Vísir - 16.01.1969, Síða 8
V1S I R . Fimmtudagur 16. janúar 1969.
s
ca
VÍSIR
Otgefandi: Reykjaprent h.f.
Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjvjri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfuiltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingar: Aöalstræti 8. Símar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: AÖalstræti 8. Sími 11660
Ritstjorn: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 145.00 á mánuöi innanlands
1 lausasölu kr. 10.00 eintakiö
Prentsmiöja Vísis — Edda h.f.
Þeir skilja ekki
J>að er eins og Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóð-
viljans, sé ekki öruggur um margfalt íslandsmet sitt
í rangfærslum á prenti og honum finnist, að hann
þurfi alltaf að vinna ný afrek á því sviði til þess að
sanna yfirburði sína. Nú síðast fullyrti hann í Austra,
að Vísir hefði lýst yfir stuðningi við kenningar Arons
Guðbrandssonar um leigu Keflavíkurflugvallar. Þetta
er alrangt. Vísir hefur ekki lýst yfir stuðningi við
þessar kenningar og styður þær ekki.
Líklega er samt ekki um vísvitandi rangfærslu að
ræða hjá Magnúsi. Hann skilur bara ekki, að dag-
blöð geti birt greinar, sem túlka ýmis sjónarmið önn-
ur en ritstjórnarinnar og geta verið í beinni andstöðu
við stefnu ritstjórnarinnar, þar á meðal kjallaragrein-
ar. Lýðræðissinnuð blöð hafa ekki miklar áhyggjur
af slíkri fjölbreytni í birtingu skoðana, því að mikil-
vægur þáttur lýðræðisins er, að einstaklingar geti
látið skoðanir sínar í ljós á prenti. Slíkt er náttúrlega
óskiljanlegt ráðamönnum alræðissinnaðra blaða, sem
aldrei birta neitt, sem ekki er í samræmi við hina einu,
réttu línu.
Sama vandamál er uppi á teningnum á framagosa-
síðu Tímans. Forsvarsmenn hennar túlkuðu fyrr í vet-
ur skoðun, er birtist í grein í Vísis undir höfundar-
nafni, sem sjónarmið blaðsins sjálfs. Þessi þröngsýni
lýsir félagslegum vanþroska og er ekki til fyrirmynd-
ar í lýðræðisríki.
Ekki alls fyrir löngu birtust í Vísi sama daginn
tvenns konar gerólíkar skoðanir á eðli sósíalismans,
önnur í leiðara blaðsins, en hin í grein undir höfund-
arnafni. Þetta þótti Þjóðviljamönnum mikil firn og
stórmerki, en lýðræðissinnum finnst aftur á móti ekk-
ert eðlilegra.
Brosleg mynd af þessu ritskoðunarhugarfari köm
í ljós, þegar Vísir skýrði frá sjónarmiðum beggja að-
ila í slagsmálum mótmælafólks og lögreglr rétt fyrir
jólin. Einstakir stuðningsmenn beggja aðila urðu mjög
harmi slegnir yfir því, að sjónarmið hins aðilans skyldi
líka vera túlkað í blaðinu. Einkum var þetta afkára-
legur harmur, þegar í hlut áttu menn, sem töldu sig
vera lýðræðissinna, en sýndu við þetta tækifæri, að
það var aðeins á yfirborðinu, en undir niðri voru þeir
alræðissinnar.
Nýlega fréttist frá Tékkóslóvakíu, að prentarar þar
í landi hafi ákveðið að koma í veg fyrir birtingu skoð-
ana, sem ekki séu í samræmi við umbótastefnuna
frá því í janúar í fyrra. Þarna er enn á ferðinni gamla
lögmálið um, að tilgangurinn helgi meðalið. Þetta er
hættulegasta kenning, sem nokkru sinni hefur kom-
izt á kieik í heiminum. Hún hefur gefið ofstækisfull-
um og fordómafullum hugsjónamönnum lausan taum-
inn og valdið mannkyninu ólýsanlegum þjáningum.
Ein grein hennar er ritskoðunarhugarfarið.
