Vísir - 16.01.1969, Síða 9
VISIR . Fimmtudagur 16. janúar 1969.
9
□ Vegna hinna beinu viðskipta alls almennings við kaup-
menn stendur jafnan nokkur styrr um verzlunina, sem
óneitanlega er ein höfuðatvinnugreinin hér á landi sem ann-
ars staðar. Efnahagsvandi þjóðarinnar hlýtur að bitna á þess-
ari grein eins og öllum öðrum. Fulltrúar verzlunarinnar telja
síg hafa orðið illa úti vegna áiagningarákvæða sfðustu árin
og verðlagseftirlits yfirleitt.
□ Þorvarður Jón Júlíusson er framkvæmdastjóri Verzlunar-
ráðs og gjörþekkir því vandamál greinarinnar. Af þeim
sökum átti blaðið viðtal við Þorvarð og Iagði fyrir hann nokkr-
ar spurningar er varða stöðu og framtfðarhorfur nú um
áramótin.
— Hvernig varð afkoma verzl
unarinnar á síöasta ári?
— Það er óhætt að segja, að
hún hafi farið stórum versn-
andi á árinu 1968. Veltan aö
magni til hefur verið minni en
á árinu 1967 yfirleitt. Prósentu
álagningin var lækkuð mikiö í
desembermánuði 1967 og svo aft
ur í september og nóvember
1968. Á móti hefur komið auk-
inn kostnaður, sem afleiðing
gengislækkunarinnar. Allir
kostnaðarliöir, sem beint og ó-
beint eru háðir gengislækkun-
inni hafa hækkað, og algeng-
ustu laun hafa hækkaö um 11%.
Allt þetta hefur verkað í þá átt
að þjarma að verzluninni.
Gengislækkunin í sjálfu sér
verkar sem fjármagnsskerðing á
þann hátt, aö ekki er leyft aö
selja vörur miðað við endur-
kaupsverð, þannig að fyrir þaö
fé, sem vörurnar seljast á, er
ur verzlunarinnar eftir gengis-
lækkunina. Er ekki hætt við
miklum samdrætti í innflutnings
verzlun?
— Það má segja, aö horfurnar
séu óglæsilegar, því að það er
augljóst, að innflutningur mun
dragast verul. saman á þessu ári.
Að óbreyttum verölagsákvæð-
um stefnir þetta til almenns tap
rekstrar, sem að sjálfsögðu mun
bitna á þeim, sem við verzlunina
starfa og öllum almenningi í
landinu.
Ég geri ráð fyrir, að minnkun-
in sé töluvert mikil í byggingar
efnum einnig fatnaði og öðrum
almennum neyzluvörum, en lík-
lega minni á almennum rekstrar
vörum.
— Nú hefur verið talað um
,,kaupæði“ í þremur tilvikum
nýlega?
— Það er enginn vafi á því,
að fyrir þessar gengislækkanir
Þorvarður Jón Júlíusson.
svonefndum „verzlunarhöllum"
— í því sambandi má benda á,
aö í langan tíma voru hér fjár-
festingarhömlur og ekki leyft
aö byggja verzlunar- eða "«ru-
geymsluhús. Þegar þeim höml-
um var aflétt, fór mikil skriða af
stað, miðað við þær aöstæður,
sem nú eru fyrir hendi. Þetta
sýnir bezt, hversu höft geta
komiö í veg fyrir skynsamlega
skipulagningu og fjárfestineu.
Þaö verður aö gera sér grein
fyrir, aö verzlunarfyrirtæki, á
sama hátt og iðnfyrirtækj og
fyrirtæki í sjávarútvegi og öðr-
um atvinnugreinum, verða að
hafa vel búiö og hentugt hús-
næði til þess að geta þjónað sínu
hlutverki og búið sínu starfs-
fólki og viðskiptavinum sæmi-
lega aöstöðu.
Tiltölulega fæstar
verzlanir á íslandi
— Er yður nokkuð sérstakt
minnisstætt frá sfðasta ári, Þor-
varöur?
— I sambandi við þessi mál
minnist ég þess, að um áramót-
in 1967/68 var þvi haldið fram f
ræðu og riti, að verzlanir væru
of margar hér á landi, og að
þeim hefði fjölgað óeðlilega mik-
ið hin síðari ár. Til marks um
þetta voru teknar tölur um
fjölda fastra verzlana úr töl-
fræðihandbók Hagstofunnar.
Nú sýna þær tölur, að verzl-
//
Að óbreyttum verðlagsákvæðum
verzlunin til taprekstrar"
íJJ91eiirr
— Rætt við Þorvarð Jón Júliusson, framkvæmda$tjór.a Verzlunarráðs
llSB itOA
ekki hægt aö kaupa nema hluta
af þeim aftur.
Það lætur nærri, að við þessar
gengislækkanir hafi fjármagns-
skeröing numið helmingi and-
virðis birgöa. Birgðir eru jafn-
nauösynlegar í verzlunarrekstri
eins og áhöld og tæki og allur
búnaður.
— En útflutningsverzlunin?
— Það er kunnugt, að út-
flutningur og gjaldeyristekjur
minnkuðu mjög á árunum 1967
og 1968, enda lækkaöi þá gjald
eyriseignin í kringum milljarð
á hvoru árinu. Árið 1969 er
gert ráð fyrir, aö endar nái sam
an og þá fyrst og fremst vegna
minni innflutnings og annarrar
gjaldeyrisnotkunar.
