Vísir - 25.02.1969, Blaðsíða 16

Vísir - 25.02.1969, Blaðsíða 16
 liuoveji 178 • Sírai 21120 Rejrkjavfk Þriðjudagur 25. febrúar 1969. INNRÉTTINGAR SÍDUNÚLA 14 - SÍMI 35646 Gertf alla ánægða Munið^ ^Múlakuffi nýjo Sími grillið 37737 Lögreglan kvödd út vegna öþefs O Snemma í morgun urðu menn ónotalega varir við stækan óþef, ssm lagði um Alþýðuhúsið. Fannst hvergi orsök ólyktarinnar, þótt ieitað væri, en hún magnaðist sí- fellt eftir því sem leið á morgun- inn. O Var lögreglan kvödd á vett- vang, því menn örvæntu um, að fólk héldist við í húsinu, þegar starfsdagur byrjaöi. Eftir töluveröa ieit komst lögreglan að raun um, hvað ólyktinni olli. Var það blýpott ur í prentsmiðju Alþýðublaðsins, sem gieymzt hafði að slökkva undir í gærkvöldi. Þorskurinn settur í blóðrannsókn „Engar stórkostlegar breytingar", segir Jón Jónsson um borskstofninn ■ Það hafa engar stór- kostlegar breytingar orð ið á þorskstofninum, a. m. k. ekki þeim hluta stofnsins, sem búast má við að leiti í heita sjoinn til hrygningar, sagði Jón Jónsson, forstöðu- maður Hafrannsókna- stofnunarinnar, í viðtali við Vísi í morgun. Vísir leitaöi álits hans vegna þeirrar fullyrðingar margra sjó- manna, aö sjaldan heföi veriö eins mikið fiskmagn viö strend- ur landsins og nú. Þeir spá því sumir aö vertíöin verð’f ’riijög góð þrátt fyrir verkfalliö, ef veð urfariö verður skaplegt. Hjálm- ar Viihjálmsson, fiskifræðingur, sem fylgzt hefur með loðnunni, sagði þó aö það kæmi sér ekki á óvart, þó að loönumagnið yrði mjög verulegt, en í leið- angri með Áma Friörikssyni í janúar út af Austurlandi fann hann mjög mikiö magn alveg frá Hvalbak noröur fyrir Langa nes. Jón Jónsson, sagöi að engir mjög ' stórir árgangar hefðu bæt'zt við 'hrygningarstofninn, sem leitaði nú inn í hlýrri sjó til hrygningar. Árgangurinn frá 1964 og að einhverju ieyti ’65 virtust mjög sterkir, en það em árgangamir, sem haldið hafa uppi hinni geysilegu veiði fyrir norðan. Það má telja útilokað að hann komi £ verulegu magni inn í heita sjóinn, fyrr en eftir 1—2 ár. Hann verður ekki kyn- þroska fyrr en 7—8 ára, en ef sóknin í hann fvrir norðan verð ur ekki of mikil má búast við því að hann verði á næstu ár- um veruleg uppistaöa í veiðun- um. Það em göngumar frá Graen- landi, sem eru stóra spumingar- merkið, sagöi Jón, en hann fiuttí 10. sfða. BIRTUTIMINN LENGIST ÓÐUM Er nú orðinn 9Vz klst. á sólarhring □ Birtutimann er nú óðum að lengja og er orðið bjart í rúma níu og hálfa klukkustund á sólarhring eöa frá því að sól kemur upp kl. 8.40 og er hún sezt ki. 18.30. Að auki er skíma f þrjá stundarfjórðunga fyrlr og eftir sólamppkomu og sólsetur. Mun mörgum finnast, að birtu tímann beri óvenju snemma upp á og daginn lengja fyrr en áöur, er vetrartíminn var við líði. Em margir ánægðir með þessa breyt ingu, en aðrir ekki. Einkum eru það foreldrar barna á skóla- skylduaidri, sem hafa veriö ó- ánægðir með það, að börnin hafa orðiö að mæta í skólana kl. 7 eftir gamla tímanum, og standa og bíða eftir strætisvögnum um miðja nótt f skammdegismyrkr- inu eða kl. 6 eftir gamla tíman- um. Þá eru aörir, sem bera svefn tíma íslendinga fyrir brjósti og halda því fram, að enn verði skorið af svefntímanum á þann veg, aö fólk fari seinna í rúmið, þegar daginn fer að iengja og þykir ekki mega skera meir af svefntíma íslendinga en þeir hafa áður gert. Herfræðilegt mikilvægi íslands minnkar ekki" — segir i skýrslu utanrikisráðherra „Þrátt fyrir hraðfleygar og stór- stígar framkvæmdir í smíði ger- eyðingarvopna og hernaðartækni allri, ef þannig má að orði kveöa um þróunina á svo ógnvekjandi iðju, þá mun það álit sérfræðinga, Vaknaði við vondan draum í flugvélinni „Vinur" hafði hnuplað veski með 26 þús. kr. • Akureyringur, sem hafði