Vísir - 25.02.1969, Blaðsíða 9
VISIR . Þriðjudagur 25. febrúar 1969.
Þjóöbúningasýning stendur nú
yfir í Bogasal. Á s.l. ári uröu
talsveröar umræöur um þaö
hvort þörf væri á að breyta
þjóöbúningnum til þess að hann,
yrði notaöur við fleiri tækifæri
og af fleiri konum. Sýndist sitt
hverjum. Spuming dagsins er
því:
Teljið þér þörf á því að
breyta þjóðbúningnum
til þess að hann verði al-
mennt notaður?
Helle Bjarnason:
— Nei, alls ekki. Þaö má ekki
breyta þeim, þeir eru svo falleg-
ir eins og þeir eru eöa þaö
finnst mér sem útlendingi. Mér
finnst mjög fallegt að sjá brúö-
imar i skautbúningi viö brúð-
kaup sitt t. d. og finnst það
vanta annars staðar.
Guðbjörg Oddsdóttin
— Nei, ég vil ekkert
breyta honum.
láta
Marsilía Adólfsdóttir:
— Nei, þaö held ég ekki. Þaö
mætti kannski stytta pilsin ör-
lítið því þau em óþarflega síö,
en ég sé enga ástæöu til aö
breyta upphlutnum eða skotthúf
unni.
María Anna Kristjánsdóttir:
— Nei, ég álít það ekki. Mér
finnst hann mjög fallegur eins
og hann er.
Kristín Jóhannsdóttir:
— Nei.
Guðríður Tómasdóttir:
— Ekki mundi ég vilja þaö.|
Éc vildi hafa hann eins og hann1
var og er, kannski hafa hann
eitthvað þægilegri fyrir þær kon
Ur. sem nota hann, en ' engar
störvægilegar breytingar þá
fyndist mér 1 ann vera búinn
að missa marks. jj
E“* með eldri hverfum
Reykjavíkurborgar er
Fjölnisvegur og Sjafnargata.
Á árinu 1933, þegar ég var
að leitast við að afla mér í-
troðsluþekkingar, þá voru
þetta fínar götur og við þær
falleg hús. Ég var svo lánsam-
ur að fá samastað í einu þess-
ara húsa hjá elskulegri fjöl-
skyldu, sem gerði mig fá-
kunnandi útkjálkapilt að
heimamanni. Þariia átti ég
jafnan síðar vinum að fagna.
Það veröur varla dregið í efa
að á bak við byggingu þessara
húsa stendur mikil sjálfsafneit-
un og margar vinnustundir, því
ekki voru allir auöjöfrar, sem
þar áttu hlut að máli. Eitt þess-
ara húsa, aö Sjafnargötu 9, var
tekiö í notkun 1930. Þetta hús
byggði Árni Þorleifsson og hef
ur hann búið þar síöap. Ámi
er fæddur 1. febrúar 1877 og er
því 92 ára gamall. Hann
er fæddur aö Árbæjarhjáleigu í
Holtum. Foreldrar hans voru
Þorleifur Guðmundsson og Hall
dóra Halldórsdóttir ætthð frá
Lækjarbotnum á Landi. Segja
má að því hafj ráöið hending,
að ég hitti þennan blessaða
gamla mann og 'á þeim fundi
varö ég margs vísari.
JL’aöir minn var rokkasmiður
en smíðaði auk þess svip-
ur, hestajárn og ljábakka. Ég
held aö telja megi að foreldrar
mínir hafa frekar verið veitandi
en þurfandi. Móðir mín vildi öll-
um gott gera og mátti ekkert
aumt sjá. Þrátt fyrir ákaflega
harða vetur man ég ekki eftir aö
VIÐTAL
DAGSINS
Ámi Þorleifsson.
er v/ð Árna
Þorleifsson,
sem nýlega
varb
92ja ára
lega en ekki innrætt trúin á
hinn eina, sanna, lifandi guð.
