Alþýðublaðið - 23.12.1980, Side 15
JÓLABLAÐ
'5
ÞEGAR BANDARÍKJAMENN VANTABi „LEBENSRAUM”
Heygöu mitt hjarta við Undað
Hné (saga ameriska vestursins
frá sjónarhóli indiána). Höf.
Dee Brown. Þýð. Magnús
Rafnsson. Útg. Mál og menning
Reykjavik, 1980.
Hver kannast ekki við spenn-
inginn, sem rikti i biósalnum,
þegar gullgrafararnir voru
alveg að verða skotfæralausir,
eftir langan og hetjulegan bar-
daga við indiána, sem höfðu
umkringt þá. Gullgrafararnir
litu hver á annan, minntust
þeirra, sem voru fallnir, en þeir
höfðu auðvitað allir tekið með
sér fjölda rauöskinna, og þeir,
sem eftir lifðu báðu hvor ann-
an, um að bera konu og börnum
kæra kveðju, ef vera skyldi að
einhver þeirra slyppi Ur þessum
hildarleik. Einmitt þá voru
rauðskinnafólin að undirbúa sið
asta áhlaupið,en um leið og það
hófst, heyrðist lúðraþytur i
fjarska og riddaraliðið þeystiá
vettvang. Rauðskinnarnir lögðu
á flótta, en misstu auðvitað
fjölda manna á undanhaldinu en
gullgrafararnir þökkuðu her-
mönnunum lifgjöfina og fóru
strax að leita að gulli.
Þetta var ægilega gaman, en
átti ekkert skylt við raunveru-
leikann. „Heygðu mitt hjarta
við Undað Hné”, er sögubók,
sem fer nær sannleikanum en
allar Hollywood kvikmyndir
sem gerðar hafa verið um þetta,
efni. Og þar eru hetjurnar
hvorki gullgrafarar né her-
menn. „Heygðu mitt hjarta" er
■slik bók að maður getur varla
lesið hana i einum rykk. öðru
hverju verður maður að leggja
hana frá sér, þvi bæöi er þetta
dapurleg lesning og eins er mað-
ur óvanur að lesa sögur úr villta
vestrinu, þar sem góðu menn-
irnir tapa alltaf og ævinlega.
I þessari bók er fjallað um
timabilið frá 1860 til 1890 en á
þeim tima var háð strið á hend-
ur sléttuindidnunum i Banda-
rikjunum, land þeirra af þeim
tekið, þeir sviptir frelsi sinu og
sjálfsvirðingu og að lokum var
siðasti mótþróaneistinn meðal
þeirra kæfður, með fjöldamorð-
unum við Wounded Knee.
örlög sléttuindiánanna eru
auðvitað ekkert einsdæmi i sög-
unni. A þeim hundrað árum,
sem á undan þessu höfðu geng-
ið, fengu indiánarnir austan
Missisippi sömu meðferð. Og
sömu eða svipaða meðferð
fengu ibúar annarra heims-
hluta, svo sem svertingjar i
sunnanverðri Afriku, ibiíar
Suðurhafseyja, indiánar Mið- og
Suður-Ameriku (sumir þeirra fá
þessa meðferð nú á dögum).
Allsstaðar var sagan sú sama.
Landið var af þeim tekið, þeir
sviptir lffsviðurværi sinu og
menningu og að lokum sjálfs-
virðingu.
bað gerir þessa sögu enn
dapurlegri en ella, að það er
hverjum manni ljóst, sem les
hana, hversu hátt indiánarnir
voru yfir andstæðinga sina
hafnir siðferðilega. Sagan var
ætið sú sama indiánar gerðu
samning, þar sem þeir afsöluðu
sér landi, gegn loforðum um að
það sem eftir stæði af landi
þeirra væri þeirra að eilifu og
enginn hvitur maður mætti setj-
ast þar að. Siðan gerðist annað
hvort, að fundust dýrir málmar
i jörðu eða að bandariskir þegn-
ar, sem fannst þröngt austan
Missisippi, neyddu stjórnmála-
menn, sem voru istöðulitlir, þeg
ar þeir voru ekki gjörspilltir og
mútuþægir, til þess að brjóta
gerða samninga á indiánunum.
