Alþýðublaðið - 23.12.1980, Page 17

Alþýðublaðið - 23.12.1980, Page 17
JÓLABLAÐ 17 Fimm skammtar af frönskum kartöflum og tólf pylsur með öllu Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans. Höf. Guðbergur Bergs- son. útgefandi, Mál og menning. Þegar þessi ágæta bók er les- in, detta manni i hug grisir, sem leika sér i forinni. Þeir berjast um allt, enginn annars bróbir, og þau bandalög, sem gerö eru eru skammæ og ótraust. Það er ótrúlega gaman aö lesa þessa bók og þó hún sé ekki lesin nema sem einfaldur farsi er það hin besta skemmtun. í bókinni er aragrúi skemmtilega af- myndaðra þersóna, sem manni finnst þó að maður kannist viö héöan og þaöan. Og þrátt fyrir að atburðir séu ýmist hvers- dagslegir eða fáránlegir, er all- ur stillinn i frásögninni og sam- tölunum, fáránlega i stil við fornar hetjusögur. t karakterasafni bókarinnar, má til dæmis nefna Hugborgu, konu Ara Fróðasonar, sem er svo vel ættuö aö hún hlaut að giftast niður fyrir sig. Hún er svo óhamingjusöm, þvi hún vildi vera skáld, en fæddist þvi miður án andagiftar, enda slikt ekki til i ættinni. Hún varð þvi aö giftast, einhverjum góöum skaffara og drekka. Ari Fróðason, forstjóri var: ,,... mikill aö vallarsýn þótt hann stæði sjaldan, þvi honum þótti sætin svo góð. Hinn þrekni maður þurfti á rúmgóðum bíl að halda, svo hann kæmist I tæka tið á skrifstofuna, til að bjarga fyrirtækinu á morgnana, og búa það undir daginn. Gengið seig ætið á nóttunni, og gjaldeyririnn hækkaði, en veröbólgan var aö langt fram eftir degi. Fyrirtæki Ara Fróðasonar var eins konar allrahandafyrirtæki og þess vegna kom hvaöeina hart niður á þvi. Þegar hann fór af skrif- stofunni og smellti i lás á kvöld- in hafði hann á tilfinningunni að heilagur maður stigi inn i bil sinn eftir að hann hefði unniö sitt daglega kraftaverk.” En þó manni liði eins og kraftaverkamaður aö kvöldi, kemur nýr dagur með óvissu um framtiðina. Ari Fróöason er að visu feitur, en þó eru til feit- ari menn, sem éta meir en hann, „Ósjálfrátt fékk hann minni- máttarkennd og örlitið i mag- ann yfir hvað istran á honum sjálfum var óveruleg, borið saman við bumbuna á for- stjóranum.” En umfram allt verður að bera sig karlmann- lega þvi Ari Fróðason er það, sem hann heldur að aðrir haldi að hann sé. BÆKIIR Tveir drengir, Ari Arason Fróðasonar, og Óli, sonur leigjanda hjá Ara, læra auövit- að af þvi, sem fyrir þeim er haft. „Ari litli hafði þegar feng- ið tvær undirhökur og hraust- lega sþekoppa.” Hann hefur lært græðgina af föður sinum, enda kaupa þeir sér i matinn, fimm skammta af frönskum kartöflum og tólf pylsur meö öllu. Óli leigjendasonur hefur að visu ekki efni á slikum innkaup- um, en hann gerir sitt besta til að ná af þeim pylsunum, með brögöum. Það breytir þvi þó ekki, að hann sér glögglega I gegn um Ara Fróðason. Þegar Ari I uppgeröar angist yfir drykkjuskap konu sinnar hótar að hengja sig, ef hún er full rétt einu sinni, segir óli að honum sé óhætt að gera það strax. Hug- bort er nefnilega full út i bil- skúr, með föður óla Og sitthvað annað spilar inn i söguna. Popparar, rokkarar og pönkarar berjast af miklum móö, en þó eins og út af engu. Þó Ara