Vísir - 16.01.1969, Side 5

Vísir - 16.01.1969, Side 5
5 V fSTR . Mmmtiidagur 16. janúar 1969. ihlutunar. Ennfremur má benda á að miki) notkun litabóka er talin heldur öheppileg, þar sem hún dregur úr hugmyndaflugi og leikni barnanna sjálfra. |M|i XjVrir skömmu sögðum við frá mæðrakvöldinu í Holtaborg, en hér á eftir kemur úrdráttur úr erindj Gyðu Ragnarsdóttur, sem flutt var þar og er bæði skemmtúegt og fróðlegt. Á tíltölulega skömmum tirna hafa allir lífshættir þjóðarinn- ar hreytzt mjög mikið. Fólks- straumurinn hefur legið frá sveitunum til bæjanna og er nú avo komið að meíri hluti lands- manna býr i kaupstööum lands- ins. Það er þvi augljóst mái að uppeldisskilyrði bamanna og þá einkum leikskilyrði þeirra hafa einnig breytzt Einkum á þetta við um Reykjavík, sem er orðin borg, með þeim kostum og göll- um sem borgum fylgja. í sveit- um og þorpum lifa bömm enn i nánum tengslum við Jiáttúr- una. Leikvangur þeirra er við- áttumikill og náttúran býður upp á gnægð fjölhreytilegRa verkefna og leikja. Borgarbamiö fer að mesta leyti á mis við þetta frjálsræði. Skortur á leikrými beeði ntan húss og innan er tilfinnanlegur. Allt of oft sjáum við lítil börn á götiumi, jafnvel við miklar umferöargötur. En er þá ekk- ert gert til þess að forða böm- unum frá hættum umferðarirm- ar? Jú, sem betur fer er mikið gert, en betur má ef duga skal. Ennþá vantar fleiri leikskóla, dagheimili og lokaða leikvelli fyrir yngri böminð og enn skort- ir starfsvelli fyrir þau eldri, þar sem þau gætu fengið útrás fyrir atorkusemi sina og leik- þörf. Áður fyrr var sú skoðun ríkjandi að leikskólar og dag- faeimili væra staöir, þar sem böra væru höfð i öraggri geymslu, en uppeldislegt hlut- verk þeírra vildi gleymast Á það verður að leggja rika á- herzlu, að i nútímaþjóðfélagi hafa þessar stofnanir miklu uppeldislegu hlutverki að gegna, Þar er leitazt við að gefa böm- unum þau viðfangsefni og leik- fong, sem hæfa þroska þeirra og aldri. Félagsþroski þeirra vex mjög i umgengni og félags leikjum meö öðrum börnum. Áherzla er lögð á að efla and- legan þroska og barnanna, með þvi að segja þeim sögur, lesa fyrir þau, fræða þau um eitt og annað, og syngja með þeim. Augljóst er að allt þetta hefur mjög þroskandi áhrif á bömin. Og eldd sizt er það mikilvægt atriði að þau fá útrás fyrir leik- þörf sína, bæði úti og inni Leikþörfin er hverju bami meðfædd. Frá fyrsta ári og til loka leikaldursins (um 7 ára) er leikurinn mikilvægasta athöfn bamsins. Það er þvi mjög nauö- synlegt að foreldrar geri sér grein fyrir og skilji mikilvægi leiksins fyrir bamið, og reyni að skapa því eins göðar leikað- stæður og unnt er. „Ekki snerta, nei, nei“ Sérfræðingar, sem rannsakað hafa leiki bama á leikaldrinum, hafa flokkað þá niður eftir eöli þeirra og markmiði, í skynfæra- E Gyöa meö litlu dóttur sinni Ragnheiði að spila lúdó. Sköpunarstarf Um fimm ára aldur hafa flest böm gaman af alls konar sköp- unarstarfi eða föndri. Þau hafa yndi af að klippa, lima, móta, mála, teikna og byggja. Þetta allt er mjög iðkað i leikskólum og dagheimilum og auðvitað ætti að vera sjálfsagður hlutur að þau geti iökað þessa þrosk- andi leiki heima hjá sér líka. Það liggur í augum uppj að allt þetta sköpunarstarf hefur mjög þroskandi áhrif á börnin og býr þau m. a. undir væntanlega bamaskólagöngu. En eitt verð- um við að muna að þaö er at- höfnin sjálf, sem hefur gildi fyr- ir barnið á þessum aldri en ekki árangurinn. Þó okkur finnist