Vísir - 25.02.1969, Blaðsíða 8

Vísir - 25.02.1969, Blaðsíða 8
8 VISIR Útgefandi: ReyKjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson ACstoóarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aöalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Askriftargjald kr. 145.00 á mánuöi innanlands I lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiöja Vfsis — Edda h.f. Nixon fer>vel af staö þegar Nixon var kjörinn forseti Bandaríkjanna fyrr ( í vetur, höfðu margir á orði, að hann væri frekar lit- / laus fulltrúi meðalmennskunnar og mundi ekki finna ) lausnir við hæfi hinna viðamiklu vandamála Banda- \ ríkjanna. Þessi hrakspá hefur ekki rætzt, heldur hef- \ ur Nixon komið skemmtilega á óvart. Að vísu er of ( snemmt að vega og meta stjórn eftir aðeins mánaðar ( setu, en ekki er hægt að segja annað en byrjun Nixons / lofi góðu. í Komið hefur í ljós, að Nixon hefur mikla skipulags- ( hæfileika. Hann hefur byggt upp æðstu stjórn ríkis- ( ins eins og um stórt fyrirtæki væri að ræða. í því ) skyni hefur hann kallað til síh fjölda hæfileikamanna. ) Annars vegar hefur hann valið óþekkta framkvæmda- \ menn í ráðherrastöður og hins vegar hugsuði í ráð- ( gjafastöður. Mannaval Nixons hefur hlotið mikið lof. ( Menn hans eru engir kreddumenn, heldur menn, sem ( hafa þjálfun í að finna skynsamlegar lausnir og koma ) þeim umsvifalaust í framkvæmd. -* 'f) Stjómvizka Nixons í utanríkismálum hefur komið \ á óvart. Margir óttuðust, að hann yrði of harður í ( hom að taka. En allt annað hefur verið uppi á ten- ( ingnum. Hann hefur bæði reynt að koma á viðræðum ( við sovétstjórnina og stjórn Kína, óg hann hefur reynt ) að bæta sambúðina við Frakkland og Egyptaland. ) Þá hefur hann hvatt Bandaríkjaþing til að samþykkja \ alþjóðatillöguna um bann við tilraunum með kjarn- ( orkuvopn. Loks virðist hann hafa varpað fyrir borð ( kenningunni um, að Bandaríkin verði að hafa yfir- ( burði yfir Sovétríkin í hermálum, og er farinn að tala )) um jafnvægi í staðinn. Öll þessi atriði benda til þess, )1 að Nixon muni sýna fágaða stjómkænsku í utan- 11 ríkismálum. ( Póstþjónusta Bandaríkjanna hefur jafnan verið not- ) uð sem bitlingajata stjórnarflokksins og er það arfur \ frá frumstæðari tímum. Nixon hefur nú stöðvað þessa ( misnotkun póstþjónustunnar. Hann hefur einnig aflað ^ sér virðingar fyrir fleiri aðgerðir heima fyrir. Hann ( hefur rekið á eftir umbótum í skólamálum og bjarg- ( að vísindafé, sem stjórn Johnsons hafði strikað út ) af fjárlögum. Hann er að láta sernja ströng lög um \ olíumengun sjávar. Og kunnugir segja, að hann sé \ að undirbúa ':arða baráttu gegn einokun og hringa- ( myndun. Og loks hefur hann fengið ýmsa þekkta ( svertingja til starfa fyrir sig og hefur þannig dregið ( úr vantrú þeirri, sem svertingjar höfðu á honum. ) Vandamál Bandaríkjastjórnar eru hrikaleg. Nægir \ að minna á Víetnam-stríðið, jafnréttismál svertingja ( og skólamálin. Til þess að leysa slík mál þarf djarfa ( hugsun og örugga framkvæmdastjórn. Það álit hefur ( verið útbreitt, að Nixon væri ekki nægilegt mikil- ( menni til að fást við þessi mál. En allt bendir til þess ) að Nixon ætli ekki að láta gagnrýnendurna hafa síð- \ asta orðið. - \ B Vestrænum fréttariturum í ísrael ber saman um, að árásin á ísraelsku Boeingþotuna á flugvellinum í Ziirich hafi nán- ast komið sem reiðarslag yfir israelsku þjóðlna. Þeir