Vísir - 16.01.1969, Page 13
V ÍSI R . Fimmtudagur 16. janOar 1969.
13
Geir Andersen:
NÝIR SIÐIR - NY MAL
KULDASKÓR
Tslenzkri þingstjóm í dag er klesst
i saman með brotalömum. Land-
ið er stjómlaust mánuðum saman,
þ. e. þing er óstarfhæft um fimm
mánuði ársins eða lengur, að við-
bættu óskiljanlega löngu jólaleyfi.
í sumarleyfum era þingmenn marg-
ir hverjir uppteknir við einka-stjórn
sýslu og enn aðrir við að sitja fundi,
þar sem þeir era sjálfir, margir
hverjir, ákafastir að særa fram
kröfudrauginn og stefna honum
behit í fang ríkisstjómarinnar í
styrkjaleit.
Grundvöllur þingstjómarinnar og
flokkanna er ótraustur og þjóðin
á raunverulega óstarfhæfa framá-
menn í öllum flokkum, nema ef
vera skyldi í liði hinna harðsnúnu
línu-kommúnista.
Þjóðin þarf að stokka stjómar-
spilin upp, og gefa aftur, og gefa
litlu gjöf. Þá fyrst er mögulegt að
hún fái heilbrigt stjórnarfar. Ástand
ið í landinu er þannig, að fólk kýs
flokkinn, af því að það trúði eitt
sinn á stefnu hans, og vantreysti
foringjum annarra flokka. — Nú
eru raunveruleg deilumál ekki til
lengur, en flokkanöfnin og gamlar
minningar lifa. Ef talað er um lands
mál við menn úr hinum svokölluðu
borgaraflokkum, ber þeim ekkert á
milli. — Þeir era góðir íslending-
ar, unna vestrænu frelsi og eru
eindregnir gegn austrænni kúgun.
Enginn flokkanna getur þó komiö
nokkru nýtilegu í framkvæmd, einn
sér. Sjálfstæðismenn, kratar og
framsóknarmenn gætu komiö ýmsu
til leiðar, ef þeir stæðu allir saman,
en það géra þeir ekki. Gömlu deil-
umar og minningarnar um fyrri
forkölfa váldá því, að þeir skemmta
skrattanum á kostnað alþjóöar, með
því að ala á sundrung, af því að
endur fyrir löngu tókust þessir
flokkar á um deilumál þeirra tíma.
| forsetakosningunum síðustu kom
glögglega fram, að fólk með mis-
munandi skoðanir gat unnið saman.
og var haft eftir mörgum, ungum
sem gömlum, sem unnu á hinum
ýmsu stöðum, viö kosningaundir-
búning, fyrir og á sjálfan kosninga-
daginn, að það hefði veriö eins og
múr væri brotinn milli hinna ólík-
ustu skoðanabræðra, og riðluðust
öll fyrri flokksbönd fyrir sjálfstæðri
skoðun og sjálfstæðu mati í báðum
sfeuðningshópunum.
Ástæðan fyrir þessu virðist þó
vera sú, að hinir pólitísku flokkar
létu, að mestu, afskiptalausar skoð-
anamyndanir fólksins og var eins
og fargi létti af því, sáu, að nú
opnaðist tækifæri, þótt marga grun
aði, að þaö myndi verða hið síð-
asta, ef gamlir forsprakkar mættu
ráða, enda spretti fólk úr spori og
geystist svo langt fram úr röðum
flokksviðjanna, að hinir stöðnuðu
flokksforsprakkar sáu ekki einu
sinni reykmökkinn af fjöldanum,
og óraði því síður fyrir því, hvert
hann beindi förinni. Enda varð það
svo, að þegar loks var komiö á
leiöarenda, og kosningaúrslit tóku
að berast, datt andlitið af mörgum
hinna leiðandi forsprakka í stjóm-
málum, sem margir hverjir höfðu
lagt sig í framkróka til að vísa veg-
inn og vara við uppreisn gegn vits-
munum og reynslu hinna slyngu
stjómmálamanna, sem töldu, að
einn úr þeirra hópi væri sjálfkjör-
inn, eða allt að því, menn úr öðr-
um stéttum kæmu alls ekki til
greina.
Að tala aðeins varlega og rólega
og tala aðeins utan að vandamál-
um, engan styggja og auðvitað
„halda" alla hluti, en engan vita,
slík era einkenni stjórnmálamanna,
íslenzkra, i dag, og eru næstum
einnig orðin einkenni hins almenna
borgara.
Nú er ekki þar með sagt, að sá,
er þetta ritar sé með öllu samþykk-
ur þeim skoðunum, sem ýmsir þeir,
sem fjölmennastir stóðu að glæsi-
legum sigri £ nefndum kosningum,
héldu hvað mest á lofti, svo sem
uppbyggingu landsins, eingöngu af
þeim gæðum, sem landið hefur upp
á að bjóða, án þess að fjármagn
eða stórfelld aðstoð væri þegin frá
vinveittum aðilum, eða þeirri frá-
leitu kenningu, að einangra ísland
í flestum menningarstraumum.