kannski ekki allt fallegt, sem þau gera, megum við ekki segja að það sé ljótt. í augum bams- ins er hluturinn fallegur og ár- angur mikillar vinnur og áhuga. • • LEIKIR BARNA OG LEIKÞORF Úrdráttur úr erirtdi Gyðu Ragnarsdóttur, fóstru leifci, hreyfíleiki, fmyndunarleiki, skðpunar og byggingafeiki og sögur og myndir. Skynfæra og hreyfileikir koma fyrst fram hjá ungbaminu. Fyrsti leikur þess er hjalið, sem er tákn um velliöan bamsins. Þreifiskynið veitir þvi mikla á- nægju þegar það fer að geta leikið að höndum og fótum og gripið um hiuti. Um eins árs— fimmtán mán. aldurs byrja flest böm að ganga. Aðalleikir þeirra á þessu tímabili eru hreyfileikir. Þau æfa ganghreyf- ingar aftur og aftur með mikilli ánægju, eða hversu hreykin eru þau ekki, þegar þau geta gengið nokkur skref á milli stóla? Litil böm þarfnast mikils leik- rýmis. Það er ekki talið heppi- legt aö þau séu látin dúsa tim- unum saman i leikgrind, hversu þægileg sem hún er fyrir móð- urina, þar sem hreyfiflöturinn er alít of litðl fyrir barnið. Á öðru og þriðja árj vex löngun barnsins til að kanna umhverfi sitt og skoða alla hluti, þau eru ,,handöð“ eins og það er oft nefnt f mæðutön. Fullorðið fólk á oft erfitt með að skilja þessa eölilegu þörf bamsins. í eyrum þess kveða við áminningar og bönn: „Ekki snerta, nei, nei“. Oft heyrist samanburður á litl- um börnum. Þetta barn sneriár aldrej neitt, það er talið vel upp alið. Hitt bamiö er hræði- lega handótt, lætur.engan hlut i friði. Uppeldi þess er talíð heldur lélegt Þvi miður er það of aigengt að gerðar séu meiri kröfur til bamanna, en þroski þeirra leyfir. Lifsreynsla þessara litlu barna er enn svo takmörkuð að þau geta ekki gert sér grein fyrir hvernig hluturinn er, nema meö þvi möti að fá að snerta hann. En á þá að leyfa börnunum að brjóta allt og bramla á heimilinu? Vissulega ekki. Til þess að mæta rann- söknarþörf barna á þessu þroskastigi veröur að sjá þeim fyrir hentugum leikfangakosti og leikrými. Leikföngin þurfa ekki öll aö vera dýr búðaleik- föng. Alls konar kassar, dósir, sleifar, spaðar og fötur gera sama gagn. Ekki er heldur nauð synlegt að kaupa dýrar brúður, sem oft eru i þokkabót harðar viðkomu. Heimageröar tusku- brúður eru míklu heppilegri. Þær era mjúkar viðkomu og þola mikið hnjask. Lítil böm elska að faðma það sem mjúkt er og þykir oft afar vænt um tuskubrúðuna sina. En dýrmætu vasana okkar og skálarnar geymum við á dag- inn þar sem börnin geta ekki náð til. Þetta handæðistímabil gengur yfir fyrr en barir. Barn- iö þroskast ört og áhugi þess á öðru vex. Ágæt eru einnig hin svoköll- uðu uppeldisleikföng, sem hafa verið gerð í þeim tilgangi að skerpa form og litaskyn og auka handlagni bamanna, svo sem keilur, holir kubbar, púslu- spil, tréperlur o. m. fl. Um þriggja ára aldur verða ímynd- umarleikir rikjandi í leikjum bamanna. Þá er málþroski þeirra og eftirtekt í örum vexti. Öll þekkjum við mömmuleikinn, búðaleikinn og læknisleikinn svo fátt eitt sé nefnt af þess- um fjölbreyttu leikjum. ímyndunarleikimir ímyndunarleikirnir hafa mjög þroskandi áhrif á bamið. Þeir byggjast bæði á lífsreynslu þess og hugmyndaflugi. Þeir auka einnig málþroska barnsins, þar sem þeir byggja mjög á sam- tölum barnanna. Tilfinningalega séð hafa imyndunarleikirnir mik ið gildi, vegna þess, að í þeim getur barnið fengið útrás fyrir innibyrgðar tilfinningar, svo sem reiöi, afbrýðisemi, hræðslu, blíöu o.s.frv. ímyndunarleikirn- ir auka mjög félagsþroska