Alþýðublaðið - 23.12.1980, Side 11
JÓLABLAÐ
11
Ruwanveliseyja, Anuradhapura, á Sri-Lanka
Katamaran-fiskibá tur dreginn á land viö Negombo á Sri Lanka
Hreinsun fra'rennslisvatns og
verksmiðjuúrgangs er enn
varla þekkt i þessu framfara-
landi, —
Ferhyrndi nútima klukku-
turninn er miðdepill, þar iða
ýmis ökutæki og blandast
háværum brosandi mannfjölda.
Margvislegir minjagripir eru
boðnirtil sölu og þess vænst, að
kaupandi prútti niður verðið um
allt að helmingi, það gerir
verslunina fyrst ánægjulega.
Annars eru verslanir smám-
saman að taka upp vestræna
söluhætti, festa verðmiða við
nær allar vörur. — Vinur minn,
sem er reykingarmaður mikill,
virðist vera vel þekktur einnig á
þessum slóðum. Hann lætur
unglinga kaupa fyrir sig siga-
rettur, sem þeir fá á verði hinna
innfæddu, en vel vitandi þetta
borgar vinur minn milliliðum
túristaverðið og fær sá mis-
muninn (15 til 20%). Þannig
verða allir ánægðir — vinur
minn, milligöngumaður og sölu-
maður og það er gleði á alla
vegu.
Ég verð þess fljótlega var, að
enskukunnátta vinar mins er
afar bágborin, og er þetta ein
ástæða þess, að hann hefur þá
venju að greiða smá drykkju-
peninga i allar áttir — nú, og
þetta misskilst hvergi. Og er
hann þö gjafmildur fyrir. En
þetta málleysi hans er þá
einnig ástæða fyrir þvi, að hann
notar leigubifreið margsinnis á
dag — hann er ekki fær um aö
spyrja til vegar og biðja um
upplýsingar ella.
Ég uppgötvaði fljótt, að ýmsir
útlendingar nota strætisvagna,
þótt þeir séu oft fullir. Farmiðar
eru m jög ódýrir. Yfirleitt er allt
ódýrt, sem innfæddir þar þurfa
sértillifsviðurværis, i samræmi
við mjög lágar tekjur þeirra —
svo sem strætisvagnaferðir og
járnbrautir, matvæli — nema
þau séu innflutt — skóla- og
læknagjöld. — Eins og i Egypta-
landi, Túnis og Gambiu eru
skólanemendur klæddir e.k.
einkennisklæðum— stelpur og
strákar i æðri skólum meira að
segja í snjóhvitum búningum.
Landið reynir eins og flest aust-
ræn riki að vera réttarriki.
Alþýðulýðveldi
og gimsteinar
Heimsfræg var fyrir nokkrum
árum forseti Ceylon, frú Band-
aranaki, sem talin er vinstri
sinnuð enda landið kallað
„alþýðulýðveldi” enn i dag.
Þegar ég nú talaði við áhang-
endur ólikra stjómmálaflokka
um þetta liðna timabil, er frúin
að nokkru lofsungin fyrir að
reyna að umbylta þjóðlifinu og
færa það nær þjóðlegum lifs-
háttum, en að öðru leyti for-
dæmd fyrir hálfkák og mútu-
þægni. Stjórn hennar var bráður
endir búinn fyrir um það bil
áratug, er vopnað lið skaut þús-
undir manna, mest unga
fylgdarmenn hennar i sann-
kölluðu blóðbaði. Þetta er
þáttur nútima „þróunarsögu”
lands, sem menn vilja nú helst
ekki ræða um. Að visu hefur
( veriökomið á þingræðisstjóm á
ný, en slikt telst enn til undan-
tekninga hjá nýfrjálsum
þjóðum. Framfarir eru sýni-
legar i iðnaði og verslun. Alit Sri
Lanka fer sivaxandi, á alþjóða-
vettvangi, enda koma sendi-
nefndir — og þá ekki tómhentar
— frá mörgum löndum heims-
ins, allt frá Noregi, Brasiliu,
Nýja Sjálandi, Japan og
Búlgariu, að ógleymdum
hjálparstofnunum Sameinuðu
þjóðanna.
ögn meiri kyrrð og virðing
einkennir viðskiptin i bönkunum
og hjá gimsteinasölum. Sri
Lanka hefur frá alda ööli verið
þekkt fyrir gimsteinanámur —
og slipunarverkstæði Af fjölda
svonefndra „hálfgimsteina” má
hér nefna rúbina, safirar,
ametysta, tópasar og zirkona.