Fróðasyni sé ekki sérlega um þeirra músik gefið, þá sé hann i þeim framtiðarvon landsins menn, sem munu ná á toppinn úti i heimi, og verða vinsælir. Verðmætamatiö er nefnilega það sama hjá báðum, enda skepnurnar skyldar. En i raun og veru eru persón- urnar i þessari bók auövitað aumkunarveröar, þó ekki beri mikið á meðaumkvun hjá þeim, frekar en öðrum kristilegum dyggðum. t raun og veru verður að fyrirgefa þessu fólki, þvi þaö veit ekki hvað þaö gerir. Þaö ræöur engu um framtið sina eða lif. Tilburöir þess eru broslegir á sama hátt og tilburðir fisksins eru broslegir, þegar hann hefur látiö ginnast af agninu, bitið sig fastan á öngulinn og berst um,til að losna aftur. Frelsið er ekki meira fyrir Ara Fróðason og vini hans og óvini, en frelsi fisksins á önglin- um. Að visu er svo látið heita að maður fái að velja hvern öngul- inn maöur vill, en allt eru þetta önglar: „Sumir vilja poppara, aörir vilja rokkara, og enn aörir vilja bitla, sagöi Óli litli. Þannig á þetta að vera. Maður á að fá aö velja, án þess að tónlistinni sé troðið upp á mann. Eflaust samsinnti móðir hans. Þetta er frelsiö að hver maöur fái aö velja af hinum tuttugu tökkum á öllum tækjum! Guö er ekki lengur einn á himnum, ein- gyöistrúin er dauö, og þvi eru ekki lengur framleidd tæki meö einum takka til aö kveikja og slökkva, hækka og lækka. Hins- vegarer boðorðiö „þú skalt ekki aðra guði hafa” enn þá i fullu gildi. Þvi nóg er ofstækiö. En óskin er I engum tengslum við tppkj |*j 1 * Það er þvi fáránlegt fyrir Ara Fróðason að leita út i sveit eftir friöi og frelsi langt frá ys og þys borgarinnar. Enda allt feröa- lagið hlálegt, frá þvi, aö Ari kaupir lax I búö, áður en þau fara úr bænum. En ævintýri þeirra i sveitinni eru margvis- leg. Ari reynist auðvitað vera kol- brjálaöur ökumaður, óþolin- móöur og taugaveiklaður. Hann má ekki sjá bil á undan sér, svo hann verði ekki að komast framíir. Ofan á allt saman, verður bill- inn bensinlaus áður en þau kom- ast á leiðarenda. Og þá lenda þau i skemmtilegasta og hláleg- asta ævintýrinu af öllum ævin- týrum bókarinnar. Alþýöubandalagskona,- sem var þannig á svipinn, „að þaö gat ekki farið fram hjá neinum að hún sat einnig i borgar- stjórn”, kemur keyrandi á Trabant, hvers eldsneyti er Ara gagnslaust. 1 krafti sinna and- legu yfirburða segir konar, að fleiri séu bensinlausir en Ari og kompani glaðhlakkalega ”eins og einhver sem getur leyst vanda, en vill að sá sem i hann ratar læri af reynslunni”. En flokksforystan er skammt á eftir konunni, i svipuöum bil Ara, enda er forystan á leiðinni til að vigja nýja verksmiöju fjölþjóðafyrirtækis, þvi „loksins rættist draumur hins visinda- lega sósialisma um þungaiðnaö i námulausu landi”. 1 bil foryst- unnar er eldsneyti sem gagnast á bil Ara og þvi er sett slanga á milli, og notaður sogpipukraft- urinn. A meöan beðiö er eftir að bensiniö leki á milli, deilir Ari viö einn kennimanninn i flokks- forystunni, og lætur sér hvergi bregða við torskilin slagorða- þvætting kennimannsins. „Þú slærö engu ryki i min augu, sagði Ari Fróöason sigri hrósandi. Mér er sama þótt ryk- blandan sé hljómþýtt rugl úr Karli Marx og Keynes”. Og hinn róttæki sósíalista- flokkur, sverð og skjöldur verkalýöshreyfingar og þjóö- frelsis, fær skammir frá for- stjóranum og kraftaverka- manninum Ara Fróðasyni, fyrir þaö, aö vera i baráttu sinni oröinn borgaralegri I oröi, fasi og geröum, en nokkur borgara- flokkur myndi þora, af ótta við aö veröa að athlægi. „Mér finnst kommar ekki vera jafn oröheppnir og þeir voru i eina tiö, þegar spakmæli, máltæki, málshættir og orös- kviðir.