Vísir - 16.01.1969, Page 1
59. árg. - Ffmmtudagur 16. janúar 1969. - 13. tbl.
Geimförin Sojus IV
og Sojus V „kúpluð"
saman úti í geimnum
• Samtenging sovézku geim-
faranna Sojusar IV og Soj-
usar V úti í geimnum átti sér
stað í morgun, en samkvæmt
fyrri fréttum í gærkvöldi og fyrr
í morgun var búizt við, að sam-
tengingartilraunin yrði gerð þá
og þegar.
Það var Sjalatov ofursti, sem
stýrði geimfari sínu Sojusi IV að
Ihinu, en því næst notuðu þeir,
hann og Boris Voijnovkij yfirmað-
'ur í Sojusi V (í því eru 3 geim-
farar sem áður hefir verið getið)
hið sjálfvirka samtengingarkerfi
geimfaranna til þess að ,,kúpla“
þau saman örugglega og tók þetta
allt 43 mínútur.
Samtengingin átti sér stað, er
m->- 10. síða.
Loftleiðír eignast skæðan
keppinaut í Bahama
Fyrirtækið IAB flýgur milli Bahama og
Lúxembúrgar 3svar i viku á botum á
lægra verði en Loftleiðir — Fyrirtækið
er skráð / Liechtenstein
■ Loftleiðir hafa eignazt
keppinaut, sem gæti orðið all-
skæður á flugleiðinni yfir
Norður-Atlantshafið, flugfé-
lagið IAB, sem er starfrækt
frá Nassau í Bahama. Einkum
mun flugfélag þetta hafa tek-
ið farþega frá Loftleiðum,
sem komið hafa frá Mexíkó
og suðurríkjum Bandaríkj-
anna.
IAB flýgur 3svar í viku frá
Nassau til Lúxembúrgar á verði
sem er 10 dölum undir Loft-
leiðatöxtum og hefur þotur til
umráða að auki. Flugfélag þetta
er skrásett i Lichtenstein, litla
furstadæminu á landamærum
Sviss og Austurríkis, en þar búa
rúmlega 20 þús. manns og hafa
mörg „sjóræningja“fyrirtæki aö-
setur þar að því er virðist til
að komast hjá sköttum, en Li-
chtenstein hefur orðiö griðland
þeirra, sem vilja komast hjá að
greiða mjög há opinber gjöld.
í grein í blaðinu American
Aviation nýlega segir, að meðal
þeirra aðila, sern standa að IAB
sé m. a. Esso og Pennslyvania
Railroad, sem er risafyrirtæki
og hefur til þessa eingöngu hugs
að fyrir járnbrautarflutningum.
Meðal einstaklinga sem til eru
nefndir úr hópi hluthafanna er
Curtis LeMay, sá sem Wallace
ríkisstjóri stillti upp sem vara-
forsetaefni með sér fyrir
skemmstu.
Eitthvað mun flugmálastjórn
Bandaríkjanna hafa þótt grugg-
ugt við fyrirtæki þetta, því rann
sókn fór fram hjá IAB, en sú
stofnun veitir leyfi fyrir áætl-
unarleiðum. Mun rannsókn þess-
ari ekki enn lokið.
Sigurður Magnússon, blaða-
fulltrúi Loftleiða, sagði í morg-
un að hann hefði oft heyrt getið
um fyrirtæki þetta. Kvaöst hann
ekki í vafa um að Loftleiðir
hefðu eignazt keppinaut á flug-
leiðum milli Mið-Evrópu og
þessa hluta Bandarfkjanna.
Sáttafundur til kl. fímm í nótt
-án árangurs
Vinnustöðvanir ná eingóngu til bátaflotans
■ Verkfall vélstjóra Stóö þá yfir fundur deilu
hófst á miðnætti í gær. aðila með sáttasemjara,
Torfa Hjartarsyni. Þeim
fundi lauk ekki fyrr en
um fimmleytið í nótt, og
náðist ekki samkomu-
lag.
Á morgun á aö hefjast boðuð
vinnustöðvun hjá yfirmönnum
öðrum, og sjómannafélögin hafa
flest boðað verkföll frá miðnætti
á sunnudag. Verkföllin eiga að-
eins aö ná til bátaflotans, en
koma ekki við farskip og togara.
Þannig er verkfall vélstjóra tak-
markað við bátana.
Vélstjórafélagiö hefur ákveðiö,
að bátar skuli stöðvast á hvaöa
höfn, sem er, á íslandi. Félög,
sem aö verkföllum standa, setja
sjálf reglur um slík efni. 60—70
bátar liggja nú í Reykjavíkur-
höfn, en það er svipuð tala og
fjöldi báta, er venjulega eru gerð
ir út þaðan. Nokkrir munu þó
vera á veiðum.