Mér var sýndur undurfagur
rúbin, sem var þó i meðallagi
dýr — 800 rúpiur, um hundraö
vestur-þýsk mörk. Mér var
sagt, að ýmsar gimsteinateg-
undir megi nú framleiða með
fyrsta flokks gerviefnum, sem
hafa meira aö segja þann kost,
að vera óaðfinnanlegir, fegurri
en hinir „náttúrulegu” steinar.
Nú er svo komið, að jafnvel
reyndir gimsteinasalar geta
ekki með tækjum sinum séð
muninn. Til þess þarf að greina
þá i rafeindasmásjá.
Hippar á vergangi
Er þrir mánuðir voru liðnir
þurfti ég að fá framlengingu
dvalarleyfis eins og allir út-
lendingar. I biðtima hjá „út-
lendingaeftirlitinu” gafst mér
næði að virða fyrir mér nánar
þá ungu menn og konur, sem
kallast almennt „hippar”. Hefi
ég á ferðalögum minum um
mörg lönd svo sannarlega
kynnst ólikum manngerðum og
stundum furðulegum klæða-
burði þeirra. Enda þótt fata-
burður milljóna manna beri
ótvirætt vitni um eymd og
fátækt, man ég ekki eftir að
hafa séð jafn lubbalega ung-
linga. Margir þeirra virðast
vera óþvegnir og ógreiddir, föt
þeirra þar aö auki óhrein og
stundum i tætlum. Er hér að
ræða um grátlegt hirðuleysi og
allsherjar úrkynjun, sem vekur
ógeð. Vissulega getur enginn
vænst þess, að þetta unga ferða-
fólk — sem engan veginn er
fátækt — beri sig eins og gestir á
Interkontinental eða Hilton
hóteli. A Sri Lanka fá þessi ung-
menni — enn sem komið er — að
dveljast og ferðast. Mér er samt
kunnugt um það að mörg lönd
þar suður frá neita þessari
manntegund að komast þar
„inn fyrir” — stundum er nægi-
legt að karlmenn láti klippa sig.
M.a. eru yfirvöld i Singapore
mjög kröfuhörð, en oftast
hljóðar reglugerð þessara landa
á þessa leið: „Stjórnin getur
neitað þeim ferðamönnum um
aðgang, sem koma ekki fram á
mannsæmandi hátt og eru i van-
hirtum klæðum. T.d. má neita
svonefndum hippum um að
komast inn i landið”. Samt hefi
ég mætt einstökum prúð-
mennum meðal unga fólksins.
Ferð til fjalla
Járnbrautakerfi landsins er
hundrað ára gamalt — og ber
það með sér. Nær allir vagnar
eru úr sér gengnir og gamal-
dags. Fjöldi farþega er gifur-
legur. Útlendingar nota þvi
helst 1. farrými. Þótt fargjaidið
sé tvisvar sinnum hærra, þykir
þeim það afar ódýrt á þeirra
mælikvarða. í fjalllendinu eru
teinar lagðir mjög „ofarlega”
og er útsýnið yfir skóglendiö og
te-plantekrurnar dásamlegt.
Iðnaður er viöast á frumstigi
— einstök mjólkurbú og — helst
uppi i fjöllunum — svo kallaðar
te-verksmiðjur. (Te-runnar fá
ekki að verða hærri en einn
metri, og eru þung blöð þeirra
skorin með stuttu millibili árið
um kring). Farþegar hafa mat
meðferðis, þvi að ferðin getur
hæglega tekið 10 til 15 klukku-
stundir — hraðinn er ekki meiri
en svo. A flestum biöstöðvum er
hægt að kaupa kokos-hnetur —
hvikar ungar hendur höggva
toppinn af hnetunum og rétta
þær inn um opinn glugga til
þyrstra ferðamanna sem fegnir
drekka hálfan litra af þessari
hreinu og hressandi „mjólk”.
(Til er önnur tegund kokos-
hneta, en „kjötið” er hæfara til
að vinna úr feiti). Lifið i
vögnunum er annars fjölbreytt
og hávært: Fimm börn, tiu ára
gömul, stelpur og strákar, sýna
nokkurskonar kabarétt, slá
kvikar byltur, dansa léttfætt og
syngja singhaleskar þjóðvisur
— og safna siðan aurum hjá far-
þegunum, hlæjandi og kátum.