úr ritningunni eða rót- tækum dularfræöum léku þeim á tungu og lögðu andstæðinginn að velli á augabragöi og engdist hann, sem aumingi i rykinu eða ánamaðkur. 1 flokk ykkar hafa gengið of margir angurgapar. Fratiö úr Framsókn og hratið hefur hrannast i flokkinn og þeytir nú froðu. Aá, sagöi maðurinn og nálgaðist Ara Fróðason svo ákafur og afskræmdur i fram- an. að hann var auösæilega ný- kominn i flokkinn úr Framsókn. í ákafanum varð mittið á hon- um sem dæmigerð miöflókka- samsteypa, þvi bumban engdist undir beltinu, en ekkert braust fram annaöen reiöilegur ropi og einhver ólga sem endaöi I löngu eymdarlegu ýlfri, likt og garn- irnar grétu og kölluðu á eitthvað kvalastillandi og róandi.” Að visu skal það tekið fram til skýringar, aö Ari Fróðason hleypti upp kennimanninum, til þess að allt bensinið úr flokks- forystubilnum rynni yfir I sinn bil, án þess að menn tækju eftir þvi. Siðan skilur Ari forystuna eftir með litla Trabantinn einan ökutækja. En utan þessa litla sigurs Ara yfir auðvirðilegum andstæðing- um, gengurekkert vell feröinni. Ekkert veiðist, og meir aö segja laxinn, sem var keyptur I bæn- um, sleppur i ána, svo ekkert er að boröa og nátturan reynist ekkert skjól fyrir hrakin og svöng borgarbörn. Þau halda þvi heim á leiö, brennandi bensini flokksforystunnar, og hugsa sér gott til glóðarinnar, að hesthúsa fimm skömmtum af frönskum kartöflum og tólf pylsum með öllu, þegar heim kemur. Þaö má hverjum manni vera augljóst, að réttirnir þeir eru löngu orðnir kaldir. En það er jú einmitt þaö, sem allt snýst um. Ekkert hefur gerst, ekkert hefur breyst. Lifiö er I engu ööruvisi en áöur. Einstaklingsframtakið blívur Fyrir rétt rúmum tveimur ár- um sfðan sendi ólafur Haukur Simonarson frá sér siðustu bók sina. Þetta var bókin „Vatn á myliu Kölska”. Þetta var býsna góö og skemmtiieg bók, þótt ekki ynni hún til verölauna i skáldsagnasamkeppni eða hlyti aimenna opinbera viðurkenn- ingu, enda bækur ekki aðallega metnar af gæðunum heldur þvi hvursu söiuvænlegar þær eru i augum forleggjara. Þannig var það og þannig verður það sifelit greiniiegra eftir þvi sem harön- ar á dalnum i bókabransanum. Astæöurnar fyrir þvi aö bókin „Vatn á myllu Kölska” er gerð að umtalsefni hér er annars vegar spurningin um það hvort ný bók höfundar, GALEIÐAN, muni lika, svo að segja, falla i skuggann, eöa gleymast og svo hins vegar vegna þess að bein tengsl eru milli GALEIÐUNN- AR og „Vatn á myllu Kölska”. 