Almennur taprekstur
— Hvernig eru framtíðarhorf
og innflutningsgjaldiö hafa
menn haft grun um, hvað myndi
gerast, og það ýtt undir kaup.
— Minnkar salan þá ekki nú?
— Búast má við, að lítil sala
verði fyrst um sinn á vörum,
sem helzt eru keyptar undir
slíkum kringumstæðum, t.d. á
heimilistækjum.
Að gefa fólki peninga
— Sumir segja, að ýmsir kaup
menn hafi ólöglega hækkað verð
á birgðum sínum eftir gengis-
lækkunina.
— Ég kannast ekki við það.
Það hljóta að koma upp tækni-
legir erfiðleikar, til dæmis þegar
sama varan er af mismunandi
stærðum, og ný sending kemur
á hærra verðinu af einhverri á-
kveðinni stærð. Þá er ekki við
því aö búast, að allir selji upp
gömlu birgðirnar á sama tíma,
og getur við það skapazt mis-
skilningur. Þá getur myndazt ó-
eðlilegúr verömunur, sem ef til
vill er jafnaður út. Það má bein
línis benda á það, að með þess-
ari skyldu til að selja á gamla
veröinu, er verið að skylda verzl
anir til að gefa fólki peninga,
því aö sama varan kostar kaup
menn miklu meira, þegar þeir
kaupa hana aftur til endurnýj-
unar á birgðum.
— Hverju spáiö þér um fram-
tíö frjálsrar verzlunat?
— Stefnan hefur verið sú aö
komast hjá því að þurfa að
grípa til innflutningshafta, enda
gera menn sér almennt ljóst, hví
Iíka mismunun og spillingu
siíkt kerfi hefur í för með sér.
Það ætti reynsla haftaáranna að
hafa sýnt ótvírætt.
Þó að innflutningurinn sé aö
mestu leyti frjáls, þá hefur veriö
hert á verölagsíhlutun, þó svo
að framboð hafi verið ríkulegt,
og slík afskipti hefta eðlilega
þróun og vöxt myndarlegra og
vel rekinna fyrirtækja.
Þegar frá líður, bitnar þaö á
þjóðfélaginu í heild. Segja má,
að fyrirtæki, sem rekin eru
með tapi, stofni í hættu afkomu
þejrra, sem við þau starfa og við
þau skipta.
— Eruð þér andvígur hvers
konar verðlagseftirliti?
— Ég vil greina á milli verö-
lagseftirlits og beinna afskipta
af verðlagningu Ég tel ekki ó-
eðlilegt, aö ríkisvaldið skipti
sér af verölagningu, þar sem
samkeppnj getur ekki notið sín,
t.d. þegar um er að ræða eitt
eða fá sterk fyrirtæki á markað
inum, sem misnota aðstöðu
sína. Mér finnst eðlilegt, að
fylgzt sé með verðlagsþróuninni
og reynt með ýmsu móti að
ör.a samkeppni. Þar sem hún er
fyrir hendi, tel ég frekari af-
skipti óþörf, já beinlínis skað-
leg fyrir hagkvæma þróun.
„VerzlunarhaIIir?“
— Nú segið þér. aö óvænlega
horfi fyrir verzluninni Um
það er rætt milli manna, að mik
ið hafi verið reist undanfarið af
stefnir
unum hefur fækkað í hlutfalli
við fólksfjölda. Fækkunin er
meiri á síðasta tímabilinu, sem
taflan nær til 1960—1964, en
á haftaárunum 1956—’60.
Hér er ég með töflu, sem
sýnir íbúatölu á hverja verzlun
í Evrópulöndum 1960 og kemur
Þá í Ijós, að verzlanir eru til-
tölulega fæstar hér á Iandi. —
Þannig getur sannleikurinn snú
izt viö í höndum þeirra, sem
gefa sér niðurstöðuna fyrirfram.
Land: íbúar á verzlun 1960
Belgía 36
Ítalía 53
Holland 55
Luxemborg 56
Frakkland 61
Danmörk 74
V-Þýzkaland 80
Grikkland 83
Svíþjóð 90
England 91
Sviss 91
Portúgal 93
Noregur 97
Finnland 107
Austurríki 109
Spánn 190
ísland 110
— Vilduð þér segja eitthvað
almennt um verzlunina að lok-
um?
— I áróðrinum aö undanförnu
hefur þeirri blekkingu verið hald
ið fram, að verzlunin væri 6-
þörf. Hlutverk verzlunarinnar ?
er að annast innkaup og dreif
ingu vörunnar, að vera tengilið-
ur milli framleiðenda og neyt- £
enda. Það má segja, að fram- |
leiðslunni sé ekki lokið fyrr en |
varan er komin í hendur neyt- E
andans á þann hátt og á þeim i
staö og tíma, sem hann óskar.
Verzlunin verður eins og aör
ir atvinnuvegir að geta sinnt
hlutverki sínu I samræmi við
barfir þjóðarinnar. Það sér hver
heilvita maður að þegar félögum
neytendanna sjálfra, kaupfélög- |
unum, er meinar að reikna sér »
þann kostnaö, sem verzlunar- ~
rekstrinúm er nauðsynlegur, er
óhjákvæmilegt aö breyta um
stefnu í þessum málum.
HJI.
Kauomönnum finnst verðlagseftirlitið of strangt.
r