Vísir - 04.03.1969, Síða 4
Maximllian Schell
sem Hamlet Danaprins.
Einn reyndasti brúögumi í
heimi mun vera Bandaríkjamað-
urinn séra Glvnn Wolfe (eða Úlf-
ur), en hann er nú giftur i
nítjánda skipti.
Séra Úlfur er auðugur hótel-
eigandi í Hollywood og fyrrver-
andi prestur. Nú síðast kvæntist
hann nítján ára stúlku, Gloríu
að nafni.
Séra Úlfur kvæntist í fyrsta
sinn árið 1930. Allar konur hans
hafa verið ungar og fallegar. Það
hjónaband, sem entist lengst, stóð
í fimm ár, það sem entist stytzt
síöð í fimm daga. Eftir þessi
hjónabönd mun Úlfur vera 32
bama faðir, og ef til vill á hann
einhver utan hjónabanda.
Hann hefur gengið að eiga 17
konur, því að tveimur konum hef-
ur hann kvænzt tvisvar, og ekki
er vitað til þess að aðrir menn
hafi kvænzt oftar.
Þeir dagar eru nú liðnir hjá
þeim á slysavarðstofunni í Lud-
wigshafen f Rínarhéraði, þegar
sjúklingurinn þurfti að líða ó-
þægindi vegna þess að hann lá
alltaf hreyfingarlaus í rúminu
sínu I sömu stellingum.
Myndin héma sýnir nýtt sjúkra
rúm, sem þeir hafa nýlega tekiö
þar í notkun. Eins og á mynd-
inni sést er hægur vandinn að
snúa rúminu á ýmsa vegu, svo
sjúklingar, sem vegna alvarlegra
meiðsla hefðu annars þurft að
liggja grafkyrrir í vissum stell-
ingum, geta nú valið hvemig
þeir helzt vilja liggja, meöan
þeir borða eða lest. — Það
Nýtt Disney-land
17 verkafélög byggingariðnað-
armanna og framleiðslufyrirtæki
Walt Disneys hafa nýlega gert
með sér samning um vinnufrið
við eitthvert stærsta einkafram-
tak, sem sögur fara af.
Fyrirtækið Walt Disneys, sem
haldið hefur áfram að blómstra.
þrátt fyrir fráfall hins vinsæla
teiknimyndahöfundar, hefur nefni
lega tekið að sér að byggja „ferða
mannagildru" nærri Orlando, en
kostnaður verksins er áætlaður
munu nema um 500 millj. dollara.
Staðurinn hefur verið valinn og .1
ætlunin er að reisa þar upp sam
bland af tívolí og Disney-landi,
líku því sem Disney gerði í Kali-
forníu. Orlando-yfirvöld gera sér
miklar vonir um, að staöurinn
komi til með að njóta vinsælda
meðal ferðamanna.
Verk þetta verður fimm sinn-
um stærra í sniöum en Disney-
land í Kaliforníu. Engir ^inkaað-
ilar hafa staðið í slíkum stórræð-
um fyrr, og eina verkið, sem þol-
ir einhvern samjöfnuð, er upp-
bygging Kennedy-höfða á sínum
tíma, en það var á vegum stjórn-
arvaldanna.
er rafmagnsmótor, sem snýr
rúminu.
Reyndar er ekki ýkja langt síð
an lokið var við smíði þessa
sjúkrahúss, sem eingöngu veitir
móttöku slösuðu fólki. Sjúkrahús
ið þykir eitthvert það nýtízkuleg
asta sinnar tegundar, en smíði
þess kostaðj 38 milljónir marka.
Þar eru rúm fyrir 300 sjúklinga.
STIGAR ÁN STIGAÞREPA
A listaverkauppboðum, þar
sem hlutir skiptá um eigéndur
fyrir svimandi upphæðir,
mun einnig vera hægt að gera all
góð kaup. Bandaríski sjónvarps-
maðurinn Dick Cavett kveðst
hafa verið hundheppinn, er hon-
um var slegin teikning eftir Rem
brandt fyrir aðeins 150 pund.
„Þetta er ekki aðeins gjafverð fyr
ir teikninguna", segir hann „held
ur er hún einstök vegna þess að
þetta er eina teikningin. sem Rem
brandt gerði með kúlupenna."
Ringo Starr á nú í deilum við
húseiganda, sem hann leigir hjá
í London. Ringo var svo greiðvik
inn, að hann lánaði vini sínum
John Lennon og ástkonu hans
Yoko Ono afnot af íbúðinni um
fcíma, og nú hefur húseigandinn
farið í mál og krefst skaöabóta,
því að hann segir, að það sem
fram hafi farið í húsinu, hafi ver
ið „ólöglegt, ósiðlegt og óviðeig
andi.“
Hinn frægi svissneski leikari
Maximilian Schell vakti miklar
deilur og hnevkslan. þegar hann
lék í Hamlet-sýningu í Miinchen
á dögunum. Þar birtist Schell í
gervi Hamlets með eldrauðan hár
lubba, og hikaði hvergi við að
breyta frá hinum hefðbundna leik
texta. Meðal anaars sagði hann:
„Að lifa eða ekki“ I stað þess að
segja eins og frumtextinn gerir
ráð fyrir: „Að vera eða ekki.“
„Mér fannst gamla setningin of
lágkúruleg og væmin", sagði
Schell. „Shakespeare mundi ekki
skrifa þannig ef hann væri nú
uppi*
I nýtízku elliheimili í Garath,
skammt frá Diisseldorf, finnast
engin stigaþrep. Prófessor Böhm,
arkitektinn, sem teiknaSi húsið,
kom öllum stigum og tröppum
þannig fyrir í húsinu, að þeir lágu
f mjúkum bogum upp á efri hæð-
imar, svo hvergi er bratt upp að
ganga.
Manni dettur í hug völundar-
hús, þegar maður virðir fyrir sér
meðfylgjandi mynd af húsakynn-
um gamla fólksins.
Hér og þar er komið fyrir rauf-
um í veggina og bekkjum við
„stiga“handriðið, svo öldungarnir
geti setzt og hvílt sig á leiðinni
upp á hanabjálkaloft.
Húsið er innréttaö með múr-
steinum, en þeir kostuöu 4,5 millj
ónir marka. Hefur sá þáttur
byggingarkostnaðarins vakiðmjög
fjörugar umræður og jafnvel deil-
ur í héraðinu.
Aldraða fólkið, sem þarna eyðir
stundum sínum, þykir þrífast vel,
en heimilið rúmar 105dvalargesti.
Endurgoldin
gömul skuld
Dave Kunde, bóndi í Iowa
í Bandaríkjunum, heldur þvl
fram, að kýrin hans, hún Beauty
hafi bjargað lífi hans, þegar hann
eitt sinn hafði misst meðvitund
vegna kolsýringseitrunar.
Kusa opnaði hlöðudyrnar, svo
inn streymdi hreint loft. og vakti
hann til lífsins með því aö sleikja
á honum andlitið.
I janúarmánuði kjálkabrotnaðj
Beauty, en Kunde þvertók fyrir
það, að henni yrði lógað. I stað-
inn fór hann með hana til dýra-
læknis, sem nam í burtu bemflís
ina og tók fjórar tennur úr neðri
kjálka hennar. Kunde tók hana
síðan heim til sín og hjúkraði
henni, enda hafði þessi úrvals-
gripur eitt sinn unnið t?l verð-
launa sem fyrsta flokks mjólkur
kýr.
En nú hefur hún sem sagt jafn
að metin.
NÝTlZKU SJÚKRARÚM