1 nýju bókinni koma fyrir nokkr- ar þeirra persóna sem kynntar voru i fyrrnefndu bókinni og full ástæða fyrir menn að dusta ryk- ið af henni nú og skoða þessar tvær sem eina heild, eða hluta af heild. „Vatn á myllu Kölska” er eins konar feröalag um tilveru betri borgarana á tslandi. Lýsing á lifsháttum þeirra og fjölskyldna þeirra. Kannski fyrst og fremst reynslusaga Gunnars Hansson- ar, borgarabarnsins, sem fetar ekki i fótspor feðranna heldur er ráðinn hjá Sjónvarpinu, mestan part fyrir það aö fjöl- skyldan taldi hann ekki standa undir meiru.. Skoðandi þessar tvær bækur sem heild, eða hluta af heild.er þaö þvi óþarfi fyrir höfundinn, að þvæla vandmálum millihóp- anna inn i þessa nýju bók sina, eða gera grein fyrir þeirra stööu sérstaklega miðaö við iðnverka- fólk, enda koma þeir hópar ekki við sögu i GALEIÐUNNI. GALEIÐAN fjallar um iön- verkafólk, en i leiðinni er brugð- ið upp myndum af yfirstéttinni á sama hátt og I bókinni „Vatn á myllu Kölska”. Reyndar gætu margar lýsingar Galeiöunnar verið klipptar beint út úr þeirri fyrrnefndu. Sagan spannar ekki langt timabil. Hún hefst á föstudegþ nær yfir helgina og fram i miðja næstu viku og gefur anzi trú- veröuga mynd af lifi verka- manna, sérstaklega verka- kvenna,sem selja vinnuafl sitt á BÆKUR lægsta taxta iðnverkafólks. Það einasta sem er óvenjulegt viö söguþráðinn er það að verka- konurnar skuli taka upp á þvi aö fara i verkfall til að knýja fram umbætur á vinnustaö, og þaö án vitundar eða vilja heildarsam- takanna. Slikt gerist yfirleitt ekki. Svo sterkar eru heljar- greipar heildarsamtakanna! Sagan lýsir þannig i stuttu, en hnitmiðuðu(máli þvi helzta sem gerist 1 lifi verkafólks. Það er kjarni málsins. Ekki verður annaö séð en höfundur hafi flennigóð tök á viðfangsefninu. Lýsingarnar eru hvor tveggja i senn, trúverðugar og um- hugsunarverðar. Trúverðugar vegna þeirrar miklu nákvæmni sem felst I lýsingunni, vegna næms skilnings á þvi hvaö skiptir máli og hvaö ekki I þessu sambandi, vegna þess að lýs- ingarnar eru lausar við málskrúð og væmni. Og um- hugsunarverðar vegna þess að textinn sjálfur ber uppi ákveðna skoðun á þvi af hverju lif og starf verkakvenna er meö þeim hætti sem lýst er. Höfundur lýsir ekki bara hlut- unum, hann skýrir leggur mat á, framreiðir og tekur sjálfur afstöðu til þess af hverju þessi heimur er svona skrúfaður saman, — hann setur meira aö segja fram tillögu til lausnar vandamálinu, en það er meira en höfundar almennt telja sig hafa umboð til þess að gera i dag. Að vlsu er hér um aö ræða tillögu til lausnar, en engu að síöur fer Ólafur Haukur hér út fyrir þaö sem höfundar gera venjulega og það er gott. Þvi auðvitaö veröa þeir lika að taka afstöðu til þess sem er að gerast i kringum þá. Það er hins vegar rétt að taka það fram, aö þessi afstaða höfundar er ekki sett fram sem krafa um eina leiö heldur er möguleikinn settur pent fram, sem hugsanlegur. Hvort þetta er svo eini mögu- leikinn verður hver og einn að gera úpp við sjálfan sig. Höfundurinn ætlar sér ekki þá dul, að lýsa hugarheimi kvenn- anna i bókinni, enda hafa karl- kyns rithöfundar farið flatir á slikum tilraunum^ Þess eru dæmi. Hann tekur þann kost, að lýsa, eða sýna stúlkurnar utan frá, en lætur lesandanum það eftir að spá i það sem hrærist innra með þeim. Aö þessu leyti fer höfundur langt út fyrir það sem oft er kallaö raunsæisbók- menntir, en er natúralismi. Imyndunarafl lesandans setur