Ef indfánar vildu ekki láta eftir
meira land, var herinn sendur
inn, og ekki þurfti nema að
trufla veiðar indiána i nokkrar
vikur, til þess að beinlinis svelta
þá til uppgjafar. Þegar indiánar
veittu mótspyrnu, gafst hún oft
vel að þvi leyti að þeir unnu
hernaðarsigra, en þeir gátu
aldrei haldið út hernað i langan
tima og þvi töpuðu þeir alltaf á
endanum.
Það er ljóst af mörgum til-
vitnunum i bókinni, að Oestir
höfðingjar indiána skildg,þ«tta
og unnu að friði. Delshay,
höfðingi Tontó-apasja sagði:
„Ég vil ekki þeytast lengur um
fjöllin. Ég vil gera mikinn
samning.. Ég mun standa við
orð min þar til steinarnir
bráðna... Guð skapaði hvita
manninn og guð skapaði
Apasjann og sá siðarnefndi á
jafnmikinn rétt á landinu og
hviti maðurinn. Ég vil gera
varanlegan samning svo báöir
geti ferðast um landið
vandræðalaust."
En hviti maðurinn vildi ekki
gera samning um annað en eyð-
ingu indiánanna. Cochise, fræg-
ur höfðingi Sirikavaapasja, en
hann er útmálaður skúrkur i
mörgum kvikmyndum, lýsir
hug sinum: „Hversvegna biða
Apasjarnir dauða sins — bera lif
sitt á nöglum fingra sinna'? Þeir
flakka um hæðir og sléttur og
óska þess að iseimurinn hrynji
yfir þá. Fyrrum var Apasja-
þjóðin voldug, nú er hún fámenn
og þess vegna vilja þeir deyja
ogbera lif sitt á nöglum sinum”.
Og indiánarnir skildu ekki
græðgi hvita mannsins i land,
þvi þeir sáu að landsins gæði
voru nóg til að báöir gætu lifað.
Satanta höfðingi Kióva indiána
sagði: „Þessir hermenn höggva
trén min, þeir drepa visunda
mina og þegar ég sé það ætlar
hjarta mitt að bresta. Ég finn til
meðaumkunar ... Er hviti
maöurinn slikt barn að hann
drepi miskunnarlaust og éti
ekki? Þegar rauðir menn drepa
bráð er það til að lifa og verða
ekki hungurmorða”. Meðaumk-
uninhefur varla enstSatanta til
æviloka, því hann var fangels-
aður og framdi sjálfsmorð með
þvi að henda sér Ut um glugga i
fangelsinu, þegar hann örvænti
um aö fá nokkru sinni aö fara
heim.
Það hlýtur að vera hverjum
manni ljóst að illmennin i sög-
unni eru hvitu mennirnir. En
það þýðir ekki að indiánar hafi
verið fullkomnir. Sumir siðir
þeirra voru ekki beinlinis fagr-
ir, svo sem sá vani að þegar
striðsmaður dó, voru börn hans
ættleidd af öðrum, en enginn
var skyldugur að taka konu
hans upp á arma sina. Stundum
fór svo að ekkjur dóu úr hungri.
Eins voru þessi náttúrubörn
ekki beinlinis hreinleg, oft á tið-
um. Dæmisaga um það er sú, að
i máli Arapahóa, var ákveðinn
beygingarflokkur nafnorða,
sem taldi öll heiti yfir likams-
hluta, svo sem hendi, hár, nef,
eyra etc. 1 þeim flokki orða var
eitt orð, sem okkur þætti ekki
eiga aö vera þar, en það er orðiö
lús. Lúsin var óaðskiljanlegur
förunautur indiánanna.
Þaö er aftur annað mál, að hin
mikla grimmd, sem einkenndi
striðin milli indi'ána og hvitra
manna, var frá hvita manninum
komin. Þegar indianar börðust
sin á milli, var yfirleitt ekki
mikið um mannvig. Mesta
hreystimerki sem striðsmaður
gat sýnt, var að riða að vopnuð-
um andstæðingi, og snerta
hann, en sleppa sjálfur. Hreysti
striðsmanns var mæld i þvi,
hversu mörg slik högg hann
hafði greitt á ferli sinum. Pynt-
ingar, sem svo mikið er gert úr,
lærðu indiánar á syðri svæðum
Bandarikjanna af Spánverjum,
og þá list lærðu indiánar norðar
til áldrei. Það var hinsvegar af
Englendingum, sem sléttu-
indiánar i Bandarikjunum og
Kanada lærðu listina að skera
höfuðleðrið af dauðum andstæð-
ingi sinum.
Það var hvita manninum ekki
nóg, aðhafa landið af indiánum.
Það varö lika að sjá til þess, að
þeir yrðu aldrei til vandræða
framar. bað vargert með tveim
aðferðum. 1 fyrsta lagi, var
áfengi haldið mjög að þeim, og
þeir drukku mikið og gera það
enn. 1 öðru lagi varð að svipta
þá öllum sinum hæfustu leiðtog-
um, og setja i þeirra stað hæfi-
leikaminni menn.
Indiánar áttu sér á þessum
tima mjög hæfa leiðtoga. Sitj-
andi Tarfur var án efa þeirra
frægastur pólitiskra leiðtoga, og
Æri Fákur var snillingur i her-
stjórnarlist (báðir siðar myrt-
ir). Þessir tveir eru venjulega
taldir vera mennirnir á bakvið
sigur indiána á hersveitum
Custers við Litlu-Stórhyrnu. Að
visu var Custer greinilega meir
en litið vitlaus að gefa það færi á
sér sem hann gaf, en það hefur
lengi verið siður i hinum engil-
saxneska heimi að senda
heimska soninn i fjölskyldunni i
herinn. En frá upphafi sáu flest-
BÆKUR
ir fyrir hvernig fara myndi slik-
ir voru tæknilegir yfirburðir
hvita mannsins. Og til að rétt-
læta yfirgang sinn fundu hvitir
menn upp slagorð. Þeir sögðu
það vera augljósan vilja Guðs
að þeir tækju landið frá indián-
unum. bað var „Augljós for-
sjón” (Manifest Destiny, en
þetta minnir óneitanlega á kröf-
ur nasista um „lebensraum”.)
Nú búa indiánar á smáum
verndarsvæðum, sem eru að-
eins brot af þvi landflæmi, sem
þeir áður réðu yfir. beir lifa á
framfæri rikisins og hafa gert
menningararfleifð sina að sölu-
vöru fyrir heimska túrista. Af-
komendur frjálsra og stoltra
veiðimanna eru nú hrjáðari af
drykkjusýki en nokkur önnur
þjóð i heiminum. Þeir lifa án
sjálfsvirðingar, lifsgleði eðatil-
gangs. Nú eru þeir sögulegar
minjar, sem veröur aö vernda.
Og stundum gerist það að hvitir
stjórnmálamenn telja þaö gott
auglýsingabragð að sitja fyrir
ljósmyndum með fjaðrabúnað á
höföinu og láta gera sig að
heiðursmeðlimum i einhverjum
ættbálknum. Þaðgerði Nixon til
dæmis.
En meö morðunum viö
Wounded Knee lauk striðunum
við indiána. Siðan ráða hvitir
menn öllu og indiánar skipta
engu máli. Það fer vel á þvi að
gera orð Svarta Elgs að loka-
orðunum hér: „Ég vissi ekki þá
hve miklu var lokið. Nú er ég
horfi um öxl af hæð elli minnar
get ég enn séð konurnar og
börnin sem var slátrað liggjandi
i hrúgum vitt og breitt við
bugðóttan lækjárfarveginn. Ég
sé það jafnskýrt og áður með
augum sem enn voru ung. Og ég
sé að dálitið annaö dó þar i
blóðugri eðjunni og var graíið i
bylnum. Þar dó draumur þjóð-
ar. Sá draumur var undurfag-
ur.. gjörð þjóðarinnar er brotin
og dreifð. Miðjan er týnd og hið
helga tré er dáiö."
Starfsmannafélagið
SÓKN
Þakkar félagsmönnum sinum gott samst
árinu sem er aö liða og óskar þeim og ö^
velunnurum
gleðilegra jóla
og árs og friðar á komandi ári.
Thy
-—. i
wm
í>Skum fclagsinömuun
borum, starföliöi og
lanösmönnum öllum
<§leÖilegra 3tóla
og fatsæls komantii árs
meö þöfefe fprir þaö,
ðemerati liöa
KAUPFÉLAG
EYFIRÐINGA
AKUREYRI