Þetta er mikið alvörumál. Menn
vita ekki hvað þeir gera ef
þeir ekki taka á móti sínum
frelsara. Ef við lesum orðið og
trúum að það sé mál guðs, þá
erum við hólpin. Það er nauösyn
legt aö kenna börnum að þekkja
guð á bemskuskeiði. Þau skilja
ef til vill ekk; til fulls í upp-
hafi þýðingu helgiiðkana eins og
signingu og bænalestur, en með
aldrinum kemur þroskinn og þá
verður þeim þetta helgur dóm
ur og aflgjafi á raunastundum,
svo ekki sé látið bugast.
Ég hef alltaf verið smár. Hús-
Það er erfitt fyrir gamalt
fólk að lifa með nútíðinni
hægt væri aö tala um sult I búi,
stundum var þó lítið um mat
þegar kom fram á útmánuði. Ég
man sérstaklega eftir því einu
sinni, að faðir minn fór suður í
Hafnir að afla fanga og var þrjár
vikur í ferðinni, þá var lítið eftir
nema dropinn úr kúnum til að
nærast á.
Ég sagði áðan að veturnir
hefðu veriö haröir en sumurin
voru yndisleg þar í sveit. I
vatnsdælunum á vorin var oft
svo heitt, að við krakkarnir
gátum velt okkur þar allsber án
þess aö veröa kait, enda hiýrra
uppi í landinu en úti við sjóinn.
— Svo lá leiðin til Reykja-
^yíkur?
— Já, mig langaði ekki til
aö staðfestast í sveit, ég; hafði
ekki áhuga á þeirri vinnu sem
þar var í boði, enda þótt ég
vendist henni í æsku. Það var
því um aldamótin að ég flutti
suður í atvinnuleit. Fyrst var
þetta nú hálfgerð snapvinna, en
árið 1903 stofnaði ég heimili,
konan mín var Dagbjört Guð-
mundsdóttir frá Grímsstöðum í
Landeyjum. Fyrst var heimili
okkar í litlum kofa á Njálsgötu
43A, en svo kom að því að við
sáum okkur fært að ráðast í
byggingu á Sjafnargötu 9 og
þangaö fluttum við svo árið
1930. Við eignuðumst einn
dreng. Hann misstum við þegar
hann var 38 ára gamall, varð
fyrir raflosti. Eftir að landið
hafði verið hernumiö kom það
fyrir að kviknaði í bragga. Dreng
urinn var í slökkviliðinu, þegar
eldsvoðann bar að höndum, var
hann á skautum á Tjörninni og
hljóp til aöstoðar eins og hann
stóð, án þess að hirða um að
hlífast nauðsynlega. „Drottinn
gaf og drottinn tók, drottins
nafn sé vegsamaö."
— Wver var Þín aðalatvinna
í Reykjavík?
— Ég vann nú ýmislegt, að-
allega við trévinnu. Kom þar,
að á mig var litið sem trésmið,
enda þótt ég aldrei lærði neitt
nema gegnum kynni mín af
starfinu og færum mönnum, sem
þar unnu. Árið 1918 tók Pétur
Ingimundarson, slökkviliðsstjóri
að sér ,að sjá um innréttingu
eða standsetningu á húsi fyrir
Halldór Daníelsson. Hann réði
mig þar sem trésmið og segja
má að síðan hafi trévinnan verið
mitt aðal starf, þótt á atvinnu-
leysis og krepputímum yrðu þar
frávik frá.
— Hver voru þá úrræðin á at
vinnuleysistímum?
— Ég veit ekki vel hvernig
maður lifði en einhvern veginn
tókst þetta. Ég vann við höfn-
ina að uppskipun á salti og kol-
um, þetta var erfið og óþrifa-
leg vinna, af sumum talin svo
sóðaleg að varla væri út í hana
leggjandi, þess vegna var auð-
veldara að komast þar að. Einn
ig vann ég ,við vatnsveitu og
hafnargerð, þar komst ég í stein
smiðaflokk. Ég gat höggvið
steina og klofið grjót eins og
hinir.
— IJvaÖ finnst þér, sem svo
1 lengi hefur lifað, um
þjóöfélagið í dag?
— Það er erfitt fyrir gamalt
fólk að lifa meö nútíðinni. Ungt
fólk hefur alizt upp við frjáls-
ræði og ekki mikið erfiði.