höfundur með á þessi á fleygu ferð, en þreytir hann ekki meö lýsingum innanstokkmuna eöa þesssem minna máli skiptir. Að þessu leyti er framsetningin brilliant. Þegar lesandinn byrjar aö fylgjast með lifi cg stárfi verká- mannanna I dósaverksmiðju Más Blöndals, sem stendur und- ir lúxuslifi hans og fjölskyldu hans i Arnarnesinu,- þá er greinilega einhver órói farinn aö gera vart við sig meöal Styrkur galeiðuþræla liggur i þvi að þeir róa ekki einir, og þeir harðna viö átökin... starfsfólksins. Konurnar eru farnar aö rifa stólpakjaft viö Lárus Björnsson, verkstjórann, sem Már Blöndal, eigandi verk- smiðjunnar, beitir fyrir sig i sjálfri framleiösunni, enda kemur hann eðli málsins sam- kvæmt, hvergi nærri daglegum rekstri. Hann sér um markað- inn og auglýsingar vöru sinnar, i sjálfum sér, m.a. i sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum. Verkakonurnar gagnrýna lág laun,sin á milli og slælegan út- búnað verksmiöjunnar við Lárus Björnsson, verkstjórann. Leiða má getum að þvi að véla- kosturinn sé járnarusl frá tlma föður Más Blöndals, sem ekki hefur veriö hugsaö um, að ööru leyti en þvi,aö vélarnar eru smurðar reglulega, enda kemur þaö I ljós að Már Blöndal hygg- ur á stórframkvæmdir varöandi reksturinn. Hann ætlar að skípta verkafólkinu út, aöallega konunum, meö nýjum vélum, sem geta framleitt kattamat I fimm kilóa dósum með þrem botnum! Verkakonurnar hafa auövitað ekki ástæðu til að gagnrýna laun verkafólks yfir- leitt, enda verkamenn þeir sem karlkyns eru yfirborgaðir i samræmi við það sem gerist i raunveruleikanum. Þaö er hins vegar sjálfgefiö, að stúlkurnar komast ekki lengra en að rifa kjaft um laun- in, enda samningar um þau á einni hendi heildarsamtakanna. Þegar hins vegar ein kvennanna slasast viö vinnu sina þá gripa þær til sinna ráða, vitandi það aö allur útbúnaöur verksmiöu- unnar er langt frá þvi að vera löglegur skv. ákvæðum um öryggisbúnaö á vinnustöðum. Með þessa staðreynd aö vopni leita þær hjálpar á skrifstofu verkalýðssamtakanna, en er kurteislega visað á bug með lof- orði um aö málið skuli athugaö. Eftir að hafa haldiö fund i fri- tima sinum og fengið þessa út- reiö hjá stéttarsamtökunum fara þær einfaldlega I verkfall. Með þvi má segja að bókinni ljúki. Auðvitað er atburöarásin ekki svona einföld heldur marg- slungin i einfaldleika sinum og vissulega skýrir atvikið milli Más Blöndals, eiganda verk- smiöjunnar, og Lárusar Björns- sonar verkstjóra, mikið um þaö hvaöa afstöðu höfundur tekur, en þaö er óþarfi að fara fleiri oröum um efnisþráöinn. Athyglisverðara er að skoða þá þætti, sem svo aö segja bera frásögnina uppi. Þá þætti sem liggja I sjálfum textanum og ákvaða með hvaöa hætti frá- sögnin skriður áfram. Akvaröar svo aö segja hvaö gerist næst. Þvi sé þetta ekki gert er hætt við þvi aö menn einfaldi söguna um of, komist jafnvel að þvi, við lestur bókarinnar, að það séu karlmennirnir sem kúgi kon- una, bara si svona, eöa að þaö sé vegna áhugaleysis aö verka- lýðshreyfingin er ekki virk,sem samtök og baráttuvettvangur verkafólks. Vissulega l má til sanns vegar færa [w að karlmenn L

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.