barnsins, þar sem þeir byggjast einnig á samskiptum þess við önnur börn. Þau komast sjálf að samkomulagi um hlutverkaskip- an og leysa oftast sjálf deilu- mál, sem upp koma í Ieiknum. Um fjögurra ára aldur standa ímyndunarleikirnír með mest- um blöma. Þaö er því ákaflega nauösynlegt að bamið eigi leik- félaga á þessum aldri. Það barn, sem engan leikfélaga á, er mjög illa statt og fer á mis við þá ánægju og þroskamöguleika, sem samskipti við önnur börn hafa upp á að bjóöa. Það er mjög nauðsynlegt að börn hafi aðstöðu til ímyndunarleikja, bæði leikrými og leikfélaga. I imyndunarleikjum eru allir hlutir nýtilegir t. d. gamlir kjólar, skór, hattar, veski, tóm- ir pakkar og dósir o. þ. h. — Og enn vex þroski barnsins bæöi til munns og handa. Allt frá 2y2 — 3ja ára aldri hafa flest böm yndi af aö lita og teikna. í fyrstu eru teikning- ar þeirra öfullkomnar. Þau krassa eins og sagt er, enda er þetta þroskastig í teikningu nefnt krassstig. En ef börnin hafa aöstæður til að iöka þenn- an leik, eiga alltaf pappír og liti, þróast teikningar þeirra smám saman og von bráðar eru þau farin að lita heilar litasymfóniur. Þau teikna karla og kerlingar, kannski með fimmtán, tuttugu fingur og augu eins og bílhjöl. En þeim finnst þetta sjálfum fallegt og eru ánægð með ár- angurinn. Þaö er mikilvægt aö fullorðna fólkið gagnrýni ekki verk þeirra, heldur örvi þau með hóflegum viðurkenningar- orðum. Fullorðna fólkið ætti ekki heldur að gera mikið að því að teikna fyrir bömin. Það dregur úr áræðj þeirra sjá'fra. Þau sjá að þeir fullorðnu gera betur, gefast upp og vilja sífellt láta aðra teikna fyrir sig. Yfir- leitt er talið ráölegt að börnin fái að lita og mála frjálst án Vantar skemmtílegri barnabækur Flest bðrn hafa mikla ánasgju af að hlusta á sögur, skoða myndir, Iæra kvæöi og syngja. En allt þetta veröur að hæfa þroska þeirra og aldri. Fyrir allra yngstu börnin skipta myndirnar mikiu máli, en sög- urnar eru einfaldar og stuttar. Börn á þessum aldri, 2—3 ára, hafa yndi af aö hlusta á sömu söguna aftur og aftur og þeim þykir alltaf jafngaman að syngja „Allir krakkar" og „Bangsi lúr- ir“. Eidrj bömin vilja aftur á móti fjölbreyttari sögur, en myndirnar skipta ekki lengur höfuðmáli. Þvi rniöur skortir mjög á að nóg sé til af skemmti legum og göðum bökum á ís- lenzku fyrir leikaldurinn. Enda styðjast barnaheimilin að miklu leyti við erlendar bækur. Ærsl og ólæti tákn fyrir athafnasemina Eins og sagt var í byrjun, skortir mjög á að borgarbamið njóta sama frjálsræðis til leikja úti við og sveitabarnið. En við vitum að útivist er barninu holl heilsufarslega séö. Og vissulega er það hlutverk okkar foreldr- ana að reyna aö sjá svo urn að hún sé þeim einnig holl félags- lega séð. En því miöur er það töiuvert vandamál víða í borg- inni. Gatan og umferðin er ekki þroskavænlegur leikvangur fyrir bamið' og þess konar útivist hefur oft neikvæö og andfélags- leg áhrif. Þar sem verkefni skortir og athafnasemi barn- anna brýzt oft út í ærslum og ólátum. Öll viljum vtð bömum okkar vel. Við viljum að þau þroskist sem bezt og komist til manns, En lengi býr að fyrstu gerð. Fyrstu æviár barnsins eru örustu þroskaár þess á allri lifs- Ieiðinni. Það er því mjög núkil- . vægt að foreldrar reyni að skapa því þau skilyrði sem það dafnar bezt í, þ.e. jafnvægi og ró i heimilislííi, ástúð og að- stæður til þroskandi viðfangs- efna — og leikja.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.