Bátaflotinn allur mun því
stöðvast næstu daga. Ekki hafði
verið boðað til nýs fundar með
sáttasemjara þegar síðast frétt-
ist.
• >
Reykvíkingar innan dyra
í báiviirinu
■ Norðan bálviðrið hélt
Reykvíkingum að mestu
innan dyra í gærkvöldi og
fundahöldum og leiksýningu
var slegið á frest vegna ó-
veðursins, - einhvers þess
versta, sem gengið hefur yfir
í langan tíma.
Þrátt fyrir mikinn veðurofsa, 10
/indstig og jafnvel 11 til 12 í
/erstu rokunum, urðu spjöll lítil
sem engin og óhöpp urðu engin á
!ólk.
Stóð þó fólki stuggur af, þegar
nrikti í húsum í verstu vindhviðun
ara, og margir óttuðust um þök
liúsa sinna, enda fauk af stöku
húsj ein og ein járnplata en olli
þó engum usla. Menn frá hreins-
unardeild borgarinnar unnu í gær-
kvöldi við að hirða af götunum
járnplötur, spýtnabrak úr grind-
verkum og annað drasl, sem fauk
um göturnar ‘
Ibúum á hitaveitusvæöinu var
ráðlagt af Hitaveitunni að vera við-
búnir því ,að rennsli heits vatns
stöðvaðist og gera sérstakar ráðstaf
anir til þess að hita- og frárennslis
lagnir spryngju ekki. Leið þá mörg-
um ónotalega við tilhugsunina um
að sitja í ókyntum húsum i 13 stiga
gaddi, en til þess kom þó aldrei og
alls staðar var funhiti.
Friðrik efstur eftir
tvær umferðir
;
Á stöku stað varð samsláttur á
rafmagnslínum, sem ollj minni hátt
ar rafmagnstruflunum, og sáust þá
standa eldglæringar af línunum, en
viðgerðarmenn Rafveitunnar voru
jafrtharðan komnir á staöina og
gert var við bilanirnar jafnóðum.
I Kópavogi fuku járnplötur af
þökum tveggja húsa. Meiri hluti
þaksins á Melgerði 29 fór, og þriðj-
ungur þaks á Kársnesbraut 49 fór
sömu leiö. Á einum stað slitnuðu
4 símalínur, þegar járnplata lenti á
þeim.
Engin óhöpp urðu í umferðinni,
þrátt fyrir slæmt skyggni vegna
skafrennings, en ioka varð Skúla-
götunni fyrir umferð bíla, þegar
særokið var þar sem mest.
1 Reykjavíkurhöfn þurftu eigend
ur og áhafnir báta að gera sérstak
ar ráðstafanir til þess að bátar
þeirra slitnuðu ekki frá. Einn
trillubátur sökk við legufæri sín.
Friðrik Ólafsson er nú efstur
á skákmótinu í Beverwijk í Hol-
landi eftir tvær umferðir, hefur
unnið tvær fyrstu skákirnar,
við Tékkann Kavalek og Ung-
verjann Portisch.
Önnur úrslit' í annarri um-
ferð urðu: Keres vann Schelt-
inga, Benkö vann Geller, Osojic
vann Kavalek, Donner vann
Langeweg, en aðrar skákir fóru
í bið.
Friðrik teflir í þriðju umferð
við Benkö, sem er skákmönnum
hér á Iandi vel kunnur, en hann
dvaldi hér landflótta nokkurn
tíma áður en hann fór til Banda
ríkjanna, og tefldi þá talsvert
hér.
<A/W\AAAAAAAAAA/WVWWVWWWWWWWNAA>
Loks sam-
komulag í
París um borð
og sæti
París árdegis: Samkomulag hef-
ur náðst um fyrirkomulagsatriði á
Víetnamráðstefnunni 1 París, eftir
að deilt hefir verið mánuöum sam-
an um lögun borðs og sæti o. s.
frv. o» með samkomulagi þessu
lýkur væntanlega þrefinu sem var
hvort tveggja í senn harmsögulegt
og skoplegt.
Svona iék súgurinn loftið í mjólkurbúðinni við Háaleitisbraut
í gærdag. í einni vindhviðunni hrukku bakdyr verziunarlnn-
ar upp og súgurinn var svo mikili, að engu munaði aö loftið hryndi
ailt niður. Sem betur fór, varð þó ekki af því, en skemmdir urðu
töluverðar.