jgn sannarlega var þó tími til kom-
inn, að nýr andi blési á stöðnun
stjómmálanna og sjálfskipaða for-
ystu þeirra í öllum málum, merki-
legum sem ómerkilegum. — Væri
sennilega betur fariö, ef ríkisvaldið
léti minna til sín taka á mörgum
sviðum, t. d. er um vinnudeilur er
að ræða o. fl. þess háttar, og láta
atvinnurekendur og launþega sjálfa
eigast við, þar til samkomulag
næst, meö því fengist sennilega var-
anlegri lausn. Eða ætlar nokkur,
að þetta sé eðlilegur framgangur
mála, er nú hefur verið hafður, að
láta allt dankast, teygja fundi á
langinn i skjóli þess, að rikisvaldið
muni fyrr eða síðarguggnaoggreiða
báðum deiluaðilum það sem fram
á er farið? Fundir standa nú lát-
al-vestrænnar þjóðar og byggja
upp efnahagskerfi okkar að grunni,
að fyrirmynd og með aðstoð frá
Bandaríkjamönnum, en það hefði
auðvitað átt að hugsa fyrir þessu
í sama mund og við gerðum samn-
ing um hervernd frá þeirri þjóö.
FELAGSLIF
K.F.U.M.
Aðaldeildarfundur í kvöld kl.
8.30 í húsi félagsins viö Amtmanns
stíg. Benedikt Arnkelsson, guðfræð
ingur, flytur erindi um Wilhelm
Beck, stofnanda danska heimatrú-
boðsins. Allir karlmenn velkomnir.
N
LAUGAVEGI 1
Norræn
bókasýning
Aðeins 10 dagar eftir.
Kaffistofan opin daglega kl.
10 — 22. Um 30 norræn dagblöð
liggja frammi.
Norrænn Húsið
HÁBÆR AUGLÝSIR
Tökum í umboðssölu alls konar listaverk í stærsta sýningar-
sal borgarinnar, málverk, myndir, höggmyndir o. fl.
Ennfremur veröa veitingar á staðnum frá kl. 11 f. h. til kl.
11 e. h. Uppl. í síma 21360 eða á staðnum.
HÁBÆR, Skólavörðuholti.
Taust, er þetta er ritaö og veröur,
ef að líkum lætur ekki lokið, er
þetta birtist, enda úrræði engin og
engin samstaða, en næstum allir
sama sinnis málefnalega!
Þær erfiðu aðstæður, : sem nú
hafa skapazt í landinu, eru því að
kenna, að borgaraflokkarnir hafa,
hver eftir annan tekið kommúnista
í fóstur og þannig veikt allt efna-
hagskerfi í landinu og spillt sam-
skiptum við hin vestrænu, sam-
stæðu lýðræðisöfl, sem ísland getur
ekki verið án sem sjálfstæð þjóð.
Sigurvonir kommúnista á Islandi
og þó aðallega í þéttbýlinu, byggj-
ast nær eingöngu á, að þeir hafi
komið flestum bæjarfélögum og
þar meö ríkinu sjálfu út í áhættu-
starfsemi, þar sem auðvelt er að
trvggja í senn lítil afköst og á-
kveðinn en markvissan tekjuhalla.
Tapið á opinberum rekstri á svo
jafnan að lækna með auknum út-
svörum og þungbærum sköttum a
það fólk, sem bjargálna telst, en
afæturnar, þeir sem stunda drykkju
skap og stopula vinnu vegna alls
kyns ábyrgðarleysis í lífemi, fleyta
rjómann ofan af og era jafnvel
bornir á gullstól inn í nýjar fbúðir,
sem hið opinbera byggir og afhend-
ir þessu fólki með vildarkjörum.
Þeir sakleysingjar i borgaraflokk
unum til sjávar og sveita, sem hafa
aðhyllzt stefnu kommúnista, verða
I framtíðinni að borga dýru verði
auðtryggni sína við hina austrænu
byltingarsinna.
Nú hlakka kommúnistar yfir þvf,
að þeir hafi lagt svo ramma fjötra
á sjálfstæðan atvinnurekstur í land
inu, að innan tíðar hafi þeir jafnað
efnahag landsmanna þannig, aö
kúfurinn hafi hvarvetna verið
sneiddur af.
Þetta tímabil nálgast nú óðfluga,
og verður þá öllum, meira að segja
ríkinu sjálfu ógerlegt að láta at-
vinnuvegina starfa, þar sem verk-
stjóm kommúnista gefur fulla vissu
um tekjuhalla, hvar sem þeir róa
undir, og þá í fullri sátt viö stjórn-
endur landsins.
Sjá þá allir hvar næstu úrræði
er að finna, annaö hvort neyðumst
við til að leita aðstoðar i ríki hins
alþjóðlega kommúnisma eða verða
kúguð og horfin þjóð, eða það sem
löngu hefði átt að vera búið að
gera, viðurkenna stöðu okkar aem
SAMYIIMNUTRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 - SÍVII 38500
er sérstök ástæða til að
endurskoða tryggíngarupp-
hæðir á verzlunarvörum.
Á þessum árstíma eru jafnan hæstu vöru-
birgðir í verzlunum,- og þegar við bætist
veruleg hækkun á innfluttum vörum, er
hverju verzlunarfyrirtæki nauðsynlegt að
endurskoða tryggingarupphæðir sínar
miðað við vörumagn og
núverandi verðlag.
Starfsfóík Aðálskrifstofu, Ármúia 3 og
umboðsmenn hefðu sérstaka ánægju af
því að ieiðbeina umTiagkvæmt fyrirkomu-
lag á tryggingum vörubirgða.
ix
m