ver ið að skemmta sér í Reykja- vík í sl. viku vaknaði við þann vonda draum í flugvél á leið- inni norður um helgina, að veski hans með 26.000 kr. var horfið úr vasa hans. • Nærri má geta, hvemig hon um varð við þessa uppgötv un, enda snarrrunnu af honum leifar skemmtanavímunnar og hann var varla mönnum sinn- andi, þegar hann tjáði lögregl- unni á Akureyri vandræði sín. Bjóst hann ekkj við að siá pen- ingana aftur. En lögreglan greip ti! sinna ráða og í Reykjavík var hafin leit að manni, sem fylgt hafði Akureyringnum í bíl út á flug- völl til þess að kveðja hann. Eft ir mikla eftirgrennslan og leit bæði á manninum sjálfum og heima hjá honum, fann lögregl an 25.000 krónur, sem hún telur vera úr veski Akureyringsins. að herfræðilegt mikilvægi íslands fari ekki minnkandi.“ Þetta sagði Emil Jónsson, utan- ríkisráðherra, í skýrslu sinni er hann flutti Alþingi f gær. Ráð- herra skipti utanríkisstefnunni f fjóra meginþætti. Hann taldi ekki vel ráöið, að eitt sendiráð yrði fyr- ir Norðurlönd öll, þótt raddir hefðu heyrzt um það. Utanrikisráöherra benti á tvær til lögur Islands á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, sem samþykktar hafa verið. Hin fyrri fjallaöi um, að alþjóðareglur yrðu settar til að koma í veg fyrir, að fiskistofnam- ir bíöi tjón af mengun sjávar. — Vegna vaxandi vinnslu auöæva á hafsbotni, svo sem gass, kola og olíu, væri hætta á því, að ails kyns eiturefni kæmust út í hafið. Síðari tillagan var um vernd fiskistofn- anna á úthöfunum og aukna alþjóð lega samvinnu um skynsamlega varðveizlu þeirra og nýtingu. Ráðherra taldi sýnt, aö Frakkar mundu ekki ganga úr Atlantshafs- bandalaginu, þegar uppsögn samn- ingsins kemur til greina nú f haust. Aðrar þjóðir NATO myndu einnig halda áfram þátttöku. Að lokum ræddi ráðherra um fjórða þátt utanrikisstefnunnar, vamarsamninginn. Kallaði hann framkomnar hugmyndir um greiðsl ur frá Bandaríkjunum vegna afnota vallarins hér „furðulegar". Hann kvaö nauðsynlegt að endurmeta jafnan allar aðstæður og hafa opin augu fyrir hugsanlegum breyting- um í samræmi við stjómmála- ástandið í heiminum hverju sinni. HINRIK — valinn sem dómari. Sjónvarpskeppni norrænna skólabarna: Dómarinn er islenzkur! • Spurningakeppnj 12 ára skóla bama á Norðurlöndum, sem hlotiö hefur nafnið „Ferlaufasmári“ fer fram í vor. Taka öll Norðurlöndin þátt f keppninni nema ísland vegna þess að þátttaka þess er tæknilega óframkvæmanleg. Hins vegar verð ur Hinrik Bjamason dómari í keppú inni og hefur sér til aðstoðar 10. síða. Gvendarbrunnavatn betra en froðan í flestum tilfellum segir sl'ókkviliðsstjóri Slökkviliðsmenn vaða gegn bálinu meö froðuúðarann. „Það virðist sem Gvendar- brunnavatnið sé öruggara til að slöklcva eld í 90% tilfella,“ sagði Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri í gærdag við fréttamann Vísis suður á Reykjavíkurfiugvelii, þar sem æfing fór fram með hinu nýja froðuslökkviefni. Mikill olíueldur var kyntur á auðu svæði, kveikt í og eldsúlan stóö hátt í loft upp, en reykj- arsúlurnar sáust langt að f góða veðrinu. Var fyrst gengið á eld- inn með háþrýstiúða og tók það 20 sekúndur að slökkva eldinn. Þá var froðan notuð og tók það tæpa mínútu. Rétt er að geta þess, að það er þó ekki á færi nema sérfróðra manna að slökkva með vatnsúða á þennan hátt, yfirleitt fer illa fyrir þeim sem reyna að slökkva olíueld með vatni. Þá má geta þess að það tek- ur meiri tíma að hafa tiltæk*n útbúnað fyrir froöuna en vatns- úöunartækin. „Við vitum að froðan er alls ekki nein alls- herjarlausn á vandamálum okk- ar“, sagði slökkviliðsstjóri, „en hins vegar vitum við að í ein- stökum tilfelum getur froðan komið að mjög góðu gagni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.