Johnson ræddi mest
um innanlandsmálin
□ Johnson forseti varði
tveimur þriðju hlutum
ræðu sinnar til þess að
ræða innanríkismálin.
Hann ræddi hvað áunn-
izt hefði, nauðsyn þess
að halda áfram að sinna
umbótum og auka þær,
og gera sér grein fyrir,
að til þess þyrfti fjár-
magn. Til alls þessa
þyrfti víðtæka lagasetn-
ingu. Hann ræddi endur-
byggingu 150 borga og
að koma upp yfir hálfri
milljón heimila fyrir hús
næðislausar fjölskyldur,
og að gert yrði ráð fyrir
fjárveitingum til þessa á
fjárlagafrumvarpinu fyr
ir næsta fjárhagsár.
Forsetinn bar fram nýja til-
lögu um stofnun framfarabanka
(Development Bank), sem ríki
og einstaklingar ættu aöild aö,
og yrði hlutverk bankans að
greiöa fyrir fjárfestingu til um-
bóta.
Forsetinn boöaöi aukningu á al-
mannatryggingum svo næmi 13
af hundraði aö minnsta kosti,
m.a. auknar styrkveitingar til
snauöra. „Vér verðum að sjá öll-
um barnshafandi konum fyrir
sómasamlegri læknishjálp og
umönnun og góðri umönnun
barna á fyrsta aldursári."
Forsetinn mælti meö skrásetn-
ingu skotvopna og frekari tak-
mörkunum á söJu skotvopna og
lagasetningu í þessu efni og
kvað hana mundu verða til þess
að drægi úr afbrotum.
Hann ræddi lög þau, sem sett
hafa veriö til aö sporna viö kyn-
þáttamisrétti og m. a. húsnæöis-
1IÖgin frá .l968Tf’he Fair Housing
Act), sem sett eru til verndar
réttindum blökkufólks til hús-
næöis. Framfylgja yrði þessum
lögum röggsamlega.
Forsetinn ræddi aukiö öryggi
á almannafæri og kvaöst leggja
til, að sambands- og sambands-
rfkjastjórnarvöld fengju til um-
ráða samtals 300 milljónir doll-
ara til aukins eftirlits öryggis
á götum, og til þess aö draga
úr afbrotum.
Allt kostaði þetta fé, en verði
ur.: sömu þjóölífsgrósku að ræöa
næstu 8 ár, sem þau 8 ár, sem
eru aö baki, mun veröa fé fyrir
hendi til þessara hluta og margs
annars.
Johnson forseti fer ekki dult með, að hann hyggi gott til
dvalar sem oftast á búgarði sínum í Texas.
Forsetinn kvaðst mundu leggja
til, aö framlengd yrðu lögin um
10% viöbótartekjuskatt, en f yf-
irlýsingu, sem birt var um sama
leyti og Johnson flutti ræðuna,
sagði Nixon, að þessi skattur
yröi lagöur niður „undir eins og
hans væri ekki lengur þörf
vegna styrjaldarinnar í Víetnam,
og undir eins og efnahagsástæð-
ur yfirleitt leyfa.
Forsetinn minntist allra, sem
höföu stutt hann úr báöum
flokkum, þeirra meðal fyrrver-
andi forseta Eisenhowers og
Trumans, — og ^^Vingin um
John F. Kennedy hefði verið
leiðarljós ... Verðandi forseti,
Richard Nixon, þarf á skilningi
þjóðþingsins og samúð að halda
alveg eins og ég. Hann á rétt á
þeim skilningi. Þær byrðar, sem
lagöar verða á hans heröar eru
byrðar, sem hann ber fyrir okk-
ur öll. Enginn okkar má reyna
að þyngja þær af persónulegri
þröngsýni eða flokkshagsmuna
vegna.
Ég vona, að það verði sagt aö
heilli öld liðinii. að við höfum
revnt að koms á meira réttiæti
fyrir alla, sem landið byggja —
reynt að tryggja blessun frelsis
fyrir velfarnað þjóðarinnar. Ég
vona, að þaö verði sagt, aö við
höfum reynt. Ég þakka ykkur.