-Minni vinna og meiri peningar
virðist vera viðhorfið til lífsins
í dag. Það er verið að tala og
skrifa um erfiða tíma. Hvað þýð
ir þá að vera að kalla menn hér
og þar utan úr heimi til að
henda eða sparka bolta uppi á ís
landi. í þetta er eytt þúsundum
eða jafnvel milljónum króna,
sem án efa gætu einhvers staðar
á ööru sviði orðið til hagnýtari
nota. Meðan fólkið í þústmda
tali getur leyft sér að eyöa
hundruðum króna hver einstakl
ingur til að horfa nokkrar mín-
útur á þetta hopp og spark, þýð
ir varla fyrir þá hina sömu að
tala um fjárskort til fæðis og
klæðis Já, mér finnst ástandið
í heiminum ákaflega myrkt.
jKjóðin er guövana, meira að
segja prestarnir, sem hafa
gefið sig fram til aö þjóna herr
anum, þeim er ekki orðið það
hjálpræöi, sem Kristur boðaði.
Ef til vill ér ekki að marka mig,
ég er orðinn svo gamall, en trú
mín er sterk og' ég veit að hinn
persónulegj guö er til. Þessi trú
hefun hjálpað mér og þess
vegna er ég hamingjusamur. „Sá
sem trúir, hann mun hólpinn
verða.“
Sú mesta villa, sem þjóðinni
mætti í upphafi þessarar aldar,
var hin svokallaðanýjaguðfræði.
Hún afneitaði ýmsu því, sem
gegnum aldimar hafði verið
fólkinu styrkur f erfiðri lífsbar
áttu, gerðj það ráðvillt og reik-
andi en gaf því ekkert Þstaðinn.
Guðspeki og spíritismi var boð
skapur þessara nýju postula,
sem margir hverjir virtust þó
vera vantrúaðir og leitandi.
Svo kom sálfræðin. Börnun-
um má ekki banna, þau eiga að
ala sig upp sjálf. En hvernig á
hinn ungi að velja, þegar hon-
um er aðeins sýnt það heims-
ið mitt eignaðist ég með guðs
hjálp og góðra manna. Þaö er
gott að eiga góða vini, — gott
að eiga trúna á drottin. Hann
hefur sýnt mér sína náð.
— Cjálfsagt er lífssaga þessa
^ níræða öldungs ekki sér
staklega stórbrotin. þegar á yf
irborðið er litið og margir, sem
sagt gætu álíka atvinnusögu,
enda var það ekki sú saga, sem
gerði hann athyglisverðan, þeg-
ar við tókum tal saman, heldur
hin sterka guðstrú, sem nú virð-
ist uppistaðan, i viðhorfi hans
til lífsins. Sjálfur segir hann,
aö það að hafa öðlazt þessa trú,
sem hann ielur þau einu lífssann
indi, sem á sé hægt aö byggja,
hafi fremur öllu öðru greitt göt
una i lífinu. Vegna trúarinnar
standi hann óbugaður enn í dag.
Sem bam lifði hann einhver
hörðustu ár 19. aldarinnar, sem
ungur maður lifði hann erfið-
ustu ár 20. aldarinnar. Og nú
á kvöldi þessa langa vinnudags
vill hann flytja þjóð sinni boð
skap þessarar lifsreynslu á þá
leiö, að trúuð þjóð, hógvær og
guðelskandi, þurfi aldrei að ótt
ast tortímingu vegna harðbýlis
í landi sínu, þótt oft kunni að
sverfa aö, en ekkert góðæri geti
bjargað guövana þjóð frá glötun.
— Gamall maður, sem græt
ur yfir vanhyggju og munaðar
gimi þjóðar sinnar, hann gerir
þaö vegna þess kærleika, sem
hann hefur öðlazt gegnum sína
óbilandi eilífðartrú. Um miðja 21.
öld ganga þeir, sem nú eru ung
ir, gamlir menn. Hvert verður
þeirra viðhorf, byggist það á
guðstrú og kærleika eða raf-
magnsheila tölvunnar?
Þ.M.