja, er mótmælaholskefla fávisra borgara bremsaöi þetta plan. Gjáin góöa horföi tóm mót himni árum saman. Flestum er kunnugt, að uppruni Lagar- fljótsormsins er i þjóösögum talinn sá, að stúlka vildi auka. fingurgull sitt og lagöi þaö undir lyngorm. En I staö þess aö hringurinn stækkaði, bólgnaöi ormurinn. Loks sprengdi hann af sér öskjurnar og lafhræddar hendur steyptu honum i Lagarfljót. Og vist er um þaö, aö sterk eru tengsl auös og Bólgu Landsbókavöröurinn hefur iöulega veitt litt dulinni óánægu sinni meö orminn útrás I blaöa- og timaritsgreinum um málefni Landsbókasafnsins. í Andvara 1969 vék hann opinskátt að þessum tengslum Bólgu og bankanna I smellinni allegóriu um mannnshöndina, meö 8 skýringarmyndum af fingrum. í heiönum siö var rún sú, er Lögur nefn- ist, tákn baugfingurs, Safnbóndinn telur I Andvaragreininni höndina geta táknaö þjóöfélagiö, en baugfingurinn „hina riku”, bankaveldið eða hagfræðilega ráöunautur rikisstjórnarinnar. Orörétt segir hann svo: „Þá vikur sögunni til þumalfingursins, sem merkir i rauninni hinn bólgna eða þykka fingur. — Neyti þumallinn aftur á móti stööu sinnar og aflsog neyöi hina til að beygja sig, svo aö gómar þeirra nemi viö lófann, hrósar hann að visu sigri, en árangurinn veröur, eins og vér sjáum, aðeins krepptur hnefi, sem höndin mun ekki sætta sig viö til lengdar”. En þumall- inn segir Landsbókavöröurinn tákna alþýöu landsins. Vitanlega s já allir, að „þjóöfélagiö” — höndin — i grein hans er litla þjóðfélagiö hans sjálfs: Safnið, og „alþýöan” — þumallinn — eru starfsmennirnir, eöa nánar til tekið: Kúndalini. Nýliðar fengu enga vitneskju fyrirfram um markmiö stúkunnar, en flestir hugöu hana vera bókmenntasinnað þjóöræknis- félag. Siöasta stig vigslu var kynning fyrir orminum. Leiddu reynd systkin kandidatana inni rökkvaðan afkima, likan göngunum i gömlu torfbæjunum. Lá þar á troönu gólfi kálfskinn áritaö. Snæddi Bólga handritið að fólkinu ásjáandi. Grafarþögn rikti. Siðan voru vigsluþegar látnir mata kvikindiö með árgjaldi sinu til stúkunnar, sem skyldi greiöast i velktum og mikiö notuöum hundraökrónuseölum. En bankaseðlar voru þaö besta sem Bólga fékk. Ekki var örgrannt um, að sumir ný- vigðir teldu sig hreinlega hafa leiðst i aðrar veraldir við athöfnina. Helst olli hugaranrgi varöanna, hve fækkaöi i bókageymslunum. Höföu þeir mörg kerfisfræöileg undanbrögö, þegar sótt var um aö skoða bókaeign safnsins. Einn fullyrti til dæmis skriflega, aö drag- súgur sem fylgdi tiöri opnun og lokun dyra i eyjaloftslagi bráöskemmdi gömul rit. meö rykslipun, rakaflutningi og annarri „innanhússveðrun” sem hann nefndi svo. En sorglega Iitið var til að sýna af bókum og blöðum sem sögö voru i geymslu út um allan bæ i lokuðu kössum, þetta var ýmist uppétiö eða hlandblautt eftir orminn. Sérkennileg gráma-yfir- bragöfærðistmeö timanum á veröi safns- ins, þvi þeir báru keim af dýrinu, sem var oft forugt. Einn varöanna útvegaði hrannir af út- breiddasta dagblaöi landsmanna og vildi kæta Bólgu. Sú varö þó raunin.aö skepn- unni þótti hrár dagblaöapappirinn vondur og seldi upp. Brenndu magasýrurnar allt hár af höföi hins mistæka velgjöröar- manns. Enda kom uppúr dúrnum, aö hér var um að ræöa ólesnar umframbirgðir, en Bólgu gast hvorki aö pergamenti pappir né húöum, nema menn heföu handfjatlað rækilega fyrst og vætt svita. Ekki virðist samneyti varöanna við Bólgu efla skerpu þeirra, og mörg störf á safninu eru hæpin til eftirbreytni. Til gamans má nefna ritaukaskrána, sem löngum hefur veriö meginefni „Arbókar” safnsins (Obbanum af upplagi hennar gáfu þeir raunar Bólgu að éta). Gripa má niður hvar sem er, prófum áriö 1969. Próf- um liðinn HEIMSPEKI. Undir honum eru t.d.skráð: Afengislögin.Prófum flokkinn FARGAR LISTIR. sérflokkinn húsageröarlist/myndlist. Þar er: Kross- gátublaöið. Prófum flokkinn SAGN- FRÆÐI. Þar er nú til aö mynda: Feröa- handbókin. Prófum ættfræöi. Þar er bók P. Clostermanns: Elsass flugsveitin. En sá sem ætlar að finna „Rauöa kveriö” eftir formann Maódsedong? Hann leitar náttúrlega, og finnur, á sinum staö innan um önnur svipuö rit: Arsreikn- inga kaupfélaga og banka, kauptaxta, verkalýösfélaganna. Lög og reglur mat- ráöskvenna á Islenskum sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.