Bandarawela er smáborg I
fjöllunum innar i landinu, um
250 km frá höfuðborginni
Colombo. Veðráttan þar er talin
heilnæmust allra staða i
landinu. Þangað flýr efnað fólk
hvaðanæva að, þegar hitabeltis-
hitinn er kominn yfir 40 stig. En
nú var napurt desemberveður
og kalt um nætur og enginn út-
búnaður til að hita upp her-
bergin. Gamaldags eldstóin i
eldhúsinu hafði verið máluð
ljósrauðum lit — Evrópu-
mönnunum til „heiðurs” var
mér sagt. Efst i útveggjunum
voru i lofthæð handleggjalöng
op með stuttu millibili til að
hleypa út sumarhita, en þau
urðu nú til þess að gera þessar
vistarverur enn kaldari en ella.
Fyrstu hæturnar voru notuð
mörg ullarteppi til að halda á
sér hita, siðar fengum við okkur
steinoliu- eða rafmagnsofna.
Rúmgóða og nýtiskulega húsið
var þó bara hið ytra glæsilegt.
Innfæddir búast við, að gest-
komandinn veröi hrifinn af hinu
milda útsýni, fögrum hús-
gögnum, teppum og blómum i
vösum, en að öðru leyti er
gengiðút frá, að hann forvitnist
ekkert um innbúið eða 'jafnvel
hreinlætið, þvi að undir yfir-
borðinu er nær allt sóðalegt og i
óreglu, gildir þetta með fáum
undantekningum um heimkynni
yfirstéttarfólks, sem ég átti
eftir að kynnast. — Húsiö var
leigt okkur „i góðu ásigkomu-
lagi” — en við aðra sýn leyndu
gömul óhreinindi sér ekki. Þar
við bættist, að bæði rennandi
vatn og rafmagn fór af fyrir-
varalaust, og reyndist skipu-
lagið vera í megnasta ólagi. Það
tók þvi nærri tvo mánuði aö
koma öllu i viðunandi hórf.
Vinnuafl var að visu ódýrt, en
að sama skapi ólært og óreynt.
Urðum við ekki einungis að
skýra hvað átti að gera, heldur
og að sýna verkafólkinu hvert
einasta handtak, æ ofan i æ.
Ekki vantaði þó góðan vilja og
kraft.Varþar m.a. eldri maöur
sem stundaði hreingerningar
(hann haföi áratugum saman
verið yfirþjónn á stærsta hóteli
þar i borg). Gólfin voru úr finni
steypu en óhrein mjög. Var
honum sagt að nota vatn, grófa
sápu og þétta klúta. A hnjám
renndi hann sér yfir gólfið, sem
hann hreinsaði með snöggum og
aflmiklum hreyfingum — og
með þvi að nota handfylli af
vatni, svo sparsamur var hann.
Hann gat og vildi ekki skilja, að
nota þurfti mikið vatn og að
skola gólfið vel á eftir, og var
nærri skelfingu lostinn, er hann
sá að ég tók fleiri vatnsfötur
fullar af vatni, hellti yfir stein-
gólfið og þurrkaði það sfðan. —
Seinna komu nágrannar i heim-
sókn til að sjá, hvernig „útlend-
ingarnir” fóru að öllu og hvern-
ig herrahúsið breyttist I höll
með veggklæðum, glugga-
tjöldum, skrautvösum og
hljómlistarþáttum. Vinnmenn-
irnir jafnt og gestirnir fengu
kaffi og kökur, eða brauð-
sneiðarmeðfinu áleggi og spæl-
eggjnm, eöa ákavitisglas með
hunangi og vitanlega sigarettur.
Fleiri borgarbúar buðust til að
vinna á svo glæsilegum kjörum,
jfóiÆfákJi * % sr4**'-* ***
'*'■»:Va
Teblöö vaxa frá 100 metra hæö yfir sjávarmáli á Sri Lanka. Besta tegras fæst samt Veiöiferö þessi, aö veiöa á stöng frá stultum, er algeng á Sri-Lanka.
úr blööum sem vaxa 1 1000-2000 metra hæö. Þaö er hárfin samsetning raka, regns og
sólarljóss, sem gefur teblööum hiö „rétta bragö”