segja, að hún — eða að minnsta kosti mikill hluti landsmanna — hafi gert sér vonir um, að hefniárás- in á alþjóðaflugvöllinn í Beirut reyndist ráöning, sem dygði og Arabaríkin myndu sjá sitt ráð vænst, að grípa til ráöstafana til þess að hindra frekari árásir á farþegaflugvélar, en nú hafa menn hrokkið við ónotalega. í fréttapistli eins fréttaritar- ans segir, aö ísraelsmenn óttist nú, aö þeir veröi aö berjast á „þremur vígstöövum“, og eiga Ovissar ina á El við, að nú megi vænta’ árása á flugvélar ísraels og skip, ísraelsk sendiráð og ísraelskar stofnanir erlendis, hvar sem er — nema Ziirich-árásin leiöi til alþjóð- legra ráðstafana, sameiginlegra átaka við forustu Sameinuðu þjóðanna til að girða fyrir þessa nýju hættu. ísraelsstjóm, sem hefur setið á fundum og rætt árásina, hefur ekki enn gripið til nýrra hefniráðstafana- Stjórn- Yigael Allon. in skrifaöi Sameinuðu þjóðunum og hvatti til alþjóðlegs átaks — en þegar þetta er skrifað er allt á huldu um hvað Sameinuðu þjóðimar gera í málinu. Á hinn bóginn hefir allt eftirlit veriö mjög hert á alþjóðaflugvöllum samkvæmt fyrirmælum þeirra, sem þar bera ábyrgð á öryggi farþega og flugvéla. Hin nýja árás hefir sett ísra- elsku stjórnina i mikinn vanda. Haft er eftir ísraelskum embætt- ismanni. Ef við grípum til okkar ráöa eigum viö á hættu, að ný styrj- öld breiöist út. Ef við aðhöf- umst ekkert týflum við öryggi iandsins í aukna hættu. í vikulokin seinustu ríkti enn vafi mikill um hvað gerast myndi. Beðið var með hefniárás- ir af ísraels hálfu, en haldið á- fram að vinna stjórnmálal. gegn tilraunum Frakklands og Sovét- rikjanna að þvinga upp á Israel og Arabalöndin samkomulagi til lausnar deilum þeirra. ísraeiska stjómin óttast nefnilega að slíkt samkomulag verði hagstæö V1SIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1969. Myndin er af bandarískri Phantom-þotu, en komið hefur til mála, að ísrael fengi slíkar þotur frá Bandaríkjunum, en þó mun sennilega ekkert verða gert frekar í því máli meðan fjór- veldin reyna að finna leið til samkomulags um friðarumleit- anir. — Það hefur vakið nokkurn ugg í Arabalöndum, sem haft var eftir Denis Healy landvamaráðherra Bretlands ný- lega, að staðið yrði við gerða samninga um sölu á hergögn- um til ísraels, en þeir fjalla m. a. um sölu á Centurion skrið- drekum. Sagði einn af fyrirlesurum brezka útvarpsins, að nú ríkti tortryggni í garð Breta, og hefði raunar gert lengi, en Arabar treystu á Sovétríkin og Frakkland og hefðu gert sér auknar vonir um að tekið yrði fyrir allar hergagnasendingar til ísraels, en fengju sjálfir hergögn áfram í stríðum straum- um frá Sovétríkjunum! horfur eftir árás- Al farþegaþotuna ara Aröibum en ísraelsmönnum. Afstaða fyrrnefndra stórvelda, og einnig Bretlands og Banda- ríkjanna, sem kunna að bera sameiginlega fram málamiðlun, er sú að ástandið sé svo hættu- legt heimsfriðnum, að deiluna veröi að leysa sem skjótast. Enn er flest í óvissu um það, hvort samkomulag næst um lausn milli stórveldanna, og ef það næst, hvort tekst aö fá aðila til aö fallast á það og búa svo örugglega um hnútana, að þaö verði haldið. Ef til vill gerist lítiö varðandi lausn, fyrr en eftir heimsóknir Nixons og ljóst er að samkomuiagsumleitanir fjór- veldanna kunna aö taka nokk- urn tíma, þótt þörfin á bráðri lausn sé eins brýn og reynd ber vitni. Og hvenær sem er getur eitthvað gerzt, sem veldur nýj- um erfiðleikum, eða ef til vill tendrar nýtt bál, bál sem breiö- ist út. í útvarpi frá ísrael minnti fyr- irlesari um hemaöarleg mál á þaö, að nálæg Arabalönd hefðu lýst velþóknun sinni á hryðju- verkastarfsemi Palestinufreísun- arhreyfingarinnar. Nasser for- seti Egyptalands kvað • hana heyja réttlátt stríð „til frelsunar Palestínu", en „hann getur ekki“, sagöi fyrirlesarinn, „stutt hreyfinguná stjórnmálalega og efnahagslega annan daginn, en afsalaö sér allri ábyrgö hinn. Hryðjuverkasamtök Araba fylgja engum „spilareglum" í baráttunni gegn okkur og þau verða að vera við því búin, aö í framtíðinni fylgjum við ekki neinum reglum heldur“. Það er engum blööum um það að fletta, að náist ekki samkomu lag fljótlega v-ið alþjóðaforustu, verða hatur og hefnigirni á báöa bóga áfram ríkjandi. ífokkrar vonir um, að eitthvað raunhæft verði gert, byggja margir á því, að aðrar þjóöir verða aö láta málin til sín taka og knýja á með alþjóðaátak, þar sem hryöju verkamenn hafa enn fært út kvíamar — þeir yiröasf\þess al- búnir að heyja baráttuna hvar sem er, eins og sjá má af því, aö seinasta árásin er gerð í hlut lausu landi, en með henni var tugum mannslífa teflt í meiri hættu en fram kom í fyrstu frétt um, þar sem við leit í bíl árásar manna eftir handtöku þeirra fundust sprengjur, sem þeim vannst ekki tími til að varpa, sökum þess hve fljótt þeir voru yfirbugaðir, en það gerðu slökkvi liðsmenn flugvallarins, áður en lögreglan kom á vettvang. 1 gær var haft eftir Allon hers- höfðingja, varaforsætisráöherra, út af árásunum á ísraelskar flug vélar, að leiötogar Araba mættu vel muna, að ísraelski herinn gæti „teygt armana" langt til réttmætra gagnaðgerða. Skömmu áöur en blaðið fór i pressuna í gærmorgun bárust eftirfarandi fréttir um nýja hefniárás: 1 fréttum frá Tel Aviv, Dam- askus Beirut og Kairo, er sagt frá ísraelskri loftárás á tvo staði í Sýrlandi. Hemaðarlegur formælandi í Damaskus sagði, að 120 borg- arar hefðu særzt í árásinni á E1 Hamma, sem er eitt af úthverf- um bamaskusborgar, og á Mai- Saloun, sem er nál. landamær- um Libanon. Tollstöðin í Mai- Saloun er sögð í rústum eftir árásina. Símasamband milli Libanon og Sýrlands rofnaði eftir árás- ina. I frétt frá Damaskus var sagt, aö skotnar hefðu verið niður af sýrlenzka flugha-num og með loftvamabyssum Mirage-þotur israelská flughersins. Tvær sýr- lenzkar flugvélar af geröinni Mig-17 voru skotnar niður. í frétt frá Tel Aviv var sagt, að hér hefði veriö um aö ræða stöðvar, þar sem voru búöir skæruliöa, og sé það hald manna, að þar hafi verið nokk- /ur hundruð þeirra er árásin var gerð. Formælandi ísraelska hers ins, sem þetta er eftir haft, vildi ekki koma meö neinar ágizkanir um manntjón. Hann kvaö ísra- elsku flugm^nnina hafa haft skýr fyrirmæli um að ráöast ein- göngu á hernaöarleg mörk. Þá sagði hann að nokkrar sýrlenzk- ar flugvélar „hefðu verið nálæg- ar en gert aöeins fálmkenndar til raunir til þess að aðhafast nokk- uö“. Frá Kairo vai simað, að öllum flugvöillum Sýrlands heföi verið lokað og allt flug yfir landiö bannað. Árásin var í fyrstu talin til hefndar fyrir árásina á ísraelsku flugvélina í Ziirich, en hryðjuverkamennirnir, sem frömdu hana kváðust hafa kom- iö frá Damaskus og feneið ryr- irmæli sfn þar. I síðari fréttuni frá ísrael